Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 2
2 9. apríl 2010 FÖSTUDAGUR Sigurður, sagðir þú honum ekki bara að pilla sér? „Jú, það er einmitt þannig sem það var.“ Sigurður Viðar Viggósson stökkti á flótta innbrotsþjófi sem veifaði hnífi í íbúð föður hans í Kópavogi og heimtaði róandi töflur. BRASILÍA, AP Yfir þrjú hundrað manns eru taldir hafa farist í vatnsflóðum og aurskriðum í Rio de Janeiro og nágrenni síðustu daga. Óttast er að um tvö hundruð manns hafi látist í gær þegar heilt fátækrahverfi með um 50 húsum eyðilagðist í aurskriðum. Búast má við að tala látinna hækki enn þegar björgunarfólk fer að grafa í húsarústum og aurnum sem rann yfir fátækra- hverfin í bröttum hlíðum ofan við borgina. Að minnsta kosti tvö þúsund manns þurftu að yfirgefa heim- ili sín vegna flóðanna í þessari næststærstu borg Brasilíu. - gb Flóðin í rénun í Brasilíu: Meira en þrjú hundruð látnir LEITAÐ Í SKRIÐUM Mikið verk bíður borgarbúa. NORDICPHOTOS/AFP FERÐAMENNSKA Ásókn almennings í skoðunarferðir á slóðir eldgoss hefur aldrei verið meiri en að gos- inu sem hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars síðastliðinn. Þetta skýrist einna helst af eðli gossins og betra aðgengi en áður hefur þekkst, að mati Ármanns Höskuldssonar eld- fjallafræðings. Hann hefur fylgst með nokkrum eldgosum á Íslandi en man ekki eftir annarri eins umferð í nálægð við þau. „Fólk hefur alltaf sótt í eldgos. Í Heklugosum er yfirleitt hraun mjög neðarlega þannig að fólk kemst í glóandi hraun, sem er auðvitað eftirsóknarverðast. En þarna kemstu náttúrlega alla leið upp eftir,“ segir Ármann. Hann bendir á að hægt sé að sjá gosstrókana og hraunfossana til- tölulega langt að, auk þess sem ekki hafi í síðustu gosum verið hægt að nálgast gosið jafnmikið og nú. Þá sé gosið óvenjufallegt og standi lengur en síðustu gos. Nokkrir hafi lagt leið sína að Grímsvötnum árið 2004 á jeppum. Gosið hafi hins vegar ekki verið eins áhorfendavænt og hafi þess utan staðið skemur, eða rétt um viku. „Og Heklugosin eru yfirleitt bara sjónarspil fyrsta klukkutím- ann og síðan dregur svo hratt úr því – eftir einn tvo daga er bara eitt- hvert puff uppi í fjalli og aðallega hraun sem rennur. Núna er hins vegar allt sem ýtir undir það að menn sjái meira,“ segir Ármann. Farartækjaeign landsmanna hefur líklega sitt að segja, enda hefur hún rokið upp á síðastliðn- um árum. Þannig fjölgaði skráðum snjósleðum á Íslandi um 60 prósent á árabilinu 1998 til 2008, og fjöldi skráðra fjórhjóla tuttugu og tvöfald- ast. Þá hefur jeppaeign snaraukist. Til merkis um það seldust tæplega 12.800 jeppar af öllum stærðum á árunum 2000 til 2004, en um 27.100 á árunum 2004 til 2008. Ármann áréttar þó að hann telji gosfárið nú ekki endilega mikið meira en var árið 2000, og bendir á í því samhengi að ein stærsta björg- unaraðgerð Íslandssögunnar hafi þá verið framkvæmd þegar löng bílalest festist í Þrengslunum. stigur@frettabladid.is Aldrei auðveldara aðgengi að eldgosi Staðsetning og eðli eldgossins á Fimmvörðuhálsi, auk fjölgunar farartækja sem henta í torfærur, veldur því að metfjöldi leggur leið sína að gosinu. Íslendingar hafa þó alltaf sótt í eldgos, segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson. ÝMIS TÆKI Fólk hefur lagt leið sína að eldstöðvunum á ýmsum fararskjótum síðustu vikur – fjórhjólum, vélsleðum, jeppum og jafnvel vélhjólum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fjölgun fararskjóta 1998 2008 1998 2008 2.900 4.700 346 7.566 Vé ls le ða r Fj ór hj ól VIÐSKIPTI Bæði Seðlabanki Evrópu og Englands ákváðu í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextir Englandsbanka hafa um nokkurt skeið staðið í hálfu prósenti en evr- ópska seðlabankans í einu prósenti. Ákvörðunin kom ekki á óvart. Fjármálasérfræðingar eru almennt sammála um að Jean- Claude Trichet, seðlabankastjóri evrópska seðlabankans, hyggist nýta sér óbreytt vaxtastig til að blása lífi í hagkerfi Evrópu. Þá taldi hann ólíklegt að gríska ríkið yrði gjaldþrota. Bloomberg-fréttaveitan segir seðlabankastjórann í þröngri stöðu; hækki bankinn vextina geti hann spillt fyrir skuldabréfaútboði Grikkja. Talsverðar byrðar hvíla á herðum Grikkja enda þarf hið opin- bera að afla sér 32 milljarða evra, jafnvirði 5.500 milljarða íslenskra króna, til að standa við skuldbind- ingar sínar á árinu. Þar af þarf það þriðjung fjárhæðarinnar fyrir lok maí. Ef í nauðir rekur og Grikkjum tekst aðeins að afla hluta fjárins er ekki útilokað að ESB-ríkin komi til hjálpar ásamt Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum. Slík hugmynd var rædd á leiðtogafundi ESB í lok mars. - jab JEAN-CLAUDE TRICHET Fjármálasérfræð- ingar segja stýrivaxtahækkun innan ESB koma Grikkjum illa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bankastjóri evrópska seðlabankans segir ólíklegt að Grikkland fari í þrot: Varasamt að hreyfa vextina 8.000 6.000 4.000 2.000 0 VERÐLAGSMÁL Algengt verð á sjálfsafgreiðslustöðvum olíu- félaganna á höfuðborgarsvæðinu er 207 til tæplega 210 krónur fyrir lítrann af 95 oktana bensíni, sam- kvæmt mælingum bensin.is í gær. Ódýrast er bensínið í Kópavogi, 202,5 hjá Orkunni við Skemmu- veg og 202,9 hjá N1 við Stóra- hjalla. Atlantsolía við Skemmu- veg selur lítrann á 203,6 krónur. Dísilolían er sömuleiðis ódýrust í Kópavogi hjá Orkunni og N1, kostar 201 til 202 krónur. - óká Máli skiptir hvar fyllt er á bílinn: Kópavogsstöðv- ar oft ódýrari ELDGOS „Ef ekkert er að gert gæti umferð jeppa á gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi valdið umhverf- isslysi. Það verður að girða fyrir bílaumferð utan jökuls þegar snjóa leysir,“ segir Magnús Tumi Guð- mundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands og formaður Jöklarannsóknafélagsins. Litl- ar breytingar urðu á gosinu í gær, að hans sögn. Magnús bendir á að þrátt fyrir mikla umferð bíla í kringum gosið síðastliðnar þrjár vikur, stundum yfir hundrað á dag, bendi fátt til jarðrasks af þeirra völdum. Það geti breyst til hins verra fljótlega. Engir slóðar eru á hálsinum norðanverðum. Í leys- ingum verði svæðið erfitt yfirferðar og gætu jeppar sem fara utan jökulrandar valdið miklum spjöllum. Fáa bíla þarf til að búa til slóða. Í leysingum verða þeir ófærir og hætt við að nýir slóðar verði til. Af slíku verða mikil spjöll. Magnús mælir með því að næsta sumari fari jeppaslóðin frá Skógum að skála Ferðafélagsins, Baldvinsskála. Þaðan sé stutt að fara að gosstöðv- unum. „Á þessu svæði hafa ekki verið bílar áður og svæðið má ekki við skemmdum. Allir verða að taka saman höndum í vor og koma í veg fyrir að Fimm- vörðuháls verði eyðilagður,“ segir hann. - jab ELDGOSIÐ Á FIMMVÖRÐUHÁLSI Hætt er við miklu jarðraski verði ekki girt fyrir jeppaumferð við gosstöðvarnar á Fimm- vörðuhálsi, segir prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/EINAR Jarðeðlisfræðingur segir hættu á að jeppaumferð eyðileggi Fimmvörðuháls: Stöðva verður umferð í vor PÓLLAND, AP Vladimír Pútín Rúss- landsforseti sýndi Pólverjum sáttavilja á mið- vikudagskvöld með því að vera viðstaddur þegar minnis- merki var vígt í Katýnskógi um fjöldamorð, sem rússneskir leyniþjónustu- menn frömdu þar árið 1940. Hann viðurkenndi að Jósef Stalín, einræðisherra Sovétríkj- anna, hafi skipað fyrir um morð- in. Alls féllu 22 þúsund Pólverjar fyrir hendi Rússa í Katýnskógi. Fáeinum klukkustundum síðar gat Pútín þó ekki stillt sig um að segja fjöldamorðin að nokkru réttlætanleg vegna þess að Stal- ín hafi litið á þau sem hefndarað- gerð fyrir dauða 32 þúsund rúss- neskra hermanna í fangabúðum Pólverja árið 1920. - gb Sáttavilji Pútíns í Katýnskógi: Sagði morðin hefndaraðgerð STJÓRNMÁL Andreas Schockenhoff, þingmaður kristilegra demó- krata, og Pierre Lequiller, þing- maður UMP, stjórnarflokks Nicolas Sarkozy í Frakklandi eru staddir hérlendis og munu ræða við Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra, Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra og Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og utanríkismálanefnd Alþingis. Tilgangur heimsóknarinnar er að fá skýrari mynd af stöðu mála áður en aðildarviðræður við Evr- ópusambandið hefjast. - gb Evrópskir þingmenn komnir: Hitta ráðherra og þingmenn DÓMSMÁL Karlmaður sem fót- braut annan með hafnabolta- kylfu sumarið 2008 hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir árásina. Þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir. Tildrög árásarinnar voru þau að þolandinn hafði samþykkt að greiða fyrir bílkerru með kanna- bisefnum. Í stað kannabisefna lét hann árásarmanninn hafa pakkningu með grænu kryddi og stökk á flótta. Hann var þá eltur uppi og barinn. Árásarmaðurinn hefur oft- sinnis komist í kast við lögin. Refsing hans var milduð þar sem hann játaði hreinskilnislega. - sh Í átta mánaða fangelsi: Fótbraut mann með kylfu VLADIMÍR PÚTÍN SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.