Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 4
4 9. apríl 2010 FÖSTUDAGUR STJÓRNSÝSLA Félagsmálaráðu- neytið ræðir enn við fyrirtæki sem veittu bílalán í erlendri mynt um að þau flytji lánin yfir í verðtryggð lán í íslenskum krónum, með 15 prósent álagi. Þetta mundi hafa í för með sér um það bil þriðjungs nið- ur færslu á eftirstöðvum lána sem tekin voru í erlendri mynt á árunum 2006 og 2007. Ingvi Örn Kristinsson, ráð- gjafi félagsmálaráðherra, sagði Fréttablaðinu að hann vonaðist til að hægt yrði að ljúka samningum við einhver fyrirtækjanna næstu daga. - pg Færa bílalán yfir í krónur: Vonast eftir samningum næstu daga FJÁRMÁL „Ég ætla ekki að svara þessu á þessu stigi vegna þess að ég var beðinn um skýringar sem ég er að útbúa,“ segir Garðar Eyland, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur, um afdrif stórs hluta af 210 milljónum króna sem félagið fékk í styrk frá Reykjavíkurborg. Í ársreikningi GR fyrir tímabil- ið 1. nóvember 2088 til 31. október 2009 er greint frá því að Reykjavík- urborg hafi á árinu 2006 gert samn- ing við GR um 210 milljóna króna framkvæmdastyrk sem síðan hafi verið greiddur út á árunum 2007, 2008 og 2009. Fram kemur að styrkurinn hafi átt að renna upp í framkvæmdir fyrir 267 milljónir króna. „Klúbburinn hefur ekki fram- kvæmt í samræmi við ákvæði samningsins á árunum 2008 og 2009 en fengið greitt samkvæmt honum,“ segir í skýrslu stjórnar í ársreikn- ingnum. „Af þessum framkvæmda- kostnaði hefur þegar verið ráðist í verkefni sem samsvarar 51 pró- senti af áætluðum fjárfestingum. Klúbburinn hefur hins vegar feng- ið greitt allt framlagið,“ er ítrekað í ársreikningnum. Sérstaka athygli vekur að þrátt fyrir að hafa ekki nýtt nema hluta af 210 milljóna króna styrk frá borginni í tilætlaðar framkvæmd- ir var peningaleg staða GR við lok áðurnefnds tímabils neikvæð um 61 milljón króna. Fénu virðist ein- faldlega hafa verið varið í annað, til dæmis í að laga skuldastöðu félagsins. Eins og fyrr segir svarar framkvæmdastjóri félagsins ekki spurningum um þetta atriði að svo stöddu. Hann þvertekur þó fyrir að féð hafi runnið til rekstrar eða ann- ars slíks hjá GR. Peningarnir séu hjá félaginu. „Við erum með þá í okkar vörslu, þessa peninga,“ segir Garðar Eyland. Borgarstjórn samþykkti á þriðju- dag að styrkja GR um 230 milljónir til viðbótar til að stækka völl félags- ins á Korpúlfsstöðum. Vegna upp- lýsinganna úr ársskýrslu GR var hins vegar ákveðið í borgarráði í gær að innri endurskoðun borgar- innar og Íþrótta- og tómstundaráð færu ofan í saumana á málinu. Mun áðurnefnd greinargerð GR vera við- brögð við þeirri kröfu. Óskar Bergsson, formaður borgar ráðs, segir borgaryfirvöld fyrst hafa heyrt í gærmorgun að það kynni að vera að GR hafi ekki varið styrknum til þeirra verkefna sem til var ætlast. Nú sé verið að kanna það. „Ef Golfklúbbur Reykja- víkur hefur ekki staðið við sinn hluta af þeim samningum sem áður hafa verið gerðir milli borgarinnar og klúbbsins þá kallar það á endur- skoðun þessa samnings sem núna er nýlega endurgerður,“ segir Óskar. „Ef þetta reynist rétt, eins og framkomin gögn benda til, þá hlýt- ur borgarstjóri að verða að svara því hvernig það megi vera að það sé ekki gengið úr skugga um að þær framkvæmdir sem fyrri samningar voru um hefðu raunverulega farið fram áður en reiddar eru fram 230 milljónir í næsta vers,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylking- ar í borgarstjórn. gar@frettabladid.is Óvissa um golfstyrk vegna vanefnda GR Þó að Golfklúbbur Reykjavíkur hafi aðeins framkvæmt fyrir hluta af 210 millj- óna króna styrk frá borginni er peningaleg staða GR neikvæð. Formaður borg- arráðs segir nýjan samning verða endurskoðaðan hafi GR brotið fyrri samning. ATHAFNASVÆÐI GOLFKLÚBBS REYKJAVÍKUR Vélageymsla sem byggja átti í fyrra er enn óbyggð en hefjast á handa á þessu ári, að sögn framkvæmdastjóra GR. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DANMÖRK Pia Kjærsgaard, leið- togi Danska þjóðarflokksins, hótar nú að svipta hægristjórn Íhaldsmanna og Venstre stuðn- ingi sínum taki hún ekki að vinna af heilindum að þeim málum sem fyrir liggja. „Það er kominn tími til að ríkis stjórnin vakni,“ segir hún og krefst þess að Lars Løkke Rasmus sen forsætisráðherra og meðráðherrar hans sýni starfi sínu auðmýkt og fari að taka til hendinni. Óánægja hafi verið kraumandi lengi innan Danska þjóðarflokksins. „Ef þau átta sig ekki nú á því að þetta er alvara, gera þau það aldrei,“ er haft eftir henni í dönskum fjölmiðlum. - gb Pia Kjærsgaard óánægð: Vill að ríkis- stjórnin vakni PIA KJÆRSGAARD Hótar að svipta dönsku stjórnina stuðningi. NORDICPHOTOS/AFP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 21° 13° 11° 15° 14° 10° 10° 20° 17° 18° 17° 25° 10° 16° 18° 7°Á MORGUN 8-15 m/s, hægast NA-til. SUNNUDAGUR 5-8 m/s víða um land. 8 6 5 5 4 5 6 8 9 3 4 9 9 6 4 4 5 15 9 5 8 9 9 7 8 10 9 8 5 8 9 7 VOR Í LOFTI? Margir gleðjast yfi r hlýnandi veðri þesssa dagana. Fram undan eru mildir dagar með suðlægum áttum. Í dag má búast við rigningu S- og V- lands og síðdegis eða í kvöld fer að rigna lítillega í öðr- um landshlutum. Hiti verður ofan frostmarks í byggð. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður Þurftu að gista í Norrænu Fjórtán farþegar sem komu til Seyðis- fjarðar með Norrænu á þriðjudag urðu að gista í ferjunni vegna veðurs. Stórhríð var á Fjarðarheiði og ófært frá Seyðisfirði. AUSTURLAND LÖGREGLUMÁL Maður sem braust inn í fjölbýlishús eldri borgara við Gullsmára í Kópavogi aðfara- nótt miðvikudags vopnaður hnífi og leitaði þar að lyfjum var lát- inn laus í gær eftir yfirheyrslu. Að sögn lögreglu í Kópavogi er málið rannsakað sem innbrot. Maðurinn var ekki talinn hættu- legur, hann hafi sleppt hnífnum og sagst ekki vilja meiða neinn. Ekki var talin forsenda til að óska eftir gæsluvarðhaldi eftir að hann játaði brot sitt greiðlega. - pg Braust inn í leit að lyfjum: Ræningi játaði og var sleppt Bráðabirgðastjórn tekur við: Bakijev segist enn vera forseti KIRGISISTAN, AP Kurmanbek Bak- ijev neitar að viðurkenna bráða- birgðastjórn stjórnarand- stöðunnar í Kirgisistan og segist enn vera forseti lands- ins, þótt hann viðurkenni valdaleysi sitt. Bakiyev var hrakinn frá völdum í bylt- ingu á miðvikudag og segist vera í felum í suðurhluta landsins. Rosa Otunbajeva. fyrrver- andi utanríkisráðherra og leið- togi stjórnarandstöðunnar, segir að þingið hafi verið leyst upp og hún ætli að mynda bráða- birgðaríkisstjórn sem muni starfa í hálft ár. Þá verði haldnar kosningar. - gb ROSA OTUNBAJEVA FERÐAÞJÓNUSTA Samtök ferðaþjón- ustunnar (SAF) telja að flugfélög- in þurfi að bera 400 milljóna króna kostnaðarhækkanir vegna nýlegra gjaldskrárbreytinga frá hendi sam- gönguráðherra. SAF gagnrýnir ekki síst að hækkanirnar taka gildi með svo stuttum fyrirvara að allur kostnaðurinn fellur á fyrirtækin og ekki er hægt að velta kostnaðinum á farþega. Með nefndum gjaldskrárbreyting- um hækkar flugverndargjald um 53 prósent. Nýtt farþegagjald nemur 150 krónum á hvern farþega og nýtt leiðarflugsgjald verður jafnframt lagt á en það reiknast eftir þyngd loftfars og lengd flugs. Lendingar- gjöld í innanlandsflugi hækka jafn- framt um 25 prósent. Milljónirnar 400 ganga annars vegar til Keflavíkurflugvallar og hins vegar til Flugstoða. Gjaldskrárbreytingin tekur gildi eftir tvo mánuði. Langt er liðið á aðalsölutímabil sumarsins og SAF gagnrýnir að ekki sé tekið tillit til ábendinga um að gjalda- og skatta- umhverfi greinarinnar verði að koma með góðum fyrirvara. Það séu mikil vonbrigði að samgönguráð- herra hafi samþykkt þessa breyt- ingu með svo stuttum fyrirvara, eins og segir í tilkynningu. - shá Ferðaþjónustan segir gjaldskrárbreytingar taktlausar og illa tímasettar: Fyrirtækin bera allan kostnað FRÁ LEIFSSTÖÐ Gagnrýni ferðaþjónust- unnar snýr ekki síst að því hversu stutt- an fyrirvara fyrirtækin fá til að bregðast við hækkunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 08.04.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 227,7405 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,35 128,97 195,30 196,24 170,85 171,81 22,948 23,082 21,437 21,563 17,616 17,720 1,3812 1,3892 194,14 195,30 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR N1 Deildin KONUR Föstudagur Vodafone höll Framhús Valur - Haukar Fram - Stjarnan 19:30 19:30 2009 - 2010 ÚRSLITAKEPPNIN HEFST

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.