Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 6
6 9. apríl 2010 FÖSTUDAGUR Skipt verður upp í eftirfarandi hópa og hópstjóra: 1. Peningamálastefna – Benedikt Jóhannesson 2. Stefna í gjaldmiðlamálum – Eyþór Arnalds 3. Umgjörðin um atvinnulífið – Þorsteinn Víglundsson 4. Skattastefna – einstaklingar – Sigríður Dís Guðjónsdóttir 5. Skuldavandi heimila – Erla Ósk Ásgeirsdóttir 6. Endurreisn atvinnulífs – Thomas Möller 7. Hagræðing í opinberum rekstri – Magnea Guðmundsdóttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu taka virkan þátt í starfi hópanna. Ragnheiður Elín Árnadóttir, leiðtogi sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, mun flytja ræðu við upphaf fundarins. Skráning á fundinn og í hópa er hjá Guðmundi Skarphéðinssyni á netfangið gudmundur@xd.is og í síma 892-1846. Allir eru velkomnir til að taka þátt í stefnumótun þessara málaflokka hjá Sjálfstæðisflokknum. Stefnumótunarfundur í Valhöll Laugardaginn 10. apríl nk. kl. 10 – 14 Fundurinn er undir stjórn tveggja málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins; atvinnumálanefndar og efnahags- og skattanefndar. Í upphafi fundar verður rætt um hvað hægt er að gera á næstu tveimur árum og síðan horft lengra til framtíðar. Umhverfisgæði & náttúruauðlindir Ársfundur Umhverfisstofnunar Fundurinn er haldinn í dag, 9. apríl, á Grand Hóteli og hefst klukkan 13:00 Allir velkomnir 13:00 Setning ársfundar 13:05 Ávarp umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur 13:15 Umhverfisgæði og náttúruauðlindir, Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri 13: 30 Nils Hallberg frá sænsku Umhverfis- stofnuninni: Fugla- og búsvæðatil skipun ESB í Svíþjóð. Getur löggjöf ESB styrkt náttúruvernd á Íslandi? 14:00 – 14:40 » Dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi » Heilnæmi laugarvatns og öryggi á sundstöðum » Hættuleg efni í umhverfi okkar » Losun mengandi efna » Gögn sem koma að gagni » Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull - saga og jökull » Friðlýsingar: Hindrun eða tækifæri? » Aðgerðir gegn akstri utan vega 14:40 Kaffi 15:10 – 15:45 » Breytingar á veiðikortakerfinu » Upplýsingar á friðlýstum svæðum: Merkilegt samstarf » Saman um vatnið » Vákort af N-Atlantshafi: Hættur og viðbrögð » Erfðabreyttar lífverur og samfélagið » Urðað í sátt við umhverfið » Svansmerkt - Betra fyrir umhverfið og heilsuna 15:45 Umræður 16:00 Ársfundi slitið Dagskrá ársfundarins Fundarstjóri er Þórunn Sveinbjarnardóttir ALÞINGI Skipa á nefnd til að rann- saka verklag og ákvarðanatöku fjármálafyrirtækja frá hruninu haustið 2008 og til ársloka 2009, samkvæmt frumvarpi sem Guð- laugur Þór Þórðarson, Sjálfstæð- isflokki, og tíu aðrir þingmenn flytja. Í frumvarpinu segir meðal annars að nefndin eigi að eyða tortryggni og grunsemdum um óeðlileg vinnubrögð innan fjár- málastofnana og leggja mat á hvort mistök, mismunun eða óeðlilegir starfshættir hafi átt sér stað. Í greinargerð er bent á að ekk- ert eftirlit hafi verið með verk- lagi og ákvarð- anatöku fjár- málafyrirtækja frá hruni til árs- loka 2009 en þá tók til starfa sérstök eftir- litsnefnd þar um. „Ýmsar sögusagnir hafa gengið um ósamræmd og ógagnsæ vinnu- brögð og hafa margir leitt að því líkur að fjármálafyrirtæki hafi mismunað viðskiptavinum sínum og hvorki hugað að samkeppnis- sjónarmiðum né jafnræðissjónar- miðum,“ segir í greinargerðinni. Þessu hafi fjármálafyrirtækin vísað á bug. Fram kemur að nefndin, sem á að vera skipuð hæstaréttardóm- ara auk tveggja sérfræðinga, skuli huga sérstaklega að því, með almannahagsmuni að leiðarljósi, að birta í skýrslu sinni upplýs- ingar um hvaða aðilar hafi feng- ið felldar niður skuldir sínar við fjármálafyrirtæki. - bþs Nefnd rannsaki verklag og ákvarðanatöku bankanna frá hruni til ársloka 2009: Upplýst verði um lánaafskriftir GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON AFGANISTAN, AP Hamid Karzai, forseti Afganistans, hótaði því aldrei að ganga til liðs við tali- banahreyfinguna, segir Waheed Omar, talsmaður forsetans. Hann segir ekkert hæft í full- yrðingum þingmanna um slíkar hótanir. Hann sagði Karzai enn sem áður staðráðinn í að halda áfram baráttunni gegn uppreisn- arhreyfingu talibana. Hins vegar sagði Omar forset- ann standa við gagnrýni sína á erlendan þrýsting vegna forseta- kosninganna á síðasta ári. - gb Karzai dregur í land: Hafði aldrei uppi hótanir UTANRÍKISMÁL Íslendingar þurfa að gera upp hug sinn og ákveða hvar þeir vilja vera í samfélagi þjóða. Það væri jafnvel betra að fresta yfirstandandi viðræðum við ESB en að halda þeim áfram í óvissu um hvert sé stefnt. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráð- herra, í viðtali við Clemens Boms- dorf, blaðamann þýska Financial Times, sem birtist í gær á netsíðu hans, High North. Blaðamaðurinn spyr Ingibjörgu hvernig hún meti líkindi þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. „Ég veit það ekki. Ég held að það verði ekki samþykkt í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Þetta gæti breyst, en þá þurfum við einhvern til að berjast fyrir inngöngu. Það er eng- inn að því núna. Af hverju veit ég ekki. Kannski eru þau hrædd við að taka umræðuna því almennings- álitið er svolítið á móti öllu sem erlent er. Útlendingar eru vondu gæjarnir um þessar mundir. Að tala fyrir meiri samvinnu við ESB er ekki líklegt til vinsælda,“ segir Ingibjörg. Hún nefnir að ekki sé meirihluti fyrir aðild á Alþingi. Misheppnaður Evrópuleiðangur og einangrun landsins sé það sem hún hafi mestar áhyggjur af og hugsi um daglega. Yngri kynslóð- in og „besta fólkið okkar“ muni ekki telja það góðan kost að búa á einangruðu Íslandi. „Í gegnum aldirnar hefur okkur ávallt farnast best í samvinnu við önnur lönd,“ segir hún. Í stað þess að skilgreina hags- muni landsins og rækja sam- band við alla bandamenn sína séu Íslendingar „að gera þetta mjög illa. Við erum að stofna til slags- mála á hverjum vettvangi og ég held að það sé rangt. Við erum lítið land sem þarf á bandamönnum að halda,“ segir hún. Kjánalega hafi til að mynda verið farið með sam- bandið við Bandaríkjamenn, allar götur síðan um aldamót. Þrjóska hafi einkennt þau samskipti. Íslend- ingar hafi krafist þess að fjórar þotur skyldu vera á landinu, þegar öllum mátti vera ljóst að það þjón- aði engum tilgangi. Ingibjörg Sólrún hafnar því að velja skuli eina þjóð, svo sem Þýska- land eða Noreg, sem sérstaka vina- þjóð, komi það niður á sambandinu við aðrar þjóðir. Jafnvel hagsmun- ir Norðmanna geti verið andstæðir íslenskum. klemens@frettabladid.is Frestur væri bestur á aðildarviðræðum Fyrrum utanríkisráðherra er ósáttur við þá leið sem Íslendingar fara að hugs- anlegri ESB-aðild. Enginn sé að berjast fyrir inngöngu í sambandið og ólíklegt að aðildarumsókn verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Fyrrum utanríkisráðherra hefur miklar áhyggjur af því að landið sé að einangrast og telur allra mikilvægast að ákveðið verði hvar landið eigi að standa meðal annarra þjóða. Einhver þurfi að koma fram og tala með ESB- aðild. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ALÞINGI Nauðsynlegt er að sporna við aukningu á ólöglegri happdrættis- og veðmálastarfsemi hér á landi í gegnum netið. Þetta er mat Rögnu Árnadótt- ur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, sem lagt hefur fram frumvarp sem girða á fyrir auglýsingar erlendra happdrætta hérlendis. Til happdrætta teljast fjárhættuspil og veðmál ýmiss konar, samkvæmt lögum um happdrætti. Frumvarpið lætur lítið yfir sér. Aðeins bætast tíu orð við gildandi lagaákvæði sem snýst um bann við að auglýsa, kynna eða miðla upplýsingum um happ- drætti sem ekki hefur leyfi samkvæmt lögunum. Viðbótin tekur til starfsemi sem rekin er erlendis. Á síðasta ári féll sýknudómur í Hæstarétti í máli sem höfðað var vegna auglýsinga erlenda veðmála- fyrirtækisins betsson.com. Óumdeilt var að fyrir- tækið hefði ekki leyfi til starfseminnar en þar sem það var erlent töldust auglýsingarnar ekki brjóta í bága við lögin. Við þessu ætlar ráðherra að bregðast. Í athugasemdum frumvarpsins segir að á síðustu árum hafi þátttaka í fjárhættuspilum og veðmál- um á netinu aukist. Einkum sé um að ræða veðmála- fyrirtæki sem staðsett séu erlendis og visti netsíður sínar erlendis. Í mörgum tilvikum sé í raun um að ræða veðmálastarfsemi sem sérstaklega sé beint að íslenskum ríkisborgurum, meðal annars með aug- lýsingum sem birtar eru í íslenskum fjölmiðlum, þar á meðal á vefsíðum. - bþs Koma á í veg fyrir auglýsingar happdrætta sem ekki hafa leyfi samkvæmt lögum: Girt fyrir erlendar veðmálaauglýsingar RAGNA ÁRNADÓTTIR Dómsmála- og mannréttindaráðherra segir nauðsynlegt að sporna við aukningu á ólöglegri happ- drættis- og veðmálastarfsemi hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJÖRKASSINN Hefur þú skoðað eldgosið á Fimmvörðuhálsi í vefmyndavél- um Mílu? Já 57,7% Nei 42,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú fyrrum eigendur Glitnis hafa misnotað bankann fyrir hrun? Segðu skoðun þína á Vísi.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.