Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 8
8 9. apríl 2010 FÖSTUDAGUR DÓMSMÁL Jón Ásgeir Jóhannes- son, einn þeirra sem skilanefnd Glitnis hefur stefnt til greiðslu sex milljarða króna skaðabóta, ætlar að stefna skilanefndinni fyrir ærumeiðandi aðdróttanir sem fram koma í stefnu henn- ar og fyrir að hafa vísvitandi breytt tölvugögnum. „Þessi stefna virðist ein- göngu hafa það markmið að vera mannorðsmeiðandi,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Hann ætlar að krefjast þess að stefn- unni verði vísað frá dómi, enda sé hún uppfull af rangindum. Jón segir enga tilviljun að stefnan komi fram núna. Hún komi vísvitandi fram þegar stutt sé í birtingu skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis um orsakir hrunsins. Jón þvertekur fyrir að hafa hagnast persónulega á láni Glitn- is til Fons, félags Pálma Har- aldssonar. Hann segir að tjón Glitnis hefði aldrei geta orðið sex milljarðar króna þrátt fyrir að bankinn hafi lánað Fons þá upphæð, 4,8 millj- arðar af láninu hafi aldrei farið út úr Glitni, heldur hafi verið notaðir til að greiða upp skuldir. Einn millj- arð hafi Pálmi notað til að greiða upp skuld við Kaupþing í Lúxemborg. Í stefnunni er vitnað í tölvu- póst Jóns til Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis. Þar ýtir Jón á eftir því að málum sé lokið, og segir að lokum: „Annars er kannski best að ég verði starf- andi stjórnarformaður [Glitn- is banka].“ Jón þvertekur fyrir að hann hafi með þessu verið að hóta Lárusi, og segir þessa setn- ingu hafa verið grín. Það hafi verið aug- ljóst á tölvupóstin- um, enda brosk- arl fyrir aftan ummælin. Broskarlinn hafi hins vegar verið klipptur út í stefnu Glitnis til að gera setninguna tortryggi- lega. Lán Glitnis til Fons var lánað áfram, og notað til að kaupa hlut Fons í breska skartgripafyrir- tækinu Aurum Holding Limit- ed. Jón Ásgeir hafnar því alger- lega sem fram kemur í stefnunni að fyrirtækið Aurum hafi ekki verið sex milljarða króna virði. Hann vísar til verðmats Capac- ent á fyrirtækinu því til stað- festingar. Þá hafi tilboð upp á sex milljarða komið frá fyrir- tæki í Dubaí. Þess ber að geta að Jón Ásgeir er eiginmaður Ingibjargar Pálmadóttur, aðaleiganda fjöl- miðlafyrirtækisins 365, sem gefur meðal annars út Frétta- blaðið. - bj DÓMSMÁL Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson, sem saman áttu ráðandi hlut í Glitni fyrir hrun, eru sakaðir um að hafa stýrt stjórnendum bankans til að veita félagi í eigu Pálma lán, samkvæmt stefnu skila- nefndar Glitnis á hendur þeim og fyrrum stjórnendum hjá bankanum. Í stefnunni er því haldið fram að Jón Ásgeir og Pálmi hafi hagnast um einn millj- arð króna hvor með þessari lánveitingu. Með lánveitingunni var farið á svig við lánareglur bankans, segir í stefnunni. Pálmi segir í yfirlýsingu að stefnan sé með öllu tilefnislaus, og sýnt verði fram á það í dómsal. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur skilanefnd Glitnis stefnt þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Har- aldssyni, sem áttu í gegnum félög sín ráð- andi hlut í Glitni þegar bankinn lánaði félagi Pálma sex milljarða króna. Þá hefur skila- nefndin stefnt Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, sem og þremur lykil- starfsmönnum bankans. Skilanefndin krefur sexmenningana saman um sex milljarða króna skaða- bætur. Þeim Jóni Ásgeiri og Pálma er gefið að sök að hafa valdið Glitni fjár- tjóni með saknæmum og ólögmætum hætti með því að stýra starfsmönnum bankans þegar þeir lán- uðu félagi Pálma milljarð- ana sex. Tilgangur þeirra hafi verið að ná undir sig persónulega þriðj- ungi lánsins, tveimur milljörðum króna. Telur skilanefndin að með því hafi þeir Jón Ásgeir og Pálmi misbeitt því valdi sem fólst í því að eiga ráðandi hlut í bankanum. Í yfirlýsingu sem Pálmi sendi fjölmiðlum í gær kemur fram að rangt sé að hann hafi náð einum milljarði króna út úr Glitni fyrir sig persónulega, eins og haldið sé fram í stefnu skilanefndarinnar. „Ég hagnaðist ekki persónulega á þess- um viðskiptum, heldur var einn milljarður notaður til að greiða inn á lán Fons hf. við Kaupthing Bank í Luxembourg,“ segir í yfir- lýsingunni. Það hefði skiptastjórn Glitnis getað séð svart á hvítu í bókhaldi Fons. Það sé tiltækt hjá bústjóra Fons, sem tekið hefur verið til gjaldþrotaskipta. Lárus Welding og fyrrum samstarfsmenn hans eru sakaðir um að hafa brotið gróf- lega gegn starfsskyldum sínum með því að hafa veitt lánið. Því hefur Lárus hafnað í yfirlýsingu til fjölmiðla. Starfsmennirnir eru í stefnu skilanefndar- innar sagðir hafa farið á svig við lánareglur bankans, vitandi að lántakinn væri ógjald- fær, og tryggingar fyrir láninu ónógar. Þá er Lárus sagður hafa brotið gegn regl- um um fjármálafyrirtæki með því að hafa farið eftir ólögmætum fyrirmælum Jóns Ásgeirs og Pálma. Er einnig vísað til þess að Lárus hafi brotið gegn hegningarlögum með því að misnota aðstöðu sína sem for- stjóri bankans og formaður áhættunefndar og sett bankann í stórfellda fjártjónshættu. brjann@frettabladid.is Segja eigendavaldi beitt til að fá lán Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson högnuðust um einn milljarð króna hvor á því að láta Glitni lána félagi Pálma sex milljarða, samkvæmt stefnu skilanefndar. Þeir hafna því báðir að hafa hagnast á láninu. Skilanefndin segir starfsmenn hafa farið á svig við reglur. JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Slitastjórn Kaupþings hefur ekki tekið ákvörðun um höfðun skaðabótamála á hendur æðstu stjórnendum og helstu eigendum Kaupþings fyrir hrunið, en er með þau mál til rannsóknar eins og önnur, segir Ólafur Garðarsson, sem sæti á í slitastjórninni. Ólafur segir að viðamikil rannsókn sé í gangi, bæði hjá slitastjórninni og skila- nefndinni. Þar sé nokkur fjöldi mála undir. Í kjölfarið verður væntanlega farið með einhver atriði fyrir dómstóla, sér í lagi til að rifta ýmsum samningum sem gerðir voru skömmu fyrir hrun. Ólafur segir fyrstu riftunarmálin væntan- lega líta dagsins ljós í apríl eða maí, en lengra geti verið í ákvörðun um málshöfðun á hendur fyrrverandi stjórnendum og eig- endum bankans. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er rannsókn í gangi hjá skilanefnd Landsbank- ans, en engin skaðabótamál hafa enn verið höfðuð. Skoða skaðabóta- skyldu stjórnenda Sérstakur saksóknari hefur ekki hafið rann- sókn á sex milljarða króna lánveitingu frá Glitni, né ákveðið að hefja slíka rannsókn. Lánveitingin varð kveikj- an að skaðabótamáli skilanefndar Glitnis á hendur fyrrverandi eig- endum og stjórnendum bankans. „Við erum ekki með formlegt mál opið, en það kann að vera að það verði síðar,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins. Hann segir að skilanefndum beri að gera viðvart um meinta refsinæma háttsemi, en skilanefnd Glitnis hafi ekki sent þetta tiltekna mál til embættisins. Ekki rannsakað ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON Skaðabótakrafa skilanefndar Glitnis Jón Ásgeir Jóhanneson segist ekki hafa hagnast persónulega á sex milljarða króna láni Glitnis til Fons: Stefnir skilanefnd fyrir ærumeiðingar PÁLMI HARALDSSON Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 ÚRSLITAKEPPNIN ER AÐ HEFJAST HÁPUNKTURINN Í HANDBOLTANUM N1 minnir á hápunkt handboltavertíðarinnar. Missið ekki af æsispennandi leikjum í úrslita- keppni N1 deildar kvenna á næstu dögum. Föstudag kl. 19:30 Valur - Haukar (Vodafonehöllinni) Fram – Stjarnan (Framhúsinu) Sunnudag kl. 16:00 Haukar – Valur (Ásvöllum) Stjarnan – Fram (Mýrinni) Miðvikudag kl. 19:30 Valur - Haukar (Vodafonehöllinni) Fram – Stjarnan (Framhúsinu) F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.