Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 12
12 9. apríl 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Ég rak tána ofan í laugina og skrifaði eina litla grein á dögunum. Þakk- lætið lét ekki á sér standa: „Athygli- sjúkur bjálfi að mínu mati,“ sagði maður sem segist heita Karl Lars Kristjánsson. Jón Gunnar Guðmunds- son sagði: „Fær þessi útbrunni kommi ekki hellingslaun fyrir að gera mis- tök …“ Og Einar Strand sagði: „Þeir sem klikka eru skammaðir.“ Og: „Bogga: Hvað með Indriða og Svavar? Og Þór- ólf? Á nú að ganga yfir þá á skítugum skónum? Þeir hafa talað máli Hollend- inga og Englendinga. Verið mjög dug- legir og einbeittir.“ Sem sagt ég, Ind- riði og Þórólfur Matthíasson við erum talsmenn Hollendinga og Englendinga. Hvað er að? Einn kallaði mig nafnlaust að vísu hluta af stofnanaveldinu. Vingjarnlegt! En þetta voru sem betur fer ekki einu viðbrögðin; nokkrir sögðust vilja stofna málfrelsisfélag og það strax. En það var reyndar í einkanótum til mín. Þeir vilja helst ekki koma fram; þeir hafa orðið fyrir persónulegum og meiðandi árás- um þegar þeir hafa rekið tána ofan í umræðulaugina. Það verður að segja sannleikann. Það verður að fá að segja það fullum fetum að töfin á Icesave-málinu hefur gert þúsundir manna atvinnulausar. Það stafar af því að vextir eru hærri en ella væri. Og af því að lánsfjármögnun fæst ekki til þjóðarbúsins. Og gengið er allt of lágt. Það verður að reyna að þróa opna og heiðarlega umræðu og leiða málið til lykta; ekki með öskrum. Meðan stór hluti opinberrar umræðu stendur á öskrunum birtast svona tíðindi í blöð- unum eins og í mbl.is 6. apríl: „Alþjóð- lega greiningarfyrirtækið Moody‘s tilkynnti í morgun að það hefði breytt horfum fyrir lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, úr stöðugum í neikvæðar, aðallega vegna óvissunnar um Icesave- málið.“ Niðurstaða matsfyrirtækisins er því miður staðreynd; þeir sem kalla eftir rökum þurfa bara að horfa í kringum sig í staðinn fyrir að reyna að gera menn tortryggilega með hópuppnefnum. Málfrelsisfélag virðist vera brýn hugmynd. Málfrelsisfélag − góð hugmynd? Efnahags- mál Svavar Gestsson Fyrrverandi heil- brigðisráðherra Mikið úrval vandaðra garðhúsgagna sem þarfnast lítils viðhalds. Margar vörur á opnunartilboði! Opið: Má. - Fö. 12 - 18 Lau. 11-15 Kauptúni 3, 210 Garðabær • S 771 3800 Höfum opnað verslun að Kauptúni 3 í Garðabæ (gengt IKEA). Samskiptin Stefna skilanefndar Glitnis á hendur sex eigendum og starfsmönnum bankans er um margt merkileg lesning. Samskipti manna í tölvu- póstum eru ekki síst athyglisverð og af tilvitnunum í slíka pósta, til dæmis Jóns Ásgeirs og Pálma í Fons, verður ekki séð að fagmennska hafi verið í fyrirrúmi. Stikkorð og slangur eru allsráðandi í fyrirmælum um viðskiptagjörninga upp á milljarða króna og hundruð milljóna eru kallaðar restar. Hvað sem viðskiptunum sjálfum og lögmæti þeirra líður verður ekki séð af þessum samskiptum að viðkomandi hafi umgengist Glitni sem almennings- hlutafélag sem gætti fjárhagslegra hagsmuna þúsunda venjulegra manna. Viðskiptin Sexmenningunum er stefnt vegna sex milljarða króna lánveitingar. Við sögu koma F38, Goldsmith, Fons, GLB, Aurum og Plastprent auk Glitnis sem lánaði peningana. Ekki er nokkur vegur að ætla að almenningur geti talið þessa snúninga alla eðlilega. Og það gerir skila- nefndin augljóslega ekki. Þeir sem hlut áttu að máli eru hins vegar þeirrar skoðunar. Staða bankans batnaði við þetta, segir Lárus Welding sem var bankastjóri. Æfingin Einar Örn Ólafsson, framkvæmda- stjóri í Glitni, var þó efins og skrifaði Lárusi bankastjóra játningu: „Verð að viðurkenna að ég skil ekki afhverju við lánum ekki bara Pálma 2 milljarða króna til að koma fyrir á Cayman, áður en hann fer á hausinn. Í stað þess að fara í alla þessa Goldsmith æfingu.“ Í stefnunni er ekki að finna viðbrögð Lárusar við þessum vangaveltum Einars. bjorn@frettabladid.isE itt af því sem felldi íslenzka bankakerfið voru gáleysislegar lánveitingar bankanna til eigenda sinna og tengdra aðila. Of mikil áhætta byggðist upp í lánabókum bankanna, sem lánuðu sömu eða skyldum aðilum gífurlegar fjárhæðir. Það magnaði upp áhættuna í efnahagslífinu að ýmsir stórir lántakar voru jafnframt í hópi eigenda bankanna. Færi illa fyrir einhverjum eigendanna var bankinn í slæmum málum – og öfugt. Þeir atburðir, sem eru raktir í stefnu skilanefndar Glitnis banka á hendur sex fyrrverandi eigend- um og starfsmönnum bankans, meðal annars með tilvitnun- um í tölvupóstsamskipti, veita athyglisverða – og óvenjulega myndræna – innsýn í þetta meingallaða kerfi. Í stefnunni koma fram alvarlegar ásakanir, um að Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson hafi nýtt sér ráðandi stöðu sína í eigendahópn- um til að knýja fram lánveitingu til fyrirtækis Pálma upp á sex milljarða, þrátt fyrir að fyrirtækið og annar rekstur hans ætti í miklum erfiðleikum og væri í vanskilum við bankann. Pálmi skuld- aði Jóni og borgaði honum milljarð af láninu. Þá er því haldið fram að starfsmennirnir, sem um ræðir, hafi þverbrotið reglur um útlán og áhættustýringu bankans og hugsanlega einnig lög. Stefnan setur fram hlið skilanefndarinnar á málinu. Þeir stefndu eiga eftir að koma fram vörnum. Hér er einkamál á ferðinni; enn sem komið er að minnsta kosti er það ekki rannsakað sem sakamál. Engu síður vakna margar áleitnar spurningar við lestur stefnunnar. Voru Jón Ásgeir og Pálmi að hugsa um hag bankans og þúsunda annarra hluthafa þegar þeir þrýstu á ákvarðanir um lánveitinguna? Eða umgengust þeir bankann eins og sína einkaeign, sem hægt væri að nýta til að hjálpa eigin fyrirtækjum? Hefði annað fyrirtæki eða fyrirtækjasamsteypa, sem hefði verið í jafnmiklum vanskilum við bankann og fyrirtæki Pálma Haraldssonar og í jafnmiklum fjárhagserfiðleikum, fengið sambærilega lánafyrirgreiðslu? Innan Glitnis vissu menn klárlega að Pálmi stæði illa, samanber nú fleygan tölvupóst Einars Arnar Ólafssonar, um að bankinn hefði eins getað lánað Pálma tvo milljarða til að koma fyrir á Cayman-eyjum áður en hann færi á hausinn í stað þess að standa í þeim flóknu gerningum, sem stefnan lýsir. Hvers vegna var reglum bankans um stórar áhættuskuldbindingar og framkvæmd lánveitinga ekki fylgt? Hvaða ástæða var til að afgreiða málið utan fundar áhættunefndar? Af hverju var stjórn Glitnis ekki látin fjalla um það, fyrst lán til fyrirtækja Pálma hefðu, eftir lánveitinguna, talizt til stórra áhættuskuldbindinga bankans? Loks hlýtur fólk að spyrja, ekki sízt í ljósi þess að innan bankans var samkvæmt stefnunni augljóslega vitneskja um að verið væri að fara framhjá reglum, hvers vegna enginn starfsmannanna hafði þrek til að láta reyna á reglurnar og hindra lánveitinguna. Var orðið til í bönkunum andrúmsloft, þar sem menn hlýddu bara skipunum, ekki sízt ef þær komu frá eigendunum? Önnur fleyg setning úr tölvu- pósti Einars Arnar er: „Ég geri allt sem þú segir mér að gera.“ Stefna skilanefndar vekur áleitnar spurningar. „Allt sem þú segir mér að gera“ Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.