Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 18
18 9. apríl 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma, dóttir, systir, mágkona og frænka, Rósa Hansen Baugatúni 6, Akureyri, lést föstudaginn 2. apríl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 13. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð fyrir syni hennar í banka 1145-05-251234 Kt. 150954-4799. Birgir Óli Sveinsson Birgir Snær Óttar Sindri Sveinn Óli Hrannar Marel Ásta Hansen Jóhann Sverrisson Símon Þorsteinsson Rúnar Helen Helga Ösp Oddsteinn Sandra Björk og fjölskyldur. Okkar ástkæri, Jón Trausti Haraldsson frá Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 12. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktar reikning 0114-05-065185 kt. 081085-2779. Guðmundur Heinrich Jónsson Irina Yurievna Sindri Jónsson Haraldur Trausti Jónsson Edda Tegeder Þóranna Haraldsdóttir Hermann Haraldsson Brynhildur Jakobsdóttir Haraldur Haraldsson Sæunn Helena Guðmundsdóttir Valborg Elín Júlíusdóttir Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórdís Guðrún Jónsdóttir Reykjamörk 2b, Hveragerði, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 5. apríl. Jarðsungið verður frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 10. apríl kl. 13.00. Guðlaug Bjarnþórsdóttir Davíð Jóhannesson Sólveig Bjarnþórsdóttir Birgir Sigurðsson Valdís Bjarnþórsdóttir Þormóður Ólafsson Jón Ingi Bjarnþórsson Bjarnþór Bjarnþórsson Jóna Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn hinna látnu. Elsku hjartans dóttir okkar, systir og barnabarn, Alexía Bartolozzi Túngötu 11, Álftanesi, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. apríl. Útförin fer fram í Möðruvallakirkju í Hörgárbyggð þriðjudaginn 13. apríl klukkan 14.00. Ragnheiður Sverrisdóttir Luigi Bartolozzi Sverrir Bartolozzi Sverrir Haraldsson Sigurbjörg Sæmundsdóttir Michele Bartolozzi Franca Di Marco Magnfríður Júlíusdóttir, lektor í land- fræði við Háskóla Íslands, flytur fyrir- lestur á morgun, laugardag, um kven- stýrð heimili í Simbabve. Magnfríður dvaldi í Simbabve um nokkurra mán- aða skeið á árunum 1996-1997 þar sem hún vann rannsókn á stöðu kvenna eftir að landið öðlaðist sjálfstæði 1980 og sett voru lög um réttindi kvenna. Fyrirlest- urinn er haldinn á vegum UNIFEM og fer fram í húsnæði Miðstöðvar SÞ að Laugavegi 42 klukkan 13. „Hugtakið kvennastýrð heimili nær yfir heimili þar sem ekki er fullorðinn karlmaður á heimilinu,“ útskýrir Magn- fríður en kvennastýrð heimili eru um þriðjungur heimila í Simbabve. Helm- ingur þessa hóps eru giftar konur þar sem eiginmennirnir eru farandverka- menn, næststærsti hópurinn er ekkjur og svo frákskildar konur. „Ég talaði við 160 konur og meirihluti þeirra var fráskilinn en ég vildi skoða breytingar á stöðu kvenna í kjölfar sjálf- stæðis og lagasetningar sem gerði þeim mögulegt að verða sjálfráða. Fyrir árið 1980 gátu þær ekki skilið við menn sína og öðlast forræði yfir börnunum. Börnin tilheyrðu föðurfjölskyldunni og konan átti ekki tilkall til þeirra. Það hafði hald- ið konum föstum. Barnasáttmáli Sam- einuðu Þjóðanna var einnig lögfestur í landinu í byrjun 10. áratugarins og mín niðurstaða var sú að hann hefði nýst kon- unum jafnvel meira en kvenréttindalög- gjöfin þar sem dómstólar túlkuðu hann konum í vil og veittu konum forræði yfir börnunum við skilnað.“ Magnfríður segir stöðu kvennanna hafa ráðist af menntun þeirra, aldri og hversu sterkt fjölskyldunet þær höfðu í kringum sig. Ungar ómenntaðar konur höfðu það einna verst meðan menntaðar konur á miðjum aldri höfðu það ágætt og einnig þær ekkjur sem áttu fullorð- in börn sem lögðu til heimilisins. Staða giftu kvennanna fór eftir því hvort eiginmaðurinn sendi peninga heim. „Á þessum tíma var versnandi efna- hagsástand í landinu og hefur versnað eftir það, svo það er ljóst að þessar ungu konur og þær eldri sem höfðu ekki börn- in til að hjálpa standa ekki vel. Landið er einnig lélegt landbúnaðarland á þeim svæðum sem Afríkubúum var úthlutað eftir að nýlendutímanum lauk. Mín túlkun er þó sú að konur hafi styrkst við þessar breytingar. Í viðtöl- unum kom fram að konunum fannst jákvætt að geta yfirgefið óhamingjusöm hjónabönd, með forsjárrétti yfir börnun- um. Það skipti konurnar miklu máli að geta menntað börnin en markmið þeirra allra var að koma þeim í framhalds- skóla. Menntun væri það sem myndi bæta líf barnanna.“ heida@frettabladid.is FYRIRLESTUR Á VEGUM UNIFEM: KVENNASTÝRÐ HEIMILI Í SIMBABVE Staða kvenna hefur styrkst ÖÐLUÐUST RÉTT TIL BARNA SINNA Magnfríður Júlíusdóttir, lektor við Háskóla Íslands, segir frá rannsókn á stöðu kvenna í Simbabve eftir fengið sjálfstæði landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dagur húnvetnskrar náttúru verður haldinn á Gauksmýri í Línakradal í Húnaþingi vestra á morgun, 10. apríl. Hann hefst á því að Skúli Þórðarson sveitarstjóri setur samkomuna klukk- an 9.30 og Svandís Svavars- dóttir umhverfisráðherra ávarpar gesti. Síðan verða stutt erindi flutt um hin fjöl- breytilegustu efni sem lúta að húnvetnskri náttúru, allt fram til klukkan 17. Súpa verður á borðum í hádeginu og kaffisopinn verður heldur aldrei langt undan. Að fyrirlestrum loknum verður boðið upp á veitingar í húsnæði Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Þar verð- ur fimm ára afmæli Sela- setursins fagnað og einnig tíu ára afmæli Náttúrustofu Norðurlands vestra en þau tvö fyrirtæki standa að þessum fræðsludegi. Sveitar- félögin í Húnavatnssýsl- um og fyrirtæki í héraðinu styrkja líka viðburðinn. Þátttaka tilkynnist á net- fangið steini@nnv.is eða í síma 453 7999. Húnvetnsk náttúra UMHVERFISRÁÐHERRA Svandís Svavarsdóttir verður meðal Húnvetninga. Þennan dag árið 1981 varð öskufalls vart í Búr- felli og hraunstraumar runnu beggja vegna við Litlu-Heklu að Suðurbjöllum. Þetta var sextánda gos Heklu frá landnámi og telst seinni hluti tví- skipts goss sem hófst í Heklu 17. ágúst árið áður. Fram að þessu hafði Hekla legið í dvala í tíu ár eða frá því að hún gaus 1970. Hinn 17. ágúst 1980 drundi í tindi Heklu og gosmökkur reis upp af fjallinu eftir hádegið í blíðskaparveðri. Öskubólstrar, vatnsflóð og hraun rann niður hlíðar fjallsins og sáust eldar á fjallshryggnum þar sem 8 kílómetra löng sprunga hafði opnast. Gosið var kröftugt en stóð stutt. Gjóska barst yfir Mið-Norðurland og olli veikind- um í búfénaði en 20. ágúst var gosinu lokið. Fjallið bærði ekki aftur á sér fyrr en aðfaranótt 9. apríl. Það gos stóð einnig stutt, eða til 16. apríl. ÞETTA GERÐIST: 9. APRÍL ÁRIÐ 1981 Seinni hluti Heklugoss hefstGUÐNI ÁGÚSTSSON, FYRRVERANDI RÁÐHERRA, ER 61 ÁRS. „Það eru mannréttindi að eiga sauðfé.“ Guðni Ágústsson er bóndason- ur úr Hraungerðishreppi með búfræðipróf frá Hvanneyrar- skóla. Guðni var landbúnaðar- ráðherra í ríkisstjórn Íslands á árunum 1999 til 2007. MERKISATBUÐIR 1940 Þjóðverjar ráðast inn í Danmörku og Noreg. 1942 Tveir Íslendingar og 22 Norðmenn farast með norska skipinu Fanefeld á leið frá Bíldudal til Ísa- fjarðar. 1963 Sextán sjómenn farast í ofviðri og hörkufrosti sem gerir um allt land. 1967 Fyrsta Boeing 737-flug- vélin flýgur jómfrúarflug sitt. 1991 Georgía lýsir yfir sjálf- stæði frá Sovétríkjunum. 1992 Manuel Noriega dæmdur fyrir átta glæpi. 1999 Ibrahim Baré Maïnassara, forseti Nígeríu, ráðinn af dögum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.