Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 BORGFIRÐINGABALL verður haldið á Hótel Borg í kvöld. Þar hittast brottfluttir, aðfluttir og ófluttir Borgfirðingar. Þetta er annað árið í röð sem slíkt ball er haldið en í fyrra mættu 400 Borgfirðingar. Húsið opnar klukkan 23. Þórarinn Ólafsson, verkefnisstjóri hjá Marel, hefur gert alls kyns tilraunir við pitsugerð og lumar meðal annars á uppskriftum að bernaise- og barbeque-pitsum sem hafa vakið mikla lukku. „Ég datt niður á bernaise- pitsuna þegar ég átti afganga af nautakjöti en ég hafði einhvern tímann bragðað eitthvað henni líkt á Greifanum á Akureyri. Hún er auðvitað ekki sú allra hollasta en er góð til hátíðabrigða og fer vel ofan í gesti. Á barbeque-pitsuna set ég síðan barbeque- og pitsu- sósu til helminga ásamt beikoni, skinku og fullt af osti.“ Þórarinn lumar á nokkrum óbrigðulum ráðum við pitsugerð- ina. „Í fyrsta lagi er mikilvægt að vera með kringlótta pitsuplötu með götum en ég keypti mína í Bónus. Þá er best að hnoða deig- ið sem minnst og hafa vel af hveiti á borðinu þegar það er flatt út en þannig fer botninn síður í sundur. Lykilatriði er síðan að hafa ofninn Alltaf pitsa á föstudögum Heima hjá Þórarni Ólafssyni hefur skapast sú hefð að baka pitsur á föstudögum. Pitsugerðin er að mestu í höndum Þórarins og er hann því í góðri þjálfun. Bernaise-pitsa hefur vakið sérstaka lukku. Pitsubotn (dugar í tvær þunnbotna 16” pitsur) 6 dl hveiti eða spelt 12 g ger (1 lítill poki) 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 3 msk. ólívuolía 2 dl vatn Blandið þurrefnum saman. Bætið olíu og volgu vatni við. Hnoðið deigið og látið hefast í 45 mínútur. Fletjið út og gætið þess að hafa vel af hveiti á borðinu þannig að þunnt deigið fari síður í sundur. Álegg 200 g roastbeef í bréfi (um 2 bréf) eða 200 g nautakjöt í þunnum sneiðum. 1/4 meðalstór laukur 1 poki pitsuostur 1 pakki bernaise-sósa (hafið frekar þykka, notið mikið smjör en litla mjólk) Færið deigið yfir á bökunarplötu (notið kringlótt pitsumót með götóttum botni) og dreifið bernaise- sósu, osti, roastbeef (í renningum) og lauki yfir. Kryddið létt með svörtum pipar ef vill. Brettið kantana inn á plötuna og berið á þá ólívuolíu. Bakið pitsuna í 5 mínútur neðst í ofninum við 250°C á blæstri. BERNAISE-PITSA ÞÓRARINS sjóðandi heitan og á blæstri og baka pitsuna neðst í ofninum en þannig bakast hún upp og verður sem líkust pitsum sem eru bak- aðar í alvöru pitsuofnum.“ Þór- arinn segir marga brenna sig á því að baka pitsuna of lengi en að galdurinn sé að hafa hana einung- is inni í fjórar til fimm mínútur. „Ef deigið er nógu þunnt og ofninn heitur á það að duga,“ segir Þór- arinn og bendir á að upplagt sé að pensla endana með olíu til að gera þá stökka. vera@frettabladid.is Þórarinn segir bernaise-pitsuna fara vel ofan í gesti. Fyrir aftan hann má sjá týpíska föstudags- pitsu sem hann gerir gjarnan með pepperóní, skinku, svepp- um, rauðlauk og fetaosti. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM framlengt til 11. apríl Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is 4ra rétta seðill frá 4.990 kr. Tilvalið fyrirárshátíðina! KRYDDLEGIN KLAUSTURSBLEIKJA með rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósu RJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPA með Madeira og grilluðum humarhölum FISKUR DAGSINS ferskasti hverju sinni, útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar (4.990 kr.) BEIKONVAFINN OG FYLLTUR FASANI með polentu og kóngasveppasósu (5.590 kr.) RIB EYE með kartöfluturni, Bearnaisesósu og steinseljurótarmauki (6.590 kr.) NAUTALUND með grænmetismósaík og blönduðum skógarsveppum (7.590 kr.) SÚKKULAÐIFRAUÐ með hindberjahlaupi, ferskum ávöxtum og passionís 1 2 3 4 VELDU MILLI FJÖGURRA AÐALRÉTTA Góð tækifærisgjöf !

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.