Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 25
9. apríl föstudagur 5 þurfa að endurskoða. En þetta snýst um þessa tilhneigingu okkar til að finna einhvern sem er verri en við sjálf. Það er háð tíma og menningu hver er dræsa. En það er alltaf einhver. Þetta er eitthvað sem við verðum alltaf að spyrna gegn. Samfélag án and- spyrnu er afskaplega hættulegt.“ Í SMÁÞORPI Í DANMÖRKU Margir muna eftir Evu í miðri hringiðu búsáhaldabyltingar- innar. Meðal annars framdi hún galdra við stjórnarráðið og hélt þrumandi byltingarræðu yfir mót- mælendum við lögreglustöðina í Reykjavík, eftir að sonur hennar hafði verið handtekinn. Hvernig sér hún byltinguna nú, þegar hún lítur til baka? „Þetta var auðvitað engin bylt- ing, en þetta var uppreisn. Hún var góð, því við sáum að venjulegt fólk getur haft veruleg áhrif. Hins vegar fór ég í djúpa geðlægð eftir þetta allt saman, því mér fannst okkur hafa mistekist svo herfilega. Þegar ég komst aðeins frá þessu endur- skoðaði ég það reyndar. En það eina sem gerðist var að það var skipt um ríkisstjórn. Raunverulega vandamálið, kerfið sjálft, breyttist ekkert. Á meðan við erum með stjórnkerfi þar sem örfáar hræður geta stjórnað öllu er vandamálið ekki leyst. Það þarf að ganga miklu lengra.“ Fyrir ári flutti Eva til Danmerk- ur, þar sem hún býr í smáþorp- inu Bovrup á Suður-Jótlandi, nærri þýsku landamærunum. Ein stærsta ástæða þess að hún flutti var að hún vildi ekki versla við auðvald- ið íslenska. „Auðvitað er auðvald alls staðar í heiminum. En hér á Ís- landi brást það okkur svo rosalega. Þegar einhver brosir framan í þig á meðan hann rænir þig, og hefur þig að algjöru fífli, áttu þá að vera að versla við hann?“ Hér reyndi hún að sniðganga stórfyrirtækin eins og hún gat áður en hún flutti en rak sig alls staðar á að hún væri samt sem áður að versla við þau, með einum eða öðrum hætti. „Jafnvel þó ég færi ekki inn í Bónus áttaði ég mig á því seint og um síðir að vef- síðan mín var vistuð hjá svíninu. Ég var meira að segja hætt að nota mjólk út í kaffið og ætlaði bara að lifa á gámamat. En það gengur illa til lengdar að taka engan þátt í markaðshagkerfinu. Það er varla hægt nema með því að reka sjálfs- þurftarbúskap. Og ekki gat ég gert það úr garðinum í Mávahlíðinni,“ segir Eva að endingu. Sama dag og þetta viðtal birtist flýgur Eva heim og fer að vinna áfram í sinni ann- arri bók, sem kemur út fyrir næstu jól gangi allar áætlanir eftir. ÐIÐ „Sú mynd sem er dregin upp af þeim sem starfa í klám- og kynlífsbransan- um er álíka trúverðug og myndin sem er dregin upp af femínistum í mynd- inni um Georg Bjarnfreðarson.“ operated by v8 ehf CHECK OUT THE G-STAR STORE IN REYKJAVÍK, LAUGAVEGUR 86-94, S: 511-2007 09214192 Adv Reykjavik - Frettabladis 25x15cm.indd 1 9/22/09 3:30:44 PM Opið föstudag 11-18, laugardag 11-17.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.