Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 34
22 9. apríl 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ekkert at í réttarsalnum! Já Fríða mín. Við vitum að þú vilt fá bangsann en við finnum hann ekki! Geturðu ekki sofið án bangsans, bara í nótt? Ég er ekki frá því að við eigum svefn- töflur einhvers staðar... Pondus! Nú skulum við vera alveg róleg! Ókei, ekki horfa á mig! HVAR ERTU BANN- SETTUR?! Hún kemst upp í 80 kílómetra hraða. Og kemst 30 kílómetra á bensínlítranum. Og það er auðvelt að leggja henni. Plús að hún færir mér tíu útlitsstig! Plússtig eða mínusstig? Með nýrri tækni er aldrei að vita. Solla mín, ég ætla út í timbursölu. Viltu koma með? Það verður gaman! Þú getur hjálpað mér að velja timbur og svo sjáum við þegar maðurinn sagar það með stóru söginni! Lánaðu mér húfuna þína. Þú getur alveg sagt nei! Þú þarft ekki að gera grín að mér! ÁrsfundurEftirlaunasjóður starfsmanna Útvegsbanka Íslands, boðar til ársfundar þriðjudaginn 27. apríl 2010 kl. 17.15 á Grand Hótel, Háteigi 4. hæð. Dagskrá:Skýrsla stjórnar.Stjórnarkjör.Önnur hefðbundin ársfundarmál.Allir sjóðsfélagar eiga rétt á setu á ársfundi með mál-frelsi og tillögurétti. Sjóðsfélagar eru hvattir til að mæta.Stjórnin Aðalfundur Reykjavíkur Akademíunnar, Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna, verður haldinn föstudaginn 16. apríl kl. 16:00 í fundarsal félagsins að Hringbraut 121, 4. hæð. Venjuleg aðalfundarstörf og stjórnarkjör.Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.akademia.isStjórnin Þá er lokið stærstu málsháttaveislu ársins. Milljón málshættir, dulbúnir sem súkkulaðiegg og umvafðir sælgæti í skrjáfpappír, hafa nú runnið inn í hug og hjarta landsmanna og -kvenna öllum til umhugsunar og vonandi sumum til hug- ljómunar. Það er frábært hversu margir hafa áhuga á málshættinum inni í páska- egginu, sumir réttlæta jafnvel óhóflega súkkulaðineyslu um páska með því að þeir kaupi páskaeggin bara fyrir málshættina. EINHVERJIR líta á málsháttinn sinn sem skilaboð frá framtíðinni, að eggið sé mynd- líking fyrir framtíð sem enginn veit hvað ber í skauti sér annað en fullt af súkku- laði og síðan leyndardómsfull skilaboð um hvað sé í vændum eða hvernig sé best að haga lífi sínu fram að næstu páskum. MARGIR settu málsháttinn sinn (enginn þorir að viðurkenna að hafa fengið fleiri en einn) sem stöðu á fés- bókinni. Ég gerði það ekki. Þið sem söknuðuð míns málsháttar úr flór- unni fáið hann hér: Betri er lítill fiskur er tómur fiskur. Sem segir mér að litlu ungarnir sem skrifa málshættina í skemmtilegu súkkulaðiverk- smiðjunni (sem minnir ekkert á barnaþrælabúðirnar þar sem alvöru súkkulaði er búið til) láti ekki prófarkalesa skrif sín. Trúleys- inginn á heimilinu fékk: Trúin flytur fjöll. Málsháttaunnendur eru þó ekki skildir eftir grátandi á berangri eftir páskana, því finna má málshætti og heilræði víðar en í páskaeggjum. TIL dæmis í dagbókum frá dagbókaútgáf- unni Varmá sem sér mörgum fyrirtækjum fyrir dagbókum handa starfsmönnum. Þar má rekast á frábæra og sjaldséða máls- hætti, heilræði og gamanmál sem auðga daga og vikur þeirra sem þurfa að skipu- leggja sig á vinnustað. Ég á svona bók og hlakka til í ágúst þegar ég get velt fyrir mér setningunni: „Jafnvel fegursta kona getur ekki gefið meira en hún á“. Í október býðst mér að hugleiða að: „kven- kyn allra tegunda er hættulegast þegar það sýnist vera að hopa“ og í þriðju viku desember skal brjóta heilann um þetta: „Það var leiðinlegt í saumaklúbbnum í kvöld – þær mættu allar.“ Í mars fékk ég hins vegar að smjatta á spekinni: „Frjáls- ar fóstureyðingar eru eingöngu studdar af fólki sem þegar hefur fengið að fæðast.“ EF einhver þykist sjá kvenfyrirlitningu í þessum orðum, og jafnvel beinar árásir á ungar konur, ætti sá hinn sami að líta á eigið barn og muna að aldrei er góð ýsa of oft freðin og ei var hátíð fátíð í þátíð. Sem það nú er. Málsháttatal

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.