Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 27 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 09. apríl 2010 ➜ Tónleikar 19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur fram á tónleikum Í Langholts- kirkju sem haldnir verða til heiðurs tónskáldinu Jóni Nordal. 20.00 Localice Live 2010 á Nasa við Austurvöll. Fram koma Sign, Cliff Clavin, For a Minor Reflection, Noise, Ten Steps Away og Nevolution. Húsið verður opnað kl. 20. 20.00 Gítarleikararnir Santiago Gut- iérrez Bolio og Santiago Lascurain flytja verk eftir Ponce, Lavista, Gutiérrez Bolio og fleiri á tónleikum sem fara fram í Salnum við Hamraborg í Kópa- vogi. 22.00 Hljómsveitin Gæðablóð heldur tónleika á Bar gallery 46 við Hverfis- götu 46. Enginn aðgangseyrir. 22.00 Hljómsveitin Dikta heldur tónleika á Græna Hattinum við Hafnar- stræti á Akureyri. 22.00 Hljómsveitin Hjaltalín heldur tónleika á Rósenberg við Klapparstíg. 22.30 Þungarokksveisla á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. Fram koma hljómsveitirnar Sororicide, Sólstafir, In Memoriam og Bastard. ➜ Sýningar 16.00 Nemendur á Myndlistarbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ opna sýningu í Gallerí Tukt, Hinu Húsinu við Pósthússtræti 3-5. Allir velkomnir. Sýn- ingin verður opin virka daga kl. 9-18. ➜ Kvikmyndir Nemendur í kvikmyndafræði og spænsku við Háskóla Íslands standa fyrir Mex- íkóskum kvik- myndadögum og verða með sýningar á eftirfarandi myndum: 18.00 Og mamma þín líka (sp. Y tu mamá también, 2001) 20.00 Fjóluilmur (sp. Perfume de violetas, 2001) Sýningar fara fram í Lögbergi við Sæmundargötu 8, st. 101. Enskur texti, aðgangur ókeypis og allir velkomnir. ➜ Dansleikir Hljómsveitin Dísel verður á skemmti- staðnum SPOT við Bæjarlind í Kópavogi. ➜ Ljósmyndasýningar Elsa Björg Magnúsdóttir sýnir verk í Skotinu, sýningarrými Ljósmyndasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu (6. hæð). Opið virka daga kl. 12-19 og um helgar kl. 13-17. Anne Marie Sörensen hefur opnað ljósmyndasýningu í Eplinu að Borgar- túni 26. Opið alla virka daga frá kl. 09- 18 og laugardaga kl. 09-15. ➜ Málstofa 13.20 Guðfræði- og trúarbragðafræði- deild Háskóla Íslands er með mál- stofu um sýn guðfræðingsins Herder á þjóðerni og menningu. Fyrirlesari verður dr. Thomas Zippert. Málstofan verður í stofu 229 í Aðalbyggingu HÍ við Sæmundargötu 2 og er öllum opin. 13.30 Málstofa um stöðu heimilanna í kjölfar bankahrunsins verður haldin í Seðlabanka Íslands við Sölvhól. Frum- mælendur eru Karen Á. Vignisdóttir og Þorvarður Tjörvi Ólafsson. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Leikkonan Demi Moore segist ekki lengur hafa áhyggjur af líkamanum. Hún segist hafa fengið réttu línurn- ar um leið og hún sleppti áhyggjun- um. „Ég var með útlitið á heilanum. Ég reyndi að ráða algjörlega yfir útlitinu og breytti þvímargsinnis en það færði mér enga hamingju,“ sagði Moore, sem er 47 ára. „Hið kaldhæðnislega er að um leið og ég hætti að hugsa svona mikið um líkamann varð hann eins og ég vildi hafa hann. Þegar allt kemur til alls er svona þrá- hyggja algjörlega tilgangslaus. Ég hef reynt að segja dætrum mínum að við pössum ekki allar í sama formið og að fegurð brjót- ist fram í öllum stærðum og litum. En menning okkar snýst um ung- legt útlit og þess vegna erum við öll fórnarlömb.“ Þráhyggjan horfin DEMI MOORE Er hætt að hafa tilgangs- lausar áhyggjur af líkamanum sínum. Joslyn James, ein af fjölmörgum hjákonum siðlausa framhjáhaldar- ans Tigers Woods, hefur ákveðið að endurvekja feril sinn sem fata- fella. Strippklúbburinn The Pink Pony í Atlanta í Bandaríkjun- um hefur tryggt sér starfskrafta hennar um helgina og mun hún vafalaust sveifla sér tignarlega í kringum súluna frægu. Tiger Woods verður ekki langt undan því Masters-mótið í golfi fer nú fram á Agusta-vellinum í Georgíuríki. Gestir staðarins fara ekki svang- ir út því fyrir aðeins 7 dollara og 75 sent býður staðurinn upp á hlað- borð. Þar verður meðal annars í boði svína- rif, grænmeti, kartöflur og hrísgrjón. Joslyn James segist hafa átt í margra ára ástar- sambandi við Tiger Woods. Hún hefur unnið fyrir sér sem klámmyndaleik- kona og meðal ann- ars komið fram í myndunum Big Breasted Nurses, M.I.L.F. Internal 7 og Top Heavy 4. Ber brjóst og svínarifjahlaðborð DANSAR Á NÝ Joslyn James dansar í sama ríki og Tiger spilar golf um helgina. Outlet afs lá t tur 60-80% Vorum að fylla búðina af vörum...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.