Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.04.2010, Blaðsíða 46
34 9. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 SJÓNVARPSÞÁTTURINN LÁRÉTT 2. knattleiksknött, 6. pfn., 8. síðan, 9. umrót, 11. mjöður, 12. matarílát, 14. vísuðu, 16. skammstöfun, 17. drulla, 18. örn, 20. númer, 21. fugl. LÓÐRÉTT 1. tæla, 3. kraðak, 4. klögun, 5. elds- neyti, 7. bergtegund, 10. atvikast, 13. kvk nafn, 15. murra, 16. persónufor- nafn, 19. 49. LAUSN LÁRÉTT: 2. pökk, 6. ég, 8. svo, 9. los, 11. öl, 12. askur, 14. bentu, 16. þe, 17. aur, 18. ari, 20. nr, 21. ugla. LÓÐRÉTT: 1. véla, 3. ös, 4. kvörtun, 5. kol, 7. gosberg, 10. ske, 13. una, 15. urra, 16. þau, 19. il. „Ef hann getur ekki pakkað saman hálfgrá- hærðum karli á fertugsaldri eins og mér ætti hann bara að skammast sín,“ segir uppistand- arinn Rökkvi Vésteinsson. Hann hefur skorað á annan uppistandara, Dóra DNA, að keppa við sig í brasilískri jújítsú-glímu. Rökkvi vann nýverið tvenn gullverðlaun á júj- ítsú-móti í Hafnarfirði og er því með sjálfstraust- ið í botni. Dóri hefur einnig stundað íþróttina auk þess sem hann hefur lýst bardagaíþróttum í sjón- varpi. „Maður er loksins farinn að vinna eitthvað á gamalsaldri. Betra er seint en aldrei,“ segir Rökkvi um gullverðlaunin sem hann vann í -81 kg flokki og í opnum flokki hvítra belta. Dóri er töluvert þyngri en Rökkvi og gæti viðureignin því orðið athyglisverð. „Ég veit ekki alveg hvað hann er góður í þessu en ég hugsa að hann sé tuttugu kílóum þyngri en ég. Þetta ætti að verða spennandi glíma ef hann tekur áskor- uninni.“ Rökkvi vill ekki meina að allt púðr- ið myndi fara í að segja brandara í viðureign þessara tveggja uppistand- ara, en Dóri hefur stigið á svið fyrir hönd Mið-Íslands. „Það verð- ur kannski fyrir bardagann og eftir hann. Ef maður nær yfirburðastöðu gæti maður kannski hæðst að honum.“ Í samtali við Fréttablað- ið sagðist Dóri ekki ætla að taka áskoruninni en vildi annars ekkert tjá sig um málið. - fb Rökkvi skorar á Dóra DNA í jújítsú TIL Í SLAGINN Gullverðlaunahafinn Rökkvi Vésteinsson hefur skorað á rapparann og uppistandarann Dóra DNA að mæta sér í jújítsú-glímu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er bara eitt af þessum verkefnum sem detta inn á borð hjá manni,“ segir leikstjórinn Reynir Lyngdal. Ólíkt flestum Íslendingum eyddi Reynir ekki páskunum í súkkulaðieggjaát heldur tók upp sjampóauglýsingu í höfuðborg Spánar, Madríd, sem sýna á í flestum Mið-Austurlöndum. Aðalleikararnir í auglýsingunni voru Ahmed Hassan, fyrirliði egypska landsliðsins og einn leikjahæsti landsliðsmaður heims, og Antar Yahia, aðalstjarna alsírska lands- liðsins. Til gamans má geta að Alsír og Eygptaland áttu í harðri baráttu um sæti á heimsmeistaramótið í Suður-Afríku þar sem hálfgert frost ríkti í samskipt- um ríkjanna meðan á þeirri rimmu stóð. Alsíringar höfðu sigur í spennuþrungnum leik og skildu Egypta eftir með sárt ennið. Reynir segist ekki hafa hugmynd um hvernig þetta verkefni rataði í hendurnar á honum, hann hafi þó gert fótboltaauglýsingar fyrir Landsbankann og leik- stjórinn býst fastlega við því að önnur hver auglýsing á næstunni eigi eftir að hafa knattspyrnukeim, svo ekki sé meira sagt. Reynir brá sér jafnframt á völlinn í Madríd og sá litla liðið Atletico Madrid etja kappi við Baskana frá Bilbao. „Þetta var ótrúleg upplifun. Maður hefur aldrei skilið þetta æði í kringum knatt- spyrnu en þarna fattaði maður þetta. Og orðbragðið sem menn nota er rosalegt.“ - fgg Gerði sjampóauglýsingu á Spáni SJAMPÓAUGLÝSING FYRIR MIÐ-AUSTURLÖND Reynir Lyngdal gerði sjampóauglýsingu fyrir Mið-Austurlönd með þeim Antar Yahia og Ahmed Hassan. Atli Örvarsson kvikmyndatón- skáld er hættur með tónlistina við Karate Kid- kvikmyndina sem Will Smith framleiðir og sonur hans Jayden Smith og Jackie Chan leika aðal- hlutverkin í. James Horner, maðurinn á bak við tónlistina í Avatar hefur tekið við af Atla. Þetta kemur fram á vefsíðunni imdb.com. Fyrrverandi liðsmaður Sálarinn- ar situr þó ekki með hendur í skauti því samkvæmt sömu vefsíðu er Atli sagður vera að semja tónlistina við stórmyndina Eagle of Ninth sem gerist á tímum Róma- veldis. Leikstjóri er Kevin MacDon- ald, sá hinn sami og gerði Last King of Scotland með Forest Whitaker. Meðal helstu leikara eru Donald Suth- erland, Billy Elliot-stjarnan Jamie Bell og Channing Tatum. En það eru fleiri Íslendingar sem eru að takast á við stöðugar breytingar í Hollywood. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Karl Júlíusson, einn fremsti leik- myndahönnuður okkar, ráðinn í kvikmyndina Waterbug sem skartaði Josh Brolin í aðalhlut- verki. Í gær var hins vegar greint frá því að Universal-kvikmynda- verið væri hætt við framleiðslu á myndinni vegna ágrein- ings um fjármagn og handrit. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Íslenskar fyrirsætur hafa verið að gera það gott úti í hinum stóra tískuheimi undanfarið og má þar nefna stúlkur á borð við Sif Ágústsdóttur sem sat fyrir í nýrri auglýsingaherferð tískuhússins Moschino auk Brynju Jónbjarnar- dóttur sem skrifaði nýverið undir samning við Next Model Agency, eina áhrifamestu umboðsskrif- stofu heims. Andrea Brabin, einn eigandi Eskimo Models, segir þetta virki- lega góðan árangur hjá stúlkun- um. „Sif og Matta, sem situr fyrir í nýrri Diesel herferð, sigruðu báðar í Ford-fyrirsætukeppninni á sínum tíma en Brynja er tiltölulega nýbyrjuð. Þetta er virkilega góður árangur hjá þessum stúlkum því þetta er harður bransi og oft fleiri hundruð stúlkur sem fara í prufu fyrir sama verkefnið. En þetta er þannig að eftir því sem þú vinn- ur meira, fyrir bæði tískublöð og fatahönnuði, þá skapar maður sér ákveðinn sess og það getur gerst mjög hratt oft á tíðum.“ Andrea segir íslensku stúlkurnar hafa bein í nefinu og sterkan persónu- leika sem hún segir skipta engu minna máli en útlitið sjálft. Aðspurð segir hún sjaldgæft að stúlkur komist á svokallaðan heimssamning hjá Next-skrifstof- unni líkt og Brynja, en það þýðir að hver einasti bókari á vegum skrifstofunnar þarf að samþykkja hana. „Þeir urðu mjög hrifnir af Brynju og útsendari á vegum skrifstofunnar mun fljúga hing- að til lands sérstaklega til að hitta Brynju og ræða við hana sem sýnir greinilega mikinn áhuga af þeirra hálfu. Þeir telja að hún geti náð mjög langt og að hún hafi þennan „X-faktor“.“ Sif hefur starfað sem fyrirsæta í sex ár, eða frá fjórtán ára aldri, og segir hún starfið hafa sína kosti og galla líkt og allt annað. Aðspurð segir hún það hafa verið einstakt að sitja fyrir í auglýsingaherferð Moschino því þar hafi hún fengið að vinna samhliða fagmönnum. „Þetta er stórt ítalskt tískuhús og allir sem komu að þessu voru þeir bestu í sínu fagi. Það hjálpar óneitanlega einnig ferli mínum að fá þessar myndir í möppuna mína því það hækkar mig upp á „virð- ingarskalanum“,“ útskýrir Sif, en hún hóf feril sinn hjá Eskimo og segist eiga fyrirtækinu margt að þakka. „Fyrirsætustarfið getur verið mjög skemmtilegt, en ég er sammála Andreu, maður verður að læra að bjargað sér til að ná langt í þessum bransa,“ segir hún. sara@frettabladid.is ANDREA BRABIN: FRÁBÆR ÁRANGUR HJÁ STELPUNUM Sif Ágústs og Matta sitja fyrir hjá Moschino og Diesel FRÁBÆR ÁRANGUR Andrea Brabin, eig- andi Eskimo, segist hreykin af góðum árangri íslenskra fyr- irsætna undanfarið. Að neðan eru myndir af Sif Ágústsdóttur sem setið hefur fyrir hjá Moschino og á forsíðu Elle. „Ég horfi á Antiques Roadshow á BBC. Fólk kemur með gamla muni sem það hefur kannski fundið á háaloftinu og sérfræð- ingar meta þá fyrir það. Þetta er ógeðslega skemmtilegur þátt- ur og það er svo mikill fróðleikur sem fylgir með. Síðan er ég líka dottin inn í Modern Family.“ Margrét Eir Hjartardóttir, söngkona. HAFNARFJARÐARKIRKJA.IS SÍÐASTA HJÓNANÁMKEIÐIÐ Vegna fjölmargra áskorana verður bætt við auka hjóna og sambúðarnám- skeiði í Hafnarfjarðarkirkju 9. og 10. maí næstkomandi. Leiðbeinandi er sem fyrr sr.Þóhallur Heimisson. Á námskeiðunum er nú lögð sérstök áhersla á hvernig hægt er að styrkja innviði fjölskyldunnar og samband hjóna á þeim erfi ðu tímum sem ganga yfi r land og þjóð. Skráning fer fram á thorhallur33@gmail.com. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að fi nna á hafnarfjardarkirkja.is Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.