Fréttablaðið - 15.04.2010, Page 1

Fréttablaðið - 15.04.2010, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ELDGOS Hamfaraflóð úr Eyjafjalla- jökli sópaði niður mannvirkjum fyrir á annað hundrað milljónir króna þegar það ruddist niður Markarfljótið í gær. Annað minna flóð olli skemmdum undir Eyjafjöll- um. Bændur óttast um jarðir sínar. Stór hluti flugs, innanlands og víðar í Evrópu, mun liggja niðri í dag vegna ösku. Í gærkvöldi náði öskufall austur að Kirkjubæjar- klaustri og voru ökumenn varaðir við, þar sem það byrgði víða sýn. Eldgosið í Eyjafjallajökli hófst á sjöunda tímanum eftir harða jarð- skjálftahrinu um nóttina. Um 700 manns náðu að yfirgefa heimili sín um nóttina áður en gosið hófst. Eldgosið er talið vera tíu til tuttugu sinnum stærra en gosið á Fimmvörðuhálsi sem er nýlokið. Það á upptök sín í toppgíg fjallsins. Þrír djúpir sigkatlar mynduðust í jöklinum. Eldurinn náði í gegn á tveimur tímum og gosstrókurinn truflaði flug yfir og við landið í gær. Talið er að um fimmtungur af ísnum í toppgígnum sé bráðnaður og því ljóst að fleiri flóð eru yfir- vofandi. Yfirvöld ákváðu að hleypa flest- um íbúum á svæðinu til síns heima í gærkvöldi. Enn þurfa þó um 100 manns af 20 bæjum að bíða þess að snúa heim. - shá / sjá síður 4 til 18 15. apríl 2010 — 87. tölublað — 10. árgangur FIMMTUDAGUR skoðun 30 Lífeyrissjóðirnir skoða umfjöllun um gjaldmiðlavarnir: Til málaferla gæti komið SKÝRSLAN Lífeyrissjóðirnir ætla að nota skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis til að þrýsta á um upp- gjör við skilanefndir bankanna. Sjóðirnir telja að gjaldmiðlavarna- samningar þeirra við bankana séu ógildir þar sem bankarnir hafi tekið stöðu á móti krónunni. Að sögn Hrafns Magnússonar, fram- kvæmdastjóra Landssamtaka líf- eyrissjóða, hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum við skilanefndir um uppgjör samninganna og með- ferð skuldabréfa sem sjóðirnir áttu hjá bönkunum. Tugir millj- arða króna eru undir. „Við höfum beðið eftir skýrslunni og förum nú rækilega yfir þetta,“ segir Hrafn. Í framhaldinu ráðist hvort samn- ingar takist eða hvort komi til málaferla. Rannsóknarnefndina grunar að tiltekin gjaldeyriskaup varði við lög. - bþs / sjá síðu 24 Há lán á síðustu metrunum Björgólfsfeðgar tóku hundrað millj- arða króna að láni, að mestu í Lands- bankanum, rétt fyrir bankahrun. SÍÐA 26 Endurskoðendur brugðust Rannsóknarnefnd Alþingis telur að skoða beri hvort endurskoðend- ur bankanna hafi gerst brotleg- ir við lög. Þeir gaumgæfðu ekki mikilsverð atriði. SÍÐA 28 FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx RANNSÓKNARSKÝRSLA ALÞINGIS 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Sófar Allt Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 KJÓLL DÍÖNU PRINSESSU, sem hún klæddist þegar hún kom fram opinberlega í fyrsta sinn með Karli Bretaprinsi árið 1981, verður boðinn upp í sumar. Áður var talið að Díana hefði fargað kjólnum en hann fannst nýlega í fórum kjólameistaranna Davids og Elizabeth Emanuel. Kjóllinn verður boðinn upp hjá uppboðsskrifstofunni Kerry Taylor í London 8. júní. „Allt frá því ég var smástelpa hef ég verið ólæknandi fatafrík og þekkt fyrir að elska tísku,“ segir Hallfríður um sinn eigin, afger-andi fatastíl. „Fötin sem ég klæðist á myndinni má segja að einkenni mig; ég elska kjóla með sérstak-an karakter og sem minna á bún-inga, eins og þessi sem minnir á skólabúning. Þá dýrka ég pallíett-ur, kögur og slaufur eins og sjá má á kjólnum, skónum og jakkanum,“ segir Hallfríður sem unnið hefur í Spútnik með skólanum.„Þar hef ég fundið ótrúlegargersemar en einni kí „Þar leita ég aðallega að fötum sem enginn annar gæti mögulega átt og oftast sé ég nafnið mitt langar leið-ir á fötum sem ég kaupi,“ segir hún hlæjandi. „Ég er auðvitað hrifin af bæði þekktum og óþekktum hönn-uðum, en í raun skiptir mig engu hvaðan fötin eru, bara að þau séu ég og eftir mínum sérstaka stíl.“Hallfríður er lífsgleðin uppmál-uð og á stóran, fullan fataskáp af ótrúlegum flíkum. „Ég kaupi nú ekki mikið en það sem ég kaupi er tímalaust. Þannig elska é þdo ó formaður Listafélagsins. Um síð-ustu helgi lenti hún í þriðja sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna með laginu Þar sem framtíðin er, eftir Florence and the Machine, eftir að hafa sigrað Verslóvælið á undan. „Ég stefni ótrauð áfram leik- og sönglistarbrautina og get ekki beðið eftir að útskrifast og fá að njóta framtíðarinnar í því. Fyrst verður samt gott að hafa laustíma efti ú Sér nafn sitt langar leiðir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir er ný og rísandi stjarna á sviði leik- og sönglistar, en um nýliðna helgi lenti hún í þriðja sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna. Hún vekur ekki síður athygli fyrir sérstakan fatastíl. Skálmarnar á sokkabuxunum sem Hallfríður er í eru ekki eins á litinn. Utan yfir þeim er hún í sokkum sem Borghildur Gunnars- dóttir (Milla Snorrason) hannaði. Þeir eru í uppáhaldslitum Hallfríðar: bleikir, svartir og gráir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri F Á K A F E N I 9 - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 www.gabor.is Sérverslun með Skór & töskur í miklu úrvali Sófar Sérblað • Fimmtudagur 15. apríl Ég er hræddastur við öskuna ef gýs lengi. Þá erum við illa sett hér á þessu svæði. ÓLAFUR EGGERTSSON BÓNDI Á ÞORVALDSEYRI / SJÁ SÍÐU 4 Fermingar Opið til 21 FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM SUNDURGRAFINN ÞJÓÐVEGUR Snarræði gröfumanna bjargaði brúnni yfir Markarfljót frá skemmdum og jafnvel eyðileggingu af völdum hlaups í fljótinu í gær. Þjóðvegur 1 var rofinn á fjórum stöðum til að hlífa brúnni. Eldgos í Eyjafjallajökli Myndir, kort og skýringar. Fólk, draumar og frásagnir. Jarðfræðin og sagan. fréttir 4 til 18 Hamfaraflóð undan jökli Kröftugt eldgos hófst í Eyjafjallajökli í gærmorgun. Jökulflóð sópuðu burt umferðarmannvirkjum og spilltu jörðum. Öskufall náði austur að Kirkjubæjarklaustri og byrgði víða sýn. Flugumferð raskast hér á landi og víðar í Evrópu. Frekari flóð eru yfirvofandi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.