Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 4
4 15. apríl 2010 FIMMTUDAGUR GOS Í EYJAFJALLAJÖKLI PI PA R\ TB W A S ÍA 92 60 3 -5kr. VIÐ FYR STU NO TKUN Ó B-LYKIL SINS SÍÐAN A LLTAF -2kr . OG VIL DARPUN KTAR Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is eða í síma 515 1141 ÓB-lykilhafar geta safnað Vildarpunktum Icelandair. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 13° 12° 12° 12° 9° 11° 11° 21° 14° 18° 21° 27° 14° 15° 18° 9°Á MORGUN Norðlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s. LAUGARDAGUR 3-8 m/s. 4 5 5 0 5 4 6 6 7 8 1 8 5 5 6 5 3 4 6 5 12 7 -1 0 0 4 7 2 1 0 -1 -2 RIGNING EÐA SLYDDA Um há- degi fer að rigna sunnan- og suð- vestanlands og síðdegis eða undir kvöld má einnig búast við úrkomu norðaustanlands. Á morgun er útlit fyrir snjókomu eða él norðan- og austanlands en þá léttir smám saman til sunnan og vest- an til. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður NÝTT HLAUP ÚR JÖKLINUM Eftir að sjatna tók í Markarfljóti um miðjan dag í gær kom skyndilega nýtt hlaup úr Gígjökli þegar ljósmyndari Fréttablaðsins flaug yfir svæðið á fimmta tímanum í gær. Flóðið kom úr sömu rás meðfram jöklinum og fyrri spýjur. Það ruddi sér leið út í lónið við jökulræturnar, og þaðan út í Markarfljót. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Farþegaflug í Noregi mun að mestu liggja niðri í dag og sömu- leiðis farþegaflug um hluta Sví- þjóðar, Finnlands, Rússlands og Danmerkur, samkvæmt upp- lýsingum sem lágu fyrir í gær- kvöldi. Ákvarðanir um stöðvun far- þegaflugs grundvallast á ösku- fallsspá. Snemma í gærkvöldi hafði flug yfir Norður-Noregi þegar verið stöðvað. Öskufallsspáin, sem byggir á veðurspám, nær til klukkan tólf á hádegi í dag. Breytist veðrið breytast flugskilyrði. Flugbann vegna öskufalls nær til blindflugs. Hugsanlegt er að hægt verði að fljúga innanlands í Noregi og víðar á minni vélum sem fljúga sjónflug. Askan úr eldgosinu í Eyjafjalla- jökli raskar ekki flug umferð um Keflavíkurflugvöll. Því ráða vindáttir. Í gærkvöldi voru því líkur á að flug vestur um haf gengi samkvæmt áætlun sem og flug til annarra Evrópulanda en áðurgreindra. Alþjóðlegar vaktstöðvar eld- gosa gefa út öskufallsspár. Stöðin sem fylgist með Íslandi er í Bret- landi. Aska getur valdið skemmdum á hreyflum þotna. Þess vegna er flug stöðvað um öskusvæði í háloftunum. Öskustrókur frá Eyjafjallajökli: Flug leggst af víða í Evrópu Flóð ruddu sér leið undan norðan- og sunnanverðum Eyjafjallajökli eftir að öfl- ugt eldgos hófst í gær. Um tíma var óttast að skemmd- ir yrðu miklar en flóðin rénuðu fyrr en áætlað var. Mannshöndin hafði einnig sitt að segja. Skemmdir vegna flóða í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli í gær urðu minni en óttast var framan af degi. Engu að síður er fyrsta mat þeirra sem gerst þekkja að fjárhagstjón nemi á annað hundr- að milljónir króna. Flóðið sem braust undan Gígjökli í norðanverðum jökl- inum í gærmorgun vann sig á tveimur klukkustundum niður farveg Markarfljóts og að þjóð- vegi 1. Miklar líkur voru taldar á því að ný brú yfir fljótið myndi ekki þola átökin. Flóðin rénuðu hins vegar fyrr en ætlað var og starfs- maður verktakafyrir- tækisins Suðurvers, sem vinnur að fram- kvæmdum við Land- eyjahöfn, gróf fjórar rásir í veginn. Er það talið hafa bjargað brúnni. Landeyjahöfn var aldrei í hættu. Víðir Reynisson, hjá almannavarna- deild ríkislögreglustjóra, segir að skemmdirnar séu því mun minni en óttast var. „Ég tel þó víst að skemmdirnar eftir dag- inn losi hundrað milljónir. Það er vel sloppið þar sem áætlanir við- lagatrygginga reikna með að gos sem þetta undir Eyjafjallajökli geti valdið skemmd- um fyrir átján millj- arða króna.“ Helstu skemmdirn- ar eru á þjóðveginum en einnig á vegi í átt að Þórsmörk. Grjótlager Suðurvers er umflot- inn og óvíst hversu mikið af honum hefur tapast. Víðir segir að greini- legar skemmdir hafi orðið á flóðagörðum á öllu svæðinu, en sér- staklega næst Markar- fljótsbrúnni. „Þetta eru gömul mannvirki en þau stóðu sig vel. Það er líka athyglisvert að gamla brúin yfir fljótið stend- ur en ástand hennar kemur ekki í ljós strax. Undirstöður hennar gætu hafa farið illa og þá gæti hún fallið.“ Brúin yfir Svaðbælisá stóðst þrýsting flóðsins sem kom úr sunnanverðum jöklinum, en til greina kom að grafa veginn í sundur til að hlífa henni líkt og gert var vestar á þjóðveginum. Víðir segir að þeir sem urðu fyrir mestu tjóni af þeim sem búa á svæðinu hafi verið bændur á Þorvaldseyri og Önundarhorni. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist hafa sloppið vel þegar allt kom til alls. „Allar leiðslur fyrir rafmagn, vatn og hita eru farnar. Það hefur ekkert vatn farið inn á ræktuð tún hjá mér en 400 metrar af flóðavarn- argörðum eru farnir. Það vatnaði yfir þá sem stóðu svo þeir gætu verið skemmdir.“ Ólafur og fjölskylda sofa í Varmahlíð í nótt. Á morgun á hann von á jarðýtu til að styrkja varn- argarða og ýta upp nýjum. „En ég er hræddastur við öskuna ef gýs lengi. Þá erum við illa sett hér á þessu svæði.“ svavar@frettabladid.is Skemmdir vegna flóðanna minni en óttast var í fyrstu Ég tel þó víst að skemmd- irnar eftir daginn losi hundrað millj- ónir. VÍÐIR REYNISSON HJÁ ALMANNA- VÖRNUM Vatn og drulla flæddu yfir túnin í Önundarhorni og telur Sigurður Þór Þórhallsson bóndi að ham- farirnar kunni að marka endalok búskapar á jörðinni. „Það er ekki beisið ástandið á mér frekar en mörgum öðrum sem hafa staðið í framkvæmdum og þar af leiðandi í skuldum. Ég veit ekki nema þetta sé punktur- inn yfir i-ið.“ Sigurður keypti jörðina 1997, ræktaði upp tún, reisti hús og keypti kvóta. Í gær flæddu vatn og aur yfir túnin og drulla safnað- ist í skurði. „Staðan er þannig að enginn getur farið að plægja svo og svo mikið og láta hreinsa fleiri, fleiri kílómetra. Ég veit ekki hvað verður en við skulum láta morgun- daginn [daginn í dag] líða.“ Umsvifin í Önundarhorni eru mikil. Heyjað er í um 1.700 rúllur og skepnurnar eru á þriðja hundr- að. „Við vorum hvött á sínum tíma til að stækka til að ná hagræð- ingu. Þess vegna réðist ég í þetta á sínum tíma. Nú veit ég ekkert nema að staðan er ekki góð.“ Mikið tjón í Önundarhorni: Gæti þýtt enda- lok búskaparins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.