Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 12
12 15. apríl 2010 FIMMTUDAGUR GOS Í EYJAFJALLAJÖKLI Fólk tók að streyma af rýmingarsvæðum í grunnskólann á Hvols- velli rétt fyrir klukkan hálf fimm aðfaranótt miðvikudags. Blásið var til allsherjarrýmingar á hættusvæðum í Fljótshlíð, á Merkurbæjum, á Markarfljótsaur- um og í Landeyjum klukkan fjög- ur aðfaranótt miðvikudagsins 14. apríl. Um leið var lokað alveg fyrir umferð í austurátt við Hvolsvöll og fólki beint í hjálparmiðstöð Rauða krossins í Hvolsskóla þar í bæ. Klukkan sjö um morguninn höfðu 487 látið skrá sig í hjálpar- miðstöðinni, að sögn Hrafnhild- ar Björnsdóttur vettvangsstjóra. Hún sagði að á rýmingarsvæð- inu öllu hefðu verið á skrá rúm- lega 700 manns og taldi heimtur með ágætum. „Sumir eru að heim- an og svo hefur hluti hópsins líka farið í Varmahlíð, Drangshlíð og á Heimaland,“ sagði hún. Fyrri rýming átti sér stað klukk- an hálf eitt um nóttina þegar rýmd- ir voru um 20 bæir undir Eyjafjöll- um, frá Markarfljóti og austur undir Skóga. Fólki þaðan var beint á þá staði sem Hrafnhildur nefndi undir Eyjafjöllunum. Rýming á svæðinu gekk nokkuð fljótt fyrir sig og höfðu einhverjir á orði að þar endurspeglaðist líka æfingin frá 20. mars þegar gaus á Fimmvörðuhálsi og sama svæði var rýmt. Ekki liðu nema 25 mínútur frá því að ákveðin var allsherjarrým- ing þangað til fyrstu gestirnir komu í hjálparmiðstöðina í Hvols- skóla. Þar voru á ferð verkamenn sem vinna við gerð Landeyjahafn- ar fyrir Suðurverk, um 30 manna hópur. Upp úr því tók að drífa að fólk úr sveitunum, síðast úr Land- eyjum, en þar varð einhver töf á því að boðun bærist á bæi frá Almannavörnum. Upp úr klukkan fimm voru um 100 manns í húsinu, en ekki létu allir ílengjast þótt þeir kæmu þar til að skrá sig og láta vita um ferð- ir sínar, heldur héldu áfram til ætt- ingja eða þar sem húsaskjól var í boði. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfir- lögregluþjónn á Hvolsvelli, sagði rýmingu á svæðinu hafa gengið mjög vel, en aðgerðum var stýrt bæði frá varðstöð lögreglunnar á Hvolsvelli og aðgerðastöð björg- unarsveitarinnar á Hellu. Kallað- ir voru út allir lögreglumenn sýsl- unnar, auk þess sem á svæðinu voru að störfum lögreglumenn frá Selfossi, Reykjavík og úr sérsveit- inni. olikr@frettabladid.is höfðu verið skráðir í hjálp- armiðstöðina í Hvolsskóla á Hvolsvelli klukkan sjö í gærmorgun. 487 Engin kennsla var í Hvolsskóla, grunnskólanum á Hvolsvelli, í gær, enda skólahúsið tekið undir starfsemi fjöldahjálparstöðvar Rauða kross Íslands vegna eld- gossins undir Eyjafjallajökli. Vegna rýmingar í Fljótshlíð, Landeyjum og víðar var fjölda fólks stefnt í hjálparstöðina í skól- anum og eðli málsins samkvæmt ekki hægt að halda þar úti eðli- legu skólahaldi. Ekki var að sjá að þreyta plag- aði mjög krakkana af rýmingar- svæðum sem léku sér innandyra fyrir hádegi í skólanum. Börn, sem annars hefðu verið í skólanum, söfnuðust mörg á lóð skólans þegar líða tók á daginn og létu eldgosið í Eyjafjallajökli ekki hafa áhrif á leik sinn en sum léku sér í matsal skólans. - óká Engin kennsla í Hvolsskóla: Börnin undu sér á leikvelli SPRÆKIR KRAKKAR Þótt ekkert væri skólahaldið létu þessir ungu menn sér vel líka að leika sér í matsal Hvolsskóla í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Rætist draumur eiginkonu Sigurðar Magnússonar, húsvarðar í Hvolsskóla, sem í gær var breytt í hjálparmiðstöð, verður nýhafið gos í Eyjafjallajökli öskugos sem stendur í fjóra mánuði. Meðan beðið var eftir fyrsta fólkinu eftir að ákveðin var allsherjarrýming á hættusvæðum klukkan fjögur í gærmorgun greindi Sigurður frá draumi konu sinnar, sem hún hafði túlkað á þennan veg. Þau hjónin hefðu verið með vinahjón í heimsókn og vín hafi verið haft um hönd. „Og við vorum þarna að hreinsa svið, en af því sviðahausarnir voru svo kolsviðnir og brenndir þá gekk það ekkert,“ hafði hann eftir konu sinni. „Hún segir hins vegar að dreymi hana drauma þar sem við höfum vín um hönd þá sé það fyrir rigningu og það hafi gengið eftir. Núna túlkar hún sviðahausana sem svo að rigna muni ösku. Og af því að við vorum fjögur, þá muni gosið standa í fjóra mánuði.“ - óká SKRÁNINGARBORÐIÐ Árni Magnússon fararstjóri ræðir við Hrafnhildi Björnsdóttur vettvangsstjóra í hjálparmiðstöð Rauða krossins í Hvolsskóla á Hvolsvelli þegar hann kom þangað með hóp 30 breskra skólastúlkna rétt fyrir fimm að morgni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Rýming gekk snurðu- laust og eftir áætlun Langt gos í vændum rætist draumurinn FRÓÐLEIKUR Á FIMMTUDEGI - fundaröð - 25. mars Ísland, Evrópusambandið og fullveldið Ragnhildur Helgadóttir prófessor í HR 8. apríl Íslenskir frumkvöðlar ræða við ESB Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika 15. apríl Umhverfismálin og ESB Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands 29. apríl Uppbyggingar- dreifbýlis- og sjávarbyggðasjóðir ESB Anna Margrét Guðjónsdóttir, sérfræðingur 6. maí Íslensk menning og Evrópusambandið Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur Fundirnir er haldnir í Skipholti 50a og hefjast kl. 17.00. Þeir eru opnir öllum og aðgangur ókeypis. Nánari upplýsingar á www.sterkaraisland.is Landsvirkjun | Háaleitisbraut 68 | sími 515 9000 | www.landsvirkjun.is Staða og framtíðarsýn Grand Hótel Reykjavík Föstudaginn 16. apríl 2010 kl. 13.00–15.00 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 0 07 39 Ársfundur Landsvirkjunar verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 16. apríl kl. 13.00–15.00. Á fundinum verður kynnt afkoma, fjárhagsstaða og framtíðarsýn fyrir Landsvirkjun. Einnig verður fjallað um stöðu, horfur og þróun á innlendum og alþjóðlegum raforkumarkaði. Fundurinn er öllum opinn og allir velkomnir Vinsamlegast skráið þátttöku fyrir 15. apríl nk. á www.landsvirkjun.is/skraning, eða hjá Soffíu Þórisdóttur, soffia@lv.is. Dagskrá Skráning kl. 12.30–13.00 Ávarp stjórnarformanns Landsvirkjunar Ræða fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra Ársreikningur Landsvirkjunar 2009 Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Þróun íslensks raforkumarkaðar og framtíðarsýn fyrir Landsvirkjun Hörður Arnarson forstjóri Spurningar og umræður Fundarstjóri: Ragna Sara Jónsdóttir, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.