Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 16
16 15. apríl 2010 FIMMTUDAGUR GOS Í EYJAFJALLAJÖKLI Útlit er fyrir að vinna við Land- eyjahöfn muni tefjast nokkuð vegna hlaupsins úr Eyjafjalla- jökli. Ekki urðu skemmdir á hafn- armannvirkinu sjálfu en flóðið náði allt upp að varnargarðinum. Þar voru geymdir um 50 þúsund rúmmetrar af efni, sem talið er að hafi rýrnað. Í tilkynningu frá Siglinga- stofnun segir að náttúruham- farir á borð við Skeiðarár- hlaup þyrfti til þess að teljandi skemmdir yrðu á hafnarmann- virkinu. Vinnu við höfnina var hætt tímabundið vegna flóðsins og starfsmenn fluttir af svæðinu í öryggisskyni. Áætluð verklok við Landeyja- höfn voru í júlí í ár, en líklegt er að þau tefjist. - sh Flóðið seinkar samgöngum: Landeyjahöfn tefst vegna goss Fólk gerði í gamni sínu í hjálpar- miðstöðinni í grunnskóla Hvols- vallar og lét það ekki raska ró sinni að vera dregið úr rúminu vegna yfirvofandi goss í Eyjafjallajökli aðfaranótt miðvikudags. Framan af morgni var ekki ljóst hvort gos væri í raun hafið eða hvort aðeins væri um að ræða skjálftahrinu. Þó mátti heyra lítinn dreng, kannski á fimmta ári, lýsa því skor- inort yfir við föður sinn, sem bar hann á handleggnum, að það væri „pirrandi að láta vekja sig svona, út af gosi“. Systir hans heldur yngri leiddi móður þeirra þar sem þau komu út úr skólanum á leið til ætt- ingja. Foreldrarnir, sem og aðrir tilheyrendur, brostu yfir því hvað strákurinn var mannalegur. Þegar líða tók á morguninn lifn- aði yfir börnum sem komið höfðu um nóttina og mörg tóku til við að leika sér í leiktækjum skólans og önnur úti við. Sigurður Magnússon, húsvörð- ur í Hvolsskóla, segir ekki hægt að merkja mikinn mun á andrúms- loftinu í skólanum við rýminguna nú og þegar rýmt var vegna goss- ins á Fimmvörðuhálsi. „Nema þá kannski helst að þetta er heldur rólegra núna,“ sagði hann kím- inn. „Þá var rýmt á laugardags- kvöldi og því eitthvað um ölvun. Samt gekk nú allt vel þá og engin ólæti.“ - óká Stemningin öðruvísi síðast þegar rýmt var á laugardegi: Létt yfir gestum í hjálparmiðstöð SYBBIN EN NOKKUÐ BRÖTT Krakkar sem komu í hjálparmiðstöðina í Hvolsskóla í fyrrinótt vegna gossins í Eyjafjallajökli kipptu sér ekki mikið upp við atganginn, mögulega reynslunni ríkari frá því að rýma þurfti í mars vegna gossins á Fimmvörðuhálsi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég veit ekki hvernig ég kemst til baka og hef raunar engar áhyggjur af því. Ég er aðstoðarmaður núna og ber vatnsbrúsa fyrir jarðfræðinga,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra. Hann dreif sig aust- ur undir Eyjafjöll í gær og var aust- an Markarfljóts þegar vegurinn var rofinn vegna hlaupsins. Steingrímur segir það alltaf stór- viðburði þegar gýs undir jökli og því fylgi hlaup. Því hafi hann ákveðið að skella sér austur til að verða vitni að hamförunum. Hann segir þetta hafi verið mikið sjónarspil. Lítið hafi verið í ánni þegar hlaupið kom og áhrifin hafi verið mikil. Mikilvæg- ast sé að ekki hafi orðið tjón á mönn- um. „Það hjálpaði mikið til að búið var að rjúfa veginn. Gröfumaðurinn hefur sannarlega unnið fyrir kaup- inu sínu,“ segir Steingrímur. Steingrímur fékk far vestur yfir fljótið með þyrlu sem Fréttablað- ið og fréttastofa Stöðvar 2 höfðu á leigu. - kóp Fjármálaráðherra festist austan við Markarfljót: Bar brúsa jarðfræðinga Á VESTURLEIÐ Steingímur fékk far með þyrlu sem Fréttablaðið og Fréttastofa Stöðvar 2 tóku á leigu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Parketlakk Ný vara á góðu verði Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 www.sff.is -tryggjum öryggi í viðskiptum Ert þú örugglega þú? Til að auka öryggi í viðskiptum þurfa allir viðskiptavinir banka, sparisjóða og eignarleigufyrirtækja að sanna á sér deili með því að framvísa gildu skilríki. Gild skilríki eru vegabréf, ökuskírteini og nafnskírteini. Samkvæmt lögum um peningaþvætti er skylt að framvísa gildum persónuskilríkjum Hafi r þú ekki sannað á þér deili er mikilvægt að þú gerir það. Vegurinn austan við brúna yfir Markarfljót var rofinn á fjórum stöðum í gær, til að hlífa brúnni yfir Markarfljót. Að sögn Guð- jóns Sveinssonar gröfumanns var fyrst ákveðið að rjúfa veginn rétt austan við brúna. „Helgi Benóný Gunnarsson verkstjóri stóð á veginum og fylgdist með flóðinu í kíki til að meta hvað við hefð- um langan tíma. Við byrjuðum að taka veginn í sundur á einum stað en svo var ákveðið stig af stigi að rjúfa veginn á fleiri stöðum.“ Guðjón og félagar hans fluttu jarðveginn í burtu á vörubíl og voru að alveg þar til flóðið náði hámarki. Guðjón þótti hafa stað- ið sig afbragðsvel í gær en hann gerði lítið úr afrekunum. „Þetta var alls ekki tæpt,“ segir Guð- jón spurður hvort þeir hafi verið í einhverri hættu. „Við höfðum sirka þann tíma sem við þurft- um.“ Jarðvegurinn var settur í elsta varnargarðinn á þessum slóð- um, sem liggur neðan við þjóð- veg eitt, neðan við vegamótin að Seljalandsfossi. „Við bættum í hann og höfum verið að styrkja hann og laga núna,“ sagði Guðjón þegar rætt var við hann síðdegis í gær. Ekki flæddi yfir þann varnargarð sem á aldarafmæli í ár. - sbt Fylgdust með flóðinu meðan vegurinn var rofinn: Gróf þar til flóðið hafði náð hámarki VEGURINN Í SUNDUR Rjúfa þurfti veginn yfir Markarfljót í sundur til að hlífa brúnni við Markarfljót. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.