Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 18
18 15. apríl 2010 FIMMTUDAGUR GOS Í EYJAFJALLAJÖKLI Gríðarlegt vatnsmagn í hverju hlaupi Síðast gaus undir Eyja- fjallajökli fyrir tæpum tveimur öldum. Gosið stóð, með hléum, í tvö ár og gjóskan barst alla leið vestur á Reykjanesskaga. Skömmu eftir að gosi lauk fór að gjósa í Kötlu. Ekki er óumdeilt hve oft hefur gosið undir Eyjafjallajökli á sögu- legum tíma. Sumir tína til sögunn- ar fjögur gos, en aðrir nefna tvö. Gos varð á þessum slóðum árið 1612, en ekki er með vissu vitað hvort þá gaus undir Eyjafjallajökli samhliða Kötlugosi, eða hvort Katla gaus ein. Vitað er að eldstöðvarn- ar eru tengdar og órói hefur verið þar á svipuðum tíma. Raunar gætu gosin undir Eyjafjallajökli hafa verið mun fleiri, en lítið er vitað um gossögu hans. Vísbendingar eru til um eldsumbrot árið 920. Vitað er um tvö hraun sem runnu úr jökl- inum: Hamragarðahraun, sem er um 11 þúsund ára gamalt og endar á brúninni hjá Seljalandsfossi, og Kambagilshraun, sem er rúmlega 12 þúsund ára gamalt. Það er fyrir ofan Stóru-Mörk. Eyjafjallajökull er eldkeila, en tvær aðrar virkar eldkeilur eru á Íslandi: Öræfajökull og Snæfells- jökull. Um 80 ferkílómetra jök- ull þekur eldfjallið ofanvert og í kolli þess er lítil askja, eða risa- stór gígur, sem er um 2,5 ferkíló- metrar í þvermál. Gígurinn er, eða var, fullur af ís og á hann vantar norðurbarminn. Þar ryðst Gígjök- ull fram og þaðan fossar nú vatnið niður að mestu. Stóð í tvö ár Hinn 19. desember 1821 hófst gos í gígnum á svipuðum stað og nú er. Gossprungan var um tveir kílómetr- ar líkt og nú og vatnið ruddist niður Gígjökulinn, líkt og nú. Sprungan nú rýfur gígbarminn að sunnan þannig að hluti vatnsins fer einnig þá leið. Mikill mökkur fylgdi gosinu þegar það hófst og gjóskufall sem stóð í viku. Hlaup braust úr Gígjökli í Markarfljót og vatn og aur barst yfir gróið land, til að mynda í Fljóts- hlíð. Jakaburður var mikill og sáust ísjakar fyrir framan jökulinn í tvö ár. Goshrinan rénaði eftir viku, en eldstöðin bærði á sér nokkrum sinn- um. Það var svo 26. júní árið eftir sem herti aftur á gosinu og nú varð það öflugra en áður. Gjóskan féll víðar og barst meðal annars á Reykjanes- skaga. Undir Eyjafjöllum varð hún víða 10 sentimetra þykk og töluvert tjón varð af flúoreitrun. Ekki varð mannfall, en búpening- ur féll og nytin einnig. Tengd Kötlu Gosinu lauk snemma í október árið 1823 og hafði þá staðið í tæp tvö ár með hléum. Ekki var þó eldsumbrot- um lokið í bili, því í kjölfarið hófst gos í Kötlu. Eyjafjallajökull tengist Mýrdals- jökli um Fimmvörðuháls, en hann var að mestu þakinn jökli og hjarni í lok 19. aldar. Gosið hefur á háls- inum, síðast nú á undanförnum vikum. Tengsl milli Eyjafjallajökuls og Kötlusvæðisins koma líka fram í jarðskjálftavirkni. Oft haldast hrin- ur þar í hendur og önnur eldstöðin fylgir hinni. Þrátt fyrir allt er um tvö aðskilin eldstöðvakerfi að ræða og bera mismunandi berggerðir ■ Eldkeila, 1.667 metra há. ■ Flatarmál jökuls: um 80 ferkíló- metrar. ■ Stærð virkrar sprungureinar: 30 km löng, 1 til 5 km breið. ■ Gos: Tvö hraungos skömmu fyrir upphaf nútíma. Gjóskugos 1612 og 1821-1823.* ■ Gosefni: úr milliröð; mest basalt. ■ Tilheyrir Suðurlandsgosbeltinu. *Sumir telja gos 920 með HEIMILD: ÍSLENSKAR ELDSTÖÐVAR Eyjafjallajökull Gaus síðast í tvö ár og Katla tók við Norðan-vindur, sem kom 7. og. 8. [júlí 1822] setti mökkinn fram yfir Eyja- fjalla sveit; varð askan 5 þumlunga þykk jafnt yfir, gráleit á lit og svo óholl í fjenaði, að nytpeningur varð því nær algeldur, sem sjá má af því, að úr 20 ám fjekkst 1 mörk mjólkur einusinni á dag. Vikuna milli 20. og 27. bar austan vindur öskufall vestur yfir allar sveitir, allt suður á Álpta- og Seltjarnarnes. Margir bændur undir Eyjafjöllum, komu nautpeningi austur í Mýrdal, og út um Landeyjar í 2 mánuði, og fjölda af sauðfje var komið austur í Skaptártungu, til göngu veturinn eptir, því heyafli Fjallamanna varð lítill, og reyndist mjög óholl- ur í öllum skepnum, svo fjöldi af kúm, hrossum og sauðfje hrundi niður um veturinn og sumarið eptir, í öllum þeim fremri sveitum fyrir austan Þjórsá, þó fellirinn yrði mestur undir Eyjafjöllum. Það voru liðahnútar, gaddur í kjálkum og höfuðbeinum, brunasótt í lúngum, sem gjörði þau morkin, svo að lagði af þeim mjög slæma lykt. Ekki komu veikindi í menn af eldi þessum. Rit um jarðelda á Ísland eftir Magnús Loptsson. Kom út 1880. Lýsing sjónarvotta árið 1822 Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir mjög margt líkt með gosinu nú og eldsumbrotun- um árið 1821. Ekki sé þó hægt að segja að gosið hegði sér eins og þá, en líkindin séu óneitanlega mikil. „Það er greinilega mjög margt líkt með þessum tveimur atburðum. Gosstaðurinn er svipaður, hlaupleiðin sú sama og gosefnamagnið kannski ekki ólíkt. Þau eru því að mörgu leyti lík. Það er þó ekki hægt að segja til um hvort þetta heldur áfram með jafn mörgum hléum og jafn lengi og gosið 1821 til 1823. Það gæti gerst, en þetta gæti líka bara verið þessi eina hrina. Síðan, ef innstreymið heldur áfram í þessari margum- töluðu aðfærsluæð, sem allir vita núorðið að er þarna í hlíðinni út frá þessum stað; ef þetta gos hættir og aðfærsluæðin er áfram virk, þá má auðvitað búast við annarri goshrinu einhvers staðar í jöklinum. Þannig hefur þetta væntanlega verið á sínum tíma. Gosið liggur niðri einhvern tíma en svo tekur það sig upp aftur. Það tók sig upp að minnsta kosti þrisvar sinnum á þessu árabili og kannski gerist það aftur núna, kannski ekki. Það er ekkert hægt að segja um það núna.“ Ari Trausti segir að ekki sé heldur hægt að fullyrða neitt um Kötlugos. „Við skulum segja að það séu ákveðin líkindi á því, það er ekki hægt að segja hversu mikil, en eldfjöll haga sér ekki endi- lega reglulega. Það eru ákveðin líkindi á að það geti orðið gos, en hvort eða hvenær er ekki hægt að segja til um.“ Gosstaður, hlaupleið og gosefnamagn svipað og 1821 ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON þeirra því glöggt vitni. Ari Trausti Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur hefur mikið skrif- að um íslenskar eldstöðvar. Hann segir ekkert hægt að fullyrða um hvort Katla fylgi í kjölfarið núna, líkt og fyrir tveimur öldum. Eft- irtektarvert sé þó að jarðskjálfta- virkni hefur verið síðustu vikur á línu sem liggur á milli eldstöðvanna tveggja. Frá Eyjafjallajökli og vest- ur að Goðabungu, sem er vestast í Mýrdalsjökli. „Undanfarna daga og vikur hafa margir jarðskjálftar, litlir að vísu, raðað sér á þessa línu,“ segir Ari Trausti. „Hún liggur frá aðfærslu- æðinni austnorðaustur og yfir í Mýrdalsjökul.“ Ari segir þó ekki hægt að álykta út frá því að goss sé að vænta í Kötlu. „Það er engin skjálftavirkni sem hægt er að nefna undir Kötlu sjálfri, eða í Mýrdalsjökli. Það var ekki meðan á fyrra gosinu stóð og hefur ekki verið núna þessar vikur.“ Ari segir það hins vegar ekki þýða að svo verði ekki, það fari eftir því hverju fram vindur. kolbeinn@frettabladid.is GUSAST UNDAN JÖKLI Þeir sem fylgdust með Gígjökli í gærmorgun urðu vitni að ógnarkrafti íslenskrar náttúru þegar mórautt jökulvatnið spýttist fram undan jöklinum og út í rúmlega hálfs ferkílómetra lón við jökul- sporðinn. Vatnið ruddist áfram niður farveg Markarfljóts og olli miklum vegaskemmdum, meðal annars á hringveginum. Markarfljótsbrúin stóð þó hlaupið af sér og varnargarðar héldu víðast. MYND/STEINI FJALL Stór hlaup 200.000 m³ á sek. Miðlungs hlaup 8.000 m³ á sek. Lítið hlaup 500 m³ á sek. Kötluhlaup eru stærstu jökulhlaup á sögulegum tíma á Íslandi, að því er segir í bókinni Íslenskar eldstöðvar eftir Ara Trausta Guðmundsson. Rennsli er áætlað allt að 200 þúsund m³ á sek. Hlaupið í gær nam 1.500 til 1.800 m³ á sek.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.