Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 24
24 15. apríl 2010 FIMMTUDAGUR Stjórnvöld gáfu íslensku bönkunum miklu meira starfsfrelsi en skylt var samkvæmt samningunum um evrópska efnahagsvæð- ið, segir rannsóknarnefnd Alþingis. Þetta jók áhætt- una og gerði bankana van- búna að mæta kreppu. Starfsheimildir íslensku viðskipta- bankanna voru rýmkaðar mun meira en aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu útheimti. Rannsóknarnefnd Alþing- is segir að þótt Íslendingar hafi, vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), innleitt tilskipanir Evrópusambandsins um fjármálamarkaðinn hafi þeim ekki verið bannað að setja, eða við- halda, strangari reglur um fjár- málafyrirtæki heima fyrir. Þetta svigrúm hafi hins vegar ekki verið nýtt. Fyrst og fremst réði þar það pólitíska sjónarmið að draga þyrfti úr séríslenskum ákvæðum og bæta samkeppnisstöðu íslenskra fjár- málafyrirtækja á EES-svæðinu. „Áherslan var ekki á hvort til- efni væri til og heimildir væru innan ramma tilskipana Evrópu- sambandsins (ESB) til að taka mið af þeim aðstæðum á Íslandi sem væru sérstakar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem bendir á að þar hafi bæði verið um að ræða atriði sem snertu áhrif þessarar starfsemi í íslensku við- skiptalífi og þeirrar „hættu að náin hagsmunatengsl og samþjöppun eignarhalds leiddi til kerfislægrar áhættu og hagsmunaárekstra“. Nefndin skoðaði sérstaklega sjö atriði sem breyttust varð- andi fjármálafyrirtæki í kjölfar aðildarinnar að EES. Þetta eru auknar heimildir til fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, til lána- fyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignafélögum, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum, minni kröfur til rekstr- arfyrirkomulags verðbréfafyrir- tækja, auknar heimildir til að reka vátryggingafélög og í sjöunda lagi auknar heimildir til að fara með hlut í öðrum lánastofnunum. Rannsóknarnefndin bendir á að samkvæmt lágmarkskröfum tilskipana ESB hafi Íslandi ekki verið skylt að að auka starfsheim- ildir bankanna á þennan hátt. Heimildirnar hafi verulega aukið áhættu í bankakerfinu. Nefnt er að í apríl 2008 voru 46 prósent af útlánum bankanna til eignarhalds- félaga og að bankarnir hafi ekki tryggt stöðu sína eins vel og þeim var unnt varðandi þessi lán ef til vanskila kæmi. „Sérstaka athygli vekur að frelsi lánastofnana til að stunda áhættu- samari fjárfestingar var aukið umtalsvert á þessu tímabili og þá meðal annars með því að heimila viðskiptabanka án þess að svig- rúmi til aukinnar áhættutöku hafi um leið fylgt fullnægjandi aðhald og kröfur um eigið fé,“ segir í skýrslu nefndarinnar. „Meðal ann- ars af þeim sökum voru fjármála- fyrirtækin illa í stakk búin til að mæta þeim erfiðleikum sem komu upp á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum árið 2008.“ gar@frettabladid.is Gáfu bönkum meira frelsi en EES krafðist JÓN BALDVIN HANNIBALSSON OG DAVÍÐ ODDSSON Frá og með því að aðild Íslands að EES var samþykkt árið 1993 í starfstíð svokallaðrar Viðeyjarstjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hefur Alþingi gert margvíslegar breytingar á lögum um starfsemi fjármálafyrirtækja. Margar þeirra voru ekki nauðsynlegar fyrir aðild að EES. Bankarnir tóku ekki að fullu til- lit til gjaldeyrisáhættu vegna lána í erlendri mynt, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis. „Bankarnir tóku hærra hlutfall veða en umfram það var ekki litið nægjanlega til þess í hvaða mynt tekjuflæði viðkomandi lántaka var. Þá var lánað í miklum mæli í erlendri mynt fyrir innlendum markaðsverðbréfum, sem augljós- lega voru með íslenskt tekjuflæði og verðáhættu í krónum,“ segir í skýrslunni. Bent er á að vegna samfylgni innlends verðbréfa- markaðar og krónunnar hafi þetta reynst „sérstaklega áhættusöm“ útlán. „Ekki verður séð að áhætt- an af þessum lánum hafi verið rétt metin. Það hafði aftur þær afleið- ingar að þau voru ekki rétt verð- lögð sem loks leiddi til þess að einstaklingar og fyrirtæki tóku þessi lán í of miklum mæli. Tap íslenska hagkerfisins af þessu er gífurlegt.“ Rannsóknarnefndin segir ljóst að hvatinn fyrir því að lána í erlendri mynt hafi meðal ann- ars verið sá að auka við erlendar eignir bankanna, þar sem skuld- ir þeirra, það er fjármögnun, hafi fyrst og fremst verið í erlendri mynt. Um leið er bent á að hefðu viðskiptavinir bankanna ekki greiðslugetu sem sveiflaðist með erlendu myntinni, þá mætti færa rök fyrir því að lánin hafi ekki endurspeglað raunverulega eign í erlendri mynt. „Gengisáhættan sem bankinn hefði tekið með því að lána í krónum hvarf ekki við það að lána íslensku viðskiptavin- unum í erlendri mynt. Áhættan breyttist einvörðungu úr gengis- áhættu í skuldaraáhættu,“ segir í skýrslu nefndarinnar. - óká EVRUR Útlán fjármálafyrirtækja í erlendri mynt voru að hluta ranglega færð sem erlend eign í bókum þeirra, samkvæmt rannsóknarnefnd Alþingis. Hættan af lánum í erlendri mynt vanmetin: Tap hagkerfisins sagt gífurlegt 1. Auknar heimildir til fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri. 2. Auknar heimildir til lánafyrirgreiðslu til stjórnenda. 3. Auknar heimildir til að fjárfesta í fasteignafélögum. 4. Auknar heimildir til að veita lán til kaupa á eigin hlutum. 5. Minni kröfur til rekstrarfyrirkomulags verðbréfafyrirtækja. 6. Auknar heimildir til að reka vátryggingafélög. 7. Auknar heimildir til að fara með hlut í öðrum lánastofnunum. Heimild: Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis. Rýmkun á bankareglum sem ekki var áskilið með EES ÓGLEYMANLEG OG GRÍPANDI Batuk er indversk stúlka sem ætti að vera að leika sér, læra og feta fyrstu skrefin út í lífið. Bláa minnisbókin er áhrifamikil saga götubarna sem neydd eru í vændi, saga sem nístir hjartað en vegsamar jafnframt vonina og máttinn sem býr í orðunum. „Glæsilega skrifuð saga … Mikilvæg bók sem ekki gleymist.“ N E W BO OK S M AG A Z I N E FRUMÚTGÁ FA Í KILJU Fimm fyrirtæki nátengd Kaupþingi og Glitni keyptu gjaldeyri fyrir háar fjár- hæðir á þriggja mánaða tímabili 2007-2008. Kaup- in voru úr takti við fyrri gjaldeyris kaup fyrirtækj- anna og grunar rannsóknar- nefnd Alþingis að þau hafi verið ólögleg. Frá því í nóvember 2007 og fram í janúar 2008 keyptu fimm fyr- irtæki; Exista, Kjalar, Baugur og tvö félög tengd Baugi, Jötunn Holding og Eignarhaldsfélag- ið ISP, 1.392 milljónir evra (125 milljarðar íslenskra króna á gengi þess tíma) í framvirkum samn- ingum og stundarviðskiptum við íslensku bankana. Kaupþing hafði milligöngu um meirihluta viðskipt- anna. Viðkomandi fyrirtæki höfðu ekki áður átt viðlíka gjaldeyris- viðskipti og grunar rannsóknar- nefnd Alþingis að þau flokkist til markaðsmisnotkunar. Tilkynnti nefndin viðskiptin til ríkissaksókn- ara síðastliðinn sunnudag. Þegar viðskiptin voru gerð á sínum tíma fóru þau ekki fram hjá Seðlabankanum sem fylgdist grannt með gangi mála á mörkuð- um. Grunaði bankann að viðskiptin gætu varðað við lög um markaðs- misnotkun. Bað hann Fjármálaeft- irlitið að athuga málið en niðurstaða þess var að ekkert hefði komið fram sem styddi þá skoðun Seðla- bankans. Á fundi rannsóknarnefndar með blaðamönnum á mánudag vildi Sigríður Benediktsdóttir ekki taka afstöðu til þess hvort gjaldeyris- viðskipti hefðu undir einhverjum kringumstæðum geta talist „árás á krónuna“ eins og stundum hefur verið haldið fram. „Það verður ann- arra að meta hvort þetta hafi raun- verulega verið árás og hver þá hefði átt að hagnast á þeirri árás og hver mögulega tapaði á henni,“ sagði hún. Hugsanlega skýrist varfærnis- legt orðaval hennar af því að nefnd- in tilkynnti um áðurnefnd viðskipti til saksóknara. bjorn@frettabladid.is Gjaldeyriskaup til saksóknara Hagnaður og tap af gjaldeyrisviðskiptum Rannsóknarnefnd Alþingis metur hagnað Exista (í meirihlutaeigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona) af gjaldeyrisviðskiptum á tímabilinu apríl 2007 til október 2008 90 milljarða króna. Kjalar (í eigu Ólafs Ólafssonar) jók gjaldeyriseignir sínar um sem nemur 682 milljónum evra á tímabilinu nóvember 2007 til mars 2008 þegar heildargjaldeyriseign félagsins stóð í rúmum 700 milljónum evra. Rannsóknarnefndin metur að við lok september 2008 hafi gjaldeyrisstaða Kjalars verið tveir milljarðar króna í mínus. Baugur og tengd félög keyptu samtals 680 milljónir evra frá nóvember 2007 til janúar 2008. Þar af keypti Eignarhaldsfélagið ISP (í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, stjórnar- formanns 365) evrur fyrir um sex milljarða króna í janúar 2008. Í júní sama ár selur félagið megnið af þeim gjaldeyri. Þar sem gengi krónunnar hafði þá fallið verulega var tæplega tveggja milljarða króna hagnaður af viðskiptunum, að mati rannsóknarnefndarinnar. FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.