Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 15. apríl 2010 3 Loksins þegar vorið kemur hjá ykkur og trén byrja að laufgast er sumartísk-an nánast að syngja sitt síðasta hjá tískuhúsunum hér í París. Þannig er tískuheimur- inn alltaf langt á undan og fyrsti hluti vetrartískunnar væntanleg- ur í lok maí. Sem betur fer bjóða ódýrari búðirnar upp á sumar- tísku lengur og eiga auðveldara með að bæta við eftir þörfum. Þess vegna er enn von á hásum- arhlutanum sem passar vel við hækkandi hitastig og veðurblíðu. Tískubúðir á Klakanum eru lík- lega meira í takti við veður en í tískuborginni og geyma því það besta af sumartískunni fram í maí og júní. Sumartískan er áfram mjög í anda sjöunda áratugarins og hins níunda, allt eftir hönnuðum. Eftir ótrúlega drungalegan vetur hvað liti og reyndar veður varð- ar (kreppuáhrif?) eru ýmsir litir í boði, hvort sem það eru fölir pastellitir í bleiku, dröppuðu eða hvítu (Dior) eða þá eins og sumir sem eru meira í neon-bleiku og grænu í pönkstíl líkt og í hönn- un hinnar japönsku Limi Feu en hún er dóttur hönnuðarins Yohji Yamamoto, sem er mjög inn í París um þessar mundir. Ungl- ingar í uppreisn, rokk og pönk, lýsir vel stíl hennar. Blóma- mynstur og þægilegheit eru enn í boði í sumar líkt áður, spurn- ing hvort það tengist erfiðum tímum að nauðsynlegt sé að nota frjálslegan klæðnað sem ekki heftir líkama og sál, „peace and love“ eins og mætti kalla hönnun Stellu McCartney. Fjöldi tísku- hönnuða býður svo upp á boli sem kallaðir eru „couture“ en þannig er hægt að klæðast fínu merki fyrir lægra verð. En í umræðum um kreppu og skýrslu um bankahrun er erf- itt að stilla sig um að mæla með endurvinnslu og einfaldleika fyrir sumarið heima á Fróni. Til dæmis eru stuttbuxur mjög móðins eins og í fyrra og hvað er einfaldara fyrir manneskju í meðallagi handlagna en að stytta buxur og breyta í kvartbuxur eða jafnvel stuttar? Gallastutt- buxur eru sömuleiðis vinsælar, sem er enn einfaldara, þá þarf enga saumahæfileika, góð skæri duga ágætlega. Svo er bara að vona að það verði ekki of kalt. Sömu aðferð má sjálfsagt einnig nota við kjóla enda síddin með styttra móti í sumar. Ég man eftir því í eina tíð að hafa með systur minni tekið gamlar buxur og litað í þvotta- vél. Stundum var þó niðurstað- an dálítið óviss hvað varðar lit- inn. Væri ekki tilvalið að taka fram blettóttar hvítar buxur frá því í fyrra eða hittifyrra og lita þær í sterkum lit? Spurn- ing samt hversu gott það er fyrir umhverfið að nota fatalit þótt sjálfsagt hafi þeir nú þró- ast síðan fyrir tuttugu og fimm árum. Svo er bara að kaupa ódýra boli og kannski hægt að spara fyrir eins og einu nýju skó- pari eða belti. bergb75@free.fr Sumar á Sýrlandi ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Minkapelsar voru aðaldjásnin á tískusýningu Royal Chie í Tókýó á dögunum. Hönnuður minkapelsanna er hin japanska Chie Imai. Hún er frumkvöðull á sínu sviði enda fyrsta konan sem tók að sér hönnun pelsa í Japan. Hún hóf ferilinn í raun sem innflytjandi leðurvara árið 1977 en hið næma auga henn- ar fyrir hinu fagra varð til þess að fyrirtæki hennar þróaðist ört. Ástríða Chie fyrir loðfeld- um varð til þess að hún steig sín fyrstu skref sem loðfelda- hönnuður en hún hannaði sinn fyrsta pels árið 1978. Þar sem Chie er ekki lærð á sviði tísku varð nálgun hennar óvenjuleg og því hafa föt hennar sérstak- an stíl. Hún hefur notið mikillar velgengni bæði í heimalandinu og víðar í heiminum og meðal viðskiptavina hennar er japanska konungsfjöl- skyldan. - sg Pelsarnir frá Royal Chie njóta vinsælda um allan heim. Litríkir loðfeldir Litrík blóm skreyta þennan fallega loðjakka. Chie hennar ekki aðeins pelsa úr minkaskinni heldur einnig kjóla á borð við þennan. Vorsprengja! 30–70% 15.–22. apríl NÝ SENDING afsláttur Af öllum vörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.