Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 36
 15. APRÍL 2010 FIMMTUDAGUR GÁ húsgögn Ármúla 19 108 Reykjavík Sími 553 9595 www.gahusgogn.is PERLA fáanlegur í öllum stærðum KÉLI fáanlegur í öllum stærðum MOSI fáanlegur í öllum stærðum HREIÐRIÐ fáanlegur í öllum stærðum Sófar þekkjast aftur til daga Krists, en tengj- ast á síðari tímum letilífi, erótík og fagursmíði. Orðið sófi á uppruna sinn í arabíska orðinu „suff- ah“ sem þýðir langur bekkur. Sófar hafa verið til í árþúsundir og þannig sátu Grikkir og Rómverjar til forna á löngum bekkjum þegar þeir snæddu mat sinn, en konum var það hins vegar bannað og borðuðu í stólum. Hefðbundinn sófi þróaðist ekki fyrr en á 17. öld þegar byrjað var að smíða sófagrindur, bólstrað- ar með fiðri, hrosshárum eða þurrkuðum mosa. Áklæði var úr flaueli, ull eða silki. Á 19. öld öld voru sófar í svefnherbergjum þar sem hefðarfólk lá í leti, en sófar þess tíma báru sterkan vott af erótík. Í kjölfar iðnbyltingar gat millistéttarfólk eignast sófa sem það setti í stofuna til afnota fyrir gesti. Á 21. öld sameinaði svo sófinn fjölskylduna yfir mesta samræðubana veraldar, sjónvarpinu. Í dag minnir sófaklessa nútímans okkur á letilíf elítunnar áður. Og aftur er komið í tísku að setja sófa í svefnherbergi, sem rétt eins og þá er umvafið erótík og glamúr. - þlg SAGA SÓFANS Árið 33. Á tímum Krists og Rómaveldis, sátu menn á löngum bekkjum, sem í raun voru fyrstu sófarnir. 1650. Antíksófar á borð við þennan voru vinsælir meðal hirð- fólks á tímum Lúðvíks fjórtánda í Versölum. 0 1600 Fyrirtækið GÁ-húsgögn rekur verslun í Ármúla 19 þar sem lögð er áhersla á vandaðan húsbúnað; sófa, stóla og fleira. Fyrirtækið GÁ-húsgögn hefur sérhæft sig í húsgagnabólstrun og framleiðslu á íslenskum hús- ögnum fyrir heimili, stofnan- ir og fyrirtæki í ein 35 ár. Fyrir nokkrum árum opnaði GÁ-hús- gögn verslun í Ármúla 19 þar sem áhersla er lögð á heimilin. „Þarna gefst fólki færi á að ræða milliliðalaust við okkur, sjálfan framleiðandann, sem er auðvitað þægilegt fyrir alla og sérstaklega ef viðskiptavinurinn er með einhverjar sérþarfi og óskir,“ segir Erlendur Sigurðsson, framleiðslustjóri GÁ-húsgagna. Erlendur segir að með þessu framtaki vilji starfsmenn GÁ- húsgagna leggja sig enn frekar fram við að uppfylla óskir við- skiptavina sinna. Sú viðleitni endurspeglist einna helst í því að fyrirtækið framleiði sér- hönnuð húsögn í meiri mæli en þau fjöldaframleiddu. „Fólk sem ætlar til dæmis að kaupa sér góðan og vandaðan sófa getur komið að skoða úrvalið í búð- inni, fengið hugmyndir og viðr- að þær við starfsfólkið. Viðkom- andi getur þannig fengið ráðgjöf um útfærslu á sófanum, efni og sófaáklæði,“ tekur Erlendur sem dæmi. Hann getur þess að fyrirtæk- ið fylgist vel með straumum og stefnum í húsgagnatískunni. Þannig sé rómantíkin að ryðja sér til rúms í sófunum en svart og hvítt sé frekar á undanhaldi. Drappað, brúnt og grátt hefur verið vinsælt og á eftir að vera meira áberandi á næstunni og svo eru litir eins og rautt, grænt og fjólublátt, að verða fyrirferðarmeiri. Erlendur segir viðskiptavini GÁ-húsgagna getið gengið að því vísu að gott úrval sé ávallt að finna í versluninni. „Hér á mikil endurnýjun sér stað og frekar sjaldgæfara en hitt að hér fáist eins húsgögn í stóru upplagi,“ út- skýrir hann og bætir við að eins sé áhersla lögð á mikil gæði, þar sem ekkert sé til sparað við gerð húsgaganna. Þess utan reki fyrirtækið fullkomið viðgerðar- verkstæði sem viðskiptavinirnir geti leitað til. Sérsmíðaðir fallegir sófar sem uppfylla ólíkar þarfir „Við fylgjumst vel með öllu því nýjasta sem er að gerast í húsgagnabransanum,“ segir Erlendur Sigurðsson, hjá GÁ-húsögnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.