Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 41
MATUR OG GISTING „Við búum að sjálfsögðu að gríðar- legri náttúrufegurð hér um slóð- ir, en punkturinn yfir i-ið er þessi fjölbreytta afþreying sem við bjóðum upp á,“ segir Ásmundur Gíslason, eigandi gistiheimilisins í Árnanesi í Hornafirði, sex kíló- metra vestan við Höfn. Árnanes er opið allt árið og tekur um fjörutíu manns í gistingu og mat. Að sögn Ásmundar er lögð mikil áhersla á að bjóða upp á mat úr héraði hjá öllum í sýslunni og er Árnanes engin undantekning. Þannig má fá hefðbundinn íslensk- an mat í veitingasalnum, meðal annars humar, þorsk og bleikju úr héraði og lambakjöt, hrossakjöt og nautakjöt af næsta bæ. Ásmundur segir sumarösina örlítið hafa látið á sér kræla und- anfarna daga en mest sé ásóknin í júní, júlí og ágúst. Í Árnanesi gefst gestum kostur á að heimsækja listgallerí, auk þess sem hesta- leiga er á svæðinu. „Svo er ýmis- legt á seyði hér í nágrenninu sem er áhugavert fyrir ferðamenn. Má þar nefna nýja og flotta sundlaug og níu holu golfvöll á Höfn, fjór- hjól, jöklaferðir á bílum og sleð- um og líka jöklaklifur og ísklifur. Þórbergssetrið á Hala er einnig vinsælt, sem og ferðir út í Ingólfs- höfða og siglingar á hinu gríðar- lega fallega Jökulsárlóni,“ segir Ásmundur Gíslason. kjartan@frettabladid.is Fögur náttúra Hornafjarðar Í gistiheimilinu Árnanesi í Hornafirði geta gestir gætt sér á kjöti og fiski úr héraði, heimsótt listgallerí á staðnum og nýtt sér fjölbreytta afþreyingu sem í boði er í nágrenninu, meðal annars golf og sund. Fagurt er við Árnanes en fyrir utan gistingu og mat er boðið upp á hestaleigu auk þess sem listgallerí er á staðnum. MYND/ÚR EINKASAFNI Boðið er upp á hefðbundinn íslenskan mat í veitingasalnum, meðal annars humar, þorsk og bleikju úr héraði, og lambakjöt, hrossakjöt og nautakjöt af næsta bæ. MYND/ÚR EINKASAFNI Á sunnudaginn kemur í ljós hvaða barþjónn þykir bestur hér á landi en þá fer fram Íslandsmeistaramót barþjóna á Broadway. Íslandsmeistaramót bar- þjóna verður haldið sunnu- daginn 18. apríl á Broadway. Barþjónaklúbbur Íslands skipuleggur keppnina en keppt verður í svokölluðu „flair“, klassík og veitingahúsakeppni. Mega keppendur ráða hvort þeir blanda sætan drykk, þurr- an drykk, longdrinks eða fancy, og keppt verður eftir reglum BCI. Ýmislegt má nota í drykkina fyrir utan áfengið. Til dæmis nýmjólk, rjóma og egg. Einnig óbragðbætt skyr og kókómjólk. Keppt verður um besta kokteilinn og má hvert veit- ingahús senda inn tvo drykki. Keppnin hefst klukkan 20 en húsið opnar klukku- tíma fyrr. Íslandsmeistaramót barþjóna Barþjónar geta verið flinkir á borð við góða fjöllistamenn. Þorbjörg Ágústsdóttir er margfaldur Íslandsmeistari og fimmfaldur Norðurlandameistari í skylmingum. Hún stefnir á að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í London 2012. Það sést hverjir drekka Kristal Upplýsingar á www.einarben.is og á www.smakkarinn.is Borðapöntun í síma 511-5090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.