Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 50
34 15. apríl 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. AFMÆLI VIGDÍS FINNBOGA- DÓTTIR, fyrrum for- seti Íslands, er áttræð. ARI MATTHÍAS- SON leikari er 46 ára. SKÚLI HELGASON alþingis- maður er 45 ára. KARL STEINAR VALSSON, yfirmaður fíkniefna- deildar lög- reglunnar, er 47 ára. LEONARDO DA VINCI (1452-1519) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Eins og vel nýtt dægur færir mann- inum góðan nætursvefn, færa vel notaðir lífdagar honum ánægjuleg- an dauða.“ LEONARDO DA VINCI VAR ÍTALSKUR ENDUR- REISNARMAÐUR SEM STUNDAÐI MYNDLIST, TÓNLIST, BYGGINGARLIST, RÚMFRÆÐI, LÍF- FÆRAFRÆÐI OG UPPFINNINGAR. HANN ER FRÆGUR FYRIR UPPFINNINGAR SEM HANN ALDREI SMÍÐAÐI OG MÁLVERK, EINS OG MÓNU LÍSU OG SÍÐUSTU KVÖLDMÁLTÍÐINA. MERKISATBURÐIR 1689 Lúðvík fjórtándi Frakk- landskonungur lýsir yfir stríði við Spánverja. 1785 Skálholtsskóli er lagð- ur niður samkvæmt kon- ungsúrskurði og ákveðið að flytja biskupssetur frá Skálholti til Reykjavíkur. 1803 Reykjavík gerð að sér- stöku lögsagnarumdæmi og Rasmus Frydensberg er skipaður bæjarfógeti. 1922 Banting, MacLeod og Best uppgötva insúlín. 1989 95 kremjast til bana á Sheffied-fótboltavellinum á Englandi. 1990 Eldur kemur upp á amm- oníakstanki Áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi. Breska farþegaskipið RMS Titanic sökk klukkan 2.27 að næturlagi fyrir 98 árum. Skipið var í eigu White Star-skipafélagsins og þá stærsta gufuknúna farþegaskip veraldar. Titanic lagði upp í jómfrúrferð sína frá South- ampton á Englandi 10. apríl. Þegar skipið lét úr höfn lá við árekstri við annað skip og þótti skip- verjum það óheillamerki. Titanic var í námunda við Nýfundnaland þegar það sigldi utan í 150 feta borgarísjaka í blíðalogni rétt fyrir miðnætti 14. apríl. Straukst skipið meðfram jakaröndinni með þeim afleiðingum að járnplötur frá stefni og að miðju skipi flettust sundur. Tæpum þremur tímum síðar sökk Titanic með 1.517 af 2.223 farþegum. Slysið er eitt af mannskæðustu sjóslysum sög- unnar á friðartímum. Þrátt fyrir strangar reglugerðir voru of fáir björgunarbátar um borð, en alls tóku þeir 1.178 farþega, þótt skipið rúmaði 3.547. Fyrirfram var sagt að Titanic gæti ekki sokkið, en það var hannað af reyndustu verkfræðingum og notaði háþróuðustu tækni. „Titanic er svo búið að það getur ekki sokkið. Hingað kemst skipa- smíðalistin, en ekki lengra,“ fullyrtu skipasmið- irnir. Eigendur skipsins trúðu því; skipshöfnin og farþegarnir líka. ÞETTA GERÐIST: 15. APRÍL 1912 Hið ósökkvandi Titanic sekkur „Við vorum svo heppin að fá til okkar meistaranemann Hauk Pálmason sem verið hefur í tónlistarbransan- um í sautján ár og bæði stýrt og spilað á upptökum, ásamt því að vera lengi eigandi Tónabúðarinnar. Hann er líka úrvals tölvunarfræðingur og sá nem- andi sem hefur útskrifast úr Háskól- anum á Akureyri með hæstu meðalein- kunn í öllum fögum nokkurn tímann, og því góður og eftirsóknarverður nemandi,“ segir dr. Björn Þór Jónsson, dósent við tölvunarfræðideild Háskól- ans í Reykjavík, sem nýlega undirritaði samstarfssamning við D3, sem rekur tónlistarvefinn tónlist.is, um rann- sóknir á flokkun laga eftir innihaldi, en með því fær háskólinn aðgang að 50 þúsund laga safni. Björn Þór hefur á undanförnum árum stundað rannsóknir á hraðvirkri leit í stórum margmiðlunargagnagrunnum, en umrætt rannsóknarverkefni snýst um að beita þeim leitaraðferðum við flokkun á tónlist til að auðvelda not- endum leit eftir efnisflokkum þegar þeir skoða tónlistarsafnið. „Ég hóf vinnu í margmiðlunargagna- grunnum 2003, fyrst með myndir og svo myndbönd, eins og hugbúnaðinn Videntifier Forensic sem vinnur að vídeóleit með lögreglunni og skannar drif hjá kynferðisafbrotamönnum. Sú tækni er að mörgu leyti einstök og í raun hraðvirkasta leitaraðferð slíkra gagna sem þekkist í heiminum,“ segir Björn Þór sem fannst tilvalið að beita sömu tækni á hljóð þegar meistara- neminn Haukur kom til náms við skólann. „Því ef maður ætlar að skoða skyld- leikagreiningu á hljóð er gott að hafa einhvern sem þekkir tónlist vel og hugmyndin að gera eitthvað sem ekki hefur verið gert áður.“ Að sögn Björns Þórs hefur flokkun laga eftir innihaldi að mestu verið gerð handvirkt á vefnum, en mikið álag er á fólki í þeim störfum. „Við ætlum að flokka tónlist eftir stefnu hennar, hvort hún sé popp, rokk, klassík eða annað. Hingað til hefur það verið gert með litlum gagnasettum og fremur hægvirkum aðferðum sem maður sér ekki fyrir sér að virki á 50 þúsund lög. Okkur langar því að gera þetta hraðvirkt og sjálfvirkt, með þeim hraðvirku tólum sem við eigum. Fyrstu niðurstöður benda til þess að við séum að gera þetta hraðvirkara en þeir sem gera allra best í litlum, sjálfvirkum settum. Gæðin eru býsna nálægt því sem best gerist og tekur nú mínútur það sem áður tók klukkustundir og jafnvel marga daga.“ Þegar verkefninu lýkur er markmiðið að gera niðurstöðuna aðgengilega á tónlist.is. „Þeir sem vinna við flokkun laga nota yfirleitt sett sem er þekkt og búa til flakkara sem það notar til að flokka tónlist. Hingað til hefur þetta verið gert með þekktum og óþekktum, tiltölulega litlum settum, en þarna munum við nota lítið, þekkt sett sem við treyst- um á móti mjög stóru setti sem er óþekkt og þar koma inn rannsóknar- spurningarnar. Þarna verður því um mikla úrvinnslu að ræða til að tryggja að gæðin verði góð,“ segir Björn Þór og bætir við að HR sé sjáanlega ekki í keppni við aðra um slíka flokkun á heimsvísu. „Samstarf tölvunarfræðinema og fyrirtækja er heilmikið. Meðal annars erum við nú í samstarfi við CCP um þróun á „góðum, vondum körlum“ og vitrænni hegðun á karakterum í leikj- um, ásamt ýmsu öðru samstarfi. Fyr- irtæki hafa oft flókin úrlausnarefni sem krefjast djúprar þekkingar til að leysa. Þá taka nemendur fyrir einstaka vandamál, skoða hvaða aðferðir eru til, af hverju þær virka eða ekki, og hvað þarf að þróa nýtt til að finna almenna lausn á vandanum, en eftir það tekur fyrirtækið þekkinguna inn í hugbúnað sinn. Þetta er gott fyrir iðnaðinn sem og nemendur sem fá innsýn í hann á móti.“ thordis@frettabladid.is TÖLVUNARDEILD HR OG TÓNLIST.IS: VINNA SAMAN AÐ FLOKKUN LAGASMÍÐA Glíma við 50 þúsund laga safn LISTIR OG VÍSINDI SAMAN Dr. Björn Þór Jónsson, deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík, og Haukur Pálmason, meistaranemi í tölvunarfræði, ætla sér stóra hluti í samstarfi við tónlist.is. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar- bæjar veitti alls 29 styrki að verðmæti 5.720.000 krónur við athöfn sem fram fór í Hafnarborg í vikunni. Starfsstyrkir voru veittir Óperukór Hafnar- fjarðar, Kvennakór Hafnarfjarðar, Kammerkór Hafnarfjarðar, Gaflarakórnum, Karlakórnum Þrestir, Kór eldri Þrasta, Kvennakór Öldutúns, Kór Flensborgarskólans, Flensborgarkórnum, Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Sveinssafni og Leikfélagi Hafnarfjarðar. Þá voru veittir nítján verkefnastyrkir vegna ýmissa uppákoma í bænum. Hafnarfjörður veitti menningarstyrki STYRKHAFAR Alls voru veittir 29 styrkir. Ástkær móðir okkar, dóttir og systir, Sigurbjörg Yngvadóttir sjúkraliði, Þrándheimi, Noregi, varð bráðkvödd á heimili sínu mánudaginn 5. apríl. Útförin fer fram frá Rissakirkju, föstudaginn 16. apríl. Yngvi Gomo Geir Gomo Jóhanna Helgadóttir Árni Yngvason Ragnheiður Yngvadóttir Helgi Yngvason Eysteinn Þórir Yngvason Ingibjörg Hulda Yngvadóttir Guðmundur Bjarni Yngvason Magnús Þórir Yngvason Þórdís Hadda Yngvadóttir og fjölskyldur þeirra. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Viðar Gestsson pípulagningameistari Sóleyjarima 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum 13. apríl 2010. Jarðarförin fer fram í Dómkirkjunni þriðjudaginn 20. apríl kl. 15. Halldóra Jóna Karlsdóttir Valdís Viðarsdóttir Gyða Viðarsdóttir Jón Magnús Jónsson Írís Björk Viðarsdóttir Jóhann Friðgeir Valdimarsson börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.