Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 54
38 15. apríl 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Leikhús ★★★★ Dúfurnar eftir David Giesel man Þýðing: Hafliði Arngrímsson. Leikarar: Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Jörundur Ragnarsson, Elma Lísa Gunnars- dóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Halldór Gylfason, Sigurður Sigurjóns- son. Leikmynd/búningar: Ilmur Stefánsdóttir. Lýsing: Þórður Orri Pétursson. Tónlist: Vilhelm Anton Jónsson. Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir. Það er víst óhætt að segja að leik- gleðin hafi ráðið ríkjum á Nýja sviði Borgarleikhússins á laugar- dagskvöldið þegar sálfræðingur- inn Asendorf og allir hans sjúk- lingar hringsnerust inn og út úr sínum eigin persónum. Farsinn gælir við absúrdismann, auk þess að ekki er laust við að Woody Allen sé einhvers staðar nálægur í verki Davids Gieselmans, Dúfurnar, sem Hafliði Arngrímsson sneri yfir á íslensku. David Gieselman er úr hópi ungra leikskálda í Þýskalandi sem hefur náð frama á undanförn- um árum. Leikrit hans Herra Kol- bert var flutt hjá Leikfélagi Akur- eyrar árið 2006. Höfundurinn er fæddur 1972. Stíll verksins er allsérstakur þar sem mörg atriði skarast og hægt að flækjast um í mismunandi umhverfi með því einu að snúa sér eða svara síðustu persónu. Svolít- ið eins og Czerny-æfingar fyrir píanó. Hér er hópur af fólki sem á það sameiginlegt að vera á einhvern hátt tengt forstjóranum, Robert Bertrand. Í stóru rými, sem er jafnt heimili Bertrands, vinnu- staður, veitingastaður og ekki síst móttaka sálfræðingsins, eru allar þessar persónur nærverandi allan tímann og með nefið oní hvers manns koppi. Holgeir Voss, sem er undirmað- ur Roberts og jafnframt trúnaðar- vinur, er leikinn af Halldóri Gylfa- syni og eins og svo oft áður tekst honum að rúlla upp salnum með leik sínum, einkum í grátbros- legu sambandi sínu við sálfræð- inginn siðlausa og minnislausa sem Sigurður Sigurjónsson leikur snilldarlega. Robert Bertrand hvíslar því að vinnufélaga sínum Voss að hann hyggist láta sig hverfa von bráð- ar. Þetta veldur Voss miklum áhyggjum, fyrir utan að hann er með áhyggjur af geðheilsu konu sinnar auk þess sem hann verður fyrir stanslausu einelti á vinnustað sínum. Hilmir Snær Guðnason fer með hlutverk Roberts Bertrand og meints hálfbróður hans Francois. Hilmir Snær hvílir vel í þessum vingjarnlega karakter sem Robert er. Það er engin eiginleg aðalpers- óna því líklega er hægt að mæla í sentimetrum að hver persóna hafi úr jafnmiklum texta að moða. Halldóra Geirharðsdóttir fer með hlutverk eiginkonunnar sem á sér þann draum æðstan að komast í eitt skipti fyrir öll til Ítalíu. Halldóra sveik engan í söng sínum og túlk- un á þessari léttdekruðu yfirstétt- arkonu sem mátti ekki vamm sitt vita. Samspil hennar og sonarins var einkar skemmtilegt en sonur þeirra hjóna var eins og verða vill í nútímanum, risabarn sem býr heima og þau skýrðu Helmar. Jör- undur Ragnarsson túlkar þennan eilífðarkrakka með skýrum ýkjum í limaburði og fettum fyrir svo utan að búningurinn var til þess að undirstrika karakterinn. Allar persónurnar eiga sitt lag, teygja sig á einhverjum tímapunkti eftir míkrafóni og bresta út í söng sem lýsir sálarástandi þeirra. Þessi sön- gatriði voru fyndin. Vilhelm Anton Jónsson sat með rafmagnsgítar eins og uppstilltur á hillu í hægra horninu og var viðstaddur og þátt- takandi allan tímann. Persónurnar birtust okkur fyrst með því að raða sér inn í leik- myndina eftir að vera búnar að þramma í takt niður eftir salnum. Leikurinn stílfærður. Leikmyndin þjónaði verkinu og verkið þjónaði myndinni. Bekkir voru borð og sam- tímis hjónarúm eða afgreiðsluborð. Unnur Ösp Stefánsdóttir leikur stúlkuna Heidrun sem eins Libgart Reichert nærist á einelti. Hún var eins og létt fjöður þegar hún datt um koll. Öll nálgun hennar minnir á dans. Elma Lísa Gunnarsdóttir sem fer með hlutverk Nataliu, eiginkonu þess sem lagður er í einelti, og ást- kona sálfræðingsins skiptir nán- ast um ham þegar ósjálfráð reiði- köst brjótast fram. Flink leikkona. Nína Dögg Filippusdóttir fer með hlutverk Imke, af hollenskum upp- runa, sem rænir Bertrand sparifé sínu. Hennar glettilegu svipbrigði og notkun augnanna í leiknum var heillandi og fyndin. Markmið höfundar virðist fyrst og fremst vera að fá áhorfendur til þess að hlæja og hlæja að eigin til- gangsleysi, þar til það er ekki hægt að hlæja lengur þar sem endurtekn- ingarnar eru orðnar of margar. Leikstjórinn Kristín Eysteinsdótt- ir vinnur mjög smekklega vinnu í smart lýstri leikmynd en hefði mátt þétta sýninguna og jafnvel stytta með því t.d. að henda nokkrum sálfræðisamtölum út eða atriðum sem voru tvítekin. Sé þetta tilraun í því að drepa farsann eða sýna fram á að hann hafi ei lengur neitt hlutverk, þá held ég að það hafi nú ekki tekist, en þeim tókst að skapa skemmtilega sýningu. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Skemmtileg sýning í sérstöku formi. Farsinn bitinn í rassinn ath. kl. 21 Í kvöld lýkur tónleikaröð sem Jón Páll Bjarnason gítarleikari leiðir. Eru það þriðju tónleikarnir í röðinni en efnis- skrána hefur Jón valið. Allir tónleik- arnir eru hljóðritaðir og verða hverj- ir tónleikar tvískiptir, tríó fyrir hlé og kvartett eftir hlé. Ásamt Jóni Páli koma fram bassaleikarinn Valdimar K. Sigurjónsson og trommuleikarinn Matthías Hemstock. Hinn 19. apríl 2010 er áratugur liðinn frá því að Listasafn Reykjavíkur var opnað í Hafnar- húsinu. Af því tilefni er efnt til myndlistarþings með þátttöku á annað hundrað aðila komandi laugardag. Hluti þátttakenda er valinn fyrirfram en Listasafnið leggur ríka áherslu á að ná fram ólíkum sjónarmiðum og óskar því góðfúslega eftir þátttöku utanaðkomandi sem láta sig málefnið varða. Á meðan málþingið fer fram stendur fjöl- skyldufólki til boða að taka þátt í listasmiðju þar sem unnið verður með viðfangsefni í anda Errós. Boðið verður upp á léttar veitingar í smiðjunni, eða frá kl. 13-16. Á málþingið boðar Listasafn Reykjavík- ur safnafólk, listfræðinga, stjórnmála- og embættismenn, sem vinna saman í hópum. Þátttakendum er ætlað að ræða málefni er varða stöðu myndlistar á Íslandi, m.a. söfn, sýningarrými, stofnanalegt umhverfi og aðstöðu og hagsmunamál myndlistarmanna. Þing- mönnum er ætlað að fara yfir þróunina síðasta áratuginn, ræða núverandi stöðu og velta fyrir sér framtíðarhorfum. Áður en þingið sjálft hefst mun Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, ávarpa þátttakendur og Jón Proppé listheimspekingur flytja inngangsorð. Í lok þingsins verður dregin saman niðurstaða allra vinnuhópanna. Áhugasamir geta sent inn nafn, símanúmer og núverandi starfsvettvang í netfangið sirra. sigurdardottir@reykjavik.is eða hringt í síma 590-1200. Þingið fer fram í A-sal Hafnarhússins en meðan á því stendur verður starfrækt Erró- smiðja í fjölnotasalnum undir stjórn Bergsveins Þórssonar. Hinir eftirsóttu risakubbar Errós verða á gólfinu en úr þeim má raða saman listaverkum eftir Erró eða leika sér eins og hug- myndaflugið leyfir. Boðið verður upp á léttar afmælisveitingar á meðan á smiðjunni er opin. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Hver er framtíð myndlistarinnar? MYNDLIST Tveir áratugir eru liðnir síðan Listasafn Reykjavíkur opnaði höfuðstöðvar sínar í Hafnar- húsinu við Miðbakkann. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/ LEIKLIST Leikhópurinn í Dúfunum fær jákvæða umsögn Elísabetar Brekkan. MYND LR/GRÍMUR BJARNASON Vortónleikar Vox academica verða haldnir að þessu sinni í Langholts- kirkju annað kvöld kl. 20. Á dag- skránni eru tvö stórvirki kórbók- menntanna: Sálumessan eftir W.A. Mozart og Jauchzet Gott in allen Landen eftir J. S. Bach. Með kórn- um verður stórskotalið einsöngv- ara: Þóra Einarsdóttir sópran, Ing- unn Ósk Sturludóttir alt, Gissur Páll Gissurarson tenór og Krist- inn Sigmundsson bassi. Undirleik- ur er í höndum Jón Leifs camerata og stjórnandinn er að vanda Hákon Leifsson. Requiem, eða Sálumessan, er eitt magnaðasta kórverk tónbók- menntanna og vekur síst minni hrifningu nú en fyrir ríflega tveim- ur og hálfri öld, þegar það var sett á blað. Verkið samdi Mozart sam- kvæmt pöntun og fékk greiðsl- ur fyrir. Honum entist hins vegar ekki aldur til að ljúka því. Nokkrir nemendur hans og kunningjar hafa verið nefndir til sögunnar í tengsl- um við frágang Requiem, en sá sem stærstan hlut átti þar að máli var Süßmayr. Fyrstu brot úr verkinu voru flutt við minningarathöfn um Mozart 10. desember 1791. Jauchzet Gott in allen Landen BWV 51 er kantata í fimm hlut- um eftir J. S. Bach. Snilli Bachs ætti að vera flestum kunn og er þetta verk gjarnan valið til flutnings við brúðkaup. Hér verður það túlkað af Þóru Einarsdóttur, ásamt undirleikurum úr Jón Leifs Camerata. pbb@frettabladid.is Tvö ólík kórverk flutt TÓNLIST Þóra Einars- dóttir er í stóru hlut- verki á tónleikum Vox academica annað kvöld. MYND FRÉTTABLAÐIÐ 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Rannsóknarskýrsla Alþingis Rannsóknarnefnd Alþingis Hvarfið - kilja Johan Theorin Land draumanna - kilja Vidar Sundstøl Góða nótt, yndið mitt - kilja Dorothy Koomson Hafmeyjan - kilja Camilla Läckberg Hvorki meira né minna - Fanney R. Elínardóttir/María Elínardóttir Orðabókin um slangur Endurútgefin METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 07.04.10 - 13.04.10 Nemesis - kilja Jo Nesbø Póstkortamorðin - kilja L. Marklund/J. Patterson Svörtuloft - kilja Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.