Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 56
40 15. apríl 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Hljómsveitin Deftones sendir í maí frá sér plöt- una Diamond Eyes. Platan kemur út í skugga hræði- legs bílslyss sem bassaleik- ari hljómsveitarinnar lenti í fyrir tveimur árum. Diamond Eyes er sjötta hljóðvers- skífa Deftones og kemur út 4. maí næstkomandi. Platan er unnin ásamt bassaleikaranum Sergio Vega sem gekk til liðs við hljóm- sveitina eftir að bassaleikarinn Chi Cheng lenti í hörmulegu bíl- slysi 4. nóvember árið 2008. Cheng er við litla meðvitund í dag, en hann hlaut varanlegan heilaskaða í slysinu og óvíst er hvort hann kemst nokkurn tíma til fullrar meðvitundar. Deftones var langt komin með plötuna Eros þegar Cheng slas- aðist og átti hún að koma út árið 2009. Hljómsveitin ákvað að fresta útgáfu plötunnar um óákveðinn tíma þar sem meðlimirnir voru ekki lengur á sama stað og hún í tónlistinni. Þeir vísuðu því á bug að ástand Chengs hefði nokkuð að gera með frestun plötunnar. Þar með hófst vinna við Diamond Eyes. Nýja platan fylgir eftir hinni frábæru Saturday Night Wrist sem kom út árið 2006. Ólíkt flest- um fyrri plötum hljómsveitarinn- ar vildi söngvarinn Chino Mor- eno flytja jákvæðan boðskap á Diamond Eyes. „Mér finnst ekki skemmtilegt að hlusta á vandamál fólks. Mér finnst tónlist skemmti- leg,“ sagði Moreno í viðtali við tón- listartímaritið Spin. „Tónlist hefur verið kæfð í kvörtunum frá því snemma á tíunda áratugnum. Það er orðið þreytt. Ég ákvað að byrja að hlusta á „instrumental“-tónlist í staðinn fyrir að fara algjörlega í öfuga átt og hlusta á tónlist Black Eyed Peas – sem er einfaldlega asnaleg. Ég syng lítið um sjálfan mig á þessari plötu. Ég elska lög sem gera mér kleift að komast hjá því að vera manneskja og leyfa mér að syngja um skrýtna hluti sem tengjast mér ekkert endilega persónulega. Textarnir eiga að mála mynd, þannig texta ólst ég upp við.“ Tónlistarvefurinn Sputnik Music hefur þegar birt dóm um Diamond Eyes og sparar ekki lofið. Platan fær fimm af fimm mögulegum og blaðamaðurinn Nick Greer segir síðustu tvær plötur blikna í sam- anburði. „Ég hélt að Deftones hefði fullkomnað nýjan hljóm á Saturday Night Wrist þangað til ég heyrði Diamond Eyes,“ segir Greer í dómnum. „Platan fer ekki aðeins hærra í draumkenndu him- inhvolfi hljómsveitarinnar, heldur sameinar hún snilldarlega fagur- fræðina, frumleikann og hljóminn sem gerði plötuna White Pony svo frábæra. … Ég segi í fullri hrein- skilni að Diamond Eyes sé besta plata Deftones til þessa.“ atlifannar@frettablaðið.is Demantsaugu Deftones MÆTTIR AFTUR Deftones sendi síðast frá sér plötu fyrir fjórum árum, en er nú mætt aftur með Diamond Eyes. > Í SPILARANUM LCD Soundsystem - This is Happening Trans Am - Thing Black Francis - Nonstoperotik Nada Surf - If I Had a Hi-Fi Broken Social Scene - Forgiveness Rock Record LCD SOUNDSYSTEM BROKEN SOCIAL SCENE Yfirmaður plötufyrirtækis hljómsveitarinnar Blur segir að hann vilji að sveitin hljóðriti nýja plötu. Eins og Fréttablað- ið hefur greint frá gefur Blur út smáskífu um helgina, það er fyrsta nýja stöffið frá band- inu í sjö ár. Þá er þetta fyrsta nýja efnið sem Blur hljóðritar með gítarleikaranum Graham Coxon síðan 1999. Miles Leonard, forstjóri Parlophone Records, sagði í við- tali við BBC 6 að hann vonaðist til að nýja útgáfan hvetti Blur- strákana til að taka upp nýja plötu. „Akkúrat núna erum við bara hæstánægð með að þeir hafi viljað taka upp þessa smáskífu. Hver veit hvað ger- ist í framtíðinni, það veltur kannski á viðtökunum sem þetta lag fær,“ sagði Leonard. „Ég vona bara, eftir að hafa heyrt nýja efnið, að hljóm- sveitin telji sig eiga meira inni. Við hjá plötufyrirtækinu teljum það svo sannarlega og ég efast ekki um að aðdáend- urnir eru sammála því.“ Og þar með hefur pressa verið sett á Damon, Graham, Dave og Alex. Sjáum hvað setur. Þrýst á nýja plötu frá Blur VELHEPPNUÐ ENDURKOMA Damon Albarn á endurkomutón- leikum Blur í fyrrasumar. Sveitin sendir frá sér smáskífu um helgina og plötufyrirtæki hennar vill fá stóra plötu í kjölfarið. The Jam var eitt af stóru nöfnunum í breska pönkinu. Plötur eins og In the City, All Mod Cons og Setting Sons voru á meðal þess besta sem þaðan kom og standa vel fyrir sínu enn í dag. Aðalsprauta Jam var Paul Weller. Hann hafði áhuga á fleiri tegundum tónlistar og leysti sveitina upp árið 1982 til að stofna soul-popp bandið Style Council. Ég verð að viðurkenna að þar missti ég áhugann og hætti að fylgjast með honum. Fyrir tveimur árum heyrði ég hins vegar sólóplötuna hans 22 Dreams. Snilldarplata sem sýndi að enn var kraftur í karlinum. Árið sem fylgdi útkomu hannar var viðburðaríkt ár hjá Weller. 22 Dreams fékk mjög góðar viðtökur (var meðal annars valin plata ársins á verðlaunahátíð tímaritsins Mojo) og tónleikaferð fylgdi. Weller varð fimmtugur í maí 2008 og þegar hann yfirgaf eiginkonuna og flutti inn til einnar af bakraddasöngkonunum fóru menn að tala um gráa fiðringinn. Pabbi Wellers, sem lengst af var einnig umboðsmaðurinn hans, lést svo um mitt ár 2009 sem fékk mikið á Weller. Eftir öll ósköpin í einkalífinu vissu aðdá- endur ekki alveg við hverju væri að búast næst. En hvað tónlistina varðar var greinilega engin ástæða til að hafa áhyggjur. Í vikunni kom út ný Weller-plata, Wake Up the Nation og hún veldur ekki vonbrigðum. Hún er fjöl- breytt og full af flottum lögum eins og 22 Dreams, en töluvert harðari og kraftmeiri. Þessi miðaldra pönkari virðist ætla að eld- ast sérstaklega vel. Á meðal hljóðfæraleik- ara á plötunni eru Kevin Shields úr My Bloody Valentine og gamli Jam-bassaleikarinn Bruce Foxton sem sýnir gamalkunna takta, en hann hafði ekki spilað með Weller síðan Jam hvarf af sjónarsviðinu. Sumir batna með aldrinum PLÖTUR DEFTONES 1995 - Adrenaline 1997 - Around the Fur 2000 - White Pony 2003 - Deftones 2006 - Saturday Night Wrist 2010 - Diamond Eyes Nú er allt í gangi hjá hljómsveit- inni Blondie. Meðlimir sveitarinn- ar hafa tilkynnt um tónleikaferða- lag um Bretland í júní í sumar. Í sama mánuði lítur ný plata sveit- arinnar dags- ins ljós. Nýja platan á að heita Panic of Girls og verður spennandi að heyra útkomuna hjá Debbie Harry og félögum. Blondie túrar DEBBIE HARRY Blondie er orðið 30 ára gamalt band. Alþjóðlegur dagur plötubúðarinnar verður haldinn hátíðlegur á laugardaginn, þriðja árið í röð. Hugmynd- in með þessum degi er að fagna þeirri menningu sem fylgir litlum óháðum plötubúðum sem allir tónlistar- áhugamenn elska. Hnignun í sölu á tónlist spilar þó væntanlega mikið inn í að farið var af stað með þenn- an dag til að byrja með. „Þessi dagur snýst um þennan félagslega þátt, að fara inn í plötubúð, spjalla við afgreiðslumanninn, heyra eitthvað nýtt og hitta fólk,“ segir Ingvar Geirs- son sem rekur Lucky Records á Hverfisgötu. Ingvar er að ganga frá tónleikadagskrá í búð sinni á laugar- daginn. „Ég verð með Weapons klukkan fjögur og svo getur fólk séð dagskrána á Facebook-síðu búðarinnar,“ segir hann. Ingvar segir að opið verði til 22 þennan dag og 20 prósenta afsláttur verði af öllu í búðinni. Í Havarí verða tónleikar með Sóleyju úr Seabear sem er að gefa út fyrstu sólóplötu sína, kaffi og veit- ingar og margt fleira. Þá verða pallborðsumræður þar sem umræðuefnið er Hvað er plötubúð í dag? Hjá Smekkleysu plötubúð og 12 Tónum hafði í gær ekki verið tekin nein ákvörðun um dagskrá í tilefni dags- ins. Smá líf hefur færst í litlu plötubúðirnar í miðborg Reykjavíkur undanfarið, til dæmis með auknum vínyl- áhuga landsmanna. Ingvar hefur rekið Lucky Records á Hverfisgötu í hálft ár og hefur fengið hrós fyrir gott vöruúrval. Ingvar segir að það hafi gengið bærilega. „Það eru margir sem fatta ekki að maður er hérna, en svo kemur fullt af nýju fólki inn. Það er einhver þróun í þessu.“ - hdm Hátíðardagur í plötubúðum PLÖTUBÚÐAMENNINGU FAGNAÐ Ingvar Geirsson í Lucky Records heldur upp á Alþjóðlegan dag plötubúðarinnar á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI PAUL WELLER Gamli Jam-bassaleikarinn Bruce Foxton spilar með honum á nýju plötunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.