Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 60
44 15. apríl 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > Í SJÓNVARPIÐ Á NÝ Eiginkona og dóttir rokkarans Ozzy Osbourne, Sharon og Kelly, standa í viðræðum við sjónvarpsstöðina Oxyg- en um nýjan lífsstílsþátt. Þar munu mæðgurnar taka aðrar mæðgur í út- litsyfirhalningu. Nokkuð víst er að þátturinn verði líflegur því Kelly og Sharon eru þekktar fyrir að liggja ekki á sínum skoð- unum. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 15. apríl 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Margrét Eir heldur tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar við Dalbraut á Eskifirði þar sem hún flytur hún lög úr söngleikjum ásamt Matti Kallio. 20.00 Karlakórinn Fóstbræður heldur tónleika í Langholtskirkju við Sólheima. Á efnisskránni verða sígræn kórlög og verk eftir framsækin bandarísk nútímaskáld. 20.30 Bubbi Morthens heldur tónleika í kirkjunni á Flateyri. Enginn aðgangseyrir. Húsið opnar kl. 20. 20.30 Hljómsveitin Hudson Wayne heldur útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjall- aranum við Hverfisgötu. 21.00 Jón Páll Bjarnson gítarleikari kemur fram ásamt góðum félögum á tónleikum hjá Jazzklúbbnum Múlanum. Tónleikarnir fara fram í kjallara Café Cultura við Hverfisgötu 18. 21.00 Á Græna hattinum við Hafnar- stræti á Akureyri verða Eric Clapton- heiðurstónleikar. 21.00 Coral, Two Tickets to Japan og Mikado koma fram á tónleikum á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. ➜ Listasmiðja Í Nýlistasafninu við Skúlagötu 28 hefur verið opnuð sýing á völdum verkum úr safneigninni. Opið þri.-lau kl. 12-17. Nánari upplýsingar á www.nylo.is. ➜ Síðustu forvöð Um helgina lýkur ljósmyndasýn- ingunni Spegilsýnir í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum. Það eru listamennirnir Bára Kristinsdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Jónatan Grét- arsson, Katrín Elvarsdóttir, Spessi og Þórdís Erla Ágústs- dóttir sem eiga verk á sýningunni. Opið virka daga kl. 11-17 og um helgar kl. 13-17. ➜ Námskeið 20.15 Heimir Björn Janusarson og Sólveig Ólafsdóttir hafa umsjón með námskeiðinu Gróður og grafir í Hóla- vallagarði”sem hefst hjá Endurmenntun HÍ að Dunhaga 7. Nánari upplýsingar á www.endurmenntun.is. 20.15 Illugi Jökulsson hefur umsjón með námskeiðinu Þúsund ára ríkið sem fjallar um Rómaveldi. Námskeiðið fer fram hjá Endurmenntun HÍ að Dung- haga 7. Skráning og frekari upplýsingar á www.endurmenntun.is. ➜ Dans 20.00 í Hafnarfjarðarleikhúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði verða sýnd verkin 900 02 eftir Leif Þór Þorvalds- son og Sigríði Soffíu Níelsdóttur og SHAKE ME eftir Hreyfiþróunarsam- steypuna. Nánari upplýsingar á www. hhh.is. ➜ Fyrirlestrar 12.30 Erlingur Birgir Richardsson flytur erindið Heilsa, hreyfing og þol 18 ára framhaldsskólanema á hádegisfyr- irlestri hjá Háskólanum í Reykjavík við Ofanleiti 2. (st. 101). Allir velkomnir. 17.00 Christopher Vasey flytur erindi á ensku um náttúruvætti hjá Háskóla Íslands undir yfirskriftini Gjörðir nátt- úruvætta - allt frá mótun náttúrunnar til náttúruhamfara. Fyrirlesturinn fer fram á Háskólatorgi við Sæmundargötu (st. 105). 20.00 Pétur Gunnarsson rithöfundur fjallar um ritun sögu Þórbergs Þórðar- sonar í erindi sem hann flytur hjá Félagi íslenskra fræða í húsi Sögufélagsins við Fischersund 3. Allir velkomnir. ➜ Pub Quiz 20.00 Fótbolta Pub Quiz fer fram á Enska barnum við Austurstræti. Vegleg verðlaun í boði og enginn aðgangseyrir. Gestaspyrill verður Val- týr Björn Valtýsson. Nánari upplýsingar á www.sammarinn. com. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Tímaritið In Touch flutti fréttir af því að leikarinn Charlie Sheen hefði laum- ast úr meðferð til að eiga stefnumót með ungri fyrirsætu. Ljós- myndir náðust af leik- aranum þar sem hann yfirgefur meðferðar- heimilið klæddur dulargervi. Tímaritið hefur eftir heimildar- mönnum sínum að Sheen hafi verið að hitta fyrirsætuna um nokkurt skeið og að þau hafi meira að segja átt ástarfundi á heimili Sheens þegar eiginkona hans, Brooke Mueller, var að heiman. „Hann var klæddur hettu- peysu, með dökk sólgleraugu og svart gerviskegg. Hann hljóp út úr húsinu og að bíl sínum og virtist vilja kom- ast burt eins fljótt og auðið var,“ sagði sjónarvottur sem sá til leikarans yfirgefa heimili fyrirsætunnar. Fer huldu höfði Í FELUM Charlie Sheen reyndi að dulbúast þegar hann yfirgaf heimili ungrar fyrirsætu í vikunni. NORDICPHOTOS/ GETTY Tímaritið Star Magazine heldur því fram að samband leikarans Jims Carrey og Jenny McCarthy hafi farið í vask- inn vegna þess að Carrey neitaði að taka geðlyf- in sín. Carrey viðurkenndi árið 2004 að hann glímdi við þung- lyndi og tæki lyfið Prozac til að halda sér í jafnvægi. „Þetta var orðinn mikill til- finningalegur rússíbani fyrir Jenny og hún var uppgefin. Þegar Jim datt í þunglyndi lét hann sig hverfa dögum saman og svaraði ekki símanum. Þetta var orðið of mikið fyrir Jenny til að takast á við,“ var haft eftir heimildar- manni. Þunglyndur grínari JIM CARREY Partípinninn Kim Kardashi- an er hæstánægð með útlit- ið eftir nýlegar aðhaldsað- gerðir. Kim Kardashian segir að hún sé öruggari með sig eftir að hafa losað sig við aukakíló- in. Skemmtanaljónið, sem nýlega hætti með Reggie Bush, er ánægt með útlitið og segir að sér líði betur nú þegar í sundfötum en áður. „Ég missti tvö og hálft kíló á fimm dögum. Mig lang- aði bara að skera mig niður og losna við þessi aukakíló sem ég var með. Þetta hefur styrkt sjálfsálit mitt mikið. Ég æfi og mér líður vel með sjálfa mig. Auðvitað er svo ekki verra ef einhver tekur eftir því,“ segir hún. Til að grennast minnkaði Kim neyslu kolvetna. Hún neytti í staðinn ávaxta og grænmetis og segir að það ásamt æfingum hafi skilað sér vel. „Ég var alltaf svo feimin þegar ég var í bik- iníi í myndatökum. Það er ótrúlegt hversu miklu betur mér líður.“ NÝ KONA Kim Kardashian fór í megr- un. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður ekki viðstaddur afmælishátíð Vigdísar Finnbogadóttur sem fram fer í Háskólabíói í dag og verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Hann ásamt konu sinni, Dorrit Moussaieff, var búinn að lofa sér í tveggja daga afmælisveislu til heiðurs Margréti Þórhildi Danadrottn- ingu sem verður sjötug á föstudag- inn. Ólafur og Vigdís eru einu forsetar íslenska lýðveldisins sem enn eru á lífi en þess verður jafnframt minnst að þrjátíu ár verða liðin síðan Íslendingar kusu, fyrstir allra þjóða, konu sem for- seta í lýðræðislegum kosningum. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að áralöng hefð sé fyrir því að norræn- ir þjóðhöfðingjar sæki svona boð eins og afmæli Margrétar Þórhildar. „Afmælis- boð Margrétar kom fyrir hálfu ári síðan og það var ákveðið að taka því,“ útskýr- ir Örnólfur og bætir við að svipað hafi verið upp á teningnum fyrir tíu árum. Þá fagnaði danska þjóðin sextugsafmæli Margrétar með glæsibrag um leið og Íslendingar héldu upp á sjötugsafmæli Vigdísar. „Honum þykir þetta hins vegar afar leitt að nú, eins og fyrir tíu árum, skuli afmæli þessara tveggja leiðtoga rekast á en við því er ekkert að gera,“ segir Örnólfur. - fgg Tekur drottningu fram yfir Vigdísi DANADROTTNING VALIN Forsetinn og eiginkona hans ætla að vera í danskri afmælisveislu á meðan Vigdís Finnbogadóttir fagnar áttræðisaf- mæli sínu í Háskólabíói. Kim fór í megrun Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 41 77 5 Borgarveisla í vor Barcelona 2 fyrir 1 22. apríl (Sumardagurinn fyrsti) kr. 39.900 – flugsæti Gisting á mann í tvíbýli frá kr. 6.900 á 4ra stjörnu hóteli pr. nótt. Prag 2 fyrir 1 22. apríl (Sumardagurinn fyrsti) kr. 39.900 – flugsæti Gisting á mann í tvíbýli frá kr. 3.500 á 3ja störnu hóteli pr. nótt. Búdapest 2 fyrir 1 29. apríl kr. 39.900 – flugsæti Gisting á mann í tvíbýli frá kr. 4.900 á 3ja störnu hóteli pr. nótt. 2 fyrir 1 – síðus tu forv öð í vo r!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.