Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 64
48 15. apríl 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is „Ég var ekkert á leiðinni að byrja aftur og þurfti aðeins að hugsa um þetta. Við áttum gott tímabil í fyrra og það hefði verið góður punktur að enda á því. En þar sem Fylkir er mitt félag og bað mig um hjálp þá var þetta kannski ekki mjög erfið ákvörðun,“ segir Ólafur Stígsson sem er hættur við að hætta og ætlar að spila með Fylki á komandi tímabili. Ólafur lék virkilega vel síðasta sumar en þessi 35 ára leikmaður var valinn leikmaður tímabilsins í Árbænum. Hann segist hafa kíkt á nokkrar æfingar með liðinu í vetur og fengið að vera með í smá fótbolta. Annars hefur hann lítið æft. „Ég hef ekki verið í neinu boot-camp en skokkað eitthvað. Það er stutt mót svo maður verður að koma sér í stand ef maður á að hjálpa liðinu eitt- hvað,“ segir Ólafur en nú er aðeins tæpur mánuður í fyrsta leik Fylkis á Íslandsmótinu. Fylki hefur gengið illa að styrkja lið sitt í vetur og var því leitað til Ólafs og hann beðinn um að taka skóna fram að nýju. Hann varð við þeirri ósk. Liðinu hefur ekki gengið mjög vel í Lengjubikarnum og í fjórum leikjum gegn liðum úr 1. deild aðeins náð einum sigri. „Það hefur ekki gengið eins vel í vetur og það gerði í fyrra. Ég hef samt ekkert miklar áhyggjur af því. Þetta er svipaður hópur en einhver meiðsli verið í gangi. Það hafa verið vandræði með miðjuna en það reddast alveg, held ég. Þetta verður gott tímabil enda erum við að fara að taka þátt í Evrópukeppni,“ segir Ólafur. Í byrjun ársins tilkynntu Fylkismenn að Ólafur Stígsson hefði verið ráðinn aðstoðarþjálfari nafna síns Þórðarson- ar. „Það var bara tímabundin lausn, ég var fenginn til að aðstoða um tíma. Það fer aðeins meiri tími í það starf en að vera leikmaður,“ segir Ólafur en Kristinn Guðbrands- son er nú tekinn við sem aðstoðarþjálfari Fylkis. ÓLAFUR STÍGSSON: SVARAÐI KALLINU FRÁ FYLKI OG HEFUR TEKIÐ SKÓNA FRAM Á NÝJAN LEIK Hef ekki verið í boot-camp en eitthvað skokkað > Guðmundur hafnaði Grindavík Guðmundur Bragason, fyrrverandi leikmaður Grindavíkur, var efstur á óskalista körfuknattleiksdeildar félagsins sem næsti þjálfari karlaliðsins. Guðmundi var boðið starfið en hann hafnaði því vegna anna í vinnu. Grindvíkingar eru því aftur komnir á byrjunarreit. „Við erum að kasta nöfn- um á milli okkar þessa dagana og erum opnir fyrir öllu. Útlendingur gæti jafnvel komið til greina,“ segir Magnús Andri Hjaltason, formaður deildarinnar. „Við viljum fá hæfan þjálfara. Höfum verið með góða þjálfara hérna hjá okkur síðustu ár og viljum ekki fara að breyta því núna.“ KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar féllu úr leik í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla á þriðjudags- kvöldið. Þeir töpuðu fyrir Keflavík, 3-1, þar sem þeir áttu undir högg að sækja alla rimmuna. Árangur Njarðvíkinga veldur vonbrigðum enda ætlaði liðið sér lengra og sérfræðingar töldu það hafa möguleika til þess að fara alla leið eftir að Nick Bradford gekk í raðir liðsins. Það útspil gekk aldrei upp og Njarðvíkingar komust aldrei almennilega í gírinn með Bradford innan borðs. „Auðvitað höfðum við væntingar um að komast lengra og það verð- ur að viðurkennast að tilkoma Brad- fords skilaði ekki því sem við von- uðumst eftir. Það var ekki fyrr en undir það síðasta að hann og liðið fóru að ganga í takt,“ segir Jón Guð- laugsson, formaður körfuknattleiks- deildar Njarðvíkur. Jón segir það vera ljóst að Sig- urður Ingimundarson þjálfi liðið áfram. „Hann verður áfram og er með samning við okkur. Það er ekki neitt annað í myndinni. Siggi er frábær einstaklingur og þjálfari sem fær nú að undirbúa liðið á sinn hátt fyrir mótið. Við erum með frábæran hóp og mikið af efnilegum leikmönnum að koma upp hjá okkur. Framtíðin er björt hjá Njarðvík,“ segir Jón en hann býst ekki við því að missa neina lykilleikmenn frá liðinu. Sigurður sjálfur var enn að jafna sig á tapinu er Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég reikna með því að vera áfram. Annars er ég ekkert að spá of mikið í því núna, er aðallega að hugsa um að ég hefði átt að vera að fara í oddaleik með Njarðvík,“ segir Sigurður. - hbg Njarðvíkingar ekki af baki dottnir þó svo liðið hafi ekki náð takmörkum sínum: Sigurður verður áfram með Njarðvík EKKI Á FÖRUM Sigurður Ingimundarson mun þjálfa Njarðvíkurljónin næsta vetur að öllu óbreyttu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Það eru gerðar sífellt meiri kröfur til knattspyrnufé- laga á landinu enda þurfa lið í efstu deildum að uppfylla kröfur leyfiskerfis KSÍ. Leyfisráð KSÍ tekur fastar á hverju ári á þeim félögum sem sinna skyldum sínum illa og í ár vísaði ráðið fjórum málum til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Sú nefnd hefur nú úrskurðað í þeim málum og sektað tvö félög. Tvö félög, Fjölnir og Þróttur, skiluðu fjárhagslegum gögnum seint og voru því beitt sektum ásamt því að fá viðvörun. Þróttur fékk hámarkssekt, 30.000 krónur, þar sem félagið skilaði þessum gögnum 22 dögum of seint. Fjöln- ir þurfti að reiða fram 16.500 krónur en dagsektin hljóðar upp á 1.500 krónur. Viðurlögin eru stighækkandi þó svo upphæðirnar séu ekki háar. Félög sem ítrekað brjóta af sér á slíkan hátt eiga aftur á móti á hættu að tapa stigum. Haukar og Fylkir fengu síðan viðvörun þar sem krafa um menntun aðstoðarþjálfara félag- anna var ekki uppfyllt. - hbg Leyfisráð KSÍ vísaði málum til aganefndar: Fjölnir og Þróttur sektuð 1 Portsmouth – Aston Villa 2 Atalanta – Fiorentina 3 Bari – Napoli 4 Cagliari – Palermo 5 Catania – Siena 6 Lazio – Roma 7 Sampdoria – Milan 8 Halmstad – GAIS 9 Gefl e – Örebro 10 Häcken – Mjällby 11 Kalmar FF – AIK 12 Trelleborg – Brommapojkarna 13 Bor. Dortmund – Hoffenheim EVRÓPUBOLTINN 18.–19. APRÍL 2010 15. LEIKVIKA Vegna breytinga hjá Svenska spel er Sunnudagsseðillinn annar en í prentaðri leikskrá. Réttur seðill er svona: SÖLU LÝKUR 18. APRÍL KL. 12.00 1 X 2 MIKIÐ ÚRVAL GOTT VERÐ Gildir til 31. maí 2 010 Rauðhellu 11, Hfj. ( 568 2035 Hjallahrauni 4, Hfj. ( 565 2121 Dugguvogi 10 ( 568 2020 GOTT VERÐ OG FRÁBÆR GREIÐSLUKJÖR fyrir þá fjölmörgu sem þurfa að kaupa ný dekk fyrir sumarið. Dekk undir: ■ Fólksbíla ■ Jeppa ■ Mótorhjól ■ Sendibíla ■ Vörubíla ■ Rútur ■ Vinnuvélar ■ Traktora ■ Hjólhýsi ■ Kerrur o.s.frv., o.s.frv. www.pitstop.is VAXT ALAU ST VISA & MAS TE RC A R DGildir til 3 1. m aí 20 10 VA X TA LA US T Í ALL T AÐ 6 MÁNUÐI FÓTBOLTI Arsenal tókst ekki að kom- ast upp fyrir Manchester United og minnka forskot Chelsea á toppn- um þegar liðið heimsótti nágranna sína í Tottenham í gær. Tottenham hafði ekki unnið Arsenal síðan í nóvember 1999 eða í síðustu 20 leikjum en biðin fyrir stuðnings- menn liðsins var loksins á enda í gær. Tottenham er nú aðeins einu stigi á eftir Manchester City í baráttunni um fjórða sætið inn í Meistaradeildina. „Þetta eru frábær úrslit og sér- staklega þar sem það voru mikil vonbrigði fyrir okkur að tapa í bikarnum um síðustu helgi. Þetta var greinilega góður tími til að mæta Arsenal,“ sagði Ledley King, fyrir liði Tottenham, sem átti mjög góðan leik. „Þessi sigur skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur og það sést best á stigatöflunni. Við urðum að rífa okkur strax upp eftir tapið á móti Portsmouth og það tókst. Það var mjög mikilvægt að koma sterk- ir til baka og nú líður mér eins og við getum unnið öll lið á heima- velli,“ sagði King. Hinn 19 ára Danny Rose byrj- aði frábærlega í sínum fyrsta leik í byrjunarliði Tottenham þegar hann skoraði fyrsta mark leiks- ins á 10. mínútu. Manuel Almunia, markvörður Arsenal, sló þá bolt- ann út fyrir teiginn en þar beið strákurinn og tók boltann viðstöðu- laust á lofti og hann lá í netinu. Tottenham fékk draumabyrjun á seinni hálfleik líka þegar Gareth Bale slapp í gegn eftir stungusend- ingu frá Jermain Defoe og skoraði eftir aðeins tveggja mínútna leik í seinni hálfleiknum. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður fyrir Jerm- ain Defoe á 68. mínútu eða á sama tíma og Robin van Persie kom inn á hjá Arsenal í sínum fyrsta leik eftir meiðslin. Varamennirnir Robin van Persie og Theo Walcott komu með bitið í sóknarleik Arsen- al en liðið hafði komist lítið áleið- is framan af þrátt fyrir að vera mikið með boltann. Heimamenn í Tottenham geta þakkað markverði sínum Heurelho Gomes að Arsenal fékk ekkert út úr leiknum. Arsenal pressaði mikið í lokin en Gomes varði hvað eftir annað á stórglæsilegan hátt eða allt þar til að Dananum Nicklas Bendtner tókst loksins að minnka muninn á 85. mínútu. Nær komst Arsenal ekki og Tottenham fagnaði sigri. „Það verður mjög erfitt að vinna titilinn úr þessu. Við höldum áfram að berjast á meðan við eigum töl- fræðilega möguleika því á meðan það er möguleiki þá er möguleiki. Það dugar okkur samt ekki leng- ur að Chelsea tapi stigum í einum leik,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal eftir leikinn. ooj@frettabladid.is Löng bið loksins á enda Tottenham vann fyrsta sigurinn á nágrönnum sínum í Norður-London síðan 1999 og spillti fyrir meistaravonum Arsenal með 2-1 sigri á White Hart Lane. ÞVÍLÍK BYRJUN Danny Rose skoraði stórglæsilegt mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Tottenham og fagnaði því líka vel. MYND/AFP Tottenham-Arsenal 2-1 1-0 Danny Rose (10.), 2-0 Gareth Bale (47.), 2-1 Nicklas Bendtner (85.) Aston Villa-Everton 2-2 0-1 Tim Cahill (23.), 1-1 Gabriel Agbonlahor (72.), 1-2 Cahill (74.), 2-2 Sjálfsmark (90.+1) Wigan-Portsmouth 0-0 STAÐA EFSTU LIÐA Í DEILDINNI Chelsea 34 24 5 5 85-30 77 Man. United 34 23 4 7 77-27 73 Arsenal 34 22 5 7 76-36 71 Man. City 33 17 11 5 69-41 62 Tottenham 33 18 7 8 60-33 61 Liverpool 34 16 8 10 54-33 56 ENSKI Í GÆR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.