Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 70
54 15. apríl 2010 FIMMTUDAGUR „Ég skil sýn höfundanna á verk- ið svo vel vegna þess að ég kem af sama stað. Þetta verkefni er að breyta lífi mínu,“ segir söngkona Dilana Robichaux, sem Íslending- ar kynntust í raunveruleikaþættin- um Rock Star: Supernova. Dilana hefur verið ráðin til að syngja í íslenskri rokkóperu, eins og Fréttablaðið greindi frá á dög- unum. Lítið fæst gefið upp um verk- ið, annað en að Þorvaldur Bjarni sér um útsetningar og stýrir upp- tökum. Hann hefur verið stadd- ur í Los Angeles undanfarna daga ásamt höfundum verksins að taka upp söng með Dilönu. Hún var að drekka morgunkaffið og reykja sígarettu þegar Fréttablaðið náði í hana. Hún var á þriðja bolla, en sagðist þurfa um þrjár könnur til að koma sér í gang. „Þetta er mjög dularfullt verk- efni og ég má ekki segja mikið um það,“ segir Dilana. „Það kall- ast Dark Angel og ég er í hlutverki myrkraengilsins. Ég elska að ég fæ að beita röddinni á mjög fjölbreytt- an hátt í verkefninu. Ég kem sjálfri mér á óvart.“ Dilana segist ekki geta sagt mikið um söguna, annað en að boð- skapurinn sé magnaður og í raun ástæðan fyrir því að hún ákvað að taka þátt í verkefninu. „Þetta er mjög spennandi,“ segir hún. „Ég er búin að vera að taka upp með strákunum síðustu þrjá daga. Við skemmtum okkur mjög vel.“ Dilana lætur vel af samstarfinu við Þor- vald Bjarna og segir að hann sé mjög góður upptökustjóri. „Það er mjög auðvelt að vinna með honum og hann er mjög faglegur þannig að þetta gengur mjög hratt,“ segir Dilana. En ertu á leiðinni til Íslands? „Pottþétt! pottfokkingþétt (hlær). Ég veit ekki hvenær. Við töluðum um að ég kæmi í sumar vegna þess að mig langar að fara á hestbak, en það fer eftir því hvenær plat- an kemur út. Ég mæti örugglega 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. íþrótt, 6. innan, 8. þvottur, 9. arr, 11. kringum, 12. spott, 14. sannfær- ingar, 16. nudd, 17. ái, 18. gröm, 20. pfn., 21. stertur. LÓÐRÉTT 1. teikniblek, 3. pot, 4. reiðufé, 5. fát, 7. duttlungar, 10. sægur, 13. nugga, 15. göngulag, 16. veiðarfæri, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. golf, 6. út, 8. tau, 9. sig, 11. um, 12. skens, 14. trúar, 16. nú, 17. afi, 18. erg, 20. ég, 21. tagl. LÓÐRÉTT: 1. túss, 3. ot, 4. lausafé, 5. fum, 7. tiktúra, 10. ger, 13. núa, 15. rigs, 16. net, 19. gg. DILANA ROBICHAUX: HLAKKAR TIL AÐ FARA Á HESTBAK Á ÍSLANDI Tekur upp með Þorvaldi Bjarna í Los Angeles Ólafur Stefánsson hefur ólíkt mörgum handboltamönnum ekki verið áberandi í auglýsing- um fyrir hinar og þessar vörur þrátt fyrir ótvíræð- ar vinsældir. Nú er hins vegar að verða breyting á því í dag verður tekin upp auglýsing fyrir danska hafragraut- inn Ota með handboltahetj- unni í aðalhlut- verki … Popppunktur hefur aftur göngu sína í Sjónvarpinu í sumar. Fjöl- margar hljómsveitir hafa staðfest þátttöku sína í þættinum sem nýtur ávallt mikilla vinsælda. HLH- flokkurinn tekur þátt ásamt KK og hljómsveit. Feldberg, Hjaltalín og Mammút etja einnig kappi sem og Benny Crespo‘s Gang, Morðingj- arnir og Logar frá Vestmannaeyjum. Bjartmar Guðlaugsson tekur þátt ásamt Bergrisunum, Lights on the Highway teflir fram sterku liði og karlakórinn Fjallabræður er væntanlega með langmestu breidd allra liða. Seabear og hin ótrúlega vinsæla Dikta komast ekki vegna anna, en þess má geta að meðlimir Diktu kvörtuðu sáran í viðtali við Popp, fylgirit Frétta- blaðsins, að hafa aldrei fengið boð um að taka þátt í Popppunkti … Og talandi um Fjallabræður. Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson hefur áður tekið þátt í Popppunkti með góðum árangri í liði atvinnumanna og kemur því væntanlega gríðarlega sterkur inn í lið kórsins. Einnig má halda því til haga að plata Fjallabræðra, sem kom út fyrir jól í fyrra, var plata vikunnar í síðustu viku á Rás 2 þar sem Óli Palli starfar sem tón- listarstjóri. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Miðað við hvað gekk ótrúlega vel á tónleik- unum á Eurosonic og hvað var mikil stemning þá kom þetta ekkert ótrúlega mikið á óvart,“ segir hinn skeleggi Árni Vilhjálmsson úr hljómsveitinni FM Belfast. FM Belfast kom fram á tónlistarhátíðinni Eurosonic í Hollandi í janúar. Hljómsveitin var í kjölfarið valin ein af tíu athyglisverð- ustu hljómsveitum hátíðarinnar. Lög með hljómsveitunum tíu voru í framhaldinu send í samkeppni á Spáni þar sem hlustendur Radio 3 völdu þrjár hljómsveitir til að koma fram á European Music Festival Day í Madríd. Það er skemmst frá því að segja að hlustendurnir kolféllu fyrir laginu Underwear með FM Belfast og hljómsveitin því ein af þeim sem kemur fram á hátíðinni. „Ég hef komið til Barcelona og það er ein uppáhaldsborgin mín í öllum heiminum. Hátíðin er í Madríd og við hlökkum til að fara í sólar- og mangólykt,“ segir Árni. FM Belfast spilar á fjölmörgum tónleikum í sumar og kemur meðal annars fram á Hró- arskelduhátíðinni víðfrægu í Danmörku. „Þetta er skemmtileg viðbót í dagskrána. Við erum alveg pínu stressuð yfir öllum tónleik- unum sem eru fram undan í sumar, en samt ótrúlega glöð yfir því.“ Íslendingum gefst kostur á að sjá FM Belfast á tónleikum á Nasa á morgun ásamt Retro Stefson. Árni lofar því að sex ný lög fái að hljóma. Forsala fer fram á Midi.is. Hljóm- sveitin kemur einnig fram á Græna hattinum á laugardaginn. - afb Spánverjar völdu FM Belfast Á LEIÐINNI Í SÓLINA Útvarpshlustendur á Spáni völdu FM Belfast til að spila í Madríd. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI einum til tveimur mánuðum fyrir útgáfu til að vinna kynningarvinnu. Og auðvitað leita ég að álfum og svona.“ Auðvitað. Eins og allir útlending- ar gera á Íslandi – leita að álfum. „Þeir vita ekki að ég er aðalálf- urinn og ætla að leita að forfeðrum mínum. Fólk veltir fyrir sér hvers vegna hárið á mér lítur svona en svona leit álfahár út í gamla daga.“ atlifannar@frettablaðið LÉK Í MYND MEÐ BROLIN Dilana lauk nýverið við að leika í kvikmyndinni Angel Camouflaged ásamt James Brolin. Hann hefur verið kvæntur leik- og söngkonunni Barbra Streisand í tæp tólf ár. Myndin er fyrsta leikstjórnarverkefni R. Michaels Givens sem hefur unnið sem kvik- myndatökumaður undanfarin ár og stýrði meðal annars upptökum á stelpumyndinni Coyote Ugly. Kaffihúsið Café Grand opnaði við Frakkastíg fyrir tæpum mán- uði, en athygli vekur að þar má fá ódýrasta áfengið í bænum. Bjór- inn kostar aðeins 350 krónur en algengasta verð á börum bæjar- ins er 800 krónur. Eigendur Café Grand eru Össur Hafþórsson og Linda Mjöll Þorsteinsdóttir eig- inkona hans, en þau reka einnig skemmtistaðinn Sódómu og húð- flúrstofuna Reykjavík Ink. „Við ætluðum upphaflega að nefna staðinn Litla kaffihúsið því húsnæðið er svo lítið og krúttlegt, en fannst svo meira grand að kalla það bara Café Grand,“ útskýrir Össur. Inntur eftir því hvernig hann fari að því að halda áfengisverðinu svo lágu segist hann vera heppinn með húsnæði. „Við erum fyrst og síðast mjög heppin með húsnæði og getum þess vegna verið með mjög litla álagningu á áfengi. Við erum svolítið eins og Múrbúðin, ekki með nein tilboð heldur allt- af bara besta verðið, það er svipuð pæling á bak við Café Grand.“ Össur og eiginkona hans skiptast á að afgreiða gesti kaffistofunnar, en kaffihúsið er opið frá klukkan 15.00 til 23.00 alla daga vikunnar. - sm Selja bjórinn á 350 krónur KRÚTTLEGT OG LÍTIÐ Össur Hafþórsson og eiginkona hans, Linda Mjöll Þorsteinsdóttir, reka Café Grand saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Uppáhaldsmorgunmaturinn minn er ab-mjólk með kornflexi, eplum og rúsínum.“ Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, hönnuður og mannfræðingur. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPNUM KL 8.00 ALLA VIRKA DAGA VAR AÐ DETTA Í HÚS! SIGIN GRÁSLEPPA FRÁ DRANGSNESI REYKTUR RAUÐMAGI Kl ap pa rs tíg ur Laugavegur Hverfisgata 29 Rakarastofan Hárgreiðslustofan Klapparstíg Klapparstíg Klapparstíg 29 • Sími 551 3010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.