Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 2
2 16. apríl 2010 FÖSTUDAGUR Björn, verður safnið í lagi? „Það verður örugglega auðveldara að flokka lagasafnið en laga flokka- safnið.“ Dr. Björn Þór Jónsson, dósent við tölvun- arfræðideild Háskólans í Reykjavík, gerði nýverið samstarfssamning við netfyrir- tækið D3 sem rekur vefinn tónlist.is um rannóknir á flokkun laga eftir innihaldi. EFNAHAGSMÁL Ekki kemur í ljós fyrr en að afloknum fundi stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í dag hvort náðst hefur að tryggja fjármögnun á fram- gangi efnahagsáætlunar Íslands og AGS. Þetta kom fram á reglubundnum upplýsingafundi sjóðsins í gær. Á fundinum sagði Caroline Atkinson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs AGS, hins vegar að úr ákvörðun framkvæmdastjórnar og starfsliðs AGS um að leggja málið fyrir stjórnina megi lesa trú þeirra á að málið sé fundartækt og líklegt til fram- göngu. AGS lýsti því yfir fyrir helgi að í dag yrði tekin fyrir á stjórnarfundi önnur endurskoðun efnahags- áætlunarinnar. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að þessi endurskoðun ætti sér stað í maílok 2009, þannig að nærri ársdráttur hefur orðið á áætluninni. Töfin skýrist á því að á meðan deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga um lyktir Icesave-sam- komulags er ólokið hefur ekki verið hægt að tryggja fjármögnun áætlunarinnar. Heimildir Fréttablaðs- ins herma að ákvörðun sjóðsins um að taka málið fyrir ráðist af því að stjórnvöld hafi í viljayfirlýsingu stefnt að því að ljúka samningum um Icesave sem fyrst, að því gefnu að viðunandi niðurstaða fengist. Verði endurskoðunin samþykkt verða afgreidd hing- að lán í tengslum við efnahagsáætlunina frá AGS og Póllandi. - óká GAMLIR GRIKKIR Umfjöllun um aðstoð AGS við Grikki vegna efnahagsþrenginga þar í landi var fyrirferðarmikil á kynningar- fundi sjóðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Líkur á að stjórn AGS samþykki aðra endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands: Endurskoðun tekin fyrir ári of seint Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, fyrrverandi alþingismaður, lést á heimili sínu á miðvikudag, níræður að aldri. Þorvaldur Garðar fædd- ist á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði 10. okt óber 1919. Hann varð stúdent frá MA 1944 og lauk laganámi við HÍ 1948. Þorvaldur var alþingismað- ur Sjálfstæðisflokksins 1959, 1963-1967 og 1971-1991. Sam- hliða þingmennsku var hann framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins 1961-1972 og fram- kæmdastjóri þingflokks hans 1972-1983. Eftir að Þorvaldur hætti á þingi öðlaðist hann hæstaréttar- lögmannsréttindi, þá 72 ára. Þorvaldur Garðar Kristj- ánsson látinn Í dálkinum Frá degi til dags í gær var farið rangt með skuldir Kristjáns Arasonar og félags hans, 7 hægri. Skuldir hans námu 1,8 milljörðum króna. Kristján segir persónulegar skuldir sínar hafa runnið inn í 7 hægri, sem nú sé farið í þrot. Hann sé því skuldlaus. LEIÐRÉTTING FÓLK „Það var eins og hann rank- aði við sér öðru hverju en um leið og ég hætti þá datt hann út aftur þannig að ég hélt bara áfram að blása,“ segir Ester Kristinsdótt- ir snyrtifræðingur, sem á þriðju- dag bjargaði lífi manns sem fékk hjartastopp þegar hann var í fót- snyrtingu. Maðurinn, sem er 74 ára gamall Hafnfirðingur og bæði hjartveik- ur og með sykursýki samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, er fastur viðskiptavinur á Snyrti- stofu Rósu í verslunarmiðstöð- inni Firðinum. „Hann sat bara hér í fótsnyrt- ingu og í fullu fjöri þegar hann virtist syfja. Sú sem var að sinna honum ætlaði að halla honum aftur en í þeirri andrá lognaðist hann út af,“ lýsir Ester. Að sögn Esterar þekkja snyrti- fræðingarnir á Rósu vel til mannsins. Hann sé hress og mikill húmoristi en eigi við veik- indi að stríða. Þær hafi því strax áttað sig á að staðan væri alvar- leg þegar hann hneig í ómegin. „Hann var hættur að anda og orðinn blár. Við hringdum strax í 112 og það var hlaupið hér upp á heilsugæslustöð á þriðju hæð og náð í lækni og hjúkrunarfræð- ing,“ segir Ester, sem ásamt Helgu Sigurðardóttur, starfs- systur sinni, barðist við að halda lífi í manninum þar til önnur hjálp bærist. Sjálf lærði Ester til sjúkraliða á sínum tíma og starf- aði lengi í Bláa lóninu þar sem hún sótti skyndihjálparnám- skeið. „Það voru eiginlega ósjálfráð viðbrögð að blása. Helga sem var með mér byrjaði að hnoða hann líka með leiðbeiningum frá Neyðarlínunni. Svo kom hjúkrun- arfræðingurinn og læknirinn og slógu hann harkalega í hjartastað eins og á að gera og komu honum í gang,“ segir Ester. Veikindi mannsins eru eins og áður segir alvarleg. Hann fékk aftur hjartastopp í gær þar sem hann dvelur enn á spítala að jafna sig. „Stundum er eins og æðri máttarvöld grípi í taumana. Hann vildi vera í tíma hjá okkur klukk- an eitt en fékk tíma klukkan tvö. Ef hann hefði fengið fyrri tímann og verið farinn frá okkur þegar þetta gerðist veit enginn hvern- ig farið hefði,“ segir Kristín Sig- urrós Jónasdóttir, eigandi snyrti- stofunnar Rósu. gar@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Snyrtifræðingur hélt lífinu í viðskiptavini Ester Kristinsdóttir snyrtifræðingur blés lífi í aldraðan viðskiptavin sem virtist í fullu fjöri en hneig út af þegar hann var í fótsnyrtingu. Maðurinn, sem orðinn var blár áður en kann komst aftur til lífs, dvelur enn á sjúkrahúsi að jafna sig. ESTER KRISTINSDÓTTIR Gafst ekki upp og bjargaði lífi viðskiptavinar sem fékk hjarta- stopp síðastliðinn þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hann sat bara hér í fótsnyrtingu og í fullu fjöri þegar hann virtist syfja. Sú sem var að sinna honum ætlaði að halla honum aftur en í þeirri andrá lognaðist hann út af. ESTER KRISTINSDÓTTIR SNYRTIFRÆÐINGUR. ALÞINGI Björgvin G. Sigurðs- son, fyrrverandi viðskiptaráð- herra, víkur tímabundið úr sæti á Alþingi. Ástæðuna segir hann vera að hann geti truflað vinnu þingmannanefndar, sem tekur afstöðu til þess hvort Björgvin verður dreginn fyrir landsdóm, ásamt Geir H. Haarde og Árna M. Mathiesen. Rannsóknarnefnd Alþingis komst að því að þeir þrír hefðu sýnt vanrækslu í starfi „með því að láta hjá líða að bregðast á við- eigandi hátt við hinni yfirvofandi hættu fyrir íslenskt efnahags- líf sem leiddi af versnandi stöðu bankanna“. Bréf Björgvins verður lesið upp á þingfundi í dag og þá tekur varamaður hans við. Björgvin þiggur ekki laun á meðan hann er frá, en getur hvenær sem er komið inn aftur. Í raun er hann í leyfi af persónulegum ástæðum. Hann er enn þingmaður. - kóp Sýndi vanrækslu í starfi: Víkur tíma- bundið úr sæti BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Hann sagði af sér sem þingflokksformaður Samfylk- ingarinnar eftir að skýrslan var kynnt á mánudag en víkur nú tímabundið úr sæti sínu á þingi. LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Hér- aðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem grunaður er um stórfelld fjár- svik. Lögreglu grunar að maðurinn hafi svikið um 300 milljónir króna af að minnsta kosti 90 manns. Verði maðurinn sakfelldur fyrir fjársvik er hámarksrefsing sem hans gæti beðið sex ára fangelsis- vist. Þeir sem kært hafa manninn segja hann hafa boðist til að ávaxta fé fyrir það. Það hafi hann ætlað að gera ýmist með gjaldeyrisviðskipt- um eða með því að nota fé fólks til að losa peninga sem hann sagðist eiga á erlendum bankareikning- um. Talið er að þúsundir færslna á bankareikningum tengdum mann- inum tengist meintum fjársvik- um. Talið er að maðurinn eigi sér vitorðsmenn og hafi stundað fjár- svikastarfsemi með þeirra aðstoð. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að við yfirheyrslur hafi mað- urinn ekki vefengt að hann skuld- aði fólki hundruð milljóna króna, og að fjöldi þeirra sem hann skuldi sé að minnsta kosti 90 manns. Hann hafi ekki kannast við að hafa brot- ið af sér, þótt hann hafi kannast við tilvik þar sem hann hafi beitt fólk blekkingum. - bj Meintur fjársvikari talinn hafa stolið 300 milljónum af ríflega 90 manns: Bauðst til að ávaxta fé fólks DÓMSTÓLAR Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir meintum fjársvikara til 10. maí í gær. VIÐSKIPTI Björgólfur Thor Björg- ólfsson segir Fréttablaðið fara rangt með þegar greint var frá lántökum hans, skömmu fyrir hrun, sem enginn fótur er fyrir. Annars vegar hafi verið um að ræða keypta kröfu af Landsbank- anum og í hinu hafi hann fengið greidda kröfu og lagt það fé inn í Straum. Þá muni lán hans, vegna kaupa á Actavis, vera gerð upp að fullu. Fréttablaðið áréttar að frétt- in byggir á upplýsingum úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Yfirlýs- ingu Björgólfs má lesa á Vísi. - kóp Björgólfur Thor Björgólfsson: Actavis-lán verði gert upp STJÓRNSÝSLA Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra mun ekki áminna Steingrím Ara Arason, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, þrátt fyrir að hafa til- kynnt honum bréfleiðis um fyrir- hugaða áminningu. Ráðherra upplýsti á þingi í gær að tilefni til áminningar væri ekki lengur til staðar. Reglugerð um endurgreiðslu tannlækna- kostnaðar vegna alvarlegra galla í munnholi væri komin til fram- kvæmda. Tilefni fyrirhugaðrar áminn- ingar var að Steingrímur Ari og ríkisendurskoðandi ráðslöguðu um þá reglugerð. - kóp Álfheiður skiptir um skoðun: Steingrímur ekki áminntur FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.