Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 8
Exista keypti Símann fyrir rúma sextíu milljarða króna síðla árs 2005 og Lýsingu um mitt ár 2006. Exista átti jafnframt um fjórðungshlut í Kaupþingi, allt í VÍS, auk stórra hluta í norrænu fjármála- og tryggingafyr- irtækjunum Sampo og Storebrand. Þá er eignarhlutur félagsins í Bakka- vör ótalinn. Myndin hér sýnir þróun útlána móðurfélaga stóru bankanna þriggja til Existu á tímabilinu 2005 til loka september 2008. Kröfuhafar samþykktu nauða- samninga Bakkavarar seint í mars og fól það í sér að félagið verði tekið af markaði. Það gengur eftir í lok viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þá mun jafnframt verða tilkynnt hvaða fyrirtæki tekur sæti Bakka- varar í Úrvalsvísitölunni. Ekki liggur fyrir hvort það verður íslenskt eða færeyskt félag. Nokkur viðskipti hafa verið með hlutabréf Bakkavarar fyrir afskrán- inguna og gengi þess hríðfallið eftir því sem nær dregur síðasta skráningardeginum. Að afskráningu lokinni munu kröfuhafar Bakkavarar taka fyrirtækið yfir. Stofnendur Bakkavarar, þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, munu ekki eiga neitt í félaginu en hafa kost á að eignast um fjórðungshlut eftir fjögur ár. Kröfuhafar hyggjast sömuleiðis taka Existu yfir og liggur fyrir að forstjórum félagsins verður sagt upp. 8 16. apríl 2010 FÖSTUDAGUR Allir Samfylkingarfélagar velkomnir í tilefni af útkomu skýrslu rannsóknar nefndar Alþingis Flokksstjórnarfundur Fjölbrautaskólanum í Garðabæ laugardaginn 17. apríl kl. 10.00–12.30 Málstofur – Lærdómar af rannsóknar skýrslunni Stöðumat og aðgerðir 2007–2009 Stjórnandi: Jón Þór Sturluson Áhrif markaðsvæðingar Stjórnandi: Elfur Logadóttir Einkavæðing bankanna og afl eiðingar hennar Stjórnandi: Arnar Guðmundsson Stjórnkerfi og eftirlit Stjórnandi: Helena Karlsdóttir Samfélagsleg ábyrgð – siðferði og starfshættir Stjórnandi: Ásgeir Beinteinsson kl. 13.00 Heiðarlegt uppgjör Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar setur fundinn. Rannsóknarskýrslan: Lærdómar fyrir stjórnmálasamtök Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. kl. 14.00 Kaffi hlé kl. 14.15 Almennar umræður og önnur mál kl. 16.30 Áætluð fundarlok Fundarstjóri: Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar www.xs.is BAKKAVARARBRÆÐUR Nauðasamningar Bakkavarar voru samþykktir á síðasta hlut- hafafundi félagsins 26. mars síðastliðinn. Eftir hann áttu bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir ekkert í félaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bræðurnir Ágúst og Lýður Guð- mundssynir og félög tengd þeim virðast hafa haft ágætt aðgengi að lánsfé úr sjóðum Kaupþings, sam- kvæmt skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis. Skuldbindingar Existu og tengdra félaga fóru úr 193 milljörðum króna í byrjun árs 2007 í 308 milljarða í október ári síðar. Þetta jafngildir 59 prósenta hækkun á tæpum tveimur árum. Fram kemur í skýrslunni að tæpur helmingur fjárins hafi verið nýttur til endurfjármögnunar eldri lána. Síðustu tvö árin, eða frá 2007, fékk félagið iðulega framlengingu á lánum, skuldbreytingu, viðbótarlán eða aflétt veðum. Allt var það að þörfum Existu hverju sinni. Höfundar skýrslu rannsóknar- nefndarinnar vitna til minnisblaðs Fjármálaeftirlitsins frá í nóvem- ber 2008, mánuði eftir yfirtökuna á bönkunum öllum, að útlánaáhætta vegna Existu og Bakkavarar hafi ekki verið tengd saman þrátt fyrir náið eignarhald. Danski bankasérfræðingurinn Jørn Astrup Hansen gerir athuga- semdir við lánveitinguna og segir hana ekki í samræmi við þær regl- ur sem gilda utan Íslands, svo sem í Danmörku. Eftir því sem næst verður kom- ist er Lýður enn starfandi stjórn- arformaður Existu, sem átti um fjórðungshlut í Kaupþingi fyrir hrun. Exista átti sömuleiðis meiri- hluta í alþjóðlega matvælafram- leiðandanum Bakkavör Group, sem þeir bræður stofnuðu um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Anton- ious P. Yerolemous, einn helstu eig- enda Bakkavarar, sat sömuleiðis í stjórn Kaupþings. Hann fékk nokk- ur hundruð milljóna evra lánafyrir- greiðslu hjá bankanum á sama tíma og eigið fé hans og fyrirtækis hans var neikvætt. Af öðrum lánum má nefna lán- veitingar til Bakkavararbræðra vegna kaupa á skútu og lán til Lýðs upp á um 2,4 milljarða króna vegna kaupa á íbúðarhúsi í dýru hverfi í London í Bretlandi. Þetta er þó ekkert einsdæmi um lánveitingar til félaga tengdum þeim Ágústi og Lýði sem nefnd eru í skýrslu rannsóknarnefndarinn- ar. Þar er öðru fremur talið til að á sama tíma og aðgengi að lánsfé varð erfiðara á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum lánaði bankinn Existu lán upp á þrjátíu milljarða króna í árslok 2007. Þetta var tíu milljörðum meira en félagið hafði farið fram á við lánanefnd bankans og virðist eng- inn hjá Existu hafa óskað eftir hærri fjárhæð, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis. Það sem meira var, lánið var víkjandi. Það þýðir að þeir sem veita slík lán mæta afgangi lendi lántakandi í greiðslu- erfiðleikum og getur ekki greitt öllum sem kröfur eiga á hann. jonab@frettabladid.is Bakkavarar- bræður með opinn tékka Eigendur Existu höfðu gott aðgengi að lánsfé hjá Kaupþingi fram að hruni. Helmingur af lánveit- ingum frá 2007 og fram að hruni var til endurfjár- mögnunar á eldri lánum samstæðunnar. Ekki var beðið um síðustu lánin fyrir hrun. Áhættuskuldbindingar Existu og tengdra félaga* Banki Janúar 2007 Október 2008 Breyting Landsbankinn 16,8 23,8 41% Kaupþing 151,0 238,9 58% Glitnir 25,7 44,0 71% Spron 0,0 2,0 - Samtals 193,5 308,6 59% (Samtals í evrum) 2.045 2.12 1,1% * Upphæðir í milljörðum króna. Tengd félög: Ansa, Bakkabræður Holding, Bakkabræður, Bakkavör Group, Exista fjárfestingar, Exista Group (á Mön), Exista Group (hjá Kaupthing Singer & Friedlander í Bretlandi), Exista, Exista (hjá Kaupþingi í Lúxemborg), Exista Invest, Exista Trading, Fiskifréttir, Framtíðarsýn, Gætur, Íslenska sjónvarpsfélagið, Lýsing, On-Waves, Sensa, Sirius IT Holding, Síminn, Skipti, Skjárinn, Ufsastaðir, Vátryggingafélag Íslands, Öryggismiðstöðin. Viðskiptaveldi Existu í hnotskurn 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Exista Exista Trading Síminn Kista fjár- festingarfélag Lýsing Skipti Bakkabræður Holding B.V. Önnur félög 2005 2006 2007 2008 Heildarútlán stóru bankanna þriggja til tengdra aðila M. evra Á næstu dögum verður fjallað um helstu viðskiptablokkirnar á grundvelli skýrslu rannsóknar- nefndarinnar. FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.