Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 22
 16. apríl 2010 FÖSTUDAGUR4 Stórveisla hestamanna, Fákar og fjör, verður í Top Reiter-reiðhöll- inni á Akureyri á morgun klukkan 20.30. Fyrr um daginn verður stóðhestakynning í reiðhöllinni klukkan 13. Um kvöldið er svo stórdansleikur í höllinni. Hestaáhugamenn á Akureyri ættu því að hafa nóg að gera þann daginn. www.eidfaxi.is „Harmonikan er jafn vinsæl nú og hún hefur alltaf verið, ekki síst hjá unga fólkinu, enda býður hún upp á ýmislegt sem önnur hljóðfæri gera ekki. Harmonik- an er mjög alhliða og með henni er hægt að halda uppi heilu balli, sem kannski er erfitt með einungis trommum eða gítar,“ segir Friðjón Hallgrímsson, sem ásamt Gunnari Kvaran er umsjónarmaður Harm- onikumeistarans 2010. Keppnin fer fram í Tónlistarskólanum í Garða- bæ, við Kirkjulund 11, klukkan 14 á morgun. Það er Samband íslenskra harm- onikuunnenda (SÍHU) sem stend- ur fyrir Harmonikumeistaranum, en þetta er í fyrsta sinn sem sam- bandið stendur fyrir slíkri keppni. Áður höfðu verið haldnar tvær slíkar keppnir, fyrst árið 1938 og svo árið 1999. Svo skemmtilega vill til að í fyrstu keppninni, sem haldin var í Gamla bíói, bar þrettán ára gam- all Reykvíkingur, Bragi Hlíðberg, sigur úr býtum og var það upp- hafið á löngum og glæstum ferli. Bragi, sem nú er 86 ára gamall, er einn dómara í Harmonikumeistar- anum 2010 ásamt þeim Einari Guð- mundssyni, Sigurði Alfonssyni og German Khlopin. „Bragi er í fullu fjöri og er enn að spila inn á plötur og leika fyrir áheyrendur. Hann er hress og ferskur,“ segir Friðjón. Keppt er í þremur aldursflokk- um: tólf ára og yngri, þrettán til sextán ára og sautján ára og eldri. Fjórtán keppendur eru skráðir til leiks og spila þeir eitt skyldulag í hverjum flokki og annað verk að eigin vali. Friðjón telur nokkuð merkilegt að fleiri slíkar keppnir hafi ekki verið haldnar hingað til, miðað við miklar vinsældir harmonikunnar hjá landsmönnum. „Svona keppn- ir eru daglegt brauð erlendis, þar sem frammistöður eru dæmdar eftir tækni, túlkun og fleiri atrið- um, nokkurs konar alþjóðlegum staðli. Kennt er á harmoniku um allt land og við Íslendingar eigum mikið af hæfileikafólki á þessu sviði, sem skilar sér væntanlega í keppninni,“ segir Friðjón. Þess má geta að annað kvöld verður slegið upp dansleik með úrvals harmonikuleikurum í Breið- firðingabúð klukkan 21.30. kjartan@frettabladid.is Harmonikan alltaf vinsæl Keppnin Harmonikumeistarinn 2010 verður haldin á morgun í Tónlistarskóla Garðabæjar. Friðjón Hall- grímsson umsjónarmaður segir harmonikuna bjóða upp á margt sem önnur hljóðfæri gera ekki. Gunnar Kvaran og Friðjón Hallgrímsson eru umsjónarmenn Harmonikumeistarans 2010. Skyldulögin sem keppendur leika eru My Bonnie, Fragrant Flowers og Babuschka. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN REIÐIMESSA verður haldin í Grafarvogskirkju í kvöld klukk- an 20. Um er að ræða guðsþjónustu þar sem fólk ber reiðina á borð fyrir Guð og hvert annað. Litið er til Biblíunnar til að sjá hvernig reiðin getur birst í trúarlífi manneskjunnar. Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Nýkomið mikið úrval af vönduðum inniskóm úr leðri og með skinnfóðri. Teg. 2171 Stærðir. 36–42 Litur: Svart Verð: 10.900,- Vertu vinur Teg: 3714 Stærðir: 36–42 Litir: rautt og svart Verð: 10.900,- SUMAR 2010 Sími 694 7911 Eikjuvogur 29, 104 Rvk. Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík - 517-2040 LAGERSALA Góðir skór - gott verð Mikið úrval af nýrri vöru á alla fjölskylduna Opið virka daga 12-18 laugardag og sunnudag 12-16 Takkaskór besta verði ð í bænum ? Stærðir 31-46 kr. 5.495.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.