Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 26
4 föstudagur 16. apríl FULLT AF NÝJUM VÖRUM Allir sem versla fyrir 8.000 kr. eða meira fá háls klút. Við erum á fyrstu hæðinni í Firði. Sími 534 0073 Erum með opið á lau. kl. 11–16 Kjólar frá 7.990 kr. Tónlistarparið Kristín Bergsdóttir og Samúel Jón Sam- úelsson sneri nýlega aftur heim frá Brasilíu, þar sem svörtum dögum íslenska skammdegisins var eytt í skínandi sól og blússandi sambasveiflu. Viðtal: Hólmfríður H. Sigurðardóttir Ljósmyndir: Valgarður Gíslason S ammi og Kristín eru enn með sól í hjarta á rigningardegi í Reykja- vík og hafa ekkert á móti því að rifja upp nokkra gullmola úr Brasilíuferð- inni. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er þegar þau stigu á bras- ilíska jörð í janúar, þar sem stóð yfir heitasta sumar í fimmtíu ár. Fyrsta „áfallið“ var að komast að því að engin loftkæling var í íbúð- inni þeirra. Sammi: Þetta var svolítið fyndið, því Kristín fékk valíumtöflur fyrir flugið og hafði tekið töflu númer tvö rétt fyrir lendingu … Kristín: Ég er sko hrædd við að fljúga og fæ innilokunarkennd. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fæ róandi, en ég var bara svo kvíðin fyrir þetta langa flug. Sammi: Já, þannig að ég varð dálítið pirraður, þegar konan var að sýna okkur íbúðina, við það að bráðna úr hita og engin loftkæling. Og ég var svo hissa yfir því hvað Kristín var svakalega slök. „Þetta er frábært,“ sagði hún bara brosandi. Daginn eftir var hún samt alveg sammála mér um að við gætum ekki verið þarna án loftkælingar.“ Kristín: „Hún kom samt ekki fyrr en í þriðju viku. Þannig að fyrstu vikuna vorum við út úr heiminum, að kafna úr hita og öll bitin í spað!“ ÁRALANGUR DRAUMUR Það var engin tilviljun að þau völdu Brasilíu, en þangað hefur Kristínu dreymt um að fara lengi. Kristín: Ég hef lengi verið ást- fangin af brasilískri tónlist. Fyrir fjórum árum fór ég svo í hálft ár til Stokkhólms í skiptinám. Þar kynntist ég tónlistarmönnum frá Brasilíu og þá gerðist eitthvað inni í mér. Fyrir rúmum tveimur árum ákvað ég svo nákvæmlega hvenær við myndum fara. Og það gekk bara upp. Sammi: Þetta er góður tími til að fara í burtu. Bæði er ekkert mikið að gera í tónlistinni og svo er þetta ekki mest spennandi tím- inn – jólin búin, myrkur úti og allir í Visa-þunglyndi. Ég væri til í að vera alltaf í burtu annað til þriðja hvert ár á þessum tíma. Kristín tók lokaverkefnið sitt úr Listaháskólanum með sér til Bras- ilíu, en þaðan útskrifast hún úr tónsmíðum í vor. Sammi tók líka með sér vinnu, þó hann hafi leyft umhverfinu og fólkinu sem þau kynntust að trufla sig heilmikið. Sammi: Þegar maður er í svona spennandi umhverf i nenn- ir maður ekki alveg að vera inni að vinna. Ég ætlaði að nota tím- ann úti til að skipuleggja upptök- ur með Big Bandinu mínu, sem við vorum í í síðustu viku. En ég er svolítill svona „last minute“ maður. Í staðinn fóru allir pásk- arnir í þetta hjá mér. Upptökurn- ar gengu samt bara vel og platan á að koma út í júní. Kristín komst hins vegar á ágætt skrið með ritgerðina og fékk risa- skammt af andagift fyrir tónverk- ið sitt, sem hún er að leggja loka- hönd á. Kristín: Það verður flutt 6. maí í Þjóðmenningarhúsinu, með 20 manna hljómsveit – strengjasveit, blásarasveit, söngvara, slagverki, hörpu og rafbassa. KLIKKUÐ KJÖTKVEÐJA Kristín og Sammi kynntust mörgu tónlistarfólki úti í Brasilíu, sem kom þeim út úr túristapakkanum og inn í kúltúr „venjulega“ fólks- ins. Það kom sér sérstaklega vel þegar kjötkveðjuhátíðin hófst, en þá fengu þau að vita hvaða tón- leikar væru hvar, hvaða götupartí þau yrðu að fara í og hvaða staði þau ættu að forðast. Sammi: Við kynntumst þarna sambahljómsveit sem spilar öll miðvikudagskvöld, á uppáhalds- staðnum okkar sem við kölluð- um alltaf Kaffibarinn. Þau gáfu okkur fullt af tipsum um hvert við ættum að fara á karnivalinu. Kristín: Það var skemmtilegt að upplifa karnivalið. Það var ótrú- lega klikkað en samt mikil ró yfir öllu og allir í sátt og samlyndi. Sammi: Þjóðfélagið lokar bara í nokkra daga og almenningur fær að eiga göturnar. Það var fallegt. Kristín: Mamman, pabbinn, unglingarnir, amma og afi, og litlu börnin líka, öll saman úti að labba alla nóttina … Sammi: Ég upplifði þetta eins og blöndu af þjóðhátíð í Eyjum, Eur- ovision, Gay Pride, 17. júní, jólun- um og gamlárskvöldi, allt saman í einni klessu, fimm daga í röð, allan sólarhringinn.“ ÓMETANLEG LÍFSREYNSLA Það er greinilegt að þau kunna bæði tvö að meta Brasilíu, svo mjög reyndar að þau eru þegar farin að undirbúa næstu ferð út. Sammi: Mér fannst þessi ferð ótrúlega góð reynsla, bæði list- rænt séð og til að endurmeta lífs- gildin. Í Brasilíu er mikið ríkidæmi en líka mikil fátækt. Þarna sá ég betur hvað við höfum það ótrú- lega gott hérna. Þegar ég geng út úr íbúðinni okkar á daginn eru ekki sofandi börn á götunni fyrir framan húsið. Maður á að hugsa sig tvisvar um áður en maður fer að væla yfir því hvað maður hefur það slæmt hérna.“ Kristín: Ég vissi alltaf að þetta yrði spennandi ferð, en ég hefði ekki getað ímyndað mér hvað ég átti eftir að kynnast mörgum spennandi hlutum. Þess vegna erum við sko strax farin að plana næstu ferð. Mig langar að fara með íslenskum tónlistarmönnum út og kynna þá fyrir mínum vinum úti og taka upp árangurinn. Sammi: Það verður bara þegar við erum búin að safna smá pen- ing … Kristín: Já, já, í fyrsta lagi eftir tvö ár en vonandi innan fimm ára. Mig langar að gera svona mixtúru, eins og þeir segja úti og eru svo hrifnir af – að blanda saman áhrif- unum. Mig langar að fá Tropicalia- sveitina mína með mér … Sammi: En þú ert ekkert búin að segja þeim að þú ætlir að fara með þeim til Brasilíu. Það gæti verið erfitt fyrir þau að lesa um það í blaðinu! Krístín: Jááá, ég veit það. Ég þarf bara að ræða þetta við þau. Það eru alveg nokkrir hérna sem hafa jafn brennandi áhuga og ég á brasilískri tónlist. Ég er viss um að þeir væru til í að koma með. LEIÐIRNAR LIGGJA SAMAN Sammi er líka með ýmis áform í gangi, en auk þess að gefa út plötu er hann að undirbúa þriggja daga afró-fönk hátíð í sumar, með rjómanum af þeim íslensku tón- listarmönnum sem eru í tónlist með afrískar rætur. Í millitíðinni, nánar tiltekið í maí, fer hann á heimstónlistarhátíðina Natjazz í Bergen í maí með Big Bandinu, þar sem fram koma margir af uppá- halds tónlistarmönnum Samma. Ekki nóg með það, þá er hljóm- sveitin hans, Jagúar, með tónleika í Hvíta húsinu á Selfossi í kvöld. Maður veltir því fyrir sér hvort þau Sammi og Kristín geti nokk- urn tímann komið sér saman um úr hvaða heimsálfu tónlistin sem sett er á fóninn heima hjá þeim kemur. RISASKAMMTUR AF ANDA Músíkalskt par Krist- ín og Sammi eru strax farin að undirbúa næstu ferð til Brasilíu. Þar eyddu þau fyrstu mánuðum ársins og fylltust andagift sem nýt- ist þeim vel í fjölda tónlist- arverkefna sem fram undan eru hjá þeim á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.