Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 40
20 16. apríl 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Saklaus Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er stóryrtur um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Að því leytinu til bregst hann ekki þjóðinni. Ég gerði ekkert rangt, er kjarninn í máli hans. Og margt af því sem sagt er um mig er bull og vitleysa. Ólafur segir það til marks um sakleysi sitt að ekki sé minnst á hann í sjö fyrstu bindum skýrslunnar sem séu hin eiginlega skýrsla. Sú staðhæf- ing er í besta falli hlægileg. 1 - 7 Í bindunum sjö er fjallað um aðdrag- anda og orsakir falls bankanna og eðli máls samkvæmt er sjónum fyrst og fremst beint að gjörðum eigenda þeirra og helstu stjórnenda. Ólafur Ragn- ar var hvorugt. Einnig er fjallað um stefnu og athafnir stjórnvalda. Forsetinn tilheyrir ekki stjórn- völdum. Endurskoð- un og eftirliti eru gerð skil. Ólafur Ragnar hafði enga aðkomu að þeim þáttum. Tittlingaskítur og lærdómur Bindi átta, þar sem fjallað er um forsetann í sérstökum kafla, tekur til siðferðis og starfshátta. Þar og hvergi annars staðar á umfjöllun um for- setann að vera. Ólafur Ragnar hengir sig í tittlingaskít þegar hann reynir að bera blak af sjálfum sér og gefur ekkert fyrir þann lærdóm sem helstu sérfræðingar þjóðarinnar í siðfræði telja að draga megi af framgöngu hans í aðdraganda bankahrunsins. Nú er að sjá hvort þeir sem fara með völdin séu sömu skoðunar. Hvort þeir telji að setja beri forsetaemb- ættinu reglur, hvað sem skoðunum Ólafs Ragnars líður. bjorn@frettabladid.is Ávörp flytja · We will hear from · Spotkanie poprowadzą: dagur b. eggertsson, árni páll árnason, barbara kristvinsson framtíðarþing um málefni innflytjenda Allir velkomnir sem vilja hafa áhrif á stefnumótun í málefnum innflytjenda í aðdraganda kosninga til sveitarstjórna open discussion meeting about immigration issues Everyone who wants to have an impact on immigration policies in the upcoming municipal elections are welcome otwarte spotkanie połączone z dyskusją o proble- mach obcokrajowców na islandii odbędzie się Wszyscy, którzy chcieliby mieć wpływ na politykę imigracyjną w nadchodzących wyborach samorządowych, są mile widziani nánari upplýsingar for more information więcej szczegółów pod adresem Miðberg, félagsmiðstöð ítr í Gerðubergi 1, Breiðholti sunnudaginn, 18. apríl · Sunday, 18 April · w niedzielę, 18. kwietnia klukkan · between · w godzinach 14–17 www.xs.is. Sigurður Gunnarsson skotveiðimaður víkur að lífeyrissjóðalánum til Hval- fjarðarganga í grein í Fréttablaðinu 15. apríl og segir þar að „ástæðan fyrir því að ekki er fyrir löngu búið að borga upp Hval- fjarðargöng er sú að lán lífeyrissjóða til þeirrar framkvæmdar voru með okurvöxt- um“. Þetta skot geigar hjá veiðimanninum og það svo um munar. Íslenskir lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf sem Spölur, eigandi væntanlegra Hvalfjarð- arganga, gaf út. Þetta var fyrsta fjárfesting lífeyrissjóðanna í einkaframkvæmd og það í skuldabréfum sem hvorki voru með ríkis- ábyrgð né tryggð með veði í fasteignum. Vextir á lánunum voru vissulega háir en líf- eyrissjóðirnir þurftu eðlilega að tryggja vel hagsmuni sína og síns fólks. Aldeilis fráleitt er að kenna lánskjörin við okur. Fyrir Spöl skipti hins vegar meginmáli að lífeyris- sjóðirnir skyldu sýna þá framsýni að brjóta ísinn og taka yfirleitt þátt í þessu mikla fjárfestingarverkefni. Afstaða þeirra hafði mikil og góð áhrif á aðra fjárfesta, ekki síst þá erlendu. Auðvelt er að færa rök fyrir því að án stuðnings forystumanna í íslensku líf- eyrissjóðakerfi hefðu Hvalfjarðargöng tæp- lega orðið að veruleika á sínum tíma. Ég er viðkvæmur fyrir því að skotum sé beint að lífeyrissjóðunum á forsendum sem veiðimaðurinn gefur sér og get upp- lýst hann og aðra um að Spölur greiddi upp upphaflegu lífeyrissjóðalánin strax haust- ið 2004. Félagið hefur síðan nokkur ár til að greiða niður önnur lán sín eða til 2018, lögum samkvæmt. Þar á meðal eru lífeyr- issjóðalán sem komu til sögunnar við skuld- breytingu hjá Speli 2005 á verulega lægri vöxtum en þekkjast nú um stundir. Allt er málið því í eðlilegum farvegi og hið eina sem fór ekki eins og til var stofnað var að Spölur gat leyft sér að láta vegfar- endur njóta þess frá upphafi að umferðin um göngin væri mun meiri en ráð var fyrir gert og þar með tekjustreymi til félagsins. Veggjaldið átti að fylgja verðlagi en hefur aldrei gert það. Gjaldið er þannig stórum lægra en ef það hefði tekið vísitöluhækk- unum á hverjum tíma. Ekkert bendir til annars en að Spölur verði skuldlaust félag 2018 og þeir sem stuðluðu að Hvalfjarðargöngum geti horft yfir farinn veg, býsna ánægðir með sín verk. Ég þakka lífeyrissjóðum fyrir þeirra hlut og framsýni. Það ættu skotveiðimenn líka að gera. Skot sem geigar Gísli Gíslason stjórnarformaður Spalar Samgöngur E nn á ný hafa náttúruöflin minnt Íslendinga rækilega á tilvist sína. Og reyndar rifjað upp fyrir hálfum heim- inum að Íslendingar búa á meðal óútreiknanlegra eld- fjalla. Hamfarir af völdum eldsumbrota hafa sett mark sitt á Íslandssöguna. Afleiðingarnar hafa stundum orðið skelfilegar, eins og í Móðuharðindunum 1783-1785 þegar fimmtungur landsmanna týndi lífi og fjórir fimmtuhlutar alls búsmala féllu. Eldgosið í Eyjafjallajökli jafnast sem betur fer ekki á við Skaftárelda, en hefur engu að síður haft áhrif á daglegt líf margra landsmanna. Næst eldfjallinu hafa hundruð manna þurft að rýma heimili sín í tvígang og munu á næstunni þurfa að búa við þá óvissu, sem fylgir stöðugum flóðum úr jökl- inum á meðan gýs. Bændur hafa sums staðar orðið fyrir miklu tjóni vegna flóðanna og margir hafa áhyggjur af áhrifum öskufalls á búpening og grassprettu. Ferðaáætlanir þúsunda manna hér á landi hafa raskazt. Um alla Norður-Evrópu og víða úti um heim eru milljónir manna strandaglópar vegna ösku- burðar frá Eyjafjallajökli, sem hindrar allt farþegaflug. Eldgosið á Fimmvörðuhálsi var meinlaust túristagos sem skilaði tekjum í kassa ferðaþjónustunnar en nú stefnir gosið í jöklinum hagsmunum ferðaþjónustunnar í vor og sumar í hættu. Enginn veit hversu lengi gosið mun standa. Það gætu orðið margar vikur eða mánuðir. Síðast gaus í Eyjafjallajökli með hléum í upp undir tvö ár. Haldi gosið áfram að trufla flug- umferð er hætta á að margir ferðamenn taki ekki þá áhættu að bóka Íslandsferð. Hagsmunir fleiri atvinnugreina eru í húfi; þannig treysta ýmis fyrirtæki á reglulegan útflutning með flugi og vita nú ekki hvernig fer fyrir viðskiptasamböndum. Allt eru þetta að sjálfsögðu smámunir hjá mannslífunum, sem geta verið í hættu þegar eldfjöllin rumska. Æðruleysi og frábært samstarf íbúa, lögreglu, björgunarsveita og almanna- varna hefur enn sem komið er orðið til þess að allir nágrannar Eyjafjallajökuls hafa komizt í öruggt skjól áður en jökulvatnið ryður sér leið frá eldfjallinu. Það er kannski svolítið viðeigandi að þegar þjóðin var í miðju kafi að meðtaka boðskap rannsóknarnefndarinnar, sem varpaði ljósi á hvernig græðgi, hégómi og vanhæfni mannanna olli efna- hagslegum hamförum á Íslandi, skyldi náttúran minna svona eftirminnilega á mátt sinn. Smæð mannsins gagnvart náttúru- öflunum rifjast þá kannski upp fyrir einhverjum, sem nutu þess að virðast stórir í krafti afreka sinna í fjármálaheiminum. Við skulum þó hafa hugfast að sem þjóð erum við margfalt betur í stakk búin að takast á við afleiðingar náttúruhamfara en við vorum fyrr á öldum. Og þjóðin mun standa þétt við bakið á þeim, sem glíma við afleiðingar eldgosa og flóða. Þjóðin stendur með þeim sem glíma við afleiðingar eldgoss og flóða. Óblíð náttúra Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.