Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 44
24 16. apríl 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is BJÖRGVIN HALLDÓRSSON ER 59 ÁRA Í DAG. „Ég er alveg óþolandi Hafn- firðingur. Alltaf talandi um hvað Hafnar- fjörður sé æðislegur.“ Björgvin Halldórsson hefur verið söngvari í hljómsveit- um á borð við Flowers, Ævin- týri, Hljóma, Brimkló og HLH- flokkinn. Hann var valinn poppstjarna ársins árið 1969. MERKISATBURÐIR 1899 Franska spítalaskipið St. Paul strandar við Meðal- land. 1915 Gullfoss, fyrsta skip Eim- skipafélags Íslands og jafnframt fyrsta vélknúna millilandaskipið sem smíðað var fyrir Íslend- inga, kemur til Reykja- víkur. 1919 Mahatma (Mohandas) Gandhi skipuleggur dag föstu og bæna til að mót- mæla fjöldamorðum Breta á indverskum mót- mælendum í Amritsar. 1954 AA-samtökin á Íslandi eru stofnuð. Þau starfa í deildum um allt land. Um miðja síðustu öld vaknaði áhugi á því að varðveita sögu elstu byggðar Reykjavíkur. Nýtt húsnæði Þjóðminjasafns Íslands var tekið í notk- un 1950 og í kjölfarið á því hafið átak til þess að safna merkum forngripum. Fjórum árum síðar var Skjala- og minjasafn Reykjavíkur stofnað til þess að halda utan um þá muni sem söfnuðust. Um þetta leyti var Árbæjarhverfi ekki byggt heldur var þar gamalt bóndabýli sem komið var í eyði. Þennan dag árið 1957 samþykktu bæjar- yfirvöld að friða Árbæ og næsta nágrenni hans og gera að almenningsgarði. Árbæjarsafn er útisafn og auk Árbæjar eru þar yfir 20 hús, sem mynda torg, þorp og sveit. Flest húsin hafa verið flutt úr miðbæ Reykjavíkur. Í Árbæjarsafni er leitast við að gefa hugmynd um byggingarlist og lifnaðarhætti í Reykjavík og á sumrin má þar sjá húsdýr og mannlíf fyrri tíma. Fyrir utan fjölda sýninga og viðburða í safninu er hægt að kaupa kaffiveitingar í Dillonshúsi, minjagripi og póstkort í miðasölunni í húsinu Laugavegi 62 og gamaldags slikkerí í kramhús- um, bollapör og kandís í krambúðinni í húsinu Lækjargötu 4. ÞETTA GERÐIST: 16. APRÍL 1957 Árbæjarsafn verður að veruleika Elskulegur faðir okkar, Gunnar Magnús Bjarnason viðskiptafræðingur, Eiðistorgi 1, lést á heimili sínu mánudaginn 12. apríl. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Arna Björk Gunnarsdóttir Bjarni Magnús Gunnarsson. Hugheilar þakkir sendum við þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, Önnu Guðmundsdóttur María Helgadóttir Friðrik G. Gunnarsson Helgi Helgason Inga Lára Helgadóttir Ólafur Haukur Jónsson Björk Helgadóttir Sigurður Hauksson Guðmundur Rúnar Helgason Inga Á. Guðmundsdóttir Þorsteinn Guðmundsson ömmubörn og langömmubörn. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands, varð áttræð í gær. Þá var þess jafnframt minnst að þrjátíu ár voru liðin frá því að Íslend- ingar kusu sér kvenkyns forseta í lýð- ræðislegum kosningum, fyrstir allra þjóða. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær lögðu margir hönd á plóg til að gera afmælisdaginn sem glæsileg- astan og steiktu ættingjar Vigdísar í Gnúpverjahreppi meðal annars klein- ur fyrir veislugesti. Afmælisdagurinn var annasamur hjá Vigdísi því fjölmargir vildu heiðra hana á þessum merkisdegi. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, reið á vaðið í gærmorg- un þegar borgarráð samþykkti tillögu hennar um að gera Vigdísi að heiðurs- borgara Reykjavíkur. Kór frá Sólheim- um heimsótti síðan Vigdísi á heimili hennar við Aragötu og söng fyrir hana afmælissönginn en Vigdís kunni ákaf- lega vel að meta sönginn og faðmaði hvern og einn í þakklætisskyni. Dagskráin hélt áfram þegar Vig- dís var síðan sæmd heiðursnafnbót við deild erlendra tungumála, bók- mennta og málvísinda við hugvís- indasvið Háskóla Íslands. Að þeirri athöfn lokinni var haldið út í stóra sal Háskólabíós þar sem sérstök hátíðar- dagskrá hófst til heiðurs Vigdísi, en henni var bæði sjónvarpað beint og útvarpað. Meðal þeirra sem lofuðu verk og störf Vigdísar voru Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, setti dagskrána. Þegar ávörpum var lokið hófst síðan vegleg dagskrá í tali, tónum og mynd- um undir listrænni stjórnun Kolbrún- ar Halldórsdóttur. Fram kom að dag- skráin væri afmælisgjöf til Vigdísar frá þeim listamönnum og samtökum sem Vigdís hafði unnið hvað mest með. Vigdís sjálf ávarpaði síðan sam- komuna að þeirri dagskrá lokinni. Í kjölfarið var efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu undir yfirskriftinni Varð- veisla framtíðar: Sjálfbærni tungu- máls, menningar og náttúru. Meðal ræðumanna á þeirri ráðstefnu voru Marthi Ahtisaari, fyrrverandi for- seti Finnlands og Irina Bokova, fram- kvæmdastjóri UNESCO. freyrgigja@frettabladid.is VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR: HEIÐURSBORGARI OG HEIÐURSDOKTOR Annasamur afmælisdagur Ágúst Örn Ingason stofnaði síðu á Facebook í október á síðasta ári og hét því að ef 15.000 skráðu sig á hana fyrir 21. mars myndi hann gefa ABC barnahjálp 50.000 krónur af fermingarpeningunum sínum. Áskorunin fór eins og eldur í sinu um Facebook-heiminn og mikill fjöldi manns lét velþóknun sína í ljós. Að lokum höfðu alls 27.587 manns skráð sig. Nýlega stóð Ágúst Örn við heit sitt og mætti á skrif- stofu ABC barnahjálpar með 50.000 krónurna. Hann ákvað að nota peninginn til að styrkja fimm ára gamlan dreng frá Filippseyjum sem heitir Alene Antoni og býr í borginni Bacolod á Filippseyjum þar sem ABC barna- hjálp rekur skóla fyrir fátæk börn. Fjárhæðin dugar til að kosta skólagöngu Alene í tæp tvö ár. - gun Styrkir fátækan fimm ára dreng GEFUR ABC BARNAHJÁLPINNI Guðrún Margrét Pálsdóttir tekur við fjárframlaginu úr hendi Ágústs Arnar. STÓRAFMÆLI MERKRAR KONU Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagnaði 80 ára afmæli sínu í gær. Afmælisdagurinn var annasamur því auk þess að taka á móti gestum í veislu var Vigdís útnefnd heiðursborgari Reykjavíkurborgar og heiðursdoktor við deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Hugvísindasvið HÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR TVEIR BRAUTRYÐJENDUR Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra heiðraði VIgdísi með nær- veru sinni á afmælinu. Jóhanna er fyrsti kvenkyns forsætisráðherra landsins. Vigdís var sem kunnugt er fyrsta konan í heiminum sem kjörin var lýðræðislega í embætti þjóðhöfðingja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.