Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 25 „Þetta er þykkni í algjörum hágæða- flokki unnið úr því hráefni sem fellur til frá útgerðum og landbúnaði,“ segir Egill Sigurðsson, sem ætlar ásamt Björgvini Mýrdal matreiðslumeist- ara, að opna umhverfisvæna matvæla- vinnslu við hátíðlega athöfn í gömlu slökkvistöðinni Hveragerði í dag klukk- an 18. Að sögn Egils byggist hugmyndin á því að sjóða nauta- og kjúklingabein, humar og fleira niður í gufuknúnum pottum og búa til þykkni sem er ætlað til útflutnings, en þeir félagar fengu hugmyndina og ákváðu að hrinda henni í framkvæmd vegna verkefnaskorts í kreppunni. „Þetta var akkúrat fyrir ári. Þá var ég nýútskrifaður úr námi í alþjóðavið- skiptum og hótelrekstri í Sviss og ekki um auðugan garð að gresja á íslenskum atvinnumarkaði eftir hrun og eitthvað hafði hægst um hjá veisluþjónustu sem Björgvin rak. Við ákváðum því að stilla saman strengi og nýta þekkingu okkar og reynslu til að fara út í rekstur. Fyrst datt okkur í hug að hefja súpugerð en sú hugmynd þróaðist smám saman út í framleiðslu á þykkni með áherslu á fínni hótel og veitingastaði,“ rifjar Egill upp. Félagarnir leituðu víða eftir fjár- veitingu en komu alls staðar að lokuð- um dyrum. „Við byrjuðum með ekkert í höndunum og fengum okkar nánustu til að hjálpa til við að byggja upp starf- semina. Síðan þá hafa ýmsir, svo sem grænmetisbændur, útgerðar- og kjöt- iðnaðarmenn, komið til samstarfs og nýlega fengum við fyrsta styrkinn til vöruþróunar,“ segir hann og þakkar að auki sýndan stuðning frá bæjarstjóra og bæjarstjórn Hveragerðis og einnig hús- eiganda gömlu slökkvistöðvarinnar þar sem matvælavinnslan er til húsa. Ýmsir erlendir aðilar hafa þegar sýnt framleiðslunni áhuga, að sögn Egils og þá meðal annars vegna umhverf- isvænna vinnsluaðferða. „Hvorki eru notuð rotvarnarefni né olía til að knýja framleiðsluna áfram eins og tíðk- ast erlendis, heldur er þykknið soðið í gufuknúnum pottum, Army Stand- ard Chicaco-pottum frá 1953 sem voru áður notaðir í eldhúsi hersins í Kefla- vík,“ útskýrir hann og bendir á að vegna aðferðanna hafi fyrirtækinu til dæmis borist nokkrar fyrirspurnir frá Peking. „Kínverjar vildu fá 13 milljónir lítra senda út, en það gekk nú ekki alveg þar sem miðað er við 84 þúsund lítra fram- leiðslu á ári. Ætli við hefðum ekki þurft Bauhaus undir vinnsluna okkar til að geta annað þeirri eftirspurn, en þegar við gerðum Kínverjunum ljóst að um munaðarvöru væri að ræða sættu þeir sig við miklu minni skammt,“ segir hann og bætir við að þessar góðu und- irtektir bæði erlendis og hérlendis, þar sem varan verður einnig seld til hótela og veitingahúsa, sýni svo um munar að menn með góðar hugmyndir eigi aldrei að láta deigan síga þótt á móti blási. roald@frettabladid.is UMHVERFISVÆN MATVÆLAVINNSLA: OPNUÐ Í HVERAGERÐI Í DAG Kínverjar vilja íslenskt þykkni FRUMKVÖÐLAR Björgvin Mýrdal og Egill Sigurðsson í húsakynnum gömlu slökkvistöðvarinnar í Hveragerði þar sem matvælavinnslan verður opnuð í dag. MYND/ÚR EINKASAFNI Kærar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, föður, tengdaföður, afa, sambýlismanns og bróður, Gylfi Gunnarsson rafeindavirkjameistari, Hraunbæ 132, 110 Reykjavík. Elsa Árnadóttir Magnús Ragnarsson Haukur Gylfason Margrét M. Olsen Bríet Alda Hauksdóttir Olsen Guðrún Sigurðardóttir Valgerður Gunnarsdóttir Guðjón G. Magnússon Auður S. Magnúsdóttir Kristinn Sigurðsson Ragna J. Magnúsdóttir Jón Bjarni Geirsson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður og mágs, Sveins Bjarka Sigurðssonar Goðheimum 23, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við senda hjúkrunarfræðingum hjá Karitas og öllum þeim sem önnuðust hann á Landspítalanum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær sérstakar þakkir fyrir þann mikla heiður sem Sveini var sýndur við útför. Ragna Eiríksdóttir Alexander Freyr, Sólveig Embla og Ásta Eir Sveinsbörn Sigurður Þórir Sigurðsson Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir Rúnar Sigurðsson Stefanía Ragnarsdóttir Erlendur Eiríksson. Faðir minn og vinur okkar Michael Hinrik Willcock andaðist á Öldrunarheimili Akureyrar þann 29. mars sl. Útför hans fer fram frá Höfðakapellu föstudaginn 23. apríl kl. 11 f.h. Lorraine Roy Cross og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Unnur Helga Möller, Siglufirði, andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 8. apríl. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 17. apríl klukkan 14. Björgvin Jónsson Halldóra Pétursdóttir Steinunn Jónsdóttir Freyr Sigurðsson Brynja Jónsdóttir Hallgrímur Jónsson Salbjörg Jónsdóttir Sigurður Vilmundsson ömmubörn og langömmubörn. Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Haraldar Þórðarsonar Boðagranda 2a, Reykjavík. María Áslaug Guðmundsdóttir Þórður Haraldsson Þórdís Harðardóttir Áslaug Haraldsdóttir Matthew Berge Stefán Haraldsson Guðrún Indriðadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Kær kona mín, móðir okkar og amma, Sigrún Ragnarsdóttir frá Flatey á Skjálfanda, Flókagötu 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum 30. mars. Útförin var 9. apríl. Þökkum sýnda samúð. Gestur, Ragna, Eyrún og Ásgeir Tómas. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa Einars Þorsteinssonar Gullsmára 5. Sæunn Mýrdal Sigurjónsdóttir Steinunn I. Einarsdóttir Halldór Runólfsson Þorsteinn Einarsson Guðrún H. Eiríksdóttir Þórir Einarsson Guðrún Aradóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, Magnús Guðmundsson, fv. verkstjóri, Blikahöfði 7, Mosfellsbæ, andaðist á líknardeild K5 Landakoti miðvikudaginn 7. apríl. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju 19. apríl kl. 13.00. Sigurrós Anna Kristjánsdóttir Agnar Magnússon Hólmfríður Skarphéðinsdóttir Snorri Magnússon Ólafía E. Gísladóttir Smári Magnússon Rut Magnúsdóttir Magnús Rúnar Magnússon Sigurrós Anna Magnúsdóttir Sveinbjörn Guðlaugsson Hólmfríður G. Magnúsdóttir Örlygur Atli Guðmundsson Ármann Magnússon Kristín E. Reynisdóttir Reynir Magnússon Hrund Birgisdóttir Hjörtur Magnússon Hrafnhildur Eva Ingibergsdóttir og barnabörn. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, María Skúladóttir síðast til heimilis að Skjóli Kleppsvegi 64, verður jarðsungin mánudaginn 19. apríl kl. 15.00. Birgir Óttar Ríkharðsson Ásta Gréta Samúelsdóttir barnabörn og langömmubörn. Sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, Tryggvi Ragnarsson Gránufélagsgötu 7 Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar mánudaginn 12. apríl. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Stefán Ragnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.