Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 50
30 16. apríl 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is > Fáum kannski fleiri leiki við Frakka Það var létt yfir Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara á blaðamannafundinum í gær. Þjálfarinn benti góðlátlega á að lokun flugvalla í heiminum þyrfti ekkert endilega að vera svo slæm fyrir landsliðið. Það þýddi að Frakkar yrðu hér lengur og því væri hægt að spila fleiri æfingaleiki við þá. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, greindi einnig frá því að þegar Ísland bauðst til þess að halda riðil U-20 ára liðsins komu efasemdir frá Evrópu vegna eldgossins á Fimm- vörðuhálsi. Einar tjáði þeim að þetta væri bara túristagos og því yrði allt í lagi. Hann hafi verið minntur hressilega á þau ummæli í gær. HANDBOLTI Ísland og Frakkland mætast í vináttulandsleik í Laugardalshöll í kvöld. Leikur- inn hefst klukkan 20.15. Þetta er fyrri vináttuleikur þjóðanna því þær mætast aftur á morgun á sama stað klukkan 16.00. Frakkar eru ríkjandi heims-, Evrópu-, og ólympíumeistarar en ekkert annað landslið hefur náð slíkum árangri í sögunni. „Ég er búinn að liggja yfir þessu í fleiri vikur. Bæði að skoða okkar leik á EM og svo auðvitað leik franska liðsins. Við þurfum að gera betur en við höfum gert í síðustu stórleikjum. Við verð- um að nálgast þá meira og mér finnst við hafa tapað of stórt á móti þeim og leikirnir hafa farið frá okkur á mjög stuttum köflum. Á EM töpum við leiknum á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks eftir að allt var í járnum í fyrri hálf- leik. Það er ég óhress með og við þurfum að læra af,“ segir Guð- mundur Guðmundsson landsliðs- þjálfari en hvað þarf liðið helst að bæta? „Við megum ekki taka of mikla óþarfa áhættu eins og vafasamar línusendingar til að mynda. Þeir hirða slíkt upp og það þýðir mark í kjölfarið. Síðan þurfum við að skila okkur hraðar til baka. Við verðum að vera mjög vakandi er við komum til baka að mæta þeim,“ segir Guðmundur en hann leggur einnig mikla áherslu á að stöðva Nikola. „Við þurfum að taka betur á honum og stöðva hann. Hann fékk að skora allt of auðveld mörk gegn okkur síðast. Mér fannst við líka gefa eftir of snemma í leiknum. Við verðum að hafa meiri trú.“ Guðmundur mun einnig breyta sóknarleiknum aðeins fyrir leikina tvo og ætlar að prófa í það minnsta þrjú ný leikkerfi gegn Frökkunum. Guðmundur mun einnig spila 5/1 vörn með Ásgeir Örn fremstan þar sem Guðjón Valur spilar ekki vegna meiðsla. „Við erum að nýta þessa leiki til þess að læra á þá og einnig að sjálfsögðu að þróa okkar leik svo við séum með réttu svörin á móti þeim. Það er líka mikilvægt sálfræðilega að vinna þá svo við sjáum að þeir séu ekki ósigrandi.“ Margir vilja meina að þetta franska lið sem hingað er komið sé besta handboltalandslið sög- unnar. „Þetta er eitt besta lið sögunnar og engu öðru landsliði hefur tekist að vinna alla stóru titlana í röð. Ég myndi segja að þetta lið og lið Sov- étmanna á sínum tíma séu þau tvö landslið sem skara fram úr. Sovét- menn voru frábærir, vel þjálfaðir og með góðar leikaðferðir. Þetta eru líklega álíka lið en franska liðið hefur náð lengra.“ - hbg Ísland og Frakkland mætast í fyrri vináttulandsleik sínum í Höllinni í kvöld: Frakkar eru eitt besta lið sögunnar HRESS Það var létt yfir Guðmundi lands- liðsþjálfara í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Undankeppni EM hjá U-20 ára landsliðum karla átti að fara fram hér á landi um helgina og hefjast í dag. Vegna röskunar á flugsam- göngum er ljóst að ekkert verður spilað í dag enda eru erlendu liðin föst í Kaupmannahöfn. Það mun svo skýrast í hádeg- inu í dag hvort af mótinu verð- ur. Komist liðin til landsins í dag þurfa þau að spila tvo leiki á laug- ardegi og einn á sunnudegi. Ef þau aftur á móti komast ekki til landsins þarf að finna nýja tímasetningu á riðilinn. - hbg Undankeppni U-20 ára liða: Frestað um einn dag FÁ LÍKLEGA FRÍ Einar Gunnarsson landsliðsþjálfari og Ólafur Guðmunds- son verða líklega ekki í eldlínunni um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Iceland Expresss karla 5. leikur í undanúrslitum KR-Snæfell 83-93 (43-54) Stig KR: Morgan Lewis 17, Brynjar Þór Björnsson 15, Skarphéðinn Freyr Ingason 15, Pavel Ermol inskij 14 (13 fráköst, 7 stoðs.), Finnur Atli Magn ússon 8, Tommy Johnson 5, Fannar Ólafsson 4, Jón Orri Kristjánsson 3, Darri Hilmarsson 2. Stig Snæfells: Sigurður Þorvaldsson 28 (9 frák.), Martins Berkis 16, Hlynur Bæringsson 15 (9 fráköst, 3 varin skot), Jón Ólafur Jónsson 12, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Sean Burton 8 (8 stoðs.), Emil Þór Jóhannsson 5. ÚRSLIT „Þetta er það sem allir vilja. Fá besta liðið í heiminum hing- að til að spila á móti,“ segir landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson. Ísland mætir Frakklandi í tveimur vináttulands- leikjum í Laugardalshöll um helgina. Sá fyrri verður í kvöld en hinn á morgun. „Maður hefur heyrt að miðasala gangi vel og líklega uppselt á báða leikina. Það er bara þannig sem maður vill hafa það. Þetta eru kærkomnir leikir því þetta franska lið hefur verið okkur til vandræða á síðustu stórmótum. Þetta er eina liðið sem við höfum ekki náð að ryðja úr vegi. Ef við ætlum okkur enn stærri hluti en hingað til verðum við að finna lausnir til að hægt sé að vinna þá. Við munum nota þessa leiki til að sjá hvað er hægt að gera á móti þeim.“ Snorri segir að þótt íslenska liðið muni fara af krafti í þessa leiki sé annað andrúms- loft í æfingaleikjum. „Þetta er ekki sama tilfinning eins og að spila á stórmóti. Við erum engu að síður að spila á Íslandi og það er eitt það skemmtilegasta sem við gerum. Það gefur manni alltaf mikið að spila fyrir framan troðfulla höll hér heima.“ Snorri segir ekki hægt að mótmæla því að Frakkland sé besta liðið í heiminum í dag. „Frakkar eru handhafar allra titlanna sem hægt er að hafa á sama tíma. Þetta er eina liðið sem hefur náð því og það talar bara sínu máli. Þetta er verðugt verkefni og rúmlega það.“ Fleiri æfingaleikir bíða síðan íslenska liðsins í sumar. Danir koma þá í heimsókn og strákarnir ferðast til Brasilíu og leika gegn heimamönnum. „Svona á þetta að vera hjá landsliði. Við þurfum að spila leiki og halda áfram að prófa okkar leik og bæta okkar leik. Síðustu ár hafa verið góð hjá okkur en við finnum það að við viljum meira og getum meira,“ segir Snorri Steinn. SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON: SEGIR ÍSLAND ÞURFA AÐ FINNA LAUSNIR GEGN FRÖKKUM TIL AÐ NÁ LENGRA Þetta er verðugt verkefni og rúmlega það 1 Portsmouth – Aston Villa 2 Atalanta – Fiorentina 3 Bari – Napoli 4 Cagliari – Palermo 5 Catania – Siena 6 Lazio – Roma 7 Sampdoria – Milan 8 Halmstad – GAIS 9 Gefl e – Örebro 10 Häcken – Mjällby 11 Kalmar FF – AIK 12 Trelleborg – Brommapojkarna 13 Bor. Dortmund – Hoffenheim EVRÓPUBOLTINN 18.–19. APRÍL 2010 15. LEIKVIKA Vegna breytinga hjá Svenska spel er Sunnudagsseðillinn annar en í prentaðri leikskrá. Réttur seðill er svona: SÖLU LÝKUR 18. APRÍL KL. 12.00 1 X 2 KÖRFUBOLTI Um 2.000 áhorfendur í DHL-höllinni í gær fengu held- ur betur fyrir peninginn er Snæ- fell afgreiddi Íslandsmeistara KR í þriðja sinn í röð í DHL-höllinni. Snæfell vann því einvígið, 3-2, og sigrarnir þrír komu allir í KR- heimilinu. Gestirnir úr Stykkishólmi voru miklu betra liðið í þrjá leikhluta og hreinlega yfirspilaði KR sem átti ekkert svar við frábærum leik Hólmara. Snæfell leiddi með 20 stigum, 53-73, er einn leikhluti var eftir og flestir héldu að dag- skránni væri lokið. Þá risu meist- ararnir úr öskustónni og stóðu fyrir einhverri rosalegustu end- urkomu sem undirritaður hefur séð lengi. KR hitti úr hverju einasta skoti sínu, spilaði magnaða vörn og gestirnir virtust algjörlega vera að fara á taugum. Þegar heilar þrjár mínútur voru eftir var mun- urinn aðeins tvö stig, 80-82. Þá slokknaði allt í einu á KR- liðinu, það náði ekki að taka loka- skrefið og komast yfir. Snæfell sýndi síðan mikla yfirvegun á lokamínútum, þrátt fyrir mótlæt- ið, og Pálmi skoraði körfu sem létti af þeim pressunni. 80-84 og Snæ- fell kláraði svo leikinn á vítalín- unni á meðan KR-ingar voru aftur orðnir ískaldir. Svakalega stoltur „Ég get eiginlega ekki lýst því hvernig mér líður. Mér líður alveg æðislega og ég er svakalega stolt- ur,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, löðursveittur og eldrauður í framan eftir leikinn. „Púlsinn fór aðeins upp, ég við- urkenni það. Ég er líka sem betur fer með önnur föt með mér. Það veitir ekki af,“ sagði Ingi en það vakti athygli margra að hann skyldi ekki taka leikhlé þegar KR var farið að anda ofan í hálsmálið á hans liði. „Ég tók Phil Jackson á þetta. Treysti mínum leikmönnum. Ég vissi að þeir myndu ekki hitta 20 skotum í röð og ég var með töffara inn á vellinum. Ég róaðist þegar Pálmi setti niður körfuna þegar allt virtist vera frosið.“ Ingi Þór var aðstoðarþjálfari KR í fyrra og hann var sagður hafa áhuga á að taka við KR-lið- inu af Benedikt Guðmundssyni. Sá áhugi var að sögn ekki gagnkvæm- ur og Ingi endaði því í Hólminum. Það hlýtur því að hafa verið sætt fyrir hann að vinna. Fór ekki í neinum illindum „Ég fór ekkert í neinum illindum frá KR. Ég hef verið í KR allt mitt líf og á félaginu allt að þakka. Ég sé ekki eftir að hafa tekið þessu starfi í Hólminum og fyrir mig persónulega er þetta mjög stór sigur. Það segir mér að ég gerði rétt,“ sagði Ingi Þór stoltur. Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, var að vonum hundsvekktur. „Við gátum ekki neitt í þrjá leikhluta og ég hef enga skýringu á því. Ég vil meina að við höfum samt mætt tilbúnir en það gekk ekkert upp hjá okkur. Það er náttúrulega síðan fyrir neðan allar hellur að tapa öllum heimaleikjunum í þess- ari rimmu,“ sagði Páll sem var að stýra KR-liðinu í síðasta skipti. Verður ekki þjálfari áfram „Ég verð formaður meistara- flokksráðs næsta ár en ekki þjálf- ari. Það stóð aldrei til. Sigurður Ingimundarson átti að taka við lið- inu en fór til Svíþjóðar. Því steig ég inn. Nú hefst bara leit okkar KR-inga að nýjum þjálfara.“ henry@frettabladid.is Snæfell sendi meistarana í frí Snæfell er komið í lokaúrslit Iceland Express-deildar karla eftir sigur á Íslandsmeisturum KR, 83-93, í væg- ast sagt skrautlegum leik. Snæfell mætir Keflavík í lokaúrslitunum sem hefjast á mánudaginn kemur. ÁTTI STÓRLEIK Sigurður Þorvaldsson var frábær í liði Snæfells í DHL-höllinni í gær, skoraði 28 stig og hitti úr 16 af 17 vítum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.