Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 10
10 17. apríl 2010 LAUGARDAGUR GRAFÍK: JÓNAS Fólk sem þjáist af lungnasjúkdómum, t.d. astma, getur fengið berkjubólgur sem vara í marga daga og lýsa sér í hósta, uppgangi og öndunarerfi ðleikum Tilfi nning um aðskotahlut Augnsærindi kláði blóðhlaupin augu Útferð og tárarennsli Skrámur á sjónhimnu Bráð augnbólga ljósfælni Nefrennsli og erting í nefi Særindi í hálsi og hósti Utandyra ■ Séu öndunarfæragrímur ekki tiltækar má nota vasaklút eða annan klæðnað sem heldur stærri ögnum frá. ■ Ráðlagt að nota hlífðargler- augu. ■ Gjóskan getur verið varasöm vegna eldinga. Innandyra ■ Börn og þeir sem eru með öndunarfærasjúkdóma skulu halda sig innandyra. ■ Loka gluggum og hækka í ofnum til að draga úr því að ryk smjúgi inn. Hugsanlega þarf að þétta glugga. ■ Nota öndun- arfæragrím- ur utanhúss. Æskilegt að nota hlífðarföt. Heilbrigðisyfirvöld mæla eindreg- ið með því að þeir sem búa á svæðum þar sem öskufalls gætir geri viðeig- andi varúðarráðstafanir. Askan er afar fínkornótt og á greiða leið niður í öndunarfæri og það getur valdið fólki lungnaskaða. Fólk sem á við öndunar- færasjúkdóma að stríða ætti að fara sérstaklega varlega. Það sama á við um börn. Hvernig ber að varast heilsuspillandi áhrif öskufalls? Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbein- ingar vegna öskufallsins. Þar segir að þar sem er sýnilegt öskufall er fólki ráðlagt að vera ekki á ferli að óþörfu. Ef fólk fer út á að hafa grímu eða blautan klút fyrir vitum. Við- kvæmir skulu halda sig innandyra og mælt er með notkun hlífðargleraugna. Þar sem ekki er áberandi öskufall, en greina má mistur, getur jafnframt verið var- hugavert að vera á ferli. Fínni hluti gjóskunn- ar er ekki síður varasamur fyrir öndunar- færin en sjálft öskufallið og getur borist víða. Kornastærðargreining af sýni sem tekið var af Mýrdalssandi sýnir að fjórðungur gjóskunnar þar er svifryk, en það á greiða leið niður í lungu og getur haft áhrif á heilsu. Eftir því sem fjær dregur má gera ráð fyrir að hlutfall svifryks aukist. Umhverfisstofnun er að setja upp svifryksmæli austan við gos- stöðvarnar til að mæla mengun þar sem ekki er sýnilegt öskufall og mun birta niðurstöður þeirra mælinga. Kristján Geirsson, deildarstjóri á Umhverfisstofnun, segir að gjóskan sé mjög misjöfn að gerð og erfitt að koma við full- kominni vörn gegn henni. Eins skiptir máli hversu lengi mengunarinnar gætir á hverj- um stað, en mestu skipti að fólk bregðist við aðstæðum á viðeigandi hátt. „Askan er verri en það svifryk sem við þekkjum vegna þess að það eru skarpari brúnir á öskunni. Hún er því meira ertandi en annað svifryk,“ segir Kristján. Mengun andrúmsloftsins er ekki aðeins bundin við rykmengun; með mekkinum ber- ast einnig lofttegundir, eins og til dæmis brennisteinsoxíð, sem eru óheilnæmar. Almennar leiðbeiningar um mengun vegna eldgossins er að finna á vef Umhverfisstofn- unar og Almannavarna. svavar@frettabladid.is Getur valdið lungnaskaða GOS Í EYJAFJALLAJÖKLI STANGVEIÐI „Vegna eldgoss í Eyja- fjallajökli verða þeir sem eiga veiðileyfi eystra líklegast að sitja heima nema veiðidellan sé svo mikil að farin sé norðurleið- in,“ sagði á vef Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur í gær. Þá voru einmitt hollaskipti í Tungufljóti í Skaftárhreppi. „Þeir sem voru við veiðar voru komnir til síns heima, en þeir sem ætluðu sér austur í morg- un komust hvergi. Því miður eru þeir sem staddir eru í Steinsmýr- arvötnum ekki jafn heppnir, því þeir eru fastir fyrir austan. Eru þeir hinir sömu farnir að huga að því að keyra norðurleiðina til þess að komast til síns heima,“ sagði á svfr.is. - gar Hlaup hefti stangveiðimenn: Komust ekki í sjóbirtingsveiði „Nú vitum við að þetta er yfir hættumörkum,“ segir Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir á Kirkjubæjarklaustri, um flúor- mengunina í öskunni sem fallið hefur úr gosinu. „Það er þvert ofan í það sem var búið að segja að þetta væri eldstöð sem ekki væri mikið flúor í,“ segir hann Gunnar segir þó að gosið hafi engin áhrif haft á skepnur enn. Helst væri að askan pirraði hross sem fengju hana í augun. Það væri þó ekki ýkja hættulegt. Greint var frá því að gær að blóð- ugur niðurgangur gæti fylgt því ef skepnur önduðu að sér mikilli ösku. Gunnar biður bændur að gæta sérstaklega að því næstu daga að skepnur komist ekki í að drekka úr menguðum vatnspollum. Flúor getur bundið kalsíum í torleyst sambönd í skrokknum og þannig stuðlað að kalkskorti. Það veikir mjög bein og tennur. - sh Askan eitraðri en talið var: Flúorið yfir hættumörkum GUNNAR ÞORKELSSON Brýnir fyrir bændum að gæta að skepnum. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.