Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 18
18 17. apríl 2010 LAUGARDAGUR 1. Gerði flokkur þinn mistök sem biðjast ber afsökunar á? 2. Aðhafðist þú eitthvað eða sýndirðu af þér aðgerðaleysi sem biðjast ber afsökunar á? 3. Telur þú að kæra beri þá þrjá fyrrverandi ráðherra, sem rannsóknar- nefndin metur að hafi sýnt af sér vanrækslu, til landsdóms? 4. Hverjar eru brýnustu breytingarnar sem ráðast þarf í á sviði stjórnmála og stjórnsýslu? 5. Ættu einhverjir að víkja úr embættum sínum eða störfum? Spurningarnar formaður Sjálfstæðis- flokksins Bjarni Benediktsson formaður Vinstri grænna Steingrímur J. Sigfússon formaður Framsóknar- flokksins Sigmundur D. Gunnlaugsson þingmaður Hreyfingar- innar Þór Saari Ráðherraábyrgð óafgreidd 1. Stærstu mistök sjálfstæðismanna sem tengjast bankakerfinu og hruni þess voru þau að falla frá þeirri stefnumörkun sem ákveðin hafði verið um dreifða eignaraðild að bönkunum þegar þeir voru einka- væddir. Þetta sagði Geir H. Haarde í ræðu á landsfundi árið 2009. Fleiri mistök voru gerð sem margrætt er um og Geir baðst afsökunar á fyrir sína hönd og flokksins á sínum tíma. Margt fór aflaga á okkar vakt. Innviðir stjórnsýslunnar voru of veikir. Eftirlits- kerfisins líka. Virðing fyrir lögum og reglum var mjög ábótavant og eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu var ekki nægjanlegt. Í augu við allt þetta horfumst við og munum draga af því lærdóm. Það verða aðrir stjórn- málaflokkar einnig að gera. 2. Ég tók sæti á Alþingi árið 2003, en ég hef ekki átt sæti í ríkisstjórn. Að sjálfsögðu ber ég ábyrgð á verk- um mínum á þeim tíma sem ég hef setið á Alþingi. Það má kannski helst gagnrýna okkur sem setið höfum á Alþingi að hafa ekki gengið harðar eftir því að styrkja eftirlitshlutverk Alþingis gagnvart framkvæmdarvald- inu. Alþingi er að mínu mati enn of veikt og það á sinn þátt í því hvernig fór. Um þetta hef ég skrifað greinar og haldið ræður. Og ég ætla mér að leggja mitt af mörkum til að tryggja að á þessu verði breyting. 3. Ég ætla mér ekki setjast í dómarasæti yfir þeim fyrrverandi ráðherrum sem rannsóknarnefndin telur að hafi sýnt af sér vanrækslu. Mér finnst það ekki við hæfi þar sem Alþingi hefur skipað sérstaka nefnd í þeim tilgangi að fara yfir embættis- færslur þeirra, ákvarðanir og gjörðir og taka ákvörðun um það hvort og hvernig bregðast skuli við þeim athugasemdum sem fram koma í skýrslunni. Sjálfur hef ég hvatt mína flokksmenn til að vega og meta nið- urstöður skýrslunnar af yfirvegun og það væri í algjöru ósamræmi við þau skilaboð, að komast að niðurstöðu um þetta atriði á þessu stigi málsins. Í því samhengi vil ég benda á sjálf- stæði þingsins um þessa skoðun. Það er til dæmis ekki hægt að útiloka að þingið komist að þeirri niðurstöðu að einhverjir ráðherrar, sem ekki teljast hafa vanrækt skyldur sínar á grundvelli laganna um rannsóknar- nefndina, hafi hins vegar gert það í skilningi laga um ráðherraábyrgð. Um þau lög hefur rannsóknarnefndin ekkert fjallað. 4. Í mínum huga þarf viðhorfs- breyting að eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Það þarf til lyfta virð- ingu þingsins sem æðstu valdastofn- unarinnar. Ég hef lengi talað fyrir því að efla þingið. Það tekur bæði til fagmennsku í lagasetningarstörfum þess og hvað snertir eftirlit og aðhald með framkvæmdarvaldinu. Almennt þarf að opna stjórnmálin og gera þau gagnsærri, færa valdið nær fólkinu. Þau áföll sem við höfum orðið fyrir kalla á að við endurskoðum innviði stjórnsýslunnar, skipulag og vinnu- brögð, m.a. með það að markmiði að styrkja eftirlitsstofnanirnar og starfsemi þeirra. Aukin fjárframlög leysa ekkert ein og sér. Án vafa má ná fram hagræðingu samhliða slíkri skoðun. 5. Frá efnahagshruninu hafa því sem næst allir þeir sem voru í fremstu víg- línu í fjármálakrísunni, vikið úr sínum störfum. Þetta á við um stjórnmál- in, stjórnkerfið og bankana, bæði stjórnir þeirra og forstjóra. Hér urðu ríkisstjórnarskipti og í kjölfarið fóru fram kosningar með góðri þátttöku fólksins í landinu. Í þessari viku hafa þessu til viðbótar þingmenn stigið til hliðar vegna niðurstöðu rannsóknar- skýrslunnar. Ég verð að viðurkenna að mér hefur þótt allt of lítið úr þessu gert í almennri umræðu um málið og ætla ekki að tiltaka ákveðna einstaklinga hér sem ættu að bætast í þennan stóra hóp. FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx SVÖR FORMANNA FLOKKANNA VIÐ SPURNINGUM VEGNA SKÝRSLUNNAR Nefndin fái ráðrúm 1. Þegar Samfylkingin settist í ríkisstjórn 24. maí 2007 var þegar of seint að forða bönkunum frá falli samkvæmt niðurstöðum rannsókn- arnefndar Alþingis. Í skýrslunni kemur einnig fram að eftir þann tíma hefði þurft að grípa til margvíslegra aðgerða til að draga úr tjóni sam- félagsins, aðgerða sem m.a. voru á ábyrgðarsviði ráðherra Samfylkingar- innar. Þótt bankarnir sjálfir, eigendur þeirra og stjórnendur, ásamt þeim ríkisstjórnum sem mótuðu eign- arhald þeirra og starfsskilyrði, beri mesta ábyrgð á hruni bankakerfisins samkvæmt skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis afsakar það samt ekki mistök Samfylkingarinnar að þessu leyti. Uppgjör þessara mála er flokksins alls og því hefur stjórn Samfylkingarinnar ákveðið að leggja til við flokksstjórn að setja á stofn umbótanefnd sem meðal annars mun leiða skoðun og umræðu um störf, stefnu og ábyrgð Samfylking- arinnar í aðdraganda bankahrunsins ekki síst til að draga lærdóma til framtíðar og leggja fram tillögur til úrbóta. 2. Ekkert í skýrslu rannsóknar- nefndarinnar gefur tilefni til að ætla að svo sé, enda var ábyrgðarsvið mitt í ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks á sviði félags- og tryggingamála og málefni bankanna komu nánast aldrei til umræðu á ríkisstjórnarfundum fyrir hrun. Að þessu leyti opinberar skýrslan með skýrum hætti alvarlega brotalöm í stjórnskipan Íslands sem brýnt er að bregðast við. Það hefur reyndar þegar verið gert að nokkru leyti, m.a. með skipan ráðherranefndar um efnahagsmál og stofnun efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Þá hef ég sem forsætisráðherra þegar beðið þjóðina afsökunar fyrir hönd Stjórn- arráðsins og stofnana þess. Í þessu sambandi er einnig vert að vekja athygli á því sem m.a. kemur fram í skýrslunni að undirrituð lagði ítrekað fram fyrirspurnir og tillögur á Alþingi sem vörðuðu málefni bankanna, áhættu vegna útþenslu þeirra, kross- eignatengsl í atvinnulífinu, bónus- greiðslur, innistæðutryggingar, bætta stjórnsýsluhætti og þróun valds o.fl. Svör og viðbrögð framkvæmdavalds- ins voru yfirleitt á einn veg: að ekki þyrfti að hafa áhyggjur eða grípa til sérstakra ráðstafana. Átakan- legt er t.d. í ljósi sögunnar að lesa svör þáverandi viðskiptaráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur við fyrirspurn minni frá mars 2006 vegna alvar- legra hættumerkja sem ýmsir töldu þá blasa við í bankakerfinu. Öllum hættumerkjum var vísað á bug, en samkvæmt rannsóknarskýrslunni var síðasti möguleiki stjórnvalda til að forða bankahruni án verulegs skaða einmitt á umræddu ári. 3. Sérvalin nefnd alþingismanna hefur nú það mikilvæga hlutverk að yfirfara skýrslu rannsóknarnefndar- innar og m.a. gaumgæfa hvort tilefni er til að gefa út ákærur á grundvelli hennar og kalla saman landsdóm. Ég tel eðlilegt að þingmannanefndin fái ráðrúm til að meta efni skýrslunn- ar án afskipta minna eða annarra þingmanna. 4. Frá því að ný ríkisstjórn tók við í febrúar 2009 hefur markvisst verið unnið að endurbótum á lagaumhverfi og vinnubrögðum í gangverki samfélagsins, hvort sem litið er til ráðuneyta, eftirlitsstofn- ana, fyrirtækja, fjármálastofnana, fjölmiðla, stjórnmálaflokka eða stjórnskipunarinnar í heild. Vinna við að taka á þeim brotalömum sem skýrslan bendir á er því komin vel á veg og ljúka þarf lagasetningu og innleiðingu þessara umbótaverka sem allra fyrst. Lögfesting stjórnlaga- þings, siðareglna, fækkun ráðuneyta, endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands og viðamiklar umbætur á starfsumhverfi fjármálakerfis landsins skipta þar miklu máli. Þá er afar brýnt að stórefla úrræði og umfang réttarkerfisins til að unnt verði að taka hratt og örugglega á þeim fjölda ábendinga skýrslunnar um möguleg- ar misgjörðir í aðdraganda hrunins. 5. Skýrslan er áfellisdómur yfir mörgum mikilvægum þáttum í samfélagi okkar og hafi einhver efast um að tilefni hafi verið fyrir því mikla vantrausti og reiði sem einkennt hefur samfélagið frá hruni, þá færir skýrslan okkur sanninn um að svo var ekki. Forsenda þess að okkur lánist að byggja upp betra samfélag á Íslandi á næstu misserum og árum er að okkur takist að endurreisa traustið í íslensku samfélagi. Í þessu augnamiði hefur m.a. verið skipt um stjórnendur í Seðlabanka, FME, flest- um ráðuneytum (ráðherra og/eða ráðuneytisstjóra) og víða í stjórnum, ráðum, fyrirtækjum og félagasamtök- um. Nýtt löggjafarþing hefur einnig verið kjörið og mikil endurnýjun hefur átt sér stað í forystu stjórn- málaflokkanna. Víða hefur því verið brugðist við frá hruni bankanna og greina þarf á milli þess sem var og er. Engu síður finnst mér einsýnt að ýmsir þurfi að skoða sinn hug í ljósi skýrslunnar og meta sína stöðu. Hver og einn þarf að meta fyrir sitt leyti hvernig hann getur lagt sitt af mörkum til að efla traust og styðja þannig við endurreisnina í samfélag- inu. Fyrsti stjórnmálamaðurinn sem axlaði pólitíska ábyrgð með þessum hætti var Samfylkingarmaðurinn Björgvin G. Sigurðsson. Afsögn hans sem viðskiptaráðherra og nýjasta ákvörðun hans um að taka leyfi frá þingstörfum sýndi gott fordæmi. Róttækt uppgjör fór fram 1. Já, sannarlega voru gerð mistök og beðist hefur verið velvirðingar á þeim. Flokkurinn gekk hins vegar lengra en það, því að í janúar í fyrra flýtti Fram- sókn flokksþingi sínu til að gera upp þessi mál. Þar var ráðist í róttækara uppgjör og endurnýjun en dæmi voru um í sögu íslenskra stjórnmálaflokka. Það snerist ekki bara um að fá inn nýtt fólk heldur líka að endurmeta stefnuna. Skýrslan er kærkomin því að hún sýnir mikilvægi þeirra atriða sem hvað mest voru rædd í endurnýjun- inni, t.d. mikilvægi meðalhófs, breyttr- ar stjórnsýslu, lýðræðisumbóta og þess að nýta sérfræðiþekkingu. Hvað varðar einstök tilvik á ég eftir að lesa megnið af skýrslunni. Stóra myndin er þó nokkuð ljós og mikilvægt að halda áfram að læra af henni. 2. Ég var ekki orðinn þátttakandi í stjórnmálum. 3. Sérstök nefnd á vegum þingsins fjallar um það þessa dagana þannig að mér finnst ekki rétt að tjá mig um það á meðan nefndin er að vinna þá vinnu. 4. Frá því í janúar í fyrra höfum við beitt okkur fyrir stjórnlagaþingi sem færi yfir stjórnarskrá landsins. Tölu- verð umræða varð um það á sínum tíma en ekki tókst að ljúka henni í þinginu. Það þarf að gera verulegar breytingar á ráðuneytum og stofnun- um og skýrslan veitir fljótt á litið góða innsýn í hvernig standa má að því. Að mínu mati væri mjög óæskilegt að gera það með sameiningu ráðuneyta í stór ofurráðuneyti. Það verður að nýta sérfræðiþekkingu á hverju sviði og tryggja aðhald úr ólíkum áttum fremur en að búa til ný bákn. Æskilegt er að gera breytingar á kosningalögum og í því sambandi höfum við stutt persónukjör. Einnig teljum við mikilvægt að auka aðgrein- ingu löggjafarvalds og framkvæmdar- valds m.a. með því að ráðherrar sitji ekki á þingi. Betri nýting sérfræði- þekkingar í stjórnkerfinu er nauðsyn- leg og tryggja þarf að eftirlit og ráð- gjöf berist úr ólíkum áttum til að ýta undir rökræðu og draga úr hættunni á því að menn gangi út frá að ein sýn á hlutina sé óumdeilanlega rétt. 5. Hér á við sama svar og í þriðju spurningu. Það gengi gegn tilgangi nefndarinnar ef stjórnmálamenn væru að mælast til um ákveðna niðurstöðu út frá henni á meðan hún er að störfum. Jöfnuður aftur í forgang 1. Vinstrihreyfingin - grænt framboð stóð gegn fjölmörgum þeim atriðum sem eru nefnd í skýrslu rannsókn- arnefndarinnar. Flokkurinn barðist einn stjórnmálaflokka gegn Kára- hnjúkavirkjun, einkavæðingu beggja ríkisbankanna, skattalækkunum og þeirri græðgisvæðingu sem leiddi til hrunsins. Þá lagði flokkurinn til fjölda tillagna um að ná tökum á því ójafnvægi sem einkenndi hagkerfið og sporna við útþenslu bankanna. Í því sambandi má nefna tillögur um að aðskilja fjárfestinga- bankastarfsemi og hefðbundinnar bankaþjónustu og margflutta tillögu um aðgerðir til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika allt frá árinu 2005. 2. Nei, ekki sem ég kem auga á en það er nauðsynlegt fyrir alla að endurskoða og betrumbæta sín vinnubrögð í ljósi þeirra athuga- semda sem í skýrslunni koma. Eng- inn er undanskilin í þeirri vinnu. 3. Mál þeirra eru til meðferðar sérstakrar nefndar á vegum Alþingis og það er svo þingsins að úrskurða í málum þeirra. 4. Nefnd undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar prófessors mun innan skamms skila tillögum um með hvaða hætti stjórnsýslan getur bætt sig út frá þeim fjölmörgu ábendingum sem í skýrslunni eru. En nú þegar hafa verið gerðar mikilvægar breytingar hjá Seðla- banka Íslands, Fjármálaeftirlitinu og Ríkisskattstjóra sem fela meðal annars í sér auknar valdheimildir til þeirra. Þá liggur fyrir frumvarp til breytinga á lögum um fjármálafyrir- tæki sem tekur á fjölda þeirra van- kanta sem fjallað er um í skýrslunni. Auk þess er frumvarp sem herðir enn frekar á þeim reglum sem gilda um fjármál stjórnmálaflokka. Nú stendur yfir vinna bæði við heildar- endurskoðun á lögum um stjórnar- ráðið sem og endurskipulagningu stjórnsýslunnar og vænti ég mikils af niðurstöðum þeirrar vinnu. Það sem væntanlega skiptir þó mestu máli er hugarfarið og sú hugmyndafræði sem unnið er eftir. Verði ekki horfið frá þeirri afskiptaleysisstefnu sem verið hefur gegnum gangandi við stjórn landsins undanfarna áratugi munu breytingar á skipulagi og stjórnsýslu litlu máli skipta. Einnig að jöfnuður manna í milli verði settur aftur í forgang í íslenskum stjórnmálum. 5. Þeir sem teljast ábyrgir fyrir því hvernig fór fyrir íslensku þjóðarbúi eiga auðvitað að finna það hjá sjálf- um sér að stíga til hliðar. Einhverjir kunna svo að lenda með sín mál hjá sérstökum saksóknara eða þar til bærum aðilum. Fleiri fyrir Landsdóm 1. Svar: Á ekki við. 2. Svar: Á ekki við. 3. Já, og mér finnst einnig að þingmannanefndin sem hefur með þá ákvörðun að gera eigi einnig að velta fyrir sér hvort ástæða sé til að landsdómur fjalli um mál fleiri fyrrverandi ráðherra. 4. Skýrslan er áfellisdómur yfir stjórnmálalífinu á Íslandi í heild sinni. Hún staðfestir að hér viðgengst djúpstæð spilling sem uppræta verður. Siðbót þarf að eiga sér stað. Rjúfa þarf óeðlileg hags- munatengsl á milli viðskiptaheims og þingheims, til dæmis með því að gera framlög lögaðila til stjórn- málasamtaka og stjórnmálamanna óheimil. Ráðast þarf í viðamiklar lýðræðisumbætur. Setja þarf lög um þjóðaratkvæðagreiðslur sem fela í sér að almenningur öðlist rétt til að kalla eftir málum í sinn dóm að eigin frumkvæði. Vægi atkvæða í alþingiskosningum þarf að verða jafnt. Afnema þarf 5% þröskuldinn og leyfa persónukjör þvert á flokka. Tryggja verður þrískiptingu valdsins m.a. þannig að ráðherrar sitji ekki á þingi. Ráðherrar, þingmenn og æðstu embættismenn framkvæmd- arvaldsins, nema dómarar, mega ekki gegna embætti nema í mesta lagi í átta ár eða tvö kjörtímabil samfellt. Taka þarf upp faglegar ráðningar í embætti í stað pólitískra. Formlegri og gegnsærri vinnubrögð í stjórnsýslunni þarf að taka upp. Ríkisstjórn á að vera fjölskipað stjórnvald. Bindandi stjórnlagaþing almennings þarf að fara fram með sem minnstri aðkomu hins opin- bera. Leiðrétta þarf lán almennings og afnema verðtryggingu. 5. Frá útgáfu skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis hefur krafa almennings um afsögn tiltekinna þingmanna orðið háværari með degi hverjum. Einkum beinast spjótin að þingmönnum sem voru ráðherrar í ríkisstjórn haustið 2008 og þeim þingmönnum sem þegið hafa fjár- framlög frá hinum föllnu fjármálafyr- irtækjum og tengdum aðilum. Eins hefur afsagnar þeirra þingmanna verið krafist sem náin tengsl höfðu við ýmis fjármálafyrirtæki og ráða- menn í aðdraganda hrunsins. Með hliðsjón af þeim áfellisdómi sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis felur í sér taka þingmenn Hreyfingarinnar heils hugar undir umræddar kröfur og skora á þá þingmenn sem um ræðir að segja af sér tafarlaust. formaður Samfylkingar- innar Jóhanna Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.