Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 20
20 17. apríl 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 M annlífi hér við ysta haf reynist margt mótdrægt þessi dægrin. Djúpin rymja og af landinu leggur langan slóða suður og austur sem minnir á fyrri öskuský sem ollu á sínum tíma umfangsmiklum byltingum og tímabærum breytingum á stjórnar- háttum víða á meginlandi Evrópu. Athygli umheimsins beinist enn hingað norður og aftur eru tíðindin sem héðan berast neikvæð öllum þorra manna. Ekkert lát er á mótlæti okkar. Og á sama tíma og öskusallinn leggst yfir öræfi og gróin héruð er æ ljósara að hula tímans er ekki lögst yfir þær efnahagslegu hamfarir sem skóku samfélagið og skildu það eftir í sárum. Raddir sem kölluðu ákaft eftir að miskar skyldu geymast, jafnvel gleymast, fyrir fáum mán- uðum eru nú þagnaðar. Þær minntu um margt á þá tíma í sögu Evr- ópu þegar krafist var eftirgjafar saka til handa misindismönnum og morðingjum, svo þjóðirnar „mættu líta fram á veginn, ráðast sameinaðar í uppbyggingu“. Nú eru litlar líkur á að þær hljómi um sinn. Þvert á móti magnast nú krafa um að embættismenn, stjórnmálamenn og forkólfar í atvinnulífi víki úr sessi og bíði þess að ábornar sakir þeirra verði kannaðar fyrir dóm- stólum. En hinir grunuðu virðast því miður enn haldnir þeirri skynvillu að athafnir þeirra og æði séu hafnar yfir lög og rétt. Stærilæti og mikillæti hópsins sem gekk á svig við almannahag og olli þjóðar- búi og einkahögum þúsunda miklum búsifjum er þessu fólki svo vendilega í merg runnið að skilsmunur sóma og skammar er því ókunnugur. Undanskot á stórum fjárfúlgum virðist vera almenn regla í umgengni hóps manna um almannasjóði. Og á sama tíma og lögreglan greinir hófstillt frá málsókn á hendur einum manni sem sveik nokkur hundruð milljóna frá tugum einstaklinga er beðið þess að þeir komist undir manna hendur sem sviku þúsundir milljóna, tugþúsundir, hundruð þúsunda milljóna frá tugþúsundum Íslendinga. Enginn friður, engin sátt mun ríkja í samfélaginu fyrr en rannsókn lýkur, ákærur verða bornar fram og réttað er yfir brotamönnunum sem hafa rústað landið. Þeir verði sóttir til saka hvar sem þeir í landleysi sínu hafa holað sér niður í þeirri glópsku að Interpol hafi ekki uppi á þeim. Bragurinn í samfélagi okkar, tíðarandinn, varð ekki til af engu: opinbert líf á Íslandi í nær þrjá áratugi var heltekið af hugsjónum stefnu sem kenndi sig við frjálshyggju, rétttrúnaði sem heimtaði í takt við fyrirferðarmikla stefnu víða um lönd að vald fyrirtækja skyldi ofar öllu, ekki fyrirtækja í atvinnurekstri eða framleiðslu, heldur félaga um fjármagnseigu. Mikillæti er í læknisfræði skilgreint sem tiltekið stig brjálsemi. Í almennri framkomu er það þekkt sem upphafið sjálfstignunar- ástand sem fer út fyrir skynsemismörk og um þessar mundir má sjá þess víða merki í framgöngu manna að harkalegur árekstur við raunveruleikann dugar ekki til að kenna þeim hver staða þeirra er orðin í mannlegu samfélagi. Þeirri stöðu breytir aðeins hávær og skilyrðislaus krafa almenn- ings um afsagnir þingmanna, embættismanna, eldri lykilmanna sem enn sitja í bankakerfinu. Enginn má við margnum. Brýnt er að hagsmunir hinna fáu fjúki fyrir hagsbót og sálarheill fjöldans. SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettabladid.is SKOÐUN Eftir umbrotahrinu og áföll: Mikillæti Umræður um skýrslu rann-sóknarnefndar Alþing-is bera þess eðlilega merki að hún hafði ekki að geyma ný sannindi um orsak- ir fyrir hruni krónunnar og bank- anna. Á hinn bóginn skýrir skýrsl- an býsna vel samhengi og baksvið þess sem gerðist. Mikill fengur er að þeirri heildar- mynd sem skýrslan gefur um ofvöxt í bankakerfinu sem á síðustu stig- um leiddi til glapræðisverka banka- stjórnenda. Greinargerð starfshóps- ins sem fjallaði um siðferðilega hlið þessara atburða er einkar skil- merkileg og mikilvæg undirstaða umræðu næstu ára og áratuga um endurreisn samfélagsins. Segja má að athyglisverðustu niðurstöður á hagfræðilegri hlið málsins séu þær að í raun réttri var hrunið óum- flýjanlegt eftir 2006. Eftir þann tíma hefðu nær allar aðgerðir af hálfu ríkis- stjórnar, Seðla- banka og fjár- málaeftirlits leitt til þess eins að flýta falli bank- anna. Það er helst að styrking gjald- eyrisvarasjóðsins hefði á þessum tíma komið að haldi. Margt bend- ir þó til að þegar komið var fram á árið 2008 hafi það einnig verið orðið of seint. Vandamálin hlóð- ust upp á árunum fram til 2004 eða 2005. Vandinn er hins vegar sá að fyrir þann tíma er erfitt að skil- greina einhvern einn atburð sem þau vatnaskil að ekki varð til baka snúið án hamfara. Í þessu ljósi er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en að dómur nefndarinnar um vanrækslu nokk- urra ráðherra og embættismanna frá 2006 til 2008 þarfnist nánari rökstuðnings. Þó að ekki sé gerð- ur ágreiningur um það sem betur mátti fara í þessum tilvikum er eigi að síður ljóst að nefndin skýr- ir ekki orsakasamhengi milli til- tekinna athafna eða athafnaleysis þeirra sem hlut eiga að máli og falls bankanna. Jafn mikilvægar og þessar athugasemdir eru við endurbætur á stjórnsýslunni eru þær að sama skapi veikur grunnur fyrir viðurlög hvort heldur horft er á ráðherraá- byrgðarlögin eða lögin um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Hvenær var ekki við snúið? Athugasemdir af ýmsu tagi voru gerðar um hæfi nefndarmanna. Nefndin víkur þeim til hliðar með einfaldari röksemd- um en núorðið tíðkast bæði að því er varðar dómstóla og stjórnsýslu. Hér er því þörf nánari skýringa. Þá virðist nefndin leggja aðra og rýmri merkingu í hugtak- ið vanræksla en hefð er fyrir í dómaframkvæmd. Nú geta verið góð og gild rök til þess einkum vegna þess að hér var ekki um sakamálarannsókn að ræða. Það getur því aukið aðhald í stjórn- sýslu ef þessi þrengri merking verður lögð til grundvallar þeim endurbótum á formi og efnislegu innihaldi stjórnsýsluathafna sem koma í kjölfarið. Á hinn bóginn veikir það notkun á þeim efnisniðurstöðum skýrsl- unnar þar sem stuðst er við þessa breyttu merkingu ætli menn að nota hana til umfjöllunar um við- urlög vegna liðinna atburða. Þessu hefði mátt gera betri grein fyrir. Í áratugi hafa margar pólitískar ákvarðanir ekki verið nægjanlega formbundnar. Eftir að ráðherrum var fjölgað í tólf hafa raunveru- leg ráð verið á höndum tveggja til fjögurra ráðherra. Átta til tíu ráð- herrar hafa í raun ekki haft meiri pólitísk áhrif en nefndarformenn í þingi áður fyrr. Löng hefð er fyrir því að stærstu pólitísku ákvarð- anirnar eru sökum þessa teknar utan ríkisstjórnarfunda. Rétt er að þessu þarf að breyta. Hæpið er hins vegar að telja einum manni til vanrækslu að hafa ekki brotið upp þessa gömlu venju. Það er heldur ekkert orsakasamhengi milli hennar og bankahrunsins. Eftir mannréttindasáttmála Evrópu verða allir að eiga þess kost að mál þeirra sé tekið fyrir á tveimur dómstigum. Lands- dómur uppfyllir ekki þetta skil- yrði. Hann er því ónothæfur. Þess vegna voru í stjórnarskrárnefnd gerðar tillögur um breytta skip- an. Öll frekari umræða hlýtur að taka mið af þessari köldu en skýru staðreynd. Skýringa er þörf og kerfisveikleikar Skýrslan og álit siðfræði-starfshópsins leggja góðan grunn að vandaðri og yfir-vegaðri umræðu en verið hefur fram til þessa bæði um gjaldmiðilshrunið og bankahrun- ið. Fyrir þá sök vekur athygli að pólitíska umfjöllunin um skýrsl- una fer að stórum hluta fram í gömlum skotgröfum eins og ekki sé komin ný viðspyrna. Í þessu efni þarf að gera ríkar kröfur til bæði stjórnar og stjórn- arandstöðu. Eðli máls samkvæmt er það þó ríkisstjórnin sem hefur þá skyldu að leiða umræðuna að nýrri framtíðarsýn. Í þessu ljósi ollu fyrstu viðbrögð forsætisráð- herra nokkrum vonbrigðum. Ein helsta niðurstaða siðfræði- starfshópsins var sú að forseti Íslands hefði lagst á sveif með þeim sem léku fyrstu fiðlu í sin- fóníu siðferðisbrestsins. Forset- inn er ábyrgðarlaus af stjórn- arathöfnum. Fyrir þá sök þarf ríkisstjórnin að taka í taumana og setja embættinu skýr mörk í samræmi við þá ábyrgð sem ráð- herrar bera á störfum hans eftir stjórnarskránni. Fjármálaráðherra beindi athygl- inni réttilega að þessum vanda. Umræðan og forsetinn ÞORSTEINN PÁLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.