Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 30
30 17. apríl 2010 LAUGARDAGUR Glataðir snillingar Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis má finna lýsingar og ummæli úr skýrslutökum, sem veita merkilega innsýn í þankagang lykilpersóna í bankahruninu. Bergsteinn Sigurðsson rýndi í mannlýsingar nokkurra bankastjóra og formanna bankaráða. Björgólfur Guðmundsson er aldurs- forsetinn í hópi helstu bankamanna. Björgólfi er annt um ímynd sína; í skýrslunni kemur fram að að hann sækist frekar eftir Landsbankanum, þar sem hann sé virðulegri stofnun en Búnaðarbankinn, sem hann hefði þó ekki fúlsað við. Björgólfsfeðgar litu á sig sem fersk- an andvara í íslenskt fjármálalíf; þeir hefðu búið svo lengi erlendis að í raun væru þeir eins og erlendir fjárfestar. Feðgarnir ruddu til rúms hugtakinu „umbreytingafjárfestir“ sem var ætlað að brjóta upp staðnað eignarhald á Íslandi, „koma hlutunum á hreyfingu“. Björgólfur gerðist stjórnarformaður Landsbankans og þrátt fyrir starfs- reglur Fjármálaeftirlitsins sem áttu að takmarka afskipti eigenda af bönk- unum, kom hann sér fyrir á skrifstofu milli bankastjóranna tveggja. Björgólfur var duglegur við að reisa sér bautasteina á útrásarárunum. Landsbankinn var sérlega fyrirferðar- mikill í samfélagslegum styrkjum, og tók þátt í að byggja tónlistarhús við Reykjavíkurhöfn. „Björgólfur Guðmundsson hafði áhuga á að setja sitt mark á miðbæ- inn,“ sagði Sigurjón Árnason, sem deildi ekki áhuga Björgólfs á tónlistar- húsinu. Björgólfur virðist ekki hafa náð góðum tengslum við yngri kollega sína í bankageiranum; almennt hafi tor- tryggnin ráðið ríkjum: og fannst andi háskólapólitíkurinnar svífa yfir vötnum. „[Þ]eir höfðu nú allir verið saman þar, Sigurjón formaður og svo var Bjarni þarna og […] Hreiðar Már, og þú veist, það bara á köflum fannst mér þeir vera þarna uppi í háskóla í einhverri háskólapólitík, töluðu, mállýskan var þannig,“ segir hann. Björgólfur var í útlöndum þegar bankarnir riðuðu til falls og var ráðlagt að halda sig þar: „[…] Björgólfur [Thor] kemur heim og það er nú hringt í hann, Sigurður Einarsson og fleiri hringja í hann og biðja hann um að koma. Og þá er bara ákveðið […] að vera ekki að blanda fleirum inn í málið, reyna bara, þetta sé: Vert þú bara kjurr úti, þú færð nú bara hjartaslag ef þú kemur heim, vert þú bara kyrr úti.“ Björgólfur Guðmundsson: Reisti sjálfum sér bautasteina Hreiðar Már Sigurðsson er viðskipta- fræðingur frá Háskóla Íslands og hóf störf hjá Kaupþingi strax að námi loknu 1994. Hann tók við bankastjóra- stöðunni þegar bankinn var samein- aður Búnaðarbanka 2003 og gegndi þeirri stöðu þar til bankinn féll. Guðjón Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir að Hreiðar Már sé „svona klár strákur líka og snarpur, ef maður notar eitthvað íþróttalíkingamál, og óhræddur við að kýla á hlutina og þá bæði til sóknar en líka til varnar ef það þarf“. Hreiðar Már kveðst enn fremur hafa verið af „kynslóð stjórnenda sem ætlaði ekki að láta nappa sig í Öskju- hlíðinni“. Eftir hrunið talar Hreiðar Már um „góðærisárin“ sem „blómaskeið“. Í skýrslunni játar Hreiðar Már að hafa gert mistök þegar bankarnir féllu. „[V]ið gerðum ekki okkar besta, ég veit það, það er ljóst, þetta var slæm ákvörðun [að taka yfir Glitni] og við gerðum ekki okkar besta.“ Hann segist enn fremur ekki myndu fara eins að ef hann stofnaði banka í dag. „[É]g held að það hafi ekki verið gott kerfi. […] Þetta er bara mjög sárt hvernig þetta hefur farið og hvað þetta hefur valdið fyrrum samstarfsmönnum mínum miklum vandræðum.“ Hreiðar Már bað hluthafa bankans, kröfuhafa og starfsfólk afsökunar í Kastljósi 2009. „Annan hóp vantaði þó tilfinnanlega í upptalningu hans,“ stendur í skýrslunni, sparifjáreigendur og almenna viðskiptavini. Eftir að hafa lýst draumi sínum um fjármálastöð á Íslandi, vitnaði Hreiðar Már í Stein Steinarr og sagði að „í draumi sérhvers manns, er fall hans falið“. En þrátt fyrir heilt kerfishrun virðist Hreiðar Már enn ekki vaknaður af draumnum: „Það er nú eitt sem maður saknar svolítið, mér finnst að við hefðum getað gert meira, við Íslendingar, á þessu blómaskeiði okkar. Það ætti að liggja meira eftir okkur, stór verk.“ Hreiðar Már Sigurðsson: Vildi skilja „stór verk“ eftir sig Lárus Welding tók við af Bjarna Ármannssyni sem forstjóri Glitnis í lok apríl 2007, eftir að aðilar tengdir Baugi náðu yfirráðum í bankanum. Lárus var yngstur í hópi tiltölulega reynslulítilla bankastjórnenda á Íslandi. Ef marka má skýrsluna virðist Lárus hafa verið lítill bógur. Lárus var áður yfirmaður útibús Landsbankans í London. Björgólfur Guðmundsson segir að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið stór kúnni hjá honum og það hafi ráðið því að hann var ráðinn til Glitnis. Útlán Glitnis til Baugs tvöfölduðust á nokkrum mánuðum eftir að Lárus var ráðinn bankastjóri. Davíð Oddssyni seðlabankastjóra hugnaðist ekki þróunin í bankanum og byrjaði fyrsta fund þeirra Lárusar á því að „demba því yfir hann“. Lárus segir þetta hafa tekist vel hjá Davíð; eftir þetta hafi hann ávallt verið hrein- skilinn við Davíð. Lárus virðist hafa verið stuðpúði milli bankastjóra hinna bankanna; Jón Ásgeir lýsir Lárusi sem peði á milli Sigurjóns Árnasonar og Hreiðars Más Sigurðssonar. Öll spjót stóðu á Lárusi haustið 2008 og segir í skýrslu rannsókn- arnefndar að reynsluleysi hans hafi reynst afdrifaríkt. Hreiðar Már og Sigurður Einarsson hjá Kaupþingi lögðu báðir hart að honum að láta sig vita ef bankinn stæði tæpt. Hann hafi hins vegar sagt þeim það sama og fjölmiðlum, að staða bankans væri sterk. Hreiðar Már telur að skilaboð eigandans til Lárusar hafi verið að sýna ekki veikleika. Af skýrslunni er ekki að skilja að yfirvöld hafi borið mikla virðingu fyrir Lárusi þegar halla tók undan fæti. Hann segir sjálfur skilaboðin almennt hafa verið að hann vissi ekkert hvað hann væri að gera, „alveg vonlaus í öllu. Þannig að það voru svona almennt skilaboð- in, það voru svo sem engin sérstök skilaboð“. Lárus átti líka augljóslega erfitt eftir að bankinn var tekinn yfir af ríkinu og á símafundi með fjárfestum var hann „skjálfandi og nötrandi“. Lárus fullyrti undir það síðasta að staða Glitnis væri traust. Stuttu eftir að hann fullyrti það í Silfri Egils hreinsaði hann um 318 milljónir króna af reikningi sínum og færði til útlanda. Lárus Welding: Reynsluleysið reyndist afdrifaríkt Sigurjón Þ. Árnason var ráðinn bankastjóri Landsbankans árið 2003 við hlið Halldórs J. Kristjánssonar. Sig- urjón var að margra mati þó sá sem stjórnaði bankanum í reynd og bar jafnvel ekki hluti undir Halldór. Hvorugur tók gagnrýni vel; Einar Þór Harðarson, forstöðumaður í Lands- bankanum, segir að Sigurjón hafi haft gaman af því að reita þá til reiði sem voru ósammála honum. „En maður svona þorði ekki að segja alveg allt.“ Regluvörður Landsbankans stakk upp á því árið 2006 að bankinn setti regl- ur um boðsferðir. „[E]n hann vildi það ekki af því að það takmarkaði kannski hans laxveiðiheimildir.“ Sigurjón áleit fasteignalán bank- anna tómt rugl en bankinn tók samt þátt í leiknum. „Og ég var alltaf hissa á að Moody‘s sögðu ekki við mann: Eruð þið klikkaðir? Ég var alltaf að vona að þeir mundu setja eitthvert vit í galskapinn,“ sagði Sigurjón í skýrslu- töku. Krosseignatengsl á Íslandi kallar hann „eitt risastórt spaghettí“ og lúx- usferðir bankans voru að hans mati „ótrúlega ódýrar“ miðað við hvað fékkst í staðinn. Þegar lausafjárkreppan skellur á í mars 2008 var orðið of seint að minnka umsvif bankans. „Það er ekki hægt núna, núna verð ég bara að þakka fyrir að halda mér á floti …“ Fljótlega eftir að gengið hrynur tilkynnir hann stjórnendum Seðla- bankans að það séu litlar líkur á að íslensku bankarnir muni komast í gegnum þetta. Allar tilraunir af hans hálfu til að bjarga bankanum virðast hafa verið skot í myrkri. Um fund bankastjóranna með Geir H. Haarde rétt fyrir hrun segir Sigur- jón: „[…] þegar við erum að tala við hann verður þú að átta þig á því að við erum í rauninni ekki með góðar lausnir, sjálfir.“ Sigurjóni virðist hafa verið öllum lokið helgina fyrir hrun þegar Lands- bankamenn funda með ráðherrum til að ræða um sameiningu Glitnis, eins og frásögn Össurar Skarphéð- inssonar ber með sér. „Svo var þessi fundur búinn, Sigurjón var þarna, það voru snúðar á borðunum, skornir í tvennt, stórir snúðar. Sigurjón er nú munn stór maður og mikill og þegar þeir voru farnir út og hann var einn eftir þá tók hann svona hálfan snúð, tróð honum upp í andlitið á sér og skaut undan snúðnum þessari setn- ingu: Ég hef ekki trú á þessu, ég hef ekki trú á þessu. Þá kom svona hönd með gullúri og kippti honum út.“ Sigurjón Árnason: Kappsfullur orðhákur Kaupþingsmenn þóttu einna kok- hraustastir í fjármálageiranum, ekki síst Sigurður Einarsson, stjórnarfor- maður bankans. „Sigurður hafði bara ekki rangt fyrir sér,“ segir Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður bankans, í skýrslunni. Vitnað er í orð Ármanns Þorvaldssonar, sem segir að Sigurður sé „ekki þekktur fyrir nærgætni og málamiðlanir“. Sigurður er sagður stundum hafa beinlínis reynt að ögra keppinautum sínum. Í skýrslunni segir að Sigurður og Kaupþingsmenn hafi ekki litið á það sem svo að Kaupþing væri í sam- keppni við hina bankana; þeir töldu sig vera „að sigla inn á ný og óþekkt markaðshöf“. Allt kapp var lagt á að stækka bankann. „Ég sé fyrir mér að á næstu fimm árum verði Kaupþing Búnaðar- banki einn af fimm stærstu bönkum á Norðurlöndum,“ sagði Sigurður árið 2004, „þetta kann að hljóma háleitt markmið, en stærð bankans þarf þó einungis að fimmfaldast til að svo verði.“ Ljóst er af lestri skýrslunnar að Sigurður álítur sig lykilmann í íslensku fjármálalífi, sem ætti að vera hafður með í ráðum á æðstu stöðum. Hann er tíður gestur á Bessastöðum og í bréfi til forsætisráðherra óskar hann eftir fundi, „fremur en að bætast í hóp álitsgjafa og aftursætisbílstjóra“ í fjölmiðlum. Um yfirtöku Glitnis segir hann það „náttúrulega ekki heilbrigt eða eðlilegt og það er gjörsamlega fáránlegt að svona ákvörðun skuli vera tekin án þess að stærsti banki þjóðar- innar skuli vera kallaður að borðinu.“ Davíð Oddsson sagði í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni að erfitt hefði verið að taka stjórnendur bankanna fastari tökum, því þeir væru búnir að vera „stórkostlegir gleðigjafar fyrir þjóðfélagið,“ og nefndi Sigurð sérstaklega. „Meira að segja þegar var verið að hugsa um framhaldið þá var alltaf Sigurður Einarsson kallaður til og gerður að stjórnarformanni í einhverj- um nefndum sem áttu að undirbúa framhaldið […] hvernig sem hann hafði borgað sér 500 til 600 milljónir. Þó að allir þessir menn vissu að hann væri opnandi rauðvínsflöskur sem kostuðu 200.000 krónur, flösku eftir flösku eftir flösku.“ Sigurður taldi laun sín vissulega enga ofrausn. „Þau laun sem ég hef verið með hjá þessum banka síðan 2003 hafa í öllum samanburði við þá sem ég ber mig saman við verið óheyrilega lág. Það er nefnilega þannig.“ Í skýrslutöku gerir hann líka lítið úr hálfköruðu stórhýsi sínu í Borg- arfirði. „[A]ð vera eyða tímanum í að ræða eitthvert hús í Borgarfirði finnst mér, ef ég á að segja sjálfur, vera algjör eyðsla á tíma, sérstaklega ykkar og líka á mínum. […] Þetta sveitasetur skiptir bara engu máli í samhengi hlutanna.“ Sigurður Einarsson: Ofdirfska og dramb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.