Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 35
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 KYNNGI OG KÆRLEIKUR Í EYRBYGGJU kallast dagskrá í Gerðubergi í dag klukkan 14. Þar flytur Haukur Sigurðsson, fyrrum sögukennari, eigin dagskrá úr Eyrbyggju. Áhersla er lögð á kærleik og kynngi sem sagan segir frá og leiða til átaka og baráttu um völd. „Helgin byrjaði á Brennivörgun- um í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi, en ég hef alltaf haft gaman af því að fara í leikhús og heppinn að unnusta mín deilir með mér leik- húsáhuganum. Við keyptum okkur áskriftarkort í bæði Borgarleik- húsið og Þjóðleikhúsið, erum að verða búin að fullnýta þau og verið mjög ánægð með flestar sýningar í vetur,“ segir Daníel Bjarnason, tónskáld og hljómsveitarstjórn- andi, spurður hvernig hann hyggst verja indælum helgardögunum. „Í dag mun ég stjórna tveim- ur barna- og fjölskyldutónleikum í Háskólabíói þar sem frumflutt verður nýtt ævintýri um tónlist- armúsina Maxímús Músíkús þar sem hann trítlar inn í tónlistar- skóla og kynnist börnum sem leika á allskyns hljóðfæri. Þar mun ég stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt ungum einleikurum og hljóðfærahópum sem leika munu með hljómsveitinni. Það er mikið tilhlökkunarefni og allt öðruvísi en að stjórna sinfóníu fyrir full- orðna, en nánast má heyra saum- nál detta í salnum þegar Maxímús er í húsinu, svo vinsæl er hún hjá börnunum,“ segir Daníel sem fer oftast snemma í háttinn kvöldið fyrir tónleika og sefur út morg- uninn eftir af bestu getu. „Á tónleikadögum tek ég því rólega fram að tónleikum og reyni að hafa ekki alltof stíft prógram og stress. Ég viðhef þó ekkert sér- stakt ritúal annað en að vera vel úthvíldur og fara aðeins yfir tón- leikana í huganum, áður en ég fer á sviðið,“ segir Daníel sem nam tónlistarstjórnun í Þýskalandi og notar aðeins sinn eigin tónsprota, eins og reyndar allflestir í hans starfi. „Í kvöld reikna ég með að vera heima við í afslöppun og njóta góðs matar. Undanfarið höfum við staðið í heilmiklum framkvæmd- um í íbúðinni okkar og kærkom- ið að slaka á eftir parketlögn og tvenna tónleika. Ætli við klárum svo ekki að fínpússa í íbúðinni á morgun, en förum á eftir í göngu- túr eða sund ef vel viðrar og kíkj- um svo á sýningu eða í Kolaport- ið á eftir. Það þykja mér bestu sunnudagarnir ef maður er í fríi, sem er ekki alltaf um helgar, en við kærastan reynum að fylgjast með því sem gerist í leikhúsum og á listasöfnum, og virkilega njóta þess að eiga frítíma saman.“ thordis@frettabladid.is Rómantískir sunnudagar Tónlist, myndlist og leiklist verða fylginautar tónskáldsins og hljómsveitarstjórans Daníels Bjarnasonar og hans heittelskuðu um helgina, en vinnan tekur sinn toll milli parketlagnar, sundferða og bæjarrölts. Fyrsta sólóplata Daníels, Processions, inniheldur eigin tónsmíðar og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM stærðfræði – íslenska – enska – danska – efnafræði – lestur eðlisfræði – franska – spænska – stafsetning o.fl Nemendaþjónustan sf • www.namsadstod.is • s. 557 9233 NÁMSAÐSTOÐ á lokasprettinum fyrir vorprófin Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja MEÐ TUDOR Patti.is Landsins mesta úrval af sófasettum nÚ RÝMUM VIÐ FYRIR NÝJUM VÖRUM 50%afslátturaf völdum vörum Hornsófar, tungusófar sófasett, rúm, borðstofusett ofl. aðeins í eina viku takmarkað magn gildir til 20. april Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 Þriðjudaga Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.