Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 74
38 17. apríl 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is GYLFI GRÖNDAL RITHÖFUND- UR (1936-2006) VAR FÆDDUR ÞENNAN DAG. „Á endanum veit ég ekki framar hvort ég lifi lífinu eða lífið mér.“ Gylfi var blaðamaður fram- an af og ritstjóri tíma- rita. Hann var ljóðskáld og skrifaði fjölmargar ævisög- ur, meðal annars um Kristj- án Eldjárn forseta. MERKISATBURÐIR 1913 Járnbraut á milli Öskju- hlíðar og Reykjavíkur- hafnar er tekin í notkun til grjótflutninga. 1961 „Kaninn“ í Keflavík fær leyfi menntamálaráðherra til að auka útsendingar- styrk sjónvarpsútsendinga stöðvarinnar. 1966 Júlíana Sveinsdóttir myndlistarmaður andast í Kaupmannahöfn, 76 ára. 1980 Ekið er yfir Borgarfjarðar- brú í fyrsta skipti. 1994 Gerðarsafn, listasafn Kópavogs, er opnað. Safn- ið heitir eftir Gerði Helga- dóttur myndhöggvara og hýsir mörg verka hennar. Þjóðstjórn tók við völdum á Íslandi þennan dag árið 1939 undir forsæti Hermanns Jónas- sonar. Þrír flokkar áttu aðild að henni: Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur. Auk þess naut hún stuðnings Bændaflokksins. Aðalstefnumál stjórnarinnar var að efla fram- leiðslustarfsemi í landinu svo þjóðin gæti lifað sem mest af gæðum landsins, meðal annars ef ófriður brytist út í Evrópu. Einnig að vernda og efla lýðræðið í landinu og vinna að framtíðar- lausn sjálfstæð- ismálsins. Eitt það fyrsta sem hún gerði var að fella gengið um 18 prósent til að styrkja hag sjávarút- vegsins. Einnig var grunnkaup launafólks lögfest og verð landbúnaðarafurða. Stjórnin var skipuð þeim Hermanni Jónassyni, Ólafi Thors, Jakobi Möller, Eysteini Jónssyni og Stefáni Jóhanni Stefánssyni. ÞETTA GERÐIST: 17. APRÍL 1939 Þjóðstjórn var mynduð á Íslandi „Það hittist þannig á að dóttursonur minn á að fermast á morgun svo ég verð í fagnaði með fjölskyldunni. Ann- ars hefði ég nú reynt að koma mér yfir fjörðinn og í felur,“ segir Magnea glað- lega þegar hún er innt eftir veisluhöld- um í tilefni áttræðisafmælisins á morg- un. Hún kveðst hafa misst af þremur síðustu fermingarveislum barnabarn- anna vegna veikinda og fundist það alveg ómögulegt. Því ætlar hún sannar- lega að njóta samvistanna við fólkið sitt á morgun og klæðast upphlut í tilefni dagsins. „Sonur minn kemur vonandi frá Bandaríkjunum til að heimsækja mömmu sína,“ segir hún með tilhlökk- un í röddinni. Kveðst eiga fimm börn, sextán barnabörn og átta langömmu- börn og vera svo lánssöm að hafa flest af þessu fólki í kringum sig fyrir norð- an. „Ég þarf ekki að kvarta“ segir hún. „Það er hugsað vel um mig.“ Magnea er hin hressasta þó hún sé vakin af blaðamanni í þetta afmælis- viðtal. „Ég var í augnaðgerð áðan. Það var verið að taka ský af seinna aug- anu,“ segir hún. „Nú sé ég bara eins og fálki, get lesið og horft á sjónvarpið en má bara ekki gera það í dag því ég á að hvíla mig. Þess vegna fór ég upp í rúm eftir aðgerðina enda vaknaði ég snemma. Það er margt gott sem fylgir ellinni, meðal annars að leggja sig upp í rúm og hrjóta þegar manni sýnist. Það er bara lúxus.“ Magnea er frá Kleifum í Kaldrana- nes hreppi á Ströndum og kveðst Strandamaður í húð og hár þó hún hafi búið á Akureyri frá 1959. Hún kveðst oft skreppa norður á Strand- ir á sumrin með dóttur sinni ef heils- an leyfi en stundum hafi sjúkrahúsvist vegna óþolandi höfuðveiki hamlað för hennar. „Þetta er svipaður sjúkdóm- ur og mígreni nema köstin vara mörg- um sinnum lengur. Ég ligg stundum í morfínástandi margar vikur og er búin að tapa átta árum úr lífi mínu, fyrir utan tímabilin kringum köstin þegar ég get ekkert gert,“ lýsir hún. Magnea er samt afkastamanneskja. Eftir hana liggja þrír flokkar barna- bóka, bækurnar um Hönnu Maríu, sögurnar um Tobías og Tinnu og Sossubækurnar. Þær féllu í kramið hjá íslenskum börnum og fyrir þær hlaut hún ýmsar aðrar viðurkenning- ar. Magnea segir síðustu bókina um Hönnu Maríu væntanlega frá Vest- firska forlaginu á árinu og hver veit nema fleiri fylgi á eftir. Fyrst skrifaði Magnea þó ástarsög- ur sem birtust sem framhaldssögur í Heima er best áður en þær voru gefn- ar út á bókum. Karlsen stýrimaður er mörgum minnisstæð persóna. „Mér finnst hann fávitalegur núna og mundi skrifa öðruvísi í dag,“ segir skáldkon- an. „Ég las söguna upphátt fyrir nokkr- ar konur nýlega og sneri baki í þær á meðan,“ bætir hún við hlæjandi. Kveðst oft hafa þurft að rumpa köflunum af nóttina áður en hún átti að skila þeim, enda útivinnandi og með stórt heimili í þá daga. „Stundum þurfti ég að byrja á að fara í prentsmiðjuna til að athuga hvar ég endaði síðast. Svo settist ég niður og skrifaði og leiðrétti aldrei staf. Ritstjóranum þótti ég slök í ypsilonun- um sem var alveg rétt hjá honum. Ég sagðist bara muna að það væri ypsilon í yfir og fyrir. Þá sagði hann stríðnis- lega: „Hefurðu aldrei farið niður á bryggju og kysst stýrimann?“ „Jú, jú, en ég gerði það alltaf með einföldu!“ svaraði ég en lagði svo á mig að læra ypsilonreglurnar.“ gun@frettabladid.is MAGNEA MAGNÚSDÓTTIR FRÁ KLEIFUM: VERÐUR ÁTTRÆÐ Á MORGUN Margt gott sem fylgir ellinni SKÁLDKONAN Ætlar að fagna afmælinu á morgun með fjölskyldunni í fermingarveislu dóttur- sonarins. MYND/HEIDA.IS Elskulegur fósturfaðir, bróðir og fóstur- bróðir, Hreiðar Hálfdánarson frá Svalvogum í Dýrafirði, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sundabúð Vopnafirði miðvikudaginn 7. apríl, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 20. apríl kl. 13.00. Mikael Hreiðarsson, fóstursystkini, hálfsystkini og aðrir ættingjar. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför vinar okkar Jóhanns Sigurðar Hjartarsonar Leirhöfn, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Hvammi, Húsavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hvamms fyrir góða umönnun og hlýju. Hildur Jóhannsdóttir, Jón Þór Guðmundsson og aðrir aðstandendur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Árdís Olga Steingrímsdóttir Árskógum 8, lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. apríl. Jarðarför auglýst síðar. Ragnar Elíasson Helga Ragnarsdóttir Sigurður Guðmundsson Elísa S. Ragnarsdóttir Friðrik Guðnason barnabörn og barnabarnabörn. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, óska eftir til- nefningum til Foreldraverðlauna 2010 frá einstakl- ingum, félögum eða hópum sem vilja vekja athygli á vel unnum verkefnum sem stuðla að eflingu skóla- starfs og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og sam- félagsins. Afhending verðlaunanna fer fram í fimmtánda sinn þann 1. júní næstkomandi. Með þeim er vakin athygli á því gróskumikla starfi sem fer fram innan leik-, grunn- og framhaldsskóla og þeim mörgu verk- efnum sem stuðla að öflugu og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins. Tilnefningar sendist á rafrænan hátt með því að fylla út eyðublað á heimasíðu Heimilis og skóla, heimiliogskoli.is. Síðasti skiladagur tilnefninga er mánudagurinn 10. maí. - kg Óskað eftir tilnefningum SAMSTARF Heimili og skóli veita Foreldraverðlaun ár hvert fyrir verkefni sem stuðla að öflugu samstarfi heimila, skóla og samfé- lags. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ástkær eiginkona, móðir, systir og mágkona, Borghildur Magnúsdóttir Þingvallastræti 2, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 19. apríl kl. 13.30. Gísli Gunnlaugsson Jóhanna María Gísladóttir Jakob Frímann Magnússon Birna Rún Gísladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.