Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 80
44 17. apríl 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Nemendaleikhúsið frum- sýndi lokaverkefni sitt, Stræti, í gærkvöld í Smiðj- unni við Sölvhólsgötu en þessi útskriftarárgang- ur hefur tekist á við Eftir- litsmanninn eftir Gogol og Bráðum hata ég þig eftir Sigtrygg Magnason fyrr á þessum vetri. Stræti eða Road, eftir Jim Cartwright, var frumsýnt í Royal Court Upstairs 1986, á tilrauna- sviði þess virta leikhúss við Sloane- torg í London, en síðan flutt niður í stóra salinn. Verkið hitti beint í mark og var tekið og kvikmynd- að af BBC í magnaðri útgáfu sem markaði upphaf ferils leikara á borð við Jane Horrocks og David Thewlis. Hér rataði Strætið á svið á Smíðaverkstæðinu í áhrifamik- illi sviðsetningu Guðjóns Ped- ersen 1992. Í kjölfar vinsælda þeirrar sýningar komu fleiri verk Cartwrights hér á svið: Barpar hjá LA 1993 og í Borgarleikhúsi 1995, Taktu lagið Lóa 1995 og Stone Free í Borgarleikhúsi 1996. Stræti lýsir laugardagskveldi í niðurníddu atvinnuleysishverfi í mMið-Englandi og var á sínum tíma harkalegur áfellisdómur um kjör lágstétta Bretlands í lok valda- tíma Thatcher. Þar eru allir komn- ir í helgargírinn og eru staðráðn- ir í að skella sér út á lífið þetta umrædda kvöld og sletta rækilega úr klaufunum. Enda fátt annað gerlegt í atvinnuleysinu og eymd- inni en halda dauðahaldi í von- ina um betri tíma. Við kynnumst skrautlegum persónuleikum og fjölbreytilegu litrófi mannlífs- ins í þeirri blöndu af kaldhæðni, ljóðrænu og fyndni, sem einkenn- ir höfundinn. Í útskriftarhópnum er sjö verðandi leikarar, þau Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Jensson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Þórunn Arna Kristj- ánsdóttir og Ævar Þór Benedikts- son. Flest þeirra leika fleiri en eitt hlutverk í sýningunni, því alls eru hlutverkin hátt í þrjátíu talsins. Þórunn Arna fer með þrjú hlut- verk í sýningunni: litla stúlku, ungling og eldri konu. Þegar við heyrðum í henni í gærmorgun var hún rám, sagðist þurfa að reykja í sýningunni og það kæmi niður á röddinni. Á þetta verk erindi við okkur nú? „Þegar hugmyndin kom fram fannst mér það eiga hingað ríkt erindi. Ekki bara að þar væri stórt gallerí af persónum sem gæfi okkur í hópnum einstakt tækifæri að takast á við ólíkar persónur, heldur líka hvert ástandið í sam- félaginu gæti leitt okkur. Margir í Stræti lifa bara fyrir glasið, stutta kvöldskemmtun, í allri eymdinni. Það eru margar djúsí persónur í verkinu fyrir leikara.“ Þórunn hefur í fyrri sýningum árgangs- ins leikið ungu stúlkurnar, er hún sátt við það hlutskipti? „Mér finnst gaman að leika börn.“ Fær hún að nota sönghæfileika í sýningunni, en Þórunn er menntuð sem söng- kona, hefur raunar verið við nám í Listaháskólanum í sjö ár: „Ég fæ að syngja pínulítið.“ Hún er messó- sópran en segist nú hafa meiri áhuga á að nota rödd sína í leiktúlk- un. Og hvað tekur nú við? „Lífið tekur við,“ segir hún en verst allra frétta um komandi verkefni sín, vonast þó til að geta unnið áfram með hópnum sem hún hefur deilt kjörum með undanfarin ár. Þýðinguna á Stræti vann Árni Ibsen á sínum tíma og er hún notuð enn. Um tónlist sjá Vala Gestsdóttir og Arndís Hreiðarsdóttir, lýsingu annast Páll Ragnarsson og Björn Bergsteinn Guðmundsson, bún- inga gerir Filippía Elísdóttir, leik- myndahönnun er í höndum Vytaut- as Narbutas og leikstjóri er Stefán Baldursson. Sýningar verða ekki margar og ættu því áhugamenn um unga leiklist að drífa sig. MANNLÍFIÐ Á STRÆTINU LEIKLIST Útskriftarhópurinn sem frumsýndi Strætið í gærkvöldi þarf að bregða sér í mörg gervi meðan á sýningunni stendur en hlutverkin eru hátt á fjórða tuginn. Hér er gleði í gangi fjarri heimsins glaumi en verkið lýsir erfiðum kjörum og skrautlegu lífi lágstéttarfólks í norðurhluta Englands á níunda áratugnum. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ath á morgun kl. 20. Efnisskrá helguð tónverkum kvenna verður flutt á Kjarvalsstöðum með yfirskriftinni Móðir, kona, meyja. Víða hefur verið leitað fanga: verk eftir Grammy-verðlaunahafann Jennifer Higdon, gullfal- leg flautusónata frá 1756 sem samin var af 16 ára gamalli stúlku og tríó eftir franska konu sem var fyrsta konan til að komast inn í Parísar-konserv- atoríið. Einnig verða flutt verk eftir Þóru Marteins- dóttur og tvö verk eftir Jórunni Viðar. Barnamenningarhátíð hefst á mánudag í Reykjavík og verður mikið um að vera víða um borg- ina. Í Listasafni Íslands opnar í dag sýning í tengslum við hátíðina og á morgun hefst þar sýningarröð einleikja eða örverka eftir ýmsa höfunda sem Harpa Arnardóttir hefur umsjón með: þar koma fram höfundar á borð við Hörpu sjálfa, Örvar Þóreyjarson Smárason, Har- ald Jónsson og Auði Övu Ólafsdótt- ur. Verkin verða flutt í hádeginu frá sunnudegi og eru flytjendur ekki af verri endanum: Karl Guðmundsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Edda Björg, Frið- rik Friðriksson, Ingvar Sigurðsson svo nokkrir séu nefndir. Viðfangs- efnin eru forvitnileg: Mar glytta, Krummi, Járnsmiður, Ánamaðkur, Steypireiður og Sæhestur og er þá ekki allt upptalið. Verkin hafa verið hljóðrituð og er mögulegt að hlýða á þau í hljóðriti í heimsókn í safnið. Hin formlega dagskrá hefst á mánu- dag og er best að nálgast hana á vef Reykjavíkur. - pbb Örverk í Listasafni 20 mismunandi bækur sem dæma þarf af kápunni. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA 50 kassar utan um augnakonfekt. 5.000 umslög af heppilegri stærð. 2.000 bæklingar með afar djúpum pælingum. Mánudagur 19. apríl 2010 kl. 20:00 Mánudagsbíó Sýnd verður norska myndin Budbringeren (1997) en í henni segir frá póstbera í Osló sem kemst í hann krappan. Tiril Myklebost lektor í norsku við HÍ kynnir myndina og ræðir norska kvikmyndagerð. Þriðjudagur 20.apríl kl. 19.30-22:00 Ljóðakvöld-On the Future History of Iceland as a Metaphor Jason Ranon Uri Rotstein, Fulbright-gestakennari við Háskóla Íslands, stendur fyrir ljóðakvöldi í samstarfi við Norræna húsið og Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi. Ljóðakvöldið er haldið í tengslum við námskeiðið „Contemporary Poetics and Practice in English“ sem kennt er í ritlistarnámi við Háskólann. Boðið verður upp á léttar veitingar - allir velkomnir. 21. - 27. apríl 2010 Myndir úti í mýri Fimmta alþjóðlega barna- og unglingabókmenntahátíðin sem kennd er við Vatnsmýrina verður haldin í Norræna húsinu 21.-27. apríl 2010 undir yfirskriftinni: Myndir úti í mýri. Þema hátíðarinnar er myndskreyttar bækur fyrir börn og unglinga og tengsl texta og mynda í barna- og unglingabókmenntum. www.myrin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.