Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 84
48 17. apríl 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is > ENGIN ÖFUNDSÝKI Leikkonan Jennifer Lopez bannaði eig- inmanni sínum, söngvaranum Marc Anthony, að heimsækja sig á tökustað við tökur á kvikmyndinni The Back Up Plan því hún vildi ekki gera hann öfundsjúkan. Lopez þurfti að leika í nokkrum eldheitum ástarsenum og bað eiginmann- inn því vinsamlegast að halda sig fjarri. Benni B-Ruff og Gísli Gald- ur standa fyrir Pabbahelg- um á Kaffibarnum. Þeir félagar segja föðurhlut- verkið hafa opnað nýjar víddir en vilja þó ekki alveg gefa skemmtanalífið upp á bátinn. Plötusnúðarnir og feðurnir Bene- dikt Freyr Jónsson, betur þekktur sem Benni B-Ruff, og Gísli Gald- ur Þorgeirsson standa fyrir Pabb- ahelgum, nýjum tónlistarkvöldum sem haldin verða mánaðarlega á Kaffibarnum. Fyrsta Pabbahelgin fer fram í kvöld og er miklu stuði lofað. Aðspurðir segja plötusnúðarn- ir að hugmyndin að Pabbahelgun- um hafi kviknað þegar unnustur þeirra voru óléttar og þeir ákváðu að þeyta skífum saman skyldi eitt- hvað út af bera. „Við höfðum spil- að saman sem tvíeyki af og til um nokkurt skeið og ákváðum að „bakka“ hvor annan upp á meðan unnustur okkar voru óléttar þannig að ef annar okkar þyrfti að hlaupa frá þá gæti hinn klárað giggið. Við ákváðum einnig að spila saman síð- ustu giggin fyrir og eftir fæðingu hjá hvor öðrum af sömu ástæð. Stuttu síðar tókum við að okkur að spila heila helgi og einn félagi okkar skírði helgina pabbahelgi í gríni og þannig varð nafnið eigin- lega til,“ útskýrir Benedikt. Strákarnir munu spila fjölbreytta tónlist á umræddum kvöldum og ætla ekki helga sig einni ákveð- inni tónlistarstefnu. „Við ætlum að brjóta þetta svolítið upp og spila fjölbreytta tónlist þannig að fólk sé ekki að dansa við sama taktinn allt kvöldið,“ segir Gísli Galdur. Spurðir út í föðurhlutverkið segja þeir það yndislegt og að það hafi opnað nýjar víddir að eignast barn. Þeir segjast þó ekki ætla að gefa spilamennskuna upp á bát- inn strax þrátt fyrir að vera orðn- ir feður. „Maður mun seint hætta að spila og örugglega ekki fyrr en dóttir mín fer að mæta á Kaffibar- inn, þá segi ég þetta komið gott,“ segir Gísli Galdur og hlær. Pabbahelgin hefst stundvíslega klukkan 23.00 í kvöld. sara@frettabladid.is Hætta ekki að spila fyrr en börnin mæta á Kaffibarinn SPILAGLAÐIR FEÐUR Gísli Galdur og Benni ásamt frumburðum sínum, Hrafni Darra Benediktssyni og Bríeti Eyju Gísladóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vöruhönnuðurinn Ragnheiður Margeirsdóttir og fatahönnuður- inn Íris Sigurðardóttir standa á bak við hönnunarteymið Varius og hanna þær meðal annars fal- lega púða, veggskraut, hálsmen og skóskreytingar. Nafnið Varius er fengið úr latneska heitinu yfir þá tegund hrafna sem finnast hér á landi. Ragnheiður og Íris hafa hann- að saman undir Varius-nafninu frá því í lok nóvember og hefur samvinnan að þeirra sögn geng- ið vonum framar. „Við höfum ekki þekkst lengi en erum báðar útskrifaðar frá LHÍ og þegar við hittumst þá small þetta bara ein- hvern veginn saman. Þrátt fyrir að ég sé vöruhönnuður að mennt og Íris fatahönnuður þá vinnum við allar vörurnar saman,“ útskýrir Ragnheiður. Vörurnar hafa feng- ið góðar viðtökur og segir hún að Facebook hafi hjálpað þeim mikið við að kynna Varius fyrir fólki. Hönnun Varius, líkt og nafnið sjálft, sækir innblástur til hrafns- ins og segist Ragnheiður mjög heilluð af fuglinum. „Við höfum báðar mikið dálæti á hrafninum og þegar maður fer að rannsaka hann frekar, til dæmis hvernig hann birtist manni í þjóðsögum og hjá- trú, þá getur maður ekki annað en heillast enn meira af honum.“ Ragnheiður og Íris hafa selt hönnun sína á Pop Up mörkuðum sem haldnir eru mánaðarlega og bjóða upp á íslenska hönnun beint frá framleiðanda, en slíkur mark- aður fer fram á Kaffi Sólon í dag á milli klukkan 12 og 18. - sm Sækja innblástur til krumma VARIUS Vöruhönnuðurinn Ragnheiður Margeirsdóttir og fatahönnuðurinn Íris Sigurðardóttir hanna saman undir nafninu Varius. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Verkefnið gengur mjög vel. Þetta er búin að vera frábær upplifun. Allir hafa verið vinalegir og opnir og til í verkefnið,“ segir danski ljósmyndarinn Søren Rønholt. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir viku þá vinnur Søren að bók um konur á Norðurlöndunum. Hann kom til landsins til að taka myndir af tíu íslenskum konum, nöktum á heimilum sínum. Þegar Frétta- blaðið náði í Søren var hann búinn að mynda átta konur. Hann var mjög ánægð- ur með hjálpina sem hann hefur fengið við verkefnið hér á landi – en skyldu fyrirsæt- urnar hafa verið feimnar? „Allir eru feimnir, ég er feiminn og kon- urnar eru feimnar,“ segir Søren. „Það þarf alltaf brjóta niður múra í samskiptum og öllum er búið að líða vel í tökunum.“ Søren vill ólmur sýna afraksturinn í galleríi á Íslandi, en þeir sem hafa áhuga geta sett sig í samband við hann í gegnum heima- síðuna roenholt.dk. Søren hyggst yfirgefa landið á sunnudaginn, en óvíst er hvort hann kemst vegna eldgossins í Eyjafjalla- jökli. „Ég fer vonandi heim á sunnudag- inn,“ segir hann og hlær. „Ég ferðaðist um Suðurland í vikunni til að skoða jökla. Við gistum eina nótt á bæ með nafni sem ég kann ekki að bera fram. Svo um morgun- inn sáum við í fréttunum að það væri eld- gos í jöklinum og við urðum að aka hina leiðina heim. Það var 12 tíma akstur.“ Søren grét ekki ferðalagið, enda mikill náttúruunnandi. „Það var mjög fallegt,“ segir hann. „Veðrið var gott og ég sá miklu meira af Íslandi en ég bjóst við. Ég var heppinn að fjallið byrjaði að gjósa.“ - afb Nektarmyndatökurnar heppnuðust vel STRANDAGLÓPUR? Óvíst er hvort Søren kemst heim á sunnudag eins og hann ætlaði sér. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég er að fara að sjá um mótorsport í Ríkissjónvarpinu,“ segir Valgeir Magnússon – oftast þekktur sem Valli sport. Valli snýr aftur á skjá lands- manna um helgina og lýsir opnu Evrópukeppninni í Formúlu 3. Á meðal keppenda er ökuþórinn Kristján Einar – ef eldgosið í Eyja- fjallajökli leyfir liðinu hans að kom- ast á áfangastað. Valli sást fyrst í sjónvarpi í þættinum Með hausverk um helgar sem hann stýrði ásamt Sigga Hlö félaga sínum, en hann segir að sá þáttur sé ekki væntan- legur aftur. „Ég kem til með að lýsa Formúlu 3 og vera með stuttan þátt á undan þar sem fjallað verður almennt um mótorsport; hvað er að gerast úti í heimi og í íslensku mótorsporti,“ segir Valli. „Þættirnir verða alltaf þegar það verður keppt í Formúlu 3 – sextán skipti í sumar og fram á haust.“ Þættirnir verða 20 mínútna langir og Valli fær til sín gesti úr íslenska mótorsportheiminum. „Við spjöllum um hvað er að gerast hér heima og förum líka yfir hvað er að gerast í öðrum kappakstri,“ segir Valli. - afb Valli mótorsport MÆTTUR AFTUR Valli Sport stýrir þætti um mótorsport í Ríkissjónvarpinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ný 4. vikna krakkajóganámskeið hefst 19. apríl hjá Jóga Stúdíó Stórhöfða 17. 2–4 ára » mánudagar klukkan 16:30–17:00 5–7 ára » miðvikudagar klukkan 16:30–17:00 8-10 ára » föstudagar klukkan 16:30–17:00 Skráning í síma 772 1025 og 695 8464 Verð aðeins 5.000 kr. Krakkajóga Nánari upplýsingar á jogastudio.org Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) Kynningarfundur um umhverfismál Umhverfisdagur iðnfyrirtækjanna Norðuráls Grundartanga ehf. og Elkem Ísland ehf. verður haldinn þriðjudaginn 20. apríl kl. 13:00 til 20:30 á Hótel Glymi, Hvalfjarðarströnd. Fulltrúar fyrirtækjanna beggja greina frá starfseminni og árangri í umhverfismálum. Auk þess kynnir Jóhanna Weishappel, sérfræðingur í umhverfismálum, niðurstöður umhverfisvöktunar sem verkfræðistofan Mannvit hefur yfirumsjón með fyrir iðjuverin í Hvalfirði. Kynningin verður kl. 13:30 en niðurstöðurnar eru einnig birtar á veggspjöldum sem hanga uppi allan sýningartímann. Áhugasamir eru hvattir til að koma á fundinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.