Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 94
58 17. apríl 2010 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. löngun, 6. úr hófi, 8. hlóðir, 9. gæfa, 11. gangþófi, 12. beikon, 14. stefnur, 16. tveir eins, 17. nögl, 18. í viðbót, 20. tveir eins, 21. gefa frá sér reiðihljóð. LÓÐRÉTT 1. íþrótt, 3. þys, 4. stilkur, 5. tæki, 7. þögull, 10. veiðarfæri, 13. stykki, 15. leiktæki, 16. vefnaðarvara, 19. gjaldmiðill. LAUSN LÁRÉTT: 2. lyst, 6. of, 8. stó, 9. lán, 11. il, 12. flesk, 14. áttir, 16. tt, 17. kló, 18. auk, 20. ll, 21. urra. LÓÐRÉTT: 1. golf, 3. ys, 4. stikill, 5. tól, 7. fálátur, 10. net, 13. stk, 15. róla, 16. tau, 19. kr. Magnús Valdi- marsson Aldur: Ég er 25 ára. Starf: Skemmti- kraftur og netstjarna. Fjölskylda: Foreldrarnir heita Guðrún og Valdimar. Búseta: Ég bý í Kópavogi. Það er mjög fínt. Stjörnumerki: Ég er hrútur. Magnús hefur slegið í gegn á Netinu sem Maggi mix með matreiðsluþætti og tónlist. „Ég hef alltaf sagt að bókhald er hættuleg starfsgrein og það sannaðist rækilega á þriðjudag- inn,“ segir Sigtryggur Baldurs- son, trommari með meiru. Hann brotnaði á miðtá hægri fótar við gerð skattaskýrslunnar sinnar. „Ég sat inni á skrifstofunni minni og ætlaði að teygja mig í einhver gögn á hillu fyrir ofan mig,“ segir Sigtryggur. „Ég rakst í kollinn sem ég sat á og sparkaði honum undan mér án þess að uppgötva það sjálf- ur. Þegar ég ætla síðan að setjast aftur þá er auðvitað enginn koll- ur og ég dett beint á rassinn með þeim afleiðingum að ég sparka af alefli undir skrifborðið með hægri fætinum,“ útskýrir Sigtryggur en við það kubbaðist miðtáin á fætin- um í sundur. Þegar Sigtryggur mætti á slysa- varðstofuna í Fossvoginum tók ekki betra við. Hann var spurður hefð- bundinna spurninga um heilsufar sitt og hvort hann hefði legið inni á sjúkrahúsi síðustu sex mánuði. „Því miður þá hafði ég látið fjarlæga góðkynja æxli af annarri hendinni þegar ég var í tónleikaferð með Emilíönu Torrini. Ég ruglaðist hins vegar á mánuðum og sagði aðgerð- ina hafa verið framkvæmda í nóv- ember þegar hún var í raun og veru gerð í október.“ Þessi litli ruglingur þýddi að Sig- tryggur þurfti að dúsa í þrjá tíma í einangrun. „Og þegar táin var loks mynduð hafði sjúkrastofan verið útbúin sérstaklega og þegar þetta var allt saman búið var mér sagt að fara rakleiðis út, ekki stoppa eða borga heldur láta mig hverfa,“ segir Sigtryggur sem vill þó taka skýrt fram að hann er starfsfólki slysavarðstofunnar ákaflega þakk- látur fyrir þá umönnun sem hann fékk. freyrgigja@frettabladid.is SIGTRYGGUR BALDURSSON: VAR SETTUR Í EINANGRUN Á SPÍTALANUM Tábrotnaði við að ganga frá skattaskýrslunni sinni RÚMLEGA FIMM TÍMA FERÐ Sigtryggur Baldursson tábrotnaði við gerð skatta- skýrslunnar sinnar á þriðjudaginn og þurfti að eyða þremur tímum í einangrun á spítalanum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Enginn sá fyrir eldgosið í Eyja- fjallajökli – eða hvað? Uppistand- arinn Ari Eldjárn flutti gamanmál í þættinum Logi í beinni fyrir skömmu. Þar sagði hann eldgos vera það eina sem gæti bjargað orðspori þjóðarinnar nú, þegar við erum þekkt sem fjárglæframenn um víða veröld. Stuttu eftir að Ari lét ummæli sín falla fór að gjósa á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökull byrjaði í kjölfarið. Fréttablaðinu er ekki kunnugt um hvort Ari hafi menntað sig á sviði jarðfræði eða hvort hann hafi yfir- skilvitlega hæfileika … Friðrik Sturluson og félagar í Sálinni hans Jóns míns vinna nú að nýrri breiðskífu, en flestir eru hættir að telja hversu margar þær eru orðnar. Nú heyrist að Sálin leiti á ný mið við upptökur á plötunni og hafi fengið Guðmund Kristin Jónsson úr Hjálmum til að stýra upptökum. Það má því búast við að ferskir vindar blási um hljómsveit- ina gamalgrónu á nýju plötunni. Það vakti töluverða athygli þegar greint var frá því í fjölmiðlum að Ólafur Ragnar Grímsson hygðist ekki mæta í afmælisveislu Vigdísar Finnbogadóttur heldur kaus frekar að heiðra Margréti Þórhildi Dana- drottningu með nærveru sinni. Samkvæmt dönskum vefmiðlum verða Ólafur og Dorrit í hópi þeirra hjóna sem verða aðskilin því Ólafur komst ekki til Danmerkur vegna eld- gossins. -afb, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Sjónvarpsstöðin National Geo graphic hefur beðið íslenska framleiðslufyrirtækið Prof- ilm um að setja öll önnur verkefni sín í tímabundið hlé til að hraða vinnslu heimild- armyndar þeirra um eldgosið í Eyjafjalla- jökli. Fyrirtækið var byrjað á heimildar- mynd um eldgosið í Fimmvörðuhálsi og var að vinna hana í rólegheitum þegar Eyja- fjallajökull vaknaði með miklum hvelli svo áhrifa þess hefur gætt víða um heim. „Við byrjuðum að fylgjast með þessum stað þremur vikum áður en það byrjaði að gjósa á Fimmvörðuhálsi,“ segir Anna Dís Ólafsdóttir, framleiðandi hjá Profilm. Þá höfðu átt sér stað töluverðar jarðhræring- ar og jarðfræðingar töldu að eldgos gæti verið á næsta leiti. Fimmvörðuhálsgosið var mikið sjónarspil en þótti fremur hættulítið og var kallað „túristagos“ af fagmönnum. Þau hjá Profilm gat þó ekki grunað hvað leyndist undir yfirborðinu. Aðfaranótt miðvikudags byrjaði að gjósa í Eyjafjallajökli, flugsamgöngur um alla Evrópu lömuðust og stjórnendur National Geo graphic voru fljótir að kveikja á per- unni. „Myndin um Eyjafjallajökul fer í loft- ið 4. maí. Það var ákveðið á fundi seint á fimmtudagskvöld og ég fer til Bandaríkj- anna þar sem við byrjum að klippa efnið. Jóhann Sigfússon, leikstjóri myndarinnar, kemur síðan út viku seinna og þá klárum við myndina. Það verður bara unnið bæði dag og nótt.“ - fgg Eldgosið á National Geographic í apríl MAGNAÐ SJÓNARSPIL Jóhann Sigfússon, hundurinn Moby, Anna Dís Ólafsdóttir, Ögmundur Stefánsson og Gunnar Konráðsson hjá Profilm sem eru að vinna að heimildar- mynd um Eyjafjallajökul fyrir National Geographic. „Mér finnst þetta bara mjög eðlilegt, fólk eyðir löngum tíma á hárgreiðslustofum,“ segir Arnar Tómasson, hárgreiðslumaður á Salon Reykja- vík. Arnar var fljótur til og tryggði sér eintak af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þegar hún kom út í vikunni. Skýrslan liggur frammi á hár- greiðslustofunni, við hliðina og Séð og heyrt og þess háttar hefðbundnu lesefni á hárgreiðslustof- um. „Þessu hefur verið tekið mjög vel. Það eru þegar nokkrir miðar sem standa út úr þar sem fólk hefur merkt við áhugaverðustu kaflana,“ segir Arnar. Hvaða kafli í skýrslunni er vinsælastur? „Það er bók númer átta. Siðferðið.“ Ert þú búinn að lesa eitthvað í skýrslunni sjálfur? „Já, ég er búinn að eyða nokkrum tíma í þetta. Mér finnst þetta allt saman mjög áhugavert. Það er algjörlega málið að lesa þetta sjálfur í stað þess að láta fjölmiðla segja sér hvað stendur þarna. Mér finnst þetta merkileg sagnfræði um tímann sem við erum að lifa.“ Þetta telst nú ekki beint hefðbundið lesefni á hárgreiðslustofum … „Nei, þetta er kannski aðeins dýpra en Séð og heyrt en það er bara gott á móti. Þetta fer ágætlega saman.“ - hdm Skýrslan lesin á hárgreiðslustofunni SKÝRSLAN LESIN Á HÁRGREIÐSLUSTOFUNNI Arnar Tómasson á Salon Reykjavík segir að viðskiptavinir sínir hafi tekið vel í að geta lesið skýrsluna á hárgreiðslustofunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 Státum af metn aðarfullu úrvali e rlendra bóka Viku- tilboð 14.995,- 8.995,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.