Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag 19. apríl 2010 — 90. tölublað — 10. árgangur FASTEIGNIR.IS19. APRÍL 201016. TBL. Fasteignasalan Miklaborg hefur til sölu fallegt 270 fm einbýlishús með tvöföldum bílskúr við Sunnuflöt í Garðabæ. E ignin skiptist í forstofu, snyrtingu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús, sjónvarpshol, þrjú herbergi, fataherbergi, tölvukrók og bað-herbergi. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt, er með gott útsýni og fallega lóð.Komið er inn í flísalagða forstofu með skápum. Snyrtingin er flísalögð og það er holið einnig. Stof-urnar eru sérlega rúmgóðar og er fallegt Drápuhlíð-argrjót á vegg í stofu. Útgangur út á pall í vesturátt frá stofunni. Eldhúsið er með flísalögðu gólfi með efri og neðri skápum og flísum á milli. Í eldhúsinu er bæði háfur og góður borðkrókur. Inn af eldhúsinu er þvottahús með útgangi út á baklóð. Gengið er úr hol-inu upp í rúmgott sjónvarpshol með flísalögðu gólfi og arni. Svalir eru út af stofunni til suðurs og eru þær mjög sólríkar. Herbergin eru þrjú og mögulegt að fjölga þeim. Eru tvö þeirra með korklögðu gólfi og skápum og eitt parketlagt og með fataherbergi inn af og tölvukrók. Þak hússins er nýlegt og óregonfura í öllum glugg- um. Húsið er tilbúið til afhendingar samkvæmt sam- komulagi. Útsýni og sólríkar svalir Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt. MÁVAHRAUN 25 - HAFNF. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 18-19 Opið hú s HOLTSBÚÐ - GARÐABÆ Vorum að fá í einkasölu einbýlishús á einni hæð ásamt góðum bílskúr, samtals 160 fm. Frábær staðsetning. Stofa, borðst., 3 góð herbergi, baðherb., sauna. Góð suður verönd og garður. Stutt í skóla og þjónustu. Miklir stækkunarmöguleikar. Skipti ath. Verð 39,8 millj. Á þessum vinsæla stað, einbýlishús á einni hæð ásamt stórum bílskúr, samtals 186 fm. Stofa, borðst., 5-6 herb, eldhús, þvottahús, baðherb., gestasnyrting. Flísar og parket. Góð hellulögð s-verönd. Laust. Skipti á minni eign ath. Verð 42,8 millj. Einb. Einb. Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 HÖNNUNARSÝNINGIN SALON DEL MOBILE í Mílanó hófst 14. apríl síðastliðinn. Þar ber fyrir augu margt merkilegt, meðal annars þennan sérstæða stól eftir Fabio Novembre sem er í líki and- litsgrímu. Hlakkar til að vakna ámorgnana í k ff „Stundum er ég búin að taka allt til á kvöldin og þarf bara að ýta á einn takka á morgnana,“ segir Anna Sigríður. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON. Loksins komið Eden matarstellið og bláa sveitastellið lækkað verð Opið: má-fö. 12:30 -18:00, Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 - www.nora.is Þú mátt ráða og raða! Þú færð fullt af orðum úr lausavísum óþekktra höfunda og raðar eins og þú vilt. Orðin eru ísskápsseglar og ísskápar verða á staðnum! Einu sinni var maður sem ól upp 250 æðarunga og annar sem ól upp kóp! Þetta og margt annað forvitnilegt um sambúð manns og dýranna okkar, bæði villtra dýra og húsdýra, má sjá í náttúrulífsmynd Páls Steingrímssonar; Þjóðin og náttúran. Finnst þér drekar spennandi? Hefurðu heyrt söguna af því þegar Sigurður drap Fáfni? Eða hefurðu frétt af því þegar Þór reri lengst út á haf til að veiða Miðgarðsorm? Þú færð leiðsagnarhandrit um sýninguna Handritin með þessum sögum úr Snorra Eddu. Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið Íslendingar? 13:00, 15:00 og 17:00 ÞÝSK BARNA- OG FJÖLSKYLDUKVIKMYNDAHÁTÍÐSýndar verða 14 myndir sem gefa innsýn í fjölbreytileika þýskra barna- og fjölskyldumynda frá miðri síðustu öld og fram til okkar daga. Kvikmyndahátíðin er í samvinnu við Goethe Institut. Borgarbókasafn – Aðalsafn, Tryggvagötu 15. GLÖÐ JÖRÐ Börn frá grænfána-leikskólanum Steinahlíð sýna okkur hvað gerir jörðina glaða og hvað gerir hana óhamingjusama. Þau koma fyrir gegnsæjum kassa með mold og setja ofan í hann hluti sem jörðinni líkar og mislíkar. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig moldin tekur við. Hallargarðurinn, Fríkirkjuvegi 11. 19. apríl – Opnun 10:00 FORVITNIN ER GUL, RAUÐ, GRÆN OG BLÁ – SETNINGARGANGA BARNAMENNINGARHÁTÍÐAR Hátíðin er sett með stórri skrúðgöngu í miðborg Reykjavíkur. Fjórðu bekkingar úr 31 skóla, eða 1.350nemendur mætast við göngubrúna við Hringbraut og ganga gegnum Hljómskálagarðinn. Hverjum skóla hefur verið úthlutað ákveðnum lit sem þeir hafa útfært á fjölbreyttan hátt með búningum, skemmtilegum höfuðfötum, drekum eða á annan óvæntan hátt. Ýmsar forvitnilegar og skemmtilegar uppákomur skemmta börnunum og öðrum þátttakendum á leiðinni. Gangan endar í Hljómskálagarðinum við Bjarkargötu þar sem borgarstjórinn í Reykjavík Hanna Birna Kristjánsdóttir, setur hátíðina ásamt menntamálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur.Hljómskálagarðurinn. 19 apríl 25 íl Viðb ð 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Barnamenningar- hátíð Allt Fasteignir.is MÁNUDAGUR skoðun 12 Útivistarleikur Homeblest & Maryland Leynist vinningur í pakkanum þínum! Á ERLENDUM BÓKUM ÚTSALA 35-70% Mörg hundruð áhugaverðra bókatitla með 35-70% afslætti. KÓLNAR Í VEÐRI Í dag ríkja norðlægar áttir, víða 3-8 m/s en hvassara við austurströndina. Sunnan- og vestanlands verður víða léttskýjað en N- og A-til verður heldur þungbúið og él á stöku stað. veður 4 2 -1 -3 -4 2 Valur byrjaði á sigri Valsstúlkur unnu fyrsta leik- inn gegn Fram um Íslands- meistaratitilinn. íþróttir 22 Ekkert gullát á afmælinu Jón Páll Eyjólfsson er fertugur í dag. tímamót 14 ELDGOS „Það er leiðindalykt og allt á kafi í grárri drullu,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum. Í gær birti til eftir að öskunni hafði kyngt niður og skil- ið eftir svart teppi yfir sveitinni. Berglind finnur til í öndunarfærun- um og segir þungt að anda. „Eins og maður sé alltaf með ryk í nefinu. Fólk er eflaust misviðkvæmt fyrir þessu, ég get ekki ímyndað mér að þetta sér gott fyrir viðkvæma og börn.“ Björgunarsveitir mættu á vett- vang og aðstoðuðu við að ná hest- um í hús. „Hrossin eru merkilega vel á sig komin,“ segir Berglind og segist orðin þreytt eftir atganginn. „En það gefur manni kraft að finna hvað allir standa þétt saman. Ég hef mestar áhyggjur af bæjunum sem urðu verst úti í öskufallinu og hlaupinu.“ Ábúendum á Þorvaldseyri var gert að rýma bæinn um helgina. Ingunn Júlía Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Eggertssonar og Guðnýjar Valberg á Þorvaldseyri, segir það hafa verið „svolítið áfall“ að koma heim á sunnudagsmorgun. „Askan virðist samt ekki hafa komist inn í húsin að ráði, aðeins í fjósið en ekki í íbúðarhúsin. Hún segir gosið farið að taka sinn toll af fólki. „Þetta tekur á taugarnar, sérstaklega hjá foreldrum mínum. Það er talsvert tjón og álagið er mikið.“ Gærdagurinn fór í þrif hjá ábú- endum á Ásólfsskála. „Það er skít- ur og ógeð alls staðar,“ segir Katr- ín Birna Viðarsdóttir. „Við erum búin að smúla glugga, veggi, þakið í kringum húsið, fjárhús, fjós og hesthús. Það virðist ekkert ama að dýrunum en við erum orðin frek- ar þreytt.“ Sólveig Ólafsdóttir hjá Rauða krossi Íslands segir unnið að því að bjóða fólki áfallahjálp. „Það er full þörf á því. Þetta er ótrúlegt álag, bæði fyrir fólk sem óttast um skepnurnar sínar og afkomu og aðra sem fara á svæðið til aðstoða fólk og bjarga búfénaði. Enginn sem fer inn á þetta svæði er ósnortinn, það bara þyrmir yfir mann.“ - bs / sjá síður 4 og 6 Allt á kafi í grárri drullu Bændur undir Eyjafjöllum eru þrekaðir eftir mikið öskufall. „Tekur á taugarnar,“ segir dóttir ábúenda á Þorvaldseyri. Sumir kvarta undan sárindum í öndunarfærum. Vel hefur gengið að koma skepnum í hús. ALLT Á KAFI Þykkt öskulag lagðist yfir sveitir undir Eyjafjöllum á laugardag. Í gær fór að rofa til og þegar leið á daginn tók að rigna svo askan breyttist í svart forarsvað. Pétur Freyr Pétursson, bóndi í Núpakoti, segir öskuna sem betur fer ekki hafa smogið inn í húsin og ekkert ami að skepnunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN EFNAHAGSMÁL Íslensk stjórnvöld heita því í nýrri viljayfirlýsingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) að Bretum og Hollendingum verði að fullu endur- greiddur kostnaður vegna Icesave-reikninganna, auk „eðlilegra“ vaxta. Stjórn AGS samþykkti endurskoðaða efnahags- áætlun Íslands fyrir helgi. Við það tilefni gáfu íslensk stjórnvöld út viljayfirlýsingu þar sem árangri áætlunarinnar hingað til er lýst, sem og höfuðmarkmiðunum á næstunni. Sérstakur liður er í viljayfirlýsingunni um Ice- save. Þar er ítrekað að íslenska ríkið muni end- urgreiða Bretlandi og Hollandi inneignir á Ice- save-reikningum Landsbankans upp að lögbundnu hámarki. Þar segir einnig að íslenska ríkið hafi fullvissað viðsemjendur sína um að þeir muni fá eðlilega vexti fyrir útgjöldum þeirra vegna málsins, takist að ná samkomulagi sem sé ásættanlegt fyrir alla aðila. „Ísland er tilbúið til að ljúka við fyrsta tækifæri samningaviðræðum við ríkisstjórnir Bretlands og Hollands um lagalegar og fjárhagslegar skuldbind- ingar vegna þessa máls,“ segir í yfirlýsingunni. Eins og fram kom í Fréttablaðinu nýverið féllst stjórn AGS ekki á að taka efnahagsáætlun Íslands til endurskoðunar fyrr en þessum ákvæðum var bætt inn í viljayfirlýsinguna. Formlegar viðræður við bresk og hollensk stjórn- völd vegna Icesave hafa legið niðri að undanförnu. - bj Íslensk stjórnvöld ítreka loforð um að greiða kostnað Breta og Hollendinga: Samþykkja „eðlileg“ vaxtakjör Ísland er tilbúið til að ljúka við fyrsta tækifæri samningaviðræðum við rík- isstjórnir Bretlands og Hollands um lagalegar og fjárhagslegar skuldbindingar vegna þessa máls. YFIRLÝSING ÍSLENSKRA STJÓRNVALDA Ekkert það myrkur er til Afsagnir helgarinnar hafa skapað hollan þrýsting á þá sem brugðust í aðdraganda hrunsins, skrifar Guðmund- ur Andri Thorsson. í dag 13

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.