Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 10
10 19. apríl 2010 MÁNUDAGUR Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Uppþvottavélar frá Siemens. Hraðvirkar, hljóðlátar og vinnusamar. FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx Ólafur Ólafsson var með stærstu hluthöfum Kaup- þings allt frá einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Bankinn lánaði honum háar fjárhæðir þegar hlutabréfa- verð hrundi. Kaupþing lánaði félögum tengd- um Ólafi Ólafssyni, sem löng- um var kenndur við Samskip, 73 milljarða króna frá í janúar 2007 og þar til bankinn féll tæpum tveimur árum síðar. Þegar skila- nefnd á vegum Fjármálaeftirlits- ins tók lyklavöldin í Kaupþingi skulduðu félög Ólafs bankanum 96,2 milljarða króna, sem jafn- gilti átján prósentum af eigin- fjárgrunni bankans. Þá eru ótal- in rúmlega fimmtíu milljarða lán félaga hans gagnvart Glitni. Fjárfestingarfélögin Kjalar og Egla voru umfangsmestu lántak- endur Kaupþings frá miðju ári 2006, samkvæmt þeim upplýs- ingum sem fram komu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Félag Ólafs, Egla, keypti stóran hlut í Búnaðarbankanum við sölu ríkisins á bankanum í ársbyrjun 2003. Síðla árs 2006 var banka- hluturinn færður inn í dótturfé- lagið Kjalar Invest, sem skráð var í Hollandi. Sumarið 2007 endur- fjármagnaði bandaríski bankinn Citibank hlutafjáreignina og var Kaupþingshlutinn eftir það færður inn í annað Eglu-félag, sem jafn- framt var skráð í Hollandi. Þegar yfir lauk átti Egla Invest um tíu prósenta hlut í Kaupþingi og var næststærsti hluthafi bankans. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars, sat í stjórn Kaupþings í krafti eignarhlutarins. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er tekið fram að lán til félaga Ólafs hafi hækkað verulega þegar nær dró falli bankans. Það tengdist ekki síst veðkalli banda- ríska bankans Citibank á Eglu. Í byrjun árs 2008 hafði gengi hluta- bréfa bankans lækkað mikið ásamt því sem gengi krónunnar hafði lækkað. Þegar það fór undir veð- þröskuld Citibank krafðist bank- inn aukinna trygginga. Kaupþing brást við vandræðum Ólafs og lán- aði honum 120 milljónir evra, jafn- virði rúmra ellefu milljarða króna, til að mæta veðkallinu. Bæði gengi hlutabréfa Kaupþings og íslenska krónan héldu áfram að falla og varð úr að Kaupþing og Glitnir komu félögunum til hjálpar. Þegar sumarið gekk í garð höfðu bank- arnir tveir lánað félögum Ólafs fjögur hundruð milljónir evra, tæpa fjörutíu milljarða króna á þávirði, til að forða þeim banda- ríska frá því að taka yfir hlutafé Ólafs í bankanum. Hefðu sú orðið raunin hefði Citibank orðið með stærri hluthöfum Kaupþings. Þetta var fyrsti snúningur helsta eiganda Kaupþings til varn- ar hlutabréfaeign hans. Hálfum mánuði fyrir fall bankans í októb- er 2008 fengu tvö félög Ólafs 130 milljónir evra, jafnvirði 17,7 millj- arða króna, til kaupa á skulda- tryggingum á Kaupþing. Viku síðar varð Kaupþingsbankinn aftur að styðja við bakið á Ólafi þegar þýski bankinn Deutsche Bank krafðist aukinna trygg- inga og lánaði honum jafnvirði sautján milljarða króna, sam- kvæmt skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis. Síðasta haldreipi Ólafs til bjarg- ar Kaupþingi og þar með hlutafé hans í bankanum voru kaup sjeiks- ins Mohammeds Bin Khalifa Al- Thanis, bróður emírsins af Katar, á fimm prósenta hlut í bankan- um. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að ótvíræð tengsl séu á milli Ólafs og Al-Thanis en Kaupþing lánaði Al-Thani fyrir kaupverðinu. Þetta dugði ekki til en örfáum dögum eftir að Katar- búinn keypti fimm prósenta hlut í Kaupþingi tók skilanefnd Fjár- málaeftirlitsins bankann yfir. Lánið til Al-Thanis var enn ógreitt í janúar í fyrra. jonab@frettabladid.is Skuldaði 18% af eiginfé Kaupþings Ólafur Ólafsson var 33 ára þegar hann var ráðinn forstjóri Samskipa árið 1990. Fjárfesting- arfélagið Kjalar hélt lengi utan um hlut hans í félaginu. Ólafur hefur tengst fjölda fyrirtækja í gegnum tíðina, svo sem HB Granda og Alfesca (áður Sambandi íslenskra fiskútflytjenda). Af viðskiptasögu Ólafs ber vafalítið hæst aðkomu hans að kaupum hins svokalla S-hóps á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í ársbyrjun 2003. Nokkrum spurningum er enn ósvarað um einkavæðingu Búnaðarbankans. S-hópurinn taldist vænlegasti kaupendahópurinn á sínum tíma, ekki síst vegna erlends banka, sem sagð- ur var standa að baki hópnum. Lengi vel var talið að franski bankinn Société Générale væri áhugasamur meðfjárfestir. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að sama dag og skrifað var undir kaupsamning hafi komið í ljós að franski bankinn var fjarri góðu gamni og nafn þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers komið í stað Société Générale. Væntanlegir kaupendur sýndu fram á að þýski bankinn hefði daginn áður keypt helmingshlut í Eglu, félagi Ólafs Ólafssonar, sem ætlaði að kaupa 34,4 prósenta hlut í Búnaðarbankanum. Margir drógu aðkomu Hauck & Aufhäuser í efa, töldu hann jafnvel lepp – ef hann var þá yfirhöfuð til. Við nánari athugun kom í ljós að bankinn sérhæfði sig í „sjóða- og eigna- stýringu fyrir stofnanir og einkaaðila, umsjón verðbréfa fyrir sjóði og fjármálastjórn fyrirtækja og einstaklinga“, líkt og segir í skýrslu rann- sóknarnefndar. Þrátt fyrir hvítþvott fjármála- ráðuneytis á málinu árið 2006 eru fyrirvarar settir við hlut bankans í Eglu á þessum tíma í skýrslu rannsóknarnefndar. Þar er dregið í efa að Hauck & Aufhäuser hafi tengst kaupunum á Búnaðarbankanum og bent á að fátt ef nokkuð bendi til þess að bankinn hafi átt mikla faglega samleið með Búnaðarbankanum sem almenn- um viðskiptabanka. Í apríl í fyrra veitti Héraðsdómur Reykjavíkur Eglu heimild til að leita nauðasamninga við lánardrottna. Eignarhlutur Kjalars í Samskipum var færður inn í dótturfélagið Festingu snemma árs 2008. Í tengslum við fjárhagslega endur- skipulagningu félagsins eignaðist Ólafur níutíu prósenta hlut í Samskipum ásamt öðrum stjórnendum í gegnum félagið SMT. Skuldir Kjalars gagnvart Kaupþingi munu ekki hafa verið afskrifaðar. Viðskiptaveldi Ólafs og Búnaðarbankinn Lán tengd félögum Ólafs Ólafssonar Önnur félög HB Grandi Festing Egla Kjalar Invest B.V. Ker Kjalar Egla Invest B.V. Harlow Equities S.A: 2005 2006 2007 2008 800 700 600 500 400 300 200 100 0 Heildarútlán bankanna þriggja M. evra Banki Janúar 2007 Október 2008 Breyting Landsbankinn 13,4 0,0 -100% Kaupþing 23,1 96,2 317% Glitnir 20,5 50,5 147% Samtals 56,9 146,7 158% (Samtals í evrum) 601,7 1.008,3 68% * Upphæðir í milljörðum króna. Tengd félög: Bakkavogur ehf., Barkarvogur ehf., Egla hf., Egla Invest BV, Festing ehf., Iceland Seafood International, Jónar Transport hf., Ker hf., Kjalar ehf. í LUX, Kjalar hf., Kjalar Invest BV, Samskip hf. og Samskip Holding B.V. Áhættuskuldbindingar Kjalars og tengdra félaga* ÓLAFUR ÓLAFSSON Einn af helstu hluthöfum Kaupþings lenti í miklum hremm- ingum þegar dyr lokuðust á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum árið 2008 og greip til ýmissa ráða til að halda verði hlutabréfa í bankanum uppi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.