Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 12
12 19. apríl 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Ég var spurður þessarar spurningar í lok borgarafundarins um daginn. Svar- ið er einfalt: Bæjarfulltrúar Akureyrar, þeir sem vilja miðbæjarskipulagið, stunda það beinlínis að slá ryki í augu okkar bæjar búa. Svo ég taki ekki dýpra í árinni. Þeim virðist lífsins ómögulegt að komast í gegnum umræðu um skipulagið án þess að fara með hálfsannindi og stundum hrein ósannindi. Ætla að hundsa vilja nær 4000 Akureyringa Ég er tilbúinn að rökstyðja þessa fullyrð- ingu á opnum vettvangi, hvar sem er. Ég er líka reiðubúinn að koma á fundi hjá Sjálfstæðis- og Samfylkingarmönnum, þá jafnframt til að útskýra af hverju mik- ill meirihluti Akureyringa er á móti mið- bæjarskipulaginu sem þeir ætla að berja í gegn hvað sem tautar og raular. Alvarlegast er þó að þessir flokkar virð- ast ætla að hundsa kröfu nær 4000 Akur- eyringa um að miðbæjarskipulagið verði lagt í dóm bæjarbúa. Sigrún Björk Jakobsdóttir sagði þetta hreint út. Og rökin, jú það er ekki tíma- bært því að ekki verður ráðist í fram- kvæmdir næstu 5, 10 eða 15 árin. Svo voru ekki liðnar nema 5 mínútur þegar hún bætti við: En við ætlum að byrja fram- kvæmdir í miðbænum á næsta ári. Var einhver að tala um íbúalýðræði? Hvað munar okkur um milljarð? Og hvað um peningahliðina. Hvorugur fulltrúi meirihlutans þóttist hafa hugmynd um hvað dæmið væri búið að kosta hing- að til. Hugsið ykkur! Þó er eflaust um að ræða tugi milljóna en hvað er það á milli vina? Og þetta gáleysi með fjármuni okkar heldur áfram. Heila klabbið á að kosta okkur 858 milljónir, segir meirihlutinn, en reiknilist hans er dregin í efa, sumir segja töluna miklu hærri. Og hugsið ykkur; hvorki Samfylkingar- né Sjálfstæðismenn láta svo lítið að minn- ast á litlar 600 milljónir sem er áætlaður kostnaður við hafnarmannvirki tillögunn- ar. Sú tala kemur okkur víst ekki við því að Höfnin á að borga! Og til að bíta höfuðið af skömminni er rætt um að bærinn kaupi bílastæði í væntanlegum kjöllurum. Verðið? Mönn- um ber ekki saman um það en eitt er víst, það hleypur ekki á tugum milljóna heldur hundruðum. En þetta kemur okkur heldur ekki við. Er furða þótt maður sé reiður? Af hverju ertu svona reiður, Jón? Jón Hjaltason Sagnfræðingur Skipulags- mál Algjörlega vanhæfur Ein af ástæðunum fyrir því að bankarnir voru ekki teknir föstum tökum fyrir hrun, var djúp tortryggni milli ráðherra Samfylkingarinnar og Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Þetta kemur skýrt fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Sam- fylkingu var áfram um að Davíð viki úr embætti og þrýsti mjög á Geir H. Haarde í þeim efnum. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að framámenn í Samfylk- ingunni fundu því bara alls ekkert til foráttu að Davíð fór í Seðlabank- ann haustið 2005. Mjög hæfur Össur Skarphéðinsson sagðist þá meðal annars hafa fundið á Davíð að hann væri „saddur pólitískra lífdaga“. Margir myndu eflaust agnúast út í að hann færi í Seðlabankann, bætti hann við, en erfitt væri „að halda því fram að maður sem hefur stýrt efnahagsmálum þjóðarinnar í þrettán ár sé ekki hæfur til að vera seðla- banka- stjóri“. Góðir meðmælendur? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði ekki í anda Davíðs að fara í Seðla- bankann. „Það er samt enginn vafi á því að hann er mjög hæfur til að setjast í bankastjórastólinn hafandi tekið þátt í að stjórna efnahagsmálunum hér um langt skeið.“ Nokkrum árum síðar voru Össur og Ingibjörg komin á þá skoðun að Davíð væri hvorki hæfur né saddur pólitískra lífdaga. Það eru trauðla góð meðmæli með meðmælum þeirra. bergsteinn@frettabladid.isÞ rír þingmenn hafa nú brugðizt við niðurstöðum rannsókn- arskýrslu Alþingis með því að segja af sér embættum eða fara tímabundið í leyfi frá þingstörfum. Björgvin G. Sig- urðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er í skýrslunni talinn hafa sýnt af sér vanrækslu, ásamt tveimur öðrum ráðherrum. Hann fer í tímabundið leyfi á meðan þingmannanefnd ákveður hvernig bregðast skuli við skýrslunni, meðal annars hvort kalla skuli landsdóm saman til að fjalla um mál ráðherr- anna þriggja. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur sagt af sér varaformennsku í Sjálfstæðis- flokknum og víkur sömuleiðis af þingi á meðan nefndin kemst að niðurstöðu. Hún viðurkennir að trúverðugleiki sinn hafi beðið hnekki vegna hárra lántakna eiginmanns hennar fyrir kaup- um á hlutabréfum í Kaupþingi þegar flugið var mest á mönnum í bankakerfinu. Loks hefur Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tekið sér frí á meðan sérstakur saksóknari rannsakar hvernig staðið var að málum í Sjóði 9 hjá Glitni, þar sem Illugi sat í stjórn. Allt hefur þetta fólk brugðizt við niðurstöðum skýrslunnar og axlað ábyrgð. Það hefur tekið rétta ákvörðun. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylking- arinnar, sem áður hafði vísað ábyrgðinni frá sér, breytti um kúrs um helgina og viðurkenndi á flokksstjórnarfundi að hafa brugðizt sjálfri sér, flokknum og kjósendum. Ingibjörg er ekki lengur í neinu embætti sem hún getur sagt af sér eða farið í leyfi, en hún hefur viðurkennt ábyrgð sína og að hafa gert mistök. Sama er því miður ekki unnt að segja um marga aðra, sem eru gagnrýndir harðlega í rannsóknarskýrslunni. Aðrir fyrrverandi ráðherrar, sem sakaðir eru um vanrækslu, hafa ekki séð ástæðu til að biðjast afsökunar. Ekki heldur fjórir embættismenn, sem taldir voru hafa sýnt vanrækslu í starfi. Enginn þessara manna er lengur í embætti. En þeir gætu beðizt afsökunar fyrir því. Enn heyrist lítið frá fyrrverandi bankastjórnendum og útrásar- víkingum. Sá eini, sem hefur beðizt afsökunar, er Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi aðaleigandi í Landsbankanum, Straumi og fleiri fyrirtækjum. Viðbrögðin við afsökunarbeiðni hans voru að mörgu leyti ómakleg. Það er ekki við því að búast að menn, sem geta átt yfir höfði sér ákærur og málsóknir, viðurkenni lögbrot nema þá fyrir dómstólum. Það verður sömuleiðis dómstólanna að ákveða hvort þeir eigi að skila peningum, sem þeir hafi fengið með óeðli- legum hætti eða borga skaðabætur. Ef þeir, sem biðjast afsökunar, fá bara yfir sig fúkyrðaflaum í stað þess að fólk meti við þá að þeir viðurkenni að þeir hafi breytt rangt, er það öðrum gerendum í bankahruninu lítil hvatning að stíga fram og játa mistök sín. Það er mikilvægt að þeir, sem brutu lög í aðdraganda bankahruns- ins, verði látnir sæta afleiðingunum. En íslenzkt samfélag getur ekki byrjað að horfa fram á veginn nema þjóðin fyrirgefi þeim, sem steyptu fjármálakerfi landsins í glötun. Fyrsta skrefið er að þeir biðjist fyrirgefningar. Hvað þarf til að við getum horft fram á veginn? Afsagnir og afsökunarbeiðnir Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.