Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 17
FASTEIGNIR.IS 19. APRÍL 201016. TBL. Fasteignasalan Miklaborg hefur til sölu fallegt 270 fm einbýlishús með tvöföldum bílskúr við Sunnuflöt í Garðabæ. E ignin skiptist í forstofu, snyrtingu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús, sjónvarpshol, þrjú herbergi, fataherbergi, tölvukrók og bað- herbergi. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt, er með gott útsýni og fallega lóð. Komið er inn í flísalagða forstofu með skápum. Snyrtingin er flísalögð og það er holið einnig. Stof- urnar eru sérlega rúmgóðar og er fallegt Drápuhlíð- argrjót á vegg í stofu. Útgangur út á pall í vesturátt frá stofunni. Eldhúsið er með flísalögðu gólfi með efri og neðri skápum og flísum á milli. Í eldhúsinu er bæði háfur og góður borðkrókur. Inn af eldhúsinu er þvottahús með útgangi út á baklóð. Gengið er úr hol- inu upp í rúmgott sjónvarpshol með flísalögðu gólfi og arni. Svalir eru út af stofunni til suðurs og eru þær mjög sólríkar. Herbergin eru þrjú og mögulegt að fjölga þeim. Eru tvö þeirra með korklögðu gólfi og skápum og eitt parketlagt og með fataherbergi inn af og tölvukrók. Þak hússins er nýlegt og óregonfura í öllum glugg- um. Húsið er tilbúið til afhendingar samkvæmt sam- komulagi. Útsýni og sólríkar svalir Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt. MÁVAHRAUN 25 - HAFNF. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 18-19 Opið hús HOLTSBÚÐ - GARÐABÆ Vorum að fá í einkasölu einbýlishús á einni hæð ásamt góðum bílskúr, samtals 160 fm. Frábær staðsetning. Stofa, borðst., 3 góð herbergi, baðherb., sauna. Góð suður verönd og garður. Stutt í skóla og þjónustu. Miklir stækkunarmöguleikar. Skipti ath. Verð 39,8 millj. Á þessum vinsæla stað, einbýlishús á einni hæð ásamt stórum bílskúr, samtals 186 fm. Stofa, borðst., 5-6 herb, eldhús, þvottahús, baðherb., gestasnyrting. Flísar og parket. Góð hellulögð s-verönd. Laust. Skipti á minni eign ath. Verð 42,8 millj. Einb. Einb.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.