Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 23
Þú mátt ráða og raða! Þú færð fullt af orðum úr lausavísum óþekktra höfunda og raðar eins og þú vilt. Orðin eru ísskápsseglar og ísskápar verða á staðnum! Einu sinni var maður sem ól upp 250 æðarunga og annar sem ól upp kóp! Þetta og margt annað forvitnilegt um sambúð manns og dýranna okkar, bæði villtra dýra og húsdýra, má sjá í náttúrulífsmynd Páls Steingrímssonar; Þjóðin og náttúran. Finnst þér drekar spennandi? Hefurðu heyrt söguna af því þegar Sigurður drap Fáfni? Eða hefurðu frétt af því þegar Þór reri lengst út á haf til að veiða Miðgarðsorm? Þú færð leiðsagnarhandrit um sýninguna Handritin með þessum sögum úr Snorra Eddu. Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið Íslendingar? Segðu hvað þér finnst um Íslendinga á ljósmyndasýningunni Íslendingar. Svörin sendist til Þjóðfræðistofu sem er einmitt að rannsaka hvað okkur finnst um þjóðina okkar. Svo getur líka verið gaman að fara í spæjaraleik og leita að vísbendingum á myndunum. Aðgangur ókeypis að öllum sýningum fyrir börn 16 ára og yngri, ókeypis fyrir alla á miðvikudeginum og á sumardaginn fyrsta. Þjóðmenningarhúsið, Hverfisgötu 15. 12:00–17:00 TILRAUNALANDIÐ – VÍSINDI LIFNA VIÐ Í VATNSMÝRINNI Gaseldur sem dansar við tónlist, vatnsorgel, hráefni í mann, sápukúlusmiðja og margt, margt fleira. Í Tilraunalandinu eru allir jafnvígir, það þarf ekki að „kunna“ neitt sérstakt til að taka þátt en hinsvegar er mikilvægt að hafa fróðleiksþorstann, hugrekkið og ímyndunaraflið með í farteskinu. Tekið er við bókunum í síma Norræna hússins 551 7030. Sýningin er bæði innan- og utandyra. Norræna húsið, Sturlugötu 5. 12:00–17:00 Í BARNASTÆRÐUM - ÍSLENSK OG ALÞJÓÐLEG HÖNNUN FYRIR BÖRN Hinn heillandi heimur hönnunar fyrir börn. Sýningargestir á öllum aldri kynnast leikföngum og húsgögnum sem sérstaklega eru hönnuð fyrir börn og sækja innblástur í leiki þeirra og hugmyndaheim. Bæði verður sýnd íslensk og alþjóðleg hönnun en eitt af meginmarkmiðum sýningarinnar er að skoða verk íslenskra hönnuða. (Opið til 21:00 á sumardaginn fyrsta og lokað á þriðjudag). Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði. 13:00, 15:00 og 17:00 ÞÝSK BARNA- OG FJÖLSKYLDUKVIKMYNDAHÁTÍÐ Sýndar verða 14 myndir sem gefa innsýn í fjölbreytileika þýskra barna- og fjölskyldumynda frá miðri síðustu öld og fram til okkar daga. Kvikmyndahátíðin er í samvinnu við Goethe Institut. Borgarbókasafn – Aðalsafn, Tryggvagötu 15. GLÖÐ JÖRÐ Börn frá grænfána-leikskólanum Steinahlíð sýna okkur hvað gerir jörðina glaða og hvað gerir hana óhamingjusama. Þau koma fyrir gegnsæjum kassa með mold og setja ofan í hann hluti sem jörðinni líkar og mislíkar. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig moldin tekur við. Hallargarðurinn, Fríkirkjuvegi 11. TRÖNUTRÉÐ Börnin á frístundaheimilum Breiðholts búa til origami- fugla (Trönur) sem þau hengja á Trönutré í Miðbergi. Gestir geta búið til sína eigin trönu og bætt á tréð alla vikuna. Miðberg, Gerðubergi 3–5. FORVITNI VEGGURINN – FLÍSALISTAVERK Látum hugann reika og skrifum niður spurningar sem við erum forvitin um að fá svör við. Flísarnar verða síðan settar upp á vegg í sundlauginni. Hægt verður að fylgjast með sköpun forvitna flísaveggjarins. Breiðholtslaug, Austurbergi 3. MYNDLIST Í MJÓDDINNI Leikskólar í Bakkahverfi halda sýningu á verkum sínum í Mjóddinni. Waldorfskólinn Sólstafir tekur einnig þátt með lífsins tré og geta sýnendur og gestir tekið þátt í að laufga tréð. Sýningin stendur til 30. apríl. Verslunarmiðstöðin Mjódd, Álfabakka 12–14. KAFAÐ EFTIR LISTINNI Leikskólinn Vesturborg heldur myndlistasýningu á botni sundlaugar Vesturbæjar. Ef þú ætlar að skoða sýninguna þarftu að vera með sundgleraugu og geta haldið niðri í þér andanum. Vesturbæjarlaug, Hofsvallagötu. KÍKTU! Á GRUNNSKÓLA Í GRAFARVOGI – LIST Í STRÆTÓ Nemendur í grunnskólum Grafarvogs breyta öllum strætóum sem aka um Grafarvog í sýningarsal. Það gerir strætóferðina enn skemmtilegri. Í strætó númer. 6, 24, 31, og 32. 19. apríl – Opnun 10:00 FORVITNIN ER GUL, RAUÐ, GRÆN OG BLÁ – SETNINGARGANGA BARNAMENNINGARHÁTÍÐAR Hátíðin er sett með stórri skrúðgöngu í miðborg Reykjavíkur. Fjórðu bekkingar úr 31 skóla, eða 1.350 nemendur mætast við göngubrúna við Hringbraut og ganga gegnum Hljómskálagarðinn. Hverjum skóla hefur verið úthlutað ákveðnum lit sem þeir hafa útfært á fjölbreyttan hátt með búningum, skemmtilegum höfuðfötum, drekum eða á annan óvæntan hátt. Ýmsar forvitnilegar og skemmtilegar uppákomur skemmta börnunum og öðrum þátttakendum á leiðinni. Gangan endar í Hljómskálagarðinum við Bjarkargötu þar sem borgarstjórinn í Reykjavík Hanna Birna Kristjánsdóttir, setur hátíðina ásamt menntamálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur. Hljómskálagarðurinn. 19. apríl–25. apríl – Viðburðir sem eru á dagskrá alla vikuna 10:00–18:00 ÆVINTÝRAHÖLLIN Við Fríkirkjuveg 11 verður starfrækt barnamenningarhús sem hlotið hefur nafnið Ævintýrahöllin. Þar verður fjölbreytt dagskrá alla vikuna. Menningarstarf fyrir börn, með börnum og skapað af börnum. Listsýningar, tónleikar, dans- og leiksýningar og fjölbreyttar smiðjur svo sem legosmiðja, Erró listsmiðja, sirkussmiðja, brúðugerðarsmiðja o.fl. Allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. (Opið til 17:00 25. apríl). Fríkirkjuvegi 11. 10:00–17:00 FORVITNI - HVER ER ÉG? Samvinnuverkefni Listasafns Reykjavíkur og átta grunnskóla. Nemendur vinna klippimyndaverk í anda Errós út frá þemanu FORVITNI – hver er ég? Verkin verða sett saman í eina stóra veggmynd sem sýnd verður fyrir framan F-sal í Hafnarhúsinu. (Opið til 22:00 á sumardaginn fyrsta). Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús, Tryggvagötu 17. 10:00–17:00 SKÁKAKADEMÍAN Skákakademían sýnir fjölbreytt verk sem leikskólabörn borgarinnar hafa unnið út frá skákíþróttinni. Ráðhús Reykjavíkur. 11:00–17:00 FORVITNILEG SJÓNARHORN Á ÖLLUM SÝNINGUM ÞJÓÐMENNINGARHÚSSINS ALLA DAGA HÁTÍÐARINNAR Viltu koma í barnabíó? Barnakvikmyndir í fullri lengd í sérhönnuðu umhverfi á kvikmyndasögusýningunni ÍSLAND :: KVIKMYNDIR. Í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands. www.barnamenningarhatid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.