Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 24
KÍKTU! Á LEIKSKÓLA Í GRAFARVOGI – LIST Á INNKAUPAKERRUM Nemendur í leikskólum Grafarvogs sýna verk sín á innkaupakerrum í matvöruverslununum Hagkaup, Bónus og Nettó í Grafarvogi. Myndirnar verða í akkúrat passlegri hæð fyrir börn sem fara með foreldrum sínum í búðina. BANGSAFJÖR Nemendur Myndlistarskóla Grafarvogs sýna skemmtilegar bangsamyndir í Ísbúðinni í Spönginni. Saman efna þau til bangsateiknisamkeppni í samstarfi við Ísbúðina og fá heppnir þátttakendur ísveislu fyrir fjölskylduna í verðlaun. Öll börn sem koma í Ísbúðina með bangsa geta tekið þátt og teiknað bangsann sinn. Ísbúðin okkar, Spönginni 25. UNDIR YFIRBORÐINU Samsýning Húsaskóla og Engjaskóla í Sundlaug Grafarvogs. Furðufiskar, sjávarlífsmyndir og vatnslitamyndir af Gilitrutt. Grafarvogslaug, Dalhúsum 2. KÁTIR DAGAR Í LAUGARNESSKÓLA Sex söng- og danssýningar í Laugarnesskóla dagana 19., 20., 21. og 23. apríl. Eftir sýningu geta gestir fengið sér danssnúning í sal skólans. Boðið verður upp á ýmsar veitingar. Sjá nánar á www.barnamenningarhatid.is. Laugarnesskóli, Kirkjuteigi 24. 19., 20. og 21. apríl VEGUR FORVITNINNAR Samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands, skóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og leikskóla í Seljahverfi. Þessar stofnanir breytast í listbúðir. Börnin rekja sig eftir fjársjóðskorti um spennandi staði í hverfinu. Seljahverfi, Breiðholti. 10:00–11:30 og 13:00–14:30 LJÓS OG SKUGGI – HEIMUR FORVITNINNAR Samstarfsverkefni leikskólans Sæborgar, Hagaskóla, frístundaheimilisins Frostheima og félagsmiðstöðvarinnar Frostaskjóls. Unnið er með fjölbreyttar ljós- og skuggasmiðjur þar sem forvitin fígúra vaknar til lífsins og kannar nýjan og forvitnilegan heim. Afrakstur verkefnisins verður sýndur í Ævintýrahöllinni á Fríkirkjuvegi. Á torgi leikskólans Sæborgar, Starhaga 11. 20.–25. apríl 11:00–17:00 DYNDILYNDI – VERÐI GJAFA OG GAGNSTREYMI Í sextán daga verður Listasafn Íslands samkomustaður ólíkra dýrategunda í eiginlegum og óeiginlegum skilningi: Magga Stína, nemendur, gaupa, áhorfendur, ljósmæður, rebbi, arkitektar, Hilmar Örn Hilmarsson, kólíbrífugl, bakarar, Megas, hönnuðir, maðkría, danshöfundur, fjallaselur, leikarar og svo mætti lengi telja. Hádegisleikhús Dyndilyndis: DÝRlingasögur alla daga 18. –29. apríl. Boðið er upp á listsmiðjur í anda verkefnisins fyrir börn og fullorðna. Skráning í smiðjur er á www.myndlistaskolinn.is og á vef Barnamenningarhátíðar. Nánari upplýsingar um dagskrá eru á www.dyndilyndi.is. Verkefnið er framlag Myndlistaskólans í Reykjavík. Sýningin er öllum opin og stendur til 2. maí. Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7. 11:00–17:00 RATLEIKUR OG HLJÓÐLEIÐSÖGN FYRIR BÖRN Nýr ratleikur sem tengist börnum í gamla daga. Sérstök hljóðleiðsögn fyrir börn verður tekin í notkun bæði á íslensku og ensku. Aðgangur ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára og ókeypis fyrir alla á miðvikudögum og á sumardaginn fyrsta. Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41. 13:00–17:00 SIPP OG HOJ Í SJÓMINJASAFNINU Í Víkinni verður margt forvitnilegt að sjá og þar birtist börnum heimur sem þau þekkja ekki nema kannski af afspurn. Hafið lokkar og laðar og á Barnamenningarhátíð verður lögð sérstök áhersla á upplifun barna af heimi hafsins og sjómanna sem sótt hafa sjóinn. Barnaból Ný leikstofa fyrir börn verður opnuð í safninu. Litskrúðugir bátar Í Verbúð safnsins verður opnuð sýning á litskrúðugum bátum sem 9 ára börn úr Langholtsskóla hafa smíðað í vetur. Sjóklæðnaður Börn á aldrinum 7–12 ára fá að prófa að „galla sig upp“ að hætti sjóara fyrri tíma. Þjóðlegir réttir á Safnkaffinu. Ókeypis fyrir leik-og grunnskólabörn. Víkin - Sjóminjasafnið, Grandagarði 8. 20. apríl 8:10–16:00 ÁRBÆJARSKÓLI – OPIÐ HÚS Öllum er velkomið að kíkja inn í kennslustundir sem og kynnast öðrum þáttum skólastarfsins. Barnakórar skólans verða í sviðsljósinu þennan dag auk þess sem gestir geta átt von á óvæntum uppákomum. Þetta er kjörið tækifæri til að koma og skoða vinnustað barnanna. Árbæjarskóli, Rofabæ 34. 8:30–15:00 FORVITNIR FUGLAR – OPIÐ HÚS Í INGUNNARSKÓLA Myndlistasýningar nemenda. Ýmsar óvæntar uppákomur verða á svæðum og í sal. Unglingadeildin verður með veitingasölu allan daginn. Ingunnarskóli, Maríubaugi 1. 10:30 FUGLARNIR Í „LJÓTA POLLI“ Rétt handan við leikskólalóð Geislabaugs er stórt opið svæði sem þarfnast umbóta. Börnin setja upp skemmtilega sýningu til að gefa þessu svæði líf og vekja forvitni fólks. Opið svæði við leikskólann Geislabaug, Kristnibraut 26. 10:00 TAKTU RITHÖFUND Í FÓSTUR 10–12 ára nemendur í 6 grunnskólum borgarinnar tóku jafnmarga rithöfunda í fóstur. Krakkarnir hafa kynnst starfi rithöfundanna og gerst rithöfundar sjálfir. Afrakstur vinnunnar er fjölbreyttur. Sýning verður sett upp með vinnu krakkanna og munu þau kynna verk sín við opnun hennar. Sýningin er opin daglega fram á föstudag. Ráðhús Reykjavíkur. 15:00 LEIÐANGUR Komdu með í leiðangur um Þjóðmenningarhúsið og allar sýningarnar með leiðsögumanni. Það er ótrúlega margt skemmtilegt og spennandi í þessu gamla og virðulega húsi. Aðgangur ókeypis að öllum sýningum fyrir börn 16 ára og yngri, ókeypis fyrir alla á miðvikudeginum og á sumardaginn fyrsta. Þjóðmenningarhúsið, Hverfisgötu 15. 16:00–16:30 TÖFRALJÓMI DANSINS Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR Nemendur Danslistarskóla JSB sýna dansatriði úr nemendasýningu skólans. Dansandi vélmenni með gervigreind, uppfinningarmenn geimsímans og fornminjar Egyptalands munu lifna við. Ráðhús Reykjavíkur. 18:00 TÓNLEIKAR Í LANGHOLTSKIRKJU Skólahljómsveit Austurbæjar, Kór Vogaskóla, Kórskóli Langholtskirkju og Graduale Futuri halda sameiginlega tónleika í Langholtskirkju. Hópurinn telur um 130 börn og á efnisskránni eru bæði Eurovision lög og ýmis þekkt dægurlög. Stjórnendur kóranna eru Ágústa Jónsdóttir, Rósa Jóhannsdóttir og Þóra Björnsdóttir. Stjórnandi Skólahljómsveitarinnar er Vilborg Jónsdóttir. Langholtskirkja, Sólheimum 13. 21. apríl 9:30 SKÓGARKARNIVAL Í BJÖRNSLUNDI Norðlingar bjóða borgarbúa velkomna í skógarkarnival í Björnslundi. Gengið verður undir lúðraþyt frá Norðlingaskóla að Björnslundi. Fjölbreytt skemmtiatriði og fjöldi listasmiðja þar sem menn fá svalað forvitninni og sköpunarþránni; bátasmiðja, álfasmiðja, ofið í draumahúsi, tálgað í tré, farið á hestbak, spáð í vísindin, máluð risamynd o.fl. Sjá nánar www. nordlingaskoli.is. Norðlingaskóli og Björnslundur í Norðlingaholti. 10:00–16:00 SKÖPUN, GLEÐI OG ÚTIVERA – LISTSÝNING Í LEYNIGARÐINUM Leynigarðurinn er almenningsgarður í Vesturbænum sem er algjört leyndarmál. Börnin á leikskólanum Drafnarborg bjóða upp á listsýningu í garðinum. Leynigarðurinn, leyniinngangur frá Brekkustíg. 10:30–13:00 FLUGDREKAR OG FUGLAHÚS Hvern langar ekki til að geta flogið? Ekki væri verra að geta spúið eldi. Sýning á vegum Ingunnarskóla í Leirdal. 11:00 og 13:00 JÖRÐIN OKKAR – FRUMSAMIN ÓPERA NEMENDA Á YNGSTA STIGI HÁTEIGSSKÓLA Jörðin okkar er óður til mannfólksins um að hugsa sinn gang og snúa við ferli græðgi og vaxandi mengunar í heiminum. Ríflega 130 börn taka þátt og að sjálfsögðu er mikil tónlist í verkinu og endar sýningin á laginu um Jörðina okkar sem sótt er í smiðju Michael Jackson. Gospelkór Háskólans í Reykjavík aðstoðar við flutninginn. Hallgrímskirkja, Hallgrímstorgi 1. 13:00–16:00 TRÖLLKONAN TREFLUM KLÆDD Nemendur úr Laugarnesskóla munu klæða höggmynd Ásmundar Sveinssonar Tröllkona í garði Ásmundarsafns í trefla. Tröllkonur geta líka fengið kvef. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn, v/Sigtún. 14:30 BABBIDIBÚ – GALDRAKERLING FER Á FLUG Þjóðkór 300 leikskólabarna flytur ásamt hljómsveit lög Olgu Guðrúnar Árnadóttur í Háskólabíói. Börnin syngja sögur um lasna skrímslið, um sólina og tunglið sem skiptast á að vaka yfir börnum, um fallegan heim fyrir öll börn og um fljúgandi galdrakerlingu sem breytir fínni frú í sællega kú. Allir Reykvíkingar eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Þátttakendur eru: Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar, 17 leikskólar í Reykjavík og Listdansskóli Íslands. Háskólabíó, Hagatorgi. 15:00 LEIÐANGUR Komdu með í leiðangur um Þjóðmenningarhúsið og allar sýningarnar með leiðsögumanni. Það er helmingi skemmtilegra að skoða húsið þegar það er leiðsögumaður með. Aðgangur ókeypis að öllum sýningum fyrir börn 16 ára og yngri, ókeypis fyrir alla á miðvikudeginum og á sumardaginn fyrsta. Þjóðmenningarhúsið, Hverfisgötu 15. 16:00–18:00 HIMNESKIR FORVITNILEGIR FUGLAR Börn á frístundaheimilinu Stjörnulandi opna sýninguna Himneskir forvitnir fuglar í Guðríðarkirkju. Eftir opnunina verður opið hús í Stjörnulandi þar sem börnin bjóða upp á maul. Guðríðarkirkja, Kirkjustétt 8. 17:00 LISTASMIÐJAN LITRÓF – TÓNLEIKAR Listasmiðjan Litróf er hluti af innflytjendastarfi kirkjunnar. Litróf heldur tónleika í Fella og Hólakirkju. Fella og Hólakirkja, Hólabergi 88.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.