Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 25
13:00–16:00 LEIKIR FRÁ LIÐNUM ÖLDUM Hefurðu leikið Halaleik, útilegumannaleik eða kostgangaraleik? Minjasafn Reykjavíkur býður börnum og fullorðnum að taka þátt í ýmsum fjörugum leikjum sem stundaðir voru í Reykjavík á liðnum öldum. Hallargarðurinn við Fríkirkjuveg. 13:00–17:00 KOMDU AÐ LEIKA Kynnist leikjum og leikföngum barna í Reykjavík á 20. öld. Á sýningunni má sjá leikföng frá ýmsum tímum, allt frá tálguðum leikföngum tómthúsmanna til Barbie, Ken og Super Mario. Sýningin er til húsa í gamla íþróttarhúsi ÍR í Árbæjarsafni. Árbæjarsafn, Kistuhyl 4. 13:00–16:00 KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í ÁLFTAMÝRARSKÓLA Sýning á gömlum fræðslu- og grínmyndum sem voru gerðar af nemendum á árunum 1975–1990, undir leiðsögn Marteins Sigurgeirssonar. Álftamýrarskóli, Álftamýri 79. 14:00–17:00 BORGARBÓKASAFN Á SUMARDAGINN FYRSTA Opnun sýningar á teikningum Wolf Erlbruch Wolf Erlbruch hefur myndskreytt fjölda þýskra barnabóka, skrifað nokkrar sjálfur og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir teikningar sínar og bækur. Sýningin er í samvinnu við Goethe Institut. Bókaverðlaun barnanna Almenningsbókasöfn landsins veita verðlaunin ár hvert fyrir tvær bækur, aðra frumsamda og hina þýdda. 6–12 ára börn velja bækurnar. Verðlaunin verða nú veitt í níunda sinn. Íslenska hljómsveitin Íslenska hljómsveitin sem var í 2. sæti í Ljóðaslammi 2010 flytur nokkur lög. Skrípó 2010 Borgarbókasafn og Myndlistaskólinn í Reykjavík stóðu fyrir myndasögusamkeppni fyrir fólk á aldrinum 10– 20+ á vordögum og verður afrakstur hennar sýndur á Reykjavíkurtorgi. Veitt verða verðlaun fyrir bestu myndina og viðurkenningar fyrir nokkrar valdar sögur. Listasmiðja – ég Boðið verður upp á listasmiðju fyrir börn og unglinga. Borgarbókasafn – Aðalsafn, Tryggvagötu 15. 14:00–17:00 STUND HJÁ SIGURJÓNI Á SUMARDAGINN FYRSTA Skemmtilegur spurningaleikur og ratleikur fyrir alla fjölskylduna, börn, unglinga og foreldra. Það er mjög gaman að skoða verk Sigurjóns og velta þeim fyrir sér. Aðgangur ókeypis og kaffistofan opin. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70. 14:00 - 16:00 LEIKJAMENNING BARNA Á SUMARDAGINN FYRSTA Brennibolti, fótbolti, Kýló, Köttur og mús, Hlaup í skarðið, Stórfiskaleikur, fram fram fylking, Fallin spýta, Eitur í flösku, 1, 2, 3, 4, 5 Dimmalimm, Snú snú o.fl. Félagsmiðstöðin Hólmasel, Hólmaseli 4–6. 15:00 ÆVINTÝRIN Í VIÐEY Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, segir sögur á sinn einstaka og ævintýralega máta í Viðeyjarstofu. Ferjan fer frá Skarfabakka kl. 13:15, 14:15 og 15:15. Ferjutollur: 1000 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir börn og ókeypis fyrir sex ára og yngri. 15:30–16:30 TÖFRALJÓMI DANSINS Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR Nemendur Danslistarskóla JSB sýna dansatriði úr nemendasýningu skólans. Dansandi vélmenni með gervigreind, uppfinningarmenn geimsímans og fornminjar Egyptalands munu lifna við. Miklatún. ALLAR SÖGUR HAFA EINA MYND Myndskreytingar í barnabókum. Sýning á verkum 20 nemenda sem verið hafa á námskeiði í bókaskreytingum hjá danska myndlistarmanninum Ole Wich. Sýningin stendur til 29. apríl. Norræna húsið, Sturlugötu 5. 20:00 TÓNLEIKAR STÚLKNAKÓRS REYKJAVÍKUR Í LANGHOLTSKIRKJU Stúlknakór Reykjavíkur tekur þátt í 10 ára afmælistónleikum söngskólans Domus vox á sumardaginn fyrsta 22. apríl kl. 20:00. Þar munu um 90 stúlkur flytja lög úr ýmsum áttum á íslensku, frönsku, ensku, latnesku og finnsku svo eitthvað sé nefnt. Langholtskirkja, Sólheimum 13. 23. apríl MYNDIR ÚTI Í MÝRI MÝRIN, alþjóðlega barnabókahátíðin 23.–27. apríl, er fimmta alþjóðlega barnabókmenntahátíðin í Norræna húsinu. Þema hátíðarinnar í ár er myndskreytingar í barnabókum. Innlendir og erlendir rithöfundar segja frá verkum sínum, sérstök dagskrá er fyrir börn m.a. vinnustofur, sýning á verkum leikskólabarna og leiklist. Sjá nánar www.nordice.is. Norræna húsið, Sturlugötu 5. 17:00 FJÖLDI FIMRA FINGRA Samspil píanónemenda Allegro Suzuki tónlistarskólans í Tónastöðinni. Leikið verður saman á fimm flygla og fimm píanó! Tónastöðin, Skipholti 50 d. 24. apríl OPIÐ HÚS Í LISTDANSSKÓLA ÍSLANDS – LÍ 10:00–13:30 Allir velkomnir að fylgjast með föstum tímum hjá nemendum skólans. 14:00–15:15 Þrír opnir danstímar í þremur danssölum LÍ. Opinn balletttími fyrir 9 ára í sal 3 (kennari: Ingibjörg) Opinn balletttími fyrir 16 ára og eldri í sal 1 (kennari: Mummi) Opinn nútímadanstími fyrir 16 ára og eldri í sal 2 (kennari: Brian) Listdansskóli Íslands, Engjateigi 1. 10:00–14:00 ALLIR Á SVIÐ? Ættu öll íslensk börn að fá tækifæri til að stunda og njóta sviðslista sem hluta af sinni skólagöngu? Geta greinar eins og leiklist og dans svarað kalli samtímans eftir fjölbreyttara skólastarfi og áherslu á skapandi og gagnrýna hugsun? Stefnt verður saman listafólki, kennurum og öðrum áhugasömum um sviðslistir og skólastarf. Nokkur örstutt erindi sem varpa ljósi á stöðu sviðslista í íslenskum skólum. Samstarfsverkefni Leiklistarsambands Íslands og Barnamenningarhátíðar. Víkin – Sjóminjasafnið, Grandagarður 8. 11:00–17:00 DYNDILYNDI – VERÐI GJAFA GAGNSTREYMI 13.30 DÝRlingasögur: Ánamaðkur. Höfundur: Haraldur Jónsson. Leikur: Edda Björg Eyjólfsdóttir. 14.00 Magga Stína flytur eigið verk ásamt fríðu föruneyti ungmenna. Undir takti sérhannaðra slagverka 6–9 ára nemenda úr Myndlistaskólanum í Reykjavík munu ýmsar raddir bera tónana upp frá sundtökum laxamóður og flugtaki fiðrildis. Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7. 18:00 og 20:00 TÍMINN LÍÐUR, TRÚÐU MÉR! Stúlknakór Reykjavíkur og Kramhúsið standa fyrir glæsilegri söng-, dans- og leiksýningu. Stúlknakórinn er undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur og stjórnandi Kramhússins er Hafdís Árnadóttir. En þær eiga 25 ára samstarfsafmæli um þessar mundir. Um 110 börn frá sjö ára aldri skapa einlæga og samfellda sýningu sem samanstendur af sjö dansatriðum og þrettán söngnúmerum: Sólo, dúett, smáir hópar og stórir. Miðasala fer fram í Kramhúsinu (551-5103) og Söngskólanum Domus vox (511-3737/893-8060). Miðaverð er kr. 1.500. Miðar verða einnig seldir við innganginn. Íslenska óperan, Ingólfsstræti 2. 19:30–22:00 DANSTILRAUNIR Í LOFTKASTALANUM Úrslit í Danstilraunum 2010. 8., 9. og 10. bekkir taka þátt og er unnið með hvaða dansstíl sem er. Öll verkin eru unnin af unglingunum sjálfum. Sérstök viðurkenning verður veitt fyrir frumleika og túlkun. Aðgangseyrir er 500 kr. Loftkastalinn, Seljavegi 2. Sumardagurinn fyrsti, 22. apríl HVERFAHÁTÍÐIR Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna í hverfum borgarinnar í tilefni af sumardeginum fyrsta. Skrúðgöngur, tónlist, leikir o.fl. Nánari upplýsingar á www.itr.is DYNDILYNDI – VERÐI GJAFA GAGNSTREYMI 12:30 DÝRlingasögur: Járnsmiður. Höfundur: Harpa Arnardóttir. Leikur: Valgerður Rúnarsdóttir 13:00 Megas sem Vox Animalis leggur til tón og texta ásamt sýnilegum eða ósýnilegum barnakór ofan á hljóðmynd Hilmars Arnar Hilmarssonar. 13:30 Magga Stína flytur eigið verk ásamt fríðu föruneyti ungmenna. Undir takti sérhannaðra slagverka 6–9 ára nemenda úr Myndlistaskólanum í Reykjavík munu ýmsar raddir bera tónana upp frá sundtökum laxamóður og flugtaki fiðrildis. 14:00–15:30 Listsmiðja fyrir börn og fullorðna: Björk Guðnadóttir og Ólöf Björnsdóttir myndlistarmenn leiða. Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7. 13:00 -17:00 SIPP OG HOJ Í SJÓMINJASAFNINU 13:00 -16:00 Ratleikur fyrir börn um borð í varðskipinu Óðni Börnin fá að kynnast einstakri veröld varðskipsmanna. Vermannaleikir Kenndir verða sérstakir vermannaleikir sem vermenn skemmtu sér við í verinu á öldum fyrr, s.s. að fara í sjómann, glíma, iðka jafnvægislistir o.fl. Barnaból Í Barnabóli geta börnin horft á skemmtilegt fræðsluefni, teiknað og litað myndir og leikið sér með leikföng sem tengjast hafinu og sjómennsku. Sjóklæðnaður Börn á aldrinum 7–12 ára fá að prófa að „galla sig upp“ að hætti sjóara fyrri tíma. Þjóðlegir réttir á Safnkaffinu ókeypis fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri. Víkin - Sjóminjasafnið, Grandagarður 8. 13:00 - 16:00 SUMARDAGURINN FYRSTI Á ÞJÓÐMINJASAFNI Leikir og fjölbreytt dagskrá fyrir börn 11.00 Opnun á sýningunni DREKASTÓLAR - STÓLADREKAR . Hefðbundnir borðstofustólar umbreytast í drekastóla, - eða stóladreka? Nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík sýna á Torgi Þjóðminjasafnsins. 13:00-15:00 Listsmiðja fyrir börn á öllum aldri. 15:00 Landið vifra Möguleikhúsið sýnir barnaleikritið Landið vifra. Þjóðminjasafn Íslands, Suðugötu 41. www.barnamenningarhatid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.